Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 8
Eftir Andra Karl andri@mbl.is STJÓRN og stjórnarandstaða náðu í gærmorgun saman um þann grunn sem notaður verður í við- ræðum við Breta og Hollendinga um að taka upp Icesave-samn- ingana. Fjármálaráðherra er von- góður um að málið leysist að end- ingu. Formenn stærstu stjórnar- andstöðuflokkanna segjast sáttir með þann tón sem hefur verið í við- ræðum leiðtoganna á milli en of snemmt sé að reka upp fagnaðaróp. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir grunn- inn byggjast á því, að ríkisstjórnin hafi í fyrsta skipti horfst í augu við það, að það þýði ekkert að berjast fyrir niðurstöðu í málinu sem eng- inn stuðningur sé fyrir á Íslandi. Næsta verkefni sé að koma þeim skilaboðum áleiðis til stjórnvalda í Bretlandi og Hollandi. Sátt varð að nást Upplýst var í gær að Bretar og Hollendingar fóru fram á að sátt næðist milli stjórnmálahreyfinga í Icesave-málinu áður en til greina kæmi að ræða um það að nýju. Þrátt fyrir að þeirri sátt sé náð seg- ir Bjarni ekkert tilefni til bjartsýni. „Öll vinnan í þessu máli er enn eftir og í sjálfu sér höfum við ekki unnið neitt afrek með því að kom- ast að þeirri sameiginlegu nið- urstöðu að reyna að verja hags- muni okkar. Fyrst verður einhverjum áföng- um náð í þessu máli þegar viðsemj- endur okkar lýsa vilja til þess að koma fram af sanngirni og sýna þeim sjónarmiðum, sem við ætlum að kalla fram, skilning. Ef það tekst þá getum við farið að tala um að eitthvað sé að gerast í þessu Ice- save-máli.“ Sáttur með farveginn Bjarni segist þrátt fyrir allt sátt- ur með það í hvaða farvegi málið er á milli stjórnar og stjórnarand- stöðu. „En það breytir því ekki að þetta mál hefði frá upphafi átt að vinna á þverpólitískum forsendum. Ekki átti að gera það að pólitísku bitbeini í íslenskum stjórnmálum líkt og hefur verið núna undanfarið ár. Heilt ár er farið í súginn vegna þess hvernig haldið hefur verið á málinu.“ Um að gera að fá ráðgjafa Meðal annars náðist sátt um að leita til Lee C. Buchheit, sem nánar er fjallað um á þessari síðu, og fundað verður með í dag. „Það er um að gera að fá alla þá ráðgjafa og snillinga sem mönnum dettur í hug og telja að geti orðið að gagni,“ sagði Steingrímur Sigfússon, fjár- málaráðherra, spurður út í hvort hann væri ánægður með valið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir að þegar búið sé að stilla saman strengi, meta helstu styrkleika og hugsanlega veikleika verði vænt- anlega farið í viðræður um fram- haldið. „Aðalatriðið er að reyna að nýta sem best þær eignir sem eru þrátt fyrir allt til staðar í þrotabúi bankans til þess að standa undir þessu, svo skuldin lendi ekki á ís- lenskum skattgreiðendum.“ Spurður út í þá sátt sem náðst hefur og hvort hún sé sigur fyrir stjórnarandstöðuna segir Sig- mundur: „Það er best að vera ekki með neinar yfirlýsingar um slíkt.“ Morgunblaðið/Golli Létt yfir Forystumenn í stjórnmálaflokkunum funduðu í fjármálaráðneytinu í gærmorgun. Létt var yfir fundarmönnum enda sátt að nást um Icesave. „Heilt ár farið í súginn“  Þrátt fyrir sátt meðal stjórnar og stjórnarandstöðu segir formaður Sjálfstæð- isflokksins ekkert afrek hafa verið unnið og enn ekki komið tilefni til bjartsýni Leitað hefur verið til Lees C. Buchheits, bandarísks sérfræðings í þjóðarskuldum, um að verða ráðgjafi í hugsanlegum viðræðum Íslendinga við Breta og Hol- lendinga um Icesave. Þetta var niðurstaða fundar leiðtoga stjórnmálaflokkanna í fjármálaráðuneytinu í gærmorgun. Buchheit kemur til landsins í dag og fundar með leiðtogunum. Lee C. Buchheit er meðeigandi lögfræðistofunnar Cleary Gottlieb Steen & Hamilton í New York. Í sam- tali við Morgunblaðið í febrúar 2009 sagði Ársæll Valfells, lektor í viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, að Buchheit væri talinn einn virtasti lögfræðingur í heimi á sviði þjóðarskuldbindinga. Hann hefði m.a. verið fenginn til að semja fyrir hönd ríkja, sem lent hefðu í greiðsluþroti, um eftirgjöf þjóðarskulda. Sem dæmi hefði hann unnið fyrir stjórnvöld í Rússlandi og Ekvador og verið sendur af bandarískum stjórnvöldum til Íraks til að aðstoða þá við að ná niður erlendum skuldum. Þá kom hann líka að lagalegri fram- kvæmd áætlunar til að bjarga bandarísku fjármálakerfi. Buchheit var hér á Íslandi í ágúst í fyrra og fór þá m.a. á fund fjárlaga- nefndar Alþingis og lýsti þar þeirri skoðun að ótímabært væri að ræða skilmála Icesave-skuldar Íslands fyrr en ljóst væri hvað fengist fyrir eignir Landsbankans og hvað stæði þá eftir. Virtur á sviði þjóðarskuldbindinga Lee C. Buchheit 8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 „LANDHELGISGÆSLAN gegnir lögbundnu hlutverki við björgun og því vaknar sú spurning, hvenær kemur að þeim tímapunkti að við þurfum að horf- ast í augu við að Gæslan geti ekki sinnt því hlut- verki. Þetta gengur eiginlega bara ekki svona,“ segir Ragna Árnadóttir, dómsmálaráð- herra. Þverpólitísk nefnd vinnur að stefnumörkum Gæslunnar, s.s. hver geta hennar á að vera. Tilefni orða Rögnu er nýlegt atvik þar sem neitað var að senda þyrlu eftir sjúkum sjómanni, en aðeins að- eins ein þyrluáhöfn var á vakt og varð því ekki við komið að senda þyrlu út fyrir tuttugu sjómílur. Ragna segir að ef það komi í ljós að fjárveitingar Gæslunnar dugi ekki til að hægt sé að sinna björg- unarhlutverki þurfi allt eins að skipuleggja hlutverk hennar upp á nýtt, eða forgangsraða með björg- unarhlutverk og eftirlit í fyrirrúmi. „Gengur ekki svona“ Endurskipuleggja þarf eða forgangs- raða upp á nýtt Ragna Árnadóttir ÁÆTLAÐ er að langdræga NMT símakerfið verði starfrækt til 1. september næst- komandi. Póst – og fjarskipta- stofnun (PFS) hefur framlengt tíðniheimild Sím- ans til reksturs NMT kerfisins á 450 MHz tíðnisviðinu sem þjóni land- inu öllu og miðunum til þess dags. Margrét Stefánsdóttir, upplýs- ingafulltrúi Símans, telur að 1. sept- ember sé endanleg dagsetning varð- andi lokun NMT kerfisins. Sem kunnugt er hefur starfræksla þess verið framlengd. Slökkt verður á NMT sendunum eftir því sem ný langdræg farsíma- þjónusta nær til fleiri landsvæða. Hin framlengda NMT 450 tíðniheimild Símans er háð því skilyrði PFS að fyrirtækið birti fréttatilkynningu í byrjun hvers mánaðar með lista yfir þá NMT senda sem slökkt verður á í þeim mánuði. NMT-kerfið starfrækt til 1. september NMT-símar frá Nokia Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa Sími 460 4700 *Árleg meðalávöxtun frá 15.01.2001 til 31.01.2010. Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð. Áskriftarsjóður ríkisverðbréfa er verðbréfasjóður skv. lögum nr. 30/2003 um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Rekstrarfélag verðbréfasjóða ÍV hf. er rekstrarfélag sjóðsins. Útboðslýsingu og nánari upplýsingar er hægt að nálgast á heimasíðu www.iv.is. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér útboðslýsingu sjóðsins og þá sérstaklega umfjöllun um áhættuþætti. 9,8% 100% RÍKISTRYGGING 100% AFSLÁTTUR af viðskiptaþóknun til 28.02.2010 ENGIN BINDINGMEALÁVÖXTUN* Strandgata 3 600 Akureyri I Sigtún 42 105 RVK www.iv.is I iv@iv.is Við vökum yfir fjármunum þínum Góður ávöxtunarkostur – einnig í áskrift

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: