Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 23
Gorbatsjovs. Steingrímur var þá for-
sætisráðherra og Matthías Á. Mat-
hiesen utanríkisráðherra. Þeir voru
sammála um að samþykkja fundinn.
Með aðeins 12 daga fyrirvara kom
fram ósk um að fundurinn yrði hald-
inn í Reykjavík. Auðvitað var þetta
óþægilega skammur tími til stefnu.
En hér naut sín elja Steingríms og
hann hellti sér út í þetta erfiða verk-
efni af miklum dugnaði og fundurinn
fór fram með myndarbrag, Íslandi til
hins mesta sóma. Þótt margir fleiri
kæmu hér við sögu var forysta, lagni
og hikleysi forsætisráðherrans mjög
mikilvæg.
Það er vissulega sjónarsviptir að
Steingrími við fráfall hans, en eftir lif-
ir sögnin um frábæran Íslending,
sem vann þjóð sinni af lífi og sál.
Um leið og ég sendi frú Eddu og
fjölmennum frændgarði þeirra Stein-
gríms innilegar samúðarkveðjur
þakka ég honum samstarfið, sem var
í senn ánægjulegt og minnisstætt.
Fer vel á að enda þessi fátæklegu
minningarorð um Steingrím Her-
mannsson með hinni þjóðfrægu vísu
Havamála
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
Tómas Árnason.
Kveðja frá Fóstbræðrum
Steingrímur Hermannsson fv. al-
þingismaður og forsætisráðherra
hefur kvatt þetta jarðlíf. Með honum
er genginn þjóðskörungur, einbeittur
og giftudrjúgur, forvígismaður í ís-
lenskum stjórnmálum. Hvar sem
hann fór mátti skynja þann mikla
kraft sem hann hafði til að bera og
fólk tók sannarlega eftir. Steingrímur
var laginn félagsmálamaður og
mannasættir. Hann naut sín vel með-
al góðra félaga og var hvers manns
hugljúfi. Karlakórinn Fóstbræður
var honum kær og ég held ég segi
með sanni, að þar átti hann góða vini
og kunningja. Hann var fastur gestur
á þorrablóti Fóstbræðra í 20 ár og tók
þátt í gleði kórmanna einsog honum
einum var lagið. Hann var sjálfsagð-
ur gestur þegar stórafmæli voru hjá
kórnum. Fóstbræður fundu vel að
þar áttu þeir góðan talsmann sem
skildi hversu mikils virði það er að
taka þátt og starfa saman af einurð
og góðum vinskap. Steingrímur átti
létt með að kynnast fólki. Hann kunni
ekki að gera sér mannamun og kom
fram við alla sem jafningja
Fóstbræður hafa verið svo gæfu-
samir að eiga marga góða stuðnings-
menn. En það sem skiptir mestu máli
er að þeir hafa verið tryggir kórnum í
gegnum tíðina og því má ekki gleyma.
Á fyrri árum var skemmtilegt að
fylgjast með því, þegar formlegri
dagskrá þorrablóts lauk, er menn
fóru gjarnan í sjómann og þar var
Steingrímur gjarnan fremstur í
flokki og fæstir báru sigurorð af hon-
um.
Steingrímur var gæfumaður. Hann
var miklum kostum búinn og nýtti þá
vel. Hamhleypa til vinnu og átti mörg
áhugamál. Þar má nefna smíðar,
skógrækt, göngur og hverskyns úti-
vist. Við sundfélagarnir í laugunum
munum sakna hans, þar var hann
fastagestur um áratugaskeið og sér-
lega góður félagi.
Ég vil að lokum þakka Steingrími
fyrir góð kynni og notalegar sam-
verustundir í gegnum tíðina.
Fjölskyldunni er vottuð samúð.
Einar Geir Þorsteinsson.
Fleiri minningargreinar um Stein-
grím Hermannsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
Elsku Orri.
Þá er komið að
kveðjustund, miklu
fyrr en við héldum. En
þetta endar ekki hér.
Dauðinn er bara annar
vegur sem við verðum öll að feta. Nú
vantar mikilvægan hlekk í vinakeðj-
una og það verður sannarlega erfitt
að festa hana aftur saman. Það er
erfitt að viðurkenna að þú sért far-
inn, þetta er ennþá allt svo óraun-
verulegt.
Þú einfaldlega gast ekki hætt að
brosa, þér fannst allt svo fyndið og
skemmtilegt og komst öllum í gott
skap. Alveg sama hversu ódýrir
brandarar voru sagðir, þér fannst
þeir vanalega fyndnir.
Þegar hugsað er til baka eru þær
minningar sem standa upp úr af
prakkarastrikum, þér að stríða fólki
eða hrekkja, þó alltaf á góðum nót-
um. Þó að þú hafir verið stríðinn
varstu líka ótrúlega góður vinur og
ef einhver annar tók upp á að stríða
okkur varst þú samstundis kominn á
staðinn til að verja okkur.
Þegar við hugsum um þig kemur
upp mynd af strák með bjarta fram-
Orri Ómarsson
✝ Orri Ómarssonfæddist á Land-
spítalanum 3. júní
1993. Hann lést 30.
janúar 2010.
Útför Orra fór
fram frá Víðistaða-
kirkju 8. febrúar
2010.
tíð, stórar vonir og
mikinn metnað fyrir
hverju sem hann tók
sér fyrir hendur. Það
var ótrúlegt hvað þú
varst góður í öllu og í
þokkabót varstu fjall-
myndarlegur. Keppn-
isskapið einkenndi þig
innan sem utan vallar.
Það var gott að vera í
kringum þig, þú varst
alltaf til í góðar sam-
ræður eða rökræður
og best fannst þér ef
þú gast sannað mál
þitt og haft rétt fyrir þér.
Þó að þú sért farinn muntu aldrei
yfirgefa okkur, minningin mun lifa
áfram í hjörtum okkar og við munum
aldrei gleyma þér. Við munum minn-
ast þín sem brosmilds stráks. Þú
varst algjör nagli en að innan varstu
hugulsamur og góður, en mest af öllu
varstu gæðablóð og góður vinur.
Orri, þú varst umfram allt maður.
Þú varst auðvitað ekki gallalaus en
kostirnir voru miklu fleiri. Þú varst
góður maður, hugulsamur og sannur
vinur vina þinna. Í hvert sinn sem
einhver þurfti á hjálp að halda varstu
reiðubúinn að rétta fram hjálpar-
hönd.
Orri, þú varst sannur vinur, sam-
herji og tryggur félagi sem verður
sárt saknað um ókomna tíð. Enginn
mun nokkurn tíma koma í þinn stað.
Styrmir Hjalti, Hrafnkell Hring-
ur, Hildur, Íris Ösp, Björk, Auð-
unn, Mekkín, Björgvin Már.
Minningarkort
535 1825
www.hjarta.is 5351800
✝
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
VIGFÚSAR BJÖRNSSONAR.
Ingibjörg Ragnheiður Vigfúsdóttir, Sófus Guðjónsson,
Björn Vigfússon, Guðrún María Kristinsdóttir,
Guðríður Elísa Vigfúsdóttir, Jón Þór Sverrisson,
Hrafnhildur Vigfúsdóttir, Daníel Þorsteinsson,
Arna Emilía Vigfúsdóttir, Kristján Árnason,
Sigríður Sunneva Vigfúsdóttir, Guðmundur Sigþórsson,
María Björg Vigfúsdóttir, Guðmundur Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Systir mín og frænka okkar,
ÞÓRUNN GUÐJÓNSDÓTTIR
frá Tungu,
Kirkjuhvoli,
Hvolsvelli,
lést á heimili sínu sunnudaginn 7. febrúar.
Útförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í
Fljótshlíð laugardaginn 13. febrúar kl. 14.00.
Sigurlaug Guðjónsdóttir
og systkinabörnin.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu, langömmu og langalang-
ömmu,
LYDÍU PÁLMARSDÓTTUR,
Eskihlíð 5.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á
Droplaugarstöðum fyrir frábæra umönnun.
Pálmar Árni Sigurbergsson, Jóhanna Snorradóttir,
Ólafur Viggó Sigurbergsson, Sólrún Jónasdóttir,
Grétar Sigurbergsson, Kristín Hallgrímsdóttir,
Friðrik Sigurbergsson, Árný Sigurðardóttir,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
SIGURLAUG KRISTINSDÓTTIR,
Katrínarlind 2,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
2. febrúar.
Jarðarför hennar fer fram frá Langholtskirkju
fimmtudaginn 11. febrúar kl. 13.00.
Einar Eggertsson,
Eggert Ólafur Einarsson, Anna Sigurveig Magnúsdóttir,
Magnea Einarsdóttir, Þorsteinn Sverrisson,
Unnur Einarsdóttir, Jóhannes Helgason,
Áslaug Einarsdóttir, Gunnlaugur H. Jóhannsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma
og langamma,
GUÐNÝ GUÐBJARTSDÓTTIR,
Gulla,
Sólvangsvegi 3,
Hafnarfirði,
lést föstudaginn 5. febrúar.
Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu-
daginn 11. febrúar kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna.
Jónína Jónsdóttir, Hlöðver Jóhannsson,
Guðfinna Jónsdóttir, Hallberg Guðmundsson,
Herdís Jónsdóttir Flink, Allan Flink,
Helga Jónsdóttir, Arnór Guðmundsson,
Björn Hermann Jónsson, Auður Elfa Steinsdóttir,
Margrét Lovísa Jónsdóttir,
Guðmunda Guðbjartsdóttir,
Ásgeir Guðbjartsson,
Sólveig Guðbjartsdóttir,
Sveinn Guðbjartsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskuleg sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma
og langamma,
SOFFÍA SVEINBJÖRNSDÓTTIR,
lést á Landspítalanum í Fossvogi laugardaginn
6. febrúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Hálfdán Jensen,
Björn Einarsson, Margrét Árnadóttir,
Lúðvík Baldursson, Þórey Aspelund,
Ásgeir Baldursson, Hansína Steingrímsdóttir,
Grétar Gunnarsson, Halla Hansen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir,
ANNA MARÍA MAGNÚSDÓTTIR DANIELSEN
frá Laugahvoli,
lést sunnudaginn 31. janúar.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu þriðjudaginn
16. febrúar kl. 15.00.
Ragnar Danielsen,
Magnús Danielsen, Jóna A. Imsland,
Arnbjörg María, Breki, Tara Þöll, Hans Gunnar,
Guðbjörg Magnúsdóttir Thorarensen.
✝
Frændi okkar, mágur og vinur,
JÓN KRISTINSSON
frá Hafranesi,
síðan búsettur á Fáskrúðsfirði,
lést á dvalarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði
mánudaginn 1. febrúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem reyndust honum
vel síðustu árin, sérstaklega Elsu Guðjónsdóttur og starfsfólks Uppsala.
Víðir Sigurðsson og fjölskylda,
Anna B. Stefánsdóttir,
Jónas Vignir Grétarsson og fjölskylda.