Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 27
Menning 27FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010
Þá verð ég líklega
komin með nóg af
„Chick Lit“ í bili og get snúið
mér að rjómanum aftur 30
»
HELGI Pálsson tónskáld er nán-
ast óþekktur, enda starfaði hann
lungann úr ævinni að öðru en tón-
smíðum. Verk hans þykja þó vel
samin, falleg og rómantísk eins og
heyra má á tónleikum í Salnum í
Kópavogi í kvöld, en þá fagna þær
Ingunn Hildur Hauksdóttir pí-
anóleikari og Greta Guðnadóttir
fiðluleikari útkomu geisladisks
með verkum Helga.
Greta Guðnadóttir hefur ekki
svar á reiðum höndum þegar
spurt er að því af hverju Helgi,
sem fæddist 1899, sé ekki þekkt-
ari sem tónskáld en raun ber
vitni, en hluta skýringarinnar
segir hún kannski liggja í því að
það þurfi að liggja yfir músíkinni
og stúdera hana, maður lesi hana
ekki beint af blaði. „Það má líka
ekki gleyma því að Helgi samdi
tónlist í hjáverkum, hans aðal-
starf var annað og annasamt,
hann var þannig lengi kaupfélags-
stjóri í Neskaupstað, og svo var
hann mjög hlédrægur maður og
lítillátur og var ekki að ota tón-
verkum sínum,“ segir Greta og
bætir við að það sé „ofsalega
gaman að spila verkin“. „Þau vísa
sterkt í íslenska þjóðlagahefð, eru
mjög þéttskrifuð, ljóðræn og
rómantísk. Listrænt gildi þeirra
er ómetanlegt.“
Á tónleikunum, sem hefjast kl.
20:00, munu þær Greta og Ingunn
Hildur spila öll þau verk sem eru
á plötunni, en brjóta dagskrána
upp með sónötu fyrir píanó og
fiðlu op. 96 í G-dúr. Diskurinn
með verkum Helga Pálssonar
verður til sölu á tónleikunum.
arnim@mbl.is
Vel samin verk
Tónlist Helga Pálssonar í Salnum
Morgunblaðið/Ómar
Rómantík Ingunn Hildur Hauksdóttir og
Greta Guðnadóttir kynna Helga Pálsson.
KANADÍSKI
söngfuglinn
Leonard Cohen
hefur verið dug-
legur við tón-
leikahald á und-
anförnum árum
þótt hann sé hálf-
áttræður. Fyrir
stuttu neyddist
Cohen þó til að
slá á frest fyrir-
hugaðri tónleikaför sinni um Evrópu
vegna bakmeiðsla.
Cohen tók upp tónleikahald að
nýju árið 2008 eftir fimmtán ára hlé
og hefur komið fram á ríflega tvö
hundruð tónleikum frá þeim tíma.
Hann hélt síðustu tónleika sína á
Spáni fyrir fjórum mánuðum, en þá
hné hann niður í miðjum klíðum. Þá
var matareitrun um að kenna, en að
þessu sinni slasaðist Cohen í rækt-
inni og ljóst að hann mun ekki troða
upp á sviði næstu sex mánuðina að
minnsta kosti að læknisráði. Ef allt
gengur að óskum tekur Cohen upp
þráðinn að nýju um miðjan sept-
ember, en samkvæmt yfirlýsingu frá
umboðsmanni hans er hann í topp-
formi að öðru leyti. Fyrstu tónleik-
arnir á árinu verða því í Frakklandi
15. september næstkomandi ef allt
fer að óskum, en Evrópuferðin verð-
ur stutt að þessu sinni, aðeins hálfur
annar mánuður.
Cohen
rúmfastur
Meiddur í baki
Meiddur Leonard
Cohen frá um tíma.
Karókísöngur
fellur mönnum
misjafnlega í geð
og mörg dæmi
um handalögmál
og leiðindi. Á Fil-
ippseyjum er
karaókísöngur í
hávegum hafður
en eitt lag óttast
menn að syngja –
Sinatra-
slagarann My Way.
Í New York Times er greint frá
því að undanfarið hafi kveðið svo
rammt af því að flutningur á My
Way hafi leitt til átaka og jafnvel
manndrápa að bareigendur hafi tek-
ið lagið úr græjunum og að á þeim
stöðum sem enn bjóða upp á það
þori menn ekki að syngja það. Svo
rammt kveður að ofbeldisverkum
vegna My Way að fjölmiðlar þar í
landi flokka þau sérstaklega sem My
Way-morð, en flest morðanna virð-
ast hafa átt sér stað eftir að viðkom-
andi söngvari fór illilega út af laginu
og ýmist munu áheyrendur þá hafa
gripið inn í eða söngvarinn tekið
hlátrasköllum og háði illa.
Mannskætt
My Way
Frank Sinatra
Sumir óttast lagið.
BIRNA Hallgrímsdóttir pí-
anóleikari heldur einleiks-
tónleika í Selinu á Stokkalæk
næstkomandi sunnudag kl. 15.
Á efniskránni eru verk eftir
Johann Sebastian Bach, Jo-
seph Haydn, Claude Debussy
og Frédéric Chopin. Að tón-
leikum loknum verða kaffiveit-
ingar. Birna lauk mastersnámi
í píanóleik í Lundúnum sl.
sumar og stundar nú fram-
haldsnám í Stavanger, en hún hefur tekið þátt í
mörgum masterklössum erlendis, alþjóðlegum pí-
anókeppnum og tónlistarhátíðum. Selið á Stokka-
læk er á Rangárvöllum en næsti bær er kirkju-
staðurinn Keldur.
Tónlist
Einleikstónleikar í
Selinu á Stokkalæk
Birna
Hallgrímsdóttir
ÓLÖF Sverrisdóttir leikkona
og leiklistarkennari heldur nú
sjötta leiklistarnámskeiðið sem
hún kallar „Leiklist fyrir lífið“,
fyrir fullorðna, 16 ára og eldri.
Kennt er í Bolholti 4, 4. hæð, á
miðvikudagskvöldum og hefst
námskeiðið annað kvöld, 10.
febrúar.
Námskeiðið miðar að því að
losa um og opna fyrir sköp-
unarflæði sem Ólöf segir að all-
ir hafi innra með sér. Námskeiðið er ætlað þeim
sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá útrás
í spuna og leik. Kenndar eru almennar leiklist-
aræfingar, framsögn og framkoma, og mikið er
um spunaæfingar. Skráning er í síma 845-8858.
Leiklist
Losað um hömlur
og útrás í spuna
Ólöf
Sverrisdóttir
ÉG leita þín vor nefnist ný
ljóðabók eftir Bjarna Valtý
Guðjónsson frá Svarfhóli á
Mýrum.
Ljóð og kvæði eftir Bjarna
Valtý hafa birst víða í blöðum
og tímaritum í áranna rás. Í
Ég leita þín vor eru 30 ljóð.
Í káputexta skrifar Sigurður
Sigurðarson dýralæknir um
ljóð Bjarna: „Ljóðin hans eru
fjölbreytileg að formi og inni-
haldi. Það er gaman að lesa þau. Sammerkt með
þeim er það að hagmælskan er leikandi. Menning-
arlegir straumar flæða um ljóðin. Ungmenna-
félagsandinn forni er í fullu gildi og samkennd
með öllu sem lifir.“
Bækur
Fyrsta ljóðabók
Bjarna Valtýs
Bjarni Valtýr
Guðjónsson
Eftir Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
„ÞAÐ var frábært að sjá bókina og
ekki síður ánægjulegt að fá öll þessi
jákvæðu viðbrögð,“ segir Neil Ófeig-
ur Bardal, útfararstjóri í Winnipeg í
Kanada, um nýútkomna spennu-
sögu, Passion, sem hann og Fay
Cassidy, fræðsluráðgjafi á Gimli,
skrifuðu saman.
Neil hefur látið verkin tala og víða
látið að sér kveða. Fyrir um þremur
og hálfu ári ráðfærði hann sig við
Fay Cassidy um ritun ævisögu sinn-
ar, en við nánari athugun taldi hann
að fáir hefðu áhuga á að lesa um það
sem hann hefði gert á lífsævinni. Það
yrði þurr lesning og lítt áhugaverð.
Miklu skemmtilegra væri að skrifa
skáldsögu, sem höfðaði til fólks og
efldi það til frekari dáða.
Samvinna
„Ég er Íslendingur og þess vegna
gerist hluti bókarinnar á Íslandi,“
segir Neil, sem á ættir að rekja til
Svartárkots í Bárðardal og á 70 ára
afmæli 16. febrúar nk. Hann berst
við krabbamein og bíður þess sem
verða vill, segir að endalokin séu
skammt undan, en ákveðin upplyft-
ing fylgi útkomu bókarinnar. „Það
er dásamleg tilfinning að handleika
hana,“ segir hann, en Neil fékk bók-
ina í hendur um helgina. „Það er
ákveðinn boðskapur í bókinni, stefna
sem ég hef fylgt; finndu þína ástríðu
og láttu hana ráða för.“
Neil og Fay unnu að bókinni í frí-
tíma sínum. Þau segja að vinnuregl-
urnar hafi verið skýrar; Neil var
með söguna í huganum og kom með
beinagrindina með ákveðnu kjöti á
en Fay gæddi hana frekara lífi.
„Neil sá fyrir sér persónurnar og
framgang sögunnar og það var
grunnurinn sem við byggðum á,“
segir Fay.
Neil segir að tímanum, sem hafi
farið í ritun bókarinnar, hafi verið
vel varið. Þau hafi byrjað á ævisög-
unni en eftir að rómantíska spennu-
sagan hafi orðið ofan á hafi þau engu
að síður getað notað efni sem þau
voru búin að skrifa. „Hugmyndirnar
voru til staðar en við færðum þær í
skemmtilegri búning,“ segir hann.
Bókin hvatning
Fay segir það hafa verið ótrúlega
góða lífsreynslu að vinna með Neil
að bókinni. Hún hafi kynnst ein-
stökum manni og þau hafi ætlað að
kynna bókina víða, meðal annars á
Íslandi, en nú komi það í hennar hlut
að fylgja útgáfunni eftir. Hún verði
til dæmis með kynningu á Þjóð-
ræknisþinginu í Toronto í apríl og
vonandi gefist tækifæri til kynn-
ingar síðar á Íslandi.
Hún færði Neil bókina og segir að
Neil hafi notað tækifærið og talað til
fjölskyldu sinnar út frá þema bók-
arinnar. „Það var ótrúlegt að fylgj-
ast með fársjúkum manninum segja
frá því hvernig hann hefði fengið
drauma sína uppfyllta og hvernig
hann hvatti syni sína til dáða með til-
vísun í bókina,“ segir hún.
Önnur prentun á leiðinni
Í haust sem leið fékk Neil að vita
að krabbamein myndi fljótlega
draga hann til dauða. Hann brást
skjótt við og bauð vinum og vanda-
mönnum í veislu, þar sem hann
þakkaði þeim fyrir samfylgdina, en
vel á fimmta hundrað manns mætti á
kveðjuathöfnina. Skömmu síðar köll-
uðu Neil og Fay aftur saman hóp
fólks til þess að kynna væntanlega
bók. Fyrsta prentun kom út fyrir
helgi og er nær uppseld en önnur
prentun er væntanleg.
Hægt er að panta bókina á netinu
(bardalcassidy.com) en Fay Cassidy
(fdcassidy@hotmail.com) veitir allar
nánari upplýsingar.
„Frábært að sjá bókina“
Neil Bardal ætlaði að skrifa ævisögu með Fay Cassidy en úr varð rómantísk
spennusaga sem teygir anga sína meðal annars til Íslands Uppseld um leið
Ljósmynd/Leslie Bardal
Höfundar Neil Bardal og Fay Cassidy hafa ástæðu til þess að brosa breitt.
Neil Ófeigur Bardal, fyrrverandi að-
alræðismaður Íslands í Manitoba,
hefur um árabil rekið útfararstof-
una Neil Bardal Inc. í Winnipeg en
vegna veikinda hans hafa synir
hans tekið við rekstrinum.
Njáll Ófeigur eins og hann nefnir
sig á íslensku hefur verið mjög virk-
ur í íslensk-kanadíska samfélaginu
undanfarna áratugi, látið til sín
taka á öllum sviðum og hefur m.a.
verið sæmdur æðstu viðurkenningu
Manitobafylkis, æðstu viðurkenn-
ingu Þjóðræknisfélagsins í Norður-
Ameríku og riddarakrossi hinnar ís-
lensku fálkaorðu auk þess sem
hann er heiðursfélagi Þjóðrækn-
isfélags Íslendinga.
Njáll Ófeigur í fararbroddi vestra