Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 ÞEGAR harðnar á dalnum er gjarnan rætt um mikilvægi aðhalds og sparnaðar. Bent er á að þröngt mega sáttir sitja og gjarnan vísað til þess að ekki fyrir svo löngu bjuggu kynslóðir saman í litlu húsnæði og kvörtuðu ekki. Eftir því sem eldsneyti ökutækja hækkar í verði verða þær raddir æ háværari sem hvetja fólk til þess að ganga, nota almenningssamgöngutæki og sam- nýta bíla sem mest. Hvað ungur nemur gamall temur, segir máltækið og þessar hressu stelpur hafa eflaust aðhaldið og sparnaðinn í huga þeg- ar þær tvímenna á hjóli úr skólanum. Morgunblaðið/RAX TVÍMENNA Á HJÓLI ÚR SKÓLANUM „ÞAÐ er grund- vallaratriði að eft- irlit með lausa- fjárstöðu útibúa og vernd neyt- enda er á ábyrgð Hollendinganna. Þeir ná ekki að skjóta sér undan henni og sann- arlega er um að ræða sameigin- lega ábyrgð eftirlitsstofnana í þessum tveimur ríkjum,“ segir Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi við- skiptaráðherra, þegar hann er spurð- ur út í þau ummæli Nouts Wellinks, bankastjóra hollenska seðlabankans, að bankinn hafi fengið ósannar upp- lýsingar um stöðu íslensku bankanna. Björgvin segir að hollenski seðla- bankastjórinn geti ekki verið að vísa til íslensku ríkisstjórnarinnar. Aldrei hafi verið leitað til hennar um upplýs- ingar eins og komið hafi fram í yf- irlýsingu efnahags- og viðskipta- ráðuneytisins. Evrópska regluverkið brást „Evrópska regluverkið brást, bæði hér heima og erlendis. Málflutningur Hollendinga sýnir svart á hvítu að það brást líka hjá þeim, þótt þeir séu í nauðvörn heimafyrir og vilji koma sem mestu yfir á okkur,“ segir Björg- vin. Fram kom hjá Jónasi Fr. Jóns- syni, fyrrverandi forstjóra Fjármála- eftirlitsins, í blaðinu í gær að eftirlitið hefði verið lítið, miðað við stærð bankakerfisins. Björgvin tekur undir orð hans og segir að fjármálaeftirlitið hafi verið á harðahlaupum á eftir gríðarstóru alþjóðlegu bankakerfi sem hér hafi orðið til. „Það var yf- irlýst markmið að stórefla eftirlitið. Á því rúma ári sem ég var yfir þessum málum jukust tekjur fjármálaeft- irlitsins um 52%. Það vannst ekki tími til að gera meira,“ segir Björgvin. Hann segir ekki hægt að fella neina dóma um það hvort upplýsing- arnar sem FME veitti Hollendingum um Landsbankann og byggðust á gögnum bankans hafi verið réttar. Það muni væntanlega skýrast þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis kemur út. „Það er grafalvarlegt mál ef þessar upplýsingar eru rangar eða bankinn hefur beitt blekkingum með einhverjum hætti.“ Geta ekki vikist und- an ábyrgð Björgvin G. Sigurðsson Í GÆR höfðu 182 utankjörfundarat- kvæði verið greidd hjá sýslumann- inum í Reykjavík í þjóðaratkvæða- greiðslu um ríkisábyrgð á Icesave. Samkvæmt upplýsingum frá skrif- stofu sýslumannsins dreifast at- kvæðin sem greidd hafa verið nokk- uð jafnt á dagana frá því að hafið var að taka á móti atkvæðum. 182 eru búnir að kjósa í Reykjavík Eftir Andra Karl andri@mbl.is „KASÍNÓ er alþjóðlegt orð og spilavíti svo hrikalega neikvætt að maður veltir fyrir sér hvaða áróðursmeistari fann það upp,“ segir Arnar Gunnlaugsson hjá Ábyrgri spila- mennsku ehf., spurður um það hvers vegna að- eins er rætt um kasínó í sambandi við hugmynd félagsins um að setja á fót spilavíti í húsakynn- um hótelsins Hilton Reykjavík Nordica. Ábyrg spilamennska er að jöfnum hlutum í eigu Icelandair Hotels, sem rekur ofangreint hótel, og Arnars og Bjarka Gunnlaugssona, sem þekktastir eru fyrir kunnáttu sína í knatt- spyrnu. Hugmynd um kasínó var kynnt í iðn- aðarráðuneytinu og dómsmálaráðuneytinu. Í kjölfarið hefur verið óskað eftir umsögnum fagaðila. „Við höfum unnið að þessu máli mjög lengi og vorum í raun að bíða eftir rétta tækifærinu. Kasínó er raunhæfur kostur og ef ekki núna þá síðar,“ segir Arnar og bendir á að sama um- ræða hafi farið fram í Danmörku í lok níunda áratugar síðustu aldar. „Þar var ákveðið að lögleiða rekstur kasínós með ströngum skilyrð- um og hárri skattlagningu.“ Arnar segir að reynsla Dana sé sú að ólög- legir spilaklúbbar lögðust af og viðskiptavinir þeirra sóttu þess í stað í kasínóin. Hann bendir á að ólöglegum spilaklúbbum hafi fjölgað mikið hér á landi, og netspilun einnig aukist. Af þeirri spilamennsku fái ríkið engar skatttekjur. Arnar segir um of einblínt á neikvæðar hlið- ar spilamennskunnar, án þess þó að hann geri lítið úr spilafíkn. Hins vegar sé hægt að hafa meira eftirlit með spilamennsku og auðveldara að koma þeim til hjálpar sem eiga við spilafíkn að stríða. Talið er að á milli fjörutíu og sjötíu störf skapist verði hugmyndinni veitt brautargengi, en til þess þarf lagabreytingu. Ekki náðist í Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, við vinnslu fréttarinnar. „Kasínó er raunhæfur kostur“  Arnar Gunnlaugsson hjá Ábyrgri spilamennsku ehf. telur að auðveldara verði að ná til spilafíkla ef rekið verði spilavíti undir ströngu eftirliti  Hugmyndin hefur verið send til umsagnar hjá fagaðilum » Á milli fjörutíu og sjötíu störf skapast með opnun spilavítis » Sama hugmynd var til umræðu í Danmörku fyrir tuttugu árum » Sú ákvörðun var tekin að leyfa fjárhættuspil með skilyrðum Fjárfestingarstefna Framtakssjóðs Íslands mun liggja fyrir í þessum mánuði. Finnbogi Jónsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri. Sjóðurinn hefur fengið húsnæði við Sætún og þar starfa 3-4 starfs- menn. Ágúst Einarsson, formaður stjórnar, segir að mörg verkefni blasi við og öruggt megi telja að sjóðurinn verði búinn að fjárfesta í einhverjum fyrirtækjum fyrir vorið. Þótt lífeyrissjóðirnir hafi skuld- bundið sig til að leggja Framtaks- sjóðnum til 30 milljarða er ekki loku fyrir það skotið að geta sjóðs- ins til fjárfestinga verði aukin um- fram þá fjárhæð. Stjórn sjóðsins er heimilt að auka hlutafé í 90 milljarða með áskrift að nýjum hlutum allt til 31. desember 2012. Ekki eru settar neinar takmark- anir á eignarhlutdeild Framtaks- sjóðs Íslands í fyrirtækjum í skil- málum félagsins. Heimilt að auka hlutaféð í 90 milljarða Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is „VIÐ erum byrjaðir að vinna úr um- sóknum sem þegar hafa borist og líta í kringum okkur. Núna er allt komið á fleygiferð,“ segir Ágúst Einarsson, stjórnarformaður Framtakssjóðs Ís- lands. Alls stóðu 16 lífeyrissjóðir að stofnun fjárfestingarsjóðsins í des- ember sl. en honum er ætlað að taka þátt í fjárhagslegri og rekstrarlegri endurreisn með beinum fjárfesting- um í fyrirtækjum í öllum atvinnu- greinum, sem eru talin eiga sér væn- legan rekstrargrundvöll. Skuld- bundu lífeyrissjóðirnir sig til að leggja sjóðnum til 30 milljarða. Framtakssjóðurinn mun ekki síst beina sjónum að fyrirtækjum sem bankarnir hafa tekið yfir, eru að reyna að blása lífi í á ný og skrá þau á markaði. Ágúst bendir á að söluferli fyrir- tækja á vegum bankanna sé nú hafið. „Við leggjum mikla áherslu á að hér myndist aftur virkur hlutabréfa- markaður. Það er nauðsynlegt og við munum hjálpa til við það.“ Þýðing- armikið sé að hér séu til staðar öfl- ugir fjárfestingarsjóðir eins og Framtakssjóðurinn, sem ætlar að fá fleiri til liðs við sig í því verkefni að endurreisa fyrirtæki, fá þau skráð í Kauphöllinni og koma á fót eðlilegu viðskiptaumhverfi. Arion banki ákvað í seinustu viku að fara þá leið við sölu á Högum, móðurfélagi Bónuss og Hagkaupa, að skrá félagið í Kauphöllinni og hefja undirbúning að útboði hluta- bréfa. Spurður hvort Hagar komi til greina sem fjárfestingarkostur sjóðsins segir Ágúst að taka muni einhverja mánuði að ganga frá út- boðinu í Kauphöllinni „en við munum vafalítið skoða það dæmi eins og önnur. Þetta er dæmi þar sem banki er að setja fyrirtæki aftur út í lífið og við skoðum það“. Hann tók þó fram að sjóðurinn hefði enn sem komið er ekki skoðað Haga sérstaklega. Viljum vinna hratt „Við erum mjög opin fyrir því sem er að gerast núna og viljum vinna hlutina hratt.“ Framtakssjóðurinn mun einbeita sér að starfandi, stórum fyrirtækjum sem átt hafa í erfiðleikum vegna efnahagsástands- ins en eru talin lífvænleg. Hann er ekki stofnaður til að fjárfesta í ný- sköpun og sprotafyrirtækjum. Að sögn Ágústs er miðað við að eign- arhlutur sjóðsins í fyrirtækjum geti verið á bilinu 20% til 60%. „Við ætlum ekki að vera einhver viðbótarfjárfestir heldur ætlum að hafa áhrif til góðs fyrir fyrirtækið og við útilokum ekki að við kaupum meirihluta eða verðum það ráðandi aðili að okkar rödd skipti máli en við munum leita samstarfs við aðra.“ Fjárfestingarnar verði ekki til að fylla upp í eyðurnar hjá fyrirtækjum í fjárþörf. „Við munum verða áhrifa- fjárfestir og hafa áhrif innan þeirra fyrirtækja sem við komum nálægt.“ Allt komið á fleygiferð  Framtakssjóður lífeyrissjóðanna ákveður fjárfestingar í fyrirtækjum fyrir vorið  Tíu erindi hafa þegar borist sjóðnum  „Við munum verða áhrifafjárfestir“

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: