Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 19
Minningar 19 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 ✝ Einar Ingvarssonfæddist 19. sept- ember 1921 að Litla- Fljóti í Bisk- upstungum, en ólst upp á Hvítárbakka í sömu sveit. Hann lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Hafn- arfirði 31. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ingvar Jóhanns- son bóndi á Hvít- árbakka f. 11.3. 1897, d. 23.4. 1983 og Jón- ína Ragnheiður Kristjánsdóttir húsfreyja f. 30.8. 1890, d. 26.12. 1974. Systkini Einars voru tólf. Þau eru Ingigerður, Kristinn, Jóhanna Vilborg, Guðrún, Elín, Sumarliði og Haukur en látin eru Ingvar, Kormákur, Hörður, Hárlaugur og Ragnhildur. Þann 31. desember 1954 kvæntist Einar Sólveigu Stígsdóttur Sæland f. 26.8. 1928. Foreldrar Sólveigar voru Stígur Sveinsson Sæland lögregluþjónn í Hafnarfirði f. 30.11. 1890, d. 21.4. 1974 og Sigríður Eiríksdóttir Sæ- land ljósmóðir f. 12.8. 1889, d. 8.10. 1970. Börn Einars og Sólveigar eru 1) Ragnheiður Sæland, f. 19.12. ríksdóttir, f. 2.12. 1947, maki Eirík- ur Guðmundsson, f. 10.12. 1941 og er dóttir þeirra Margrét f. 1977 og á hún eina dóttur. Dætur Bjargar eru: Sigrún Hrönn, f. 1966, maki Þór Friðriksson og eiga þau tvö börn. Hildur, f. 1967, maki Halldór Guðmundsson og eiga þau einn son. Hildur á fjögur börn og eitt barna- barn. Sigríður Magnea Sæland Ei- ríksdóttir, f. 19.5. 1949, maki Ágúst Magnússon, f. 3.3. 1947. Börn þeirra eru: Helga Halldóra, f. 1966, maki Sigurður Jökulsson og eiga þau eina dóttur. Sólveig Guðfinna, f. 1972 og á hún einn son. Lilja Björg, f. 1982, maki Þorsteinn Páls- son og eiga þau tvo syni. Lilja Björg á son úr fyrri sambúð. Magn- ús Freyr, f. 1983. Einar var þús- undþjalasmiður og liggja eftir hann mörg handverkin. Stundaði hann nám í Myndlistarskólanum og lærði bókband. Hann var góður söngmaður og söng með karla- kórnum Þröstum um árabil. Einar stundaði ýmis störf, t.d. við bif- reiðaviðgerðir og almenna verka- mannavinnu. Hóf hann störf hjá Ís- lenska álfélaginu í Straumsvík árið 1970 og starfaði þar til ársins 1991, er hann lét af störfum vegna ald- urs. Útför Einars verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 9. febr- úar 2010, og hefst athöfnin klukk- an 15. 1952, maki Sigfús J. Sigurðsson, f. 26.3. 1951. Börn þeirra eru: Sigurður Daði, f. 1972, maki Sigurbjörg Jódís Ólafsdóttir og eiga þau þrjár dætur. Sólveig Helga f. 1981. 2) Auður Sæland, f. 13.4. 1954, maki Eng- ilbert Hafberg, f. 10.9. 1946 og er sonur þeirra: Þórarinn Ein- ar, f. 1974. 3) Ásrún Sæland, f. 15.12. 1955, maki Jósef Krist- jánsson, f .12.1. 1949 og eru synir þeirra: Einar, f. 1971, unnusta, Guðný Rafnsdóttir og Vigfús Arnar f. 1984, unnusta Heiða Lind Bald- vinsdóttir. 4) Stígur Sæland, f. 1.10. 1961, maki Stine Einarsson. Börn Stígs eru: Sólveig Therecia, f. 1988, Vivi Katrín, f. 1989, Stígur, f. 1992 og Sophie Björg, f. 1995. Auk þess á Stígur soninn Aron Ingvar, f. 1984. 5) Katrín Sæland, f. 19.9. 1963, maki Haukur Geir Garð- arsson, f. 1.6. 1959. Börn þeirra eru: Garðar Geir, f. 1989, Ásrún Björk, f. 1992 og Íris Rós, f. 1997. Stjúpdætur Einars og dætur Sól- veigar eru Björg Gréta Sæland Ei- Við áttum saman eitt sinn vor þá æskan kynnti líf og þor, við lögðum saman lífs á veg og leiðin sýndist yndisleg. Og lífið gaf og lífið tók það okkur saman reynslu jók, við bæði saman áttum allt, var oftast hlýtt en stundum kalt. En nú er komin stundin sú á burtu farinn ert þú nú, þú vinur kær sem varst mér allt, mitt lífsins ljós, mitt sálar skart. Nú genginn ertu á Guðs þíns veg, ég græt svo harmi slegin treg, en ætíð mun ég muna þann sem gaf mér þennan góða mann. Ég þakka vinur, þakka allt sem gæfan okkur báðum galt. Það er mín trú, mitt trausta skor að aftur finnumst annað vor. (Höf. ók.) Kveðja, Þín elskandi eiginkona Sólveig. Þú varst ekki maður margra orða. Þess í stað léstu verkin tala. Þín hlýja hönd og öryggið sem fylgdi þér kom í stað þúsund orða. Það lék allt í höndunum á þér og fyrir hugskots- sjónum mínum sé ég fallegu hend- urnar þínar handleika einhvern hlut- inn sem þú varst að búa til. Ég get notið þess áfram að horfa á alla fal- legu hlutina sem þú skildir eftir hjá okkur. Þú varst mikill sóldýrkandi og notaðir hverja stund til að vera úti þegar veðrið var gott og þú passaðir vel upp á hreiðrin sem fuglarnir áttu í trjánum og barnabörnunum var lyft upp til að leyfa þeim að fylgjast með þegar ungarnir voru komnir. Þú varst mikil barnagæla, enda hænd- ust öll börn að þér og ekki þurftum við að hafa áhyggjur af krökkunum þegar við komum með þau í heim- sókn, þau voru fljót að hverfa með afa út, eða í bílskúrinn sem virtist ekki geyma neitt annað en fjársjóði. Eftir heimsóknirnar voru oft dregn- ir upp með lotningu hlutir sem afi hafði fundið handa þeim í skúrnum. Aldrei féll þér verk úr hendi og þú raulaðir alltaf þegar þú varst að gera eitthvað enda hafðir þú mikið dálæti á söng og söngst með karlakór árum saman. Þótt þú ynnir alltaf mikið þegar við vorum börn, gafstu þér oft tíma um helgar til að fara með okkur á bílnum, ýmist í sund eða bara í bíl- túr. Þá var öllum stelpuskaranum smalað inn í bílinn og brunað af stað. Minningarnar eru ótalmargar eins og þegar myrkfælnin var alveg að fara með mig, þá læddist ég til þín og hvíslaði „Pabbi ég er hrædd, ertu sofandi?“ Þú hvíslaðir strax á móti „Ekki vera hrædd, ég skal vaka.“ Þá vissi ég að ég væri örugg og mér væri óhætt að fara að sofa. Þegar ég sat hjá þér síðustu dagana sem þú áttir ólifaða lagði ég mína hönd yfir þína, en nú var það ég sem hvíslaði „Ég skal vaka.“ Hvíldu í friði, elsku pabbi. Þín dóttir, Ásrún. Elsku pabbi. Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þar sem ég sat við dánarbeð þitt streymdu minningarnar fram í huga mér. Pabbi var alltaf eitthvað að starfa, raulandi eða flautandi ein- hvern lagstúf fyrir munni sér. Þú varst ekki margmáll og hafðir ekki mörg orð um tilfinningar þínar, engu að síður skynjuðum við elsku þína og hlýju. Lítil barnshendi í fallegu hendinni þinni eða klapp á kinnina var allt sem segja þurfti. Þegar ég var lítil varst þú í huga mínum stóri og sterki pabbinn sem hélt vernd- arhendi yfir fjölskyldunni og mér fannst ekkert illt geta komið fyrir ef þú varst nálægur. Allt frá því að ég komst til vits og ára hef ég verið dá- lítið upp með mér af því að eiga sama afmælisdag og þú, að hafa á sínum tíma verið afmælisgjöfin þín. Marg- ar afmælisveislur höfum við haldið sameiginlega í gegnum árin og mun ég heiðra minningu þína á afmæl- isdeginum okkar um alla framtíð. Það sem einkenndi þig var hversu barngóður þú varst og hvar sem þú fórst löðuðust börnin að þér, enda naust þú þín oft betur í félagsskap barna en fullorðinna. Það má með sanni segja að þér tókst það sem ekki er öllum gefið, að varðveita barnið í hjarta þér. Börnin mín, sem eru þau yngstu í stórum hópi barna- barna, voru svo lánsöm að fá að njóta samvista við þig eftir að þú hættir að vinna. Alltaf hafðir þú tíma og áhuga á því sem stóð barnshug- anum næst, hvort sem það var að fara í göngutúr, jarða dáin dýr eða fara í bílskúrinn og dunda eitthvað. Listasmiður varst þú frá náttúr- unnar hendi og ég horfi stolt á þá fal- legu muni sem þú af þinni einstöku handlagni hefur búið til og við eigum til minningar um þig. Það er ekki hægt að minnast þín án þess að nefna hversu gaman þú hafðir af því að syngja og röddina þína sem hljómaði svo fallega hvort sem þú tókst til söngs á mannamótum eða raulaðir lagstúf við vinnu þína. Elsku pabbi minn, það er sárt til þess að hugsa að þú sért endanlega á förum, en huggun harmi gegn að þú áttir langa og farsæla ævi. Að lokum vil ég gera þín orð að mínum: „Vertu Guði geymdur“. Þín dóttir, Katrín. Einar tengdafaðir minn er látinn eftir erfið veikindi síðustu ár en einkum síðustu mánuði. Hann fékk góða umönnun í veikindum sínum á þeim sjúkrastofnunum sem hann dvaldi á síðustu mánuði og hjá eig- inkonu og fjölskyldu sinni á meðan hann gat dvalið á heimili sínu. Einar var sannarlega af „gamla skólan- um“. Hann hafði komið ungur og næstum allslaus til Reykjavíkur úr Biskupstungunum, þar sem hann fæddist og ólst upp. Hann vann ýmis störf sem til féllu á þeim tíma. Heimskreppan sem hófst árið 1929 hafði sín áhrif á Íslandi á þessum ár- um eins og víðast annars staðar og lítið var um vinnu. Seinni heims- styrjöldin hefst og árið 1940 her- nema Bretar Ísland og ári síðar kemur bandarískur her til landsins. Með hernáminu sköpuðust atvinnu- tækifæri sem áður voru óþekkt á Ís- landi. Þessi tími hafði mikil áhrif á Einar, hann var ungur og hann nýtti sér þau tækifæri sem sköpuðust og þetta voru skemmtileg ár, það merkti ég vel á hans frásögnum frá þessum árum. Allt frá því að ég hitti hann fyrst, fyrir meira en 40 árum, varð mér ljóst að hann hugsaði mikið um stríðsárin og þau höfðu haft mik- il áhrif á hann. Í þau skipti sem við fórum saman í kvikmyndahús þá var aldrei farið að sjá aðrar myndir en úr stríðinu. Hann var fróður um stríðið og hafði gaman að segja frá þeim árum. Hann hafði einnig mikla ánægju af því að lesa bækur og áður fyrr mun hafa verið fastur liður á kvöldin að lesa upphátt þegar hann var kominn upp í rúm fyrir Sólveigu eiginkonu sína og börnin sem oft lágu til fóta á þeim árum, enda barn- margt á heimilinu. Hann var einstaklega nægjusam- ur maður, sem hafði ekki langa skólagöngu, en gat gert flest án þess. Allt lék í höndunum á honum, ekki síst það sem tengdist smíðum og bílaviðgerðum. Hann byggði fleiri en eitt hús og þar á meðal sitt eigið einbýlishús í Hafnarfirði að miklu leyti sjálfur, þó það hafi tekið langan tíma að fullklára það, með fullri vinnu. Hann var sérlega vandvirkur þannig að mörgum fannst stundum sem hlutirnir mættu ganga aðeins hraðar. Hann átti margar bifreiðar í gegnum árin og það voru eingöngu amerískir bílar. Hann keypti nokkra bíla hjá Sölunefnd varnarliðseigna, þar sem hann kom ósjaldan við og þetta voru flottir bílar. Þetta voru sjaldnast alveg nýlegir bílar, en það skipti ekki máli, hann átti auðvelt með að koma þeim í gott stand og halda þeim við og smíða jafnvel í þá það sem vantaði eða bilaði. Hann undi sér oft best á hlaðinu heima í Mávahrauninu við að dytta að bílum eða í bílskúrnum þar sem hann fékkst við ýmislegt, s.s.smíðar. Einar var góður söngmaður og tók virkan þátt í kórstarfi og naut þess að hlusta á þá tónlist sem hon- um þótti við sitt hæfi. Hann var barngóður með eindæmum. Sjaldan leið honum betur en þegar hann var með börnunum í fjölskyldunni. Hann var fyrst og fremst fjölskyldumaður og fjölskylduboðin voru mörg. Að leiðarlokum er þakklæti efst í huga mér og vil ég þakka fyrir allar góðu samverustundirnar og allt það góða sem Einar gerði fyrir mig og var mér og mínum. Sigfús Jón Sigurðsson. Elsku Einar afi minn. Það er bæði skrítið og erfitt að hugsa sér lífið án þín. Fyrir mér hef- ur þú alltaf verið til og mér fannst lengst af að þið amma væruð ódauð- leg enda virtist annað alltaf óhugs- andi og fjarlægt en núna ert þú far- inn og kveðjustund runnin upp. Allt frá því að ég fæddist og til dagsins í dag varst þú alltaf svo góður við mig og svo mikilvæg persóna á merkis- dögum lífs míns og fyrir það verð ég ævinlega þakklát. Þegar ég horfi til baka og rifja upp liðna tíð þá koma svo ótalmarg- ar fallegar og ómetanlegar minning- ar um þig upp í hugann. Þú varst alltaf svo glæsilegur maður og bæði fallegur að utan sem innan. Þú varst einstaklega barngóður og mikið fyr- ir öll börnin í fjölskyldunni og í minningunni sé ég þig ljóslifandi fyr- ir mér alltaf með eitthvert barna- barna þinna í fanginu að raula lítinn lagstúf. Dálæti þitt á börnum kom best í ljós síðustu daga ævi þinnar en þá var fátt sem gladdi þig meir en að fá að sjá og taka í fangið yngsta langafabarnið þitt, nú síðast á jóla- dag. Það færðist breitt bros yfir and- lit þitt sem ég hafði ekki séð frá því að þú veiktist fyrir rúmlega ári. Fyr- ir mér er þetta ógleymanleg stund enda ein af síðustu gleðilegu minn- ingunum sem ég á um þig. Þú varst mikill söngmaður alla tíð og hafðir einstaka rödd og sönghæfi- leika. Mér er mjög minnisstætt þeg- ar þú hafðir á orði við mig hvað þú værir stoltur og ánægður yfir því að ég hefði erft sönghæfileikana og sönggleðina frá þér. Þú sagðir mér líka fyrir örfáum árum síðan að söngurinn væri eitt af því sem eng- inn gæti nokkurn tíman tekið frá mér og ég sé alltaf betur og betur hvað þú áttir við. Ég man líka þegar þið amma komuð að hlusta á mig syngja á hinum ýmsu tónleikum með gamla menntaskólakórnum mínum undir stjórn Marteins Hungers og mér þótti alltaf ofboðslega vænt um að þið væruð viðstödd. Ég veit líka hvað þú hafðir gaman af því að hlusta á kórsönginn enda söngstu sjálfur í kór eins lengi og heilsa þín leyfði. Ég mun halda áfram að syngja á meðan ég lifi eins og ég lof- aði þér afi minn því ég veit hvað það gleður þig mikið og þannig finnst mér ég halda minningu þinni best á lofti. Elsku afi minn, að lokum vil ég segja við þig að mér finnst mjög sárt til þess að hugsa að þú sért farinn og ég á enn erfitt með að trúa því. Ég á eftir að sakna þín svo mikið, sér- staklega á fjölskylduhátíðum eins og jólunum. Nú verða ekki fleiri ynd- isleg jólaboð í Mávahrauninu hjá ykkur ömmu. Þegar ég hélt utan um þig og kvaddi þig fyrir örfáum dög- um vissi ég að við eigum eftir að sjást aftur. En þangað til bið ég engla Guðs að gæta þín um alla ei- lífð. Mér þykir óskaplega vænt um þig, afi minn, og allar stundirnar sem við áttum saman. Þú ert ógleymanlegur og þú skilur svo sannarlega eftir þig glæsilegan og stoltan hóp afkomenda. Sólveig Helga. Elsku afi. Við trúum því varla að þú sért fall- inn frá. Okkur finnst svo stutt síðan þú og amma komuð í heimsókn til þess að passa okkur. Alltaf vorum við jafn spenntar þegar við heyrðum bjöllunni hringt tvisvar en þá vissum við að þið væruð komin. Þú elskaðir að leika við okkur og okkur er vel minnisstætt þegar við sátum tímun- um saman inni í herbergi með bar- bie-dúkkurnar og þú varst að kenna okkur að flétta á þeim hárið, enda var þér margt til lista lagt. Við höf- um alltaf verið ákaflega stoltar af þér og okkur fannst alltaf jafn gam- an að segja frá hvað afi okkar væri hraustur, væri ekki ennþá kominn með grátt hár og klifraði upp á þak eins og ekkert væri. Heimsóknirnar í Mávahraunið voru ekki af verri endanum. Þú stjanaðir við okkur, lyftir upp í nammiskápinn, gafst okkur „afabaunir “ og „afadjús“ og oft var farið út á róló. Við eigum svo margar góðar minningar með þér, sérstaklega úr æsku, og eru þær ómetanlegar. Við munum alltaf minnast þess hversu frábær afi þú varst. Þín verður sárt saknað, takk fyrir allt, elsku afi . Hvíldu í friði. Þínar afastelpur, Ásrún Björk og Íris Rós. Elsku afi. Nú hefur þú kvatt okkur eftir erf- iða baráttu síðastliðin misseri. Bar- áttu sem erfitt var að heyja vegna aldurs þíns og fyrri starfa. Ég man alltaf hversu furðu lostinn ég var þegar ég heyrði að þú hefðir greinst með krabbamein því heilsa þín og hreysti voru annáluð alls staðar þar sem þú fórst og í augum okkar varstu ósigranlegur. Þú hefur alltaf haft mikil áhrif á mig og samband okkar var eitthvað sem verður mér ávallt ómetanlegt. Alltaf gat ég leitað til þín því ég vissi að afi myndi redda málunum, allt var hægt þegar afi átti í hlut. Fyrsta skiptið þar sem ég gapti af aðdáun var þegar ég sá þig hoppa og slá nið- ur köngullóarvefinn í Mávahraun- inu. Margar tilraunir fylgdu á eftir þar sem hné voru beygð og reynt að spyrna frá jörðu en þó ekki með betri árangri en það að það vatnaði ekki undir kornungan guttann. Þarna má segja að íþróttaáhugi minn hafi kviknað og hann fylgir mér enn í dag. Þú varst alltaf tilbú- inn að aðstoða og þegar maður kom spenntur í sunnudagsheimsóknirnar til ykkar ömmu, þá laumaðir þú til mín smáfjárhagslegum styrk og hvattir mig til að nota hann í það sem mig langaði til. Síðan eru ótald- ar allar ferðirnar okkar í hinn heil- aga skúr, skúrinn sem við barna- börnin upplifðum sem okkar eigin ævintýraheim, fullan af leyndarmál- um og spennandi hlutum. Þegar maður spurði þig hvort þú ættir eitt- hvað til stakkst þú alltaf upp á því hvort við ættum ekki að kíkja í skúr- inn og oftar en ekki fékk maður það sem vantaði hvort sem það var fót- bolti, spýta og nagli eða eitthvað allt annað. Það var allt til í skúrnum. Margar veislurnar hafa verið haldnar í Mávahrauninu í gegnum tíðina þar sem þú og amma tókuð á móti fjölskyldunni og leyfðuð henni að koma saman, stundir sem eru ómetanlegar í minningunni og verða alltaf. Oftar en ekki settist þú í kóngastólinn og sagðir okkur kú- rekasögur og sögur frá því þegar Bretarnir gengu á land og alltaf varst þú aðalsöguhetjan í þeim öll- um. Við sátum á lærinu á þér og hlust- uðum af mikilli einbeitingu, slík var spennan. Samband þitt við okkur barnabörnin var einstakt, þú komst ávallt fram við okkur sem jafningja og sýndir alltaf áhuga sama hvert tilefnið var. Maður vissi að það væri hægt að leita til þín í blíðu og stríðu. Þó að þú hafir ekki verið maður margra orða átti söngurinn alltaf stóran þátt í hjarta þínu. Oft settist maður á hossandi læri þitt og hlust- aði á þig syngja. Djúp og hlý söng- röddin var róandi og það hægðist á hjartslættinum. Eiginleiki sem kom sér vel þegar ákafi æskunnar var farinn að taka yfirhöndina og ærsla- gangurinn var kannski orðinn of mikill. Þegar þú raulaðir vissi maður að þér liði vel, það voru þín ánægju- orð. Betri fyrirmynd er ekki hægt að hugsa sér, afi minn, og er ég stoltur af því að bera blóð þitt í æðum mín- um. Þú hefur kennt mér að lífið þarf ekki að vera svo flókið og að einfald- leikinn fleytir manni ansi langt í leit að hamingjunni. Vigfús Arnar. Einar Ingvarsson

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: