Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 2010næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    31123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28123456
    78910111213

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.02.2010, Blaðsíða 29
Menning 29FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR 2010 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is ÞAÐ ER ekki gróðabisness að gefa út plötur en samt lagði plötufyr- irtækið Kölski í það á síðasta ári. Kölski er í eigu eigu Senu, en þeir Barði og Þorkell Máni hafa fulla umsjón með sínum listamönnum. Útgáfan gaf út sínar fyrstu þrjár plötur á árinu og valdi af kostgæfni því allar plöturnar seldust bráðvel og ein, Get It Together með Diktu, afbragðsvel Barði Jóhannsson er nýkominn frá Gautaborg þar sem hann fékk tilnefningu fyrir tónlistina í kvik- myndinni Reykjavík-Rotterdam. Hann fékk ekki verðlaunin, en segir að þetta hafi verið skemmtileg ferð og auðveld, hann þurfti ekki annað að gera en klæða sig upp og sitja í skrautbúnum sal. „Tilnefningin sjálf er auðvitað viðurkenning, en ég vissi ekki einu sinni að þessi verð- laun væru til enda var þetta víst í fyrsta skipti sem þau eru veitt.“ Eins og getið er hefur Kölska gengið flest í haginn því plöturnar þrjár sem fyrirtækið gaf út fyrir jól seldust allar vel og plötur Ourlives og Diktu seldust upp frá útgefanda og í flestum búðum fyrir jól. Barði segir að sú sala hafi ekki komið sér á óvart enda hefði hann ekki gefið plöturnar út ef hann hefði ekki haft fulla trú á þeim; „ég þarf ekki að vera að gera þetta frekar en ég vil og ef ég er á annað borð að gefa eitthvað út hlýt ég að hafa trú á því. Ég lagði upp með það að gefa út plötur sem mér þættu skemmtileg- ar og ef mér finnst eitthvað skemmtilegt þá hljóta að vera 1- 2.000 manns sem finnst það líka skemmtilegt.“ Í spjalli á síðasta ári sagðist Barði hafa í hyggju að gefa út tvær til þrjár plötur á ári og skammt í að fyrsta Kölska-plata þessa árs komi út: Ný skífa með Ólafi Arnalds; „… and they have escaped the weight of darkness“. Barði segir að platan sé unnin að mestu hér heima en Ólafur tók upp píanó í Þýska- landi. „Ég vann hluta plötunnar með honum, stýrði upptökum á fjór- um lögum og við mixuðum hana saman. Það er mjög gaman að vinna með Ólafi enda hefur hann gert svo ótrúlega margt þó að hann sé svona ungur, og hann veit líka vel hvað hann vill, er heiðarlegur í sinni tón- list og ekkert að yfirkeyra músíkina ef hann þarf þess ekki. Það eru ekki allir sem geta það.“ Kölski dafnar Kölski Barði Jó- hannsson lagði upp með það að gefa út plötur sem honum þættu skemmtilegar. ÞÓ nokkur ár hafa liðið síðan síðasti hluti Hringadróttinssögu var sýndur í bíóhúsum og viðræður hófust um að kvikmynda Hob- bitann. Upphaflega stóð til að Peter Jackson myndi leikstýra myndinni en óuppgerð pen- ingamál komu í veg fyrir að þær viðræður enduðu farsællega. Í staðinn var ráðinn hinn snjalli leikstjóri Guillermo Del Toro en síðan hefur lítið heyrst af framleiðsluferlinu. Í nýlegu viðtali lét leikarinn Hugo Wea- ving, sem lék álfakonunginn Elrond í þrí- leiknum, það þó uppi að til stæði að hefja tökur seint á þessu ári. Hann sagðist ekki hafa átt neinar viðræður við framleiðendur myndarinnar um að endurtaka hlutverk sitt í Hobbitanum, en sagðist hafa heyrt að þeir hefðu áhuga á að fá hann með og við- urkenndi að það væri vissulega nokkuð sem hann hefði áhuga á. „Þessi bók er að mörgu leyti ólík hinum. Hún hefur sakleysislegra yfirbragð. Þetta er aðeins öðruvísi heimur í henni. Höfundurinn var á öðrum aldri þegar hann samdi hana og hún er skrifuð í öðrum anda. Þannig að jafn- vel þó þú notaðir sömu leikarana og sama fólkið þá hlyti nálgunin að verða önnur og mér finnst það mjög áhugavert.“ Hvar er Hobbitinn? Álfakóngur Hugo Weaving er mjög áhuga- samur um að endurtaka hlutverk sitt. OFURPARIÐ Brad Pitt og Angelina Jolie, eða Brangelina eins og þau eru oft kölluð, hefur ákveðið að sækja mál á hendur breska slúðurblaðinu News of the World eftir að blaðið sagði frá því í síðasta mán- uði að parið undirbyggi nú skilnað. Í fréttinni var fullyrt að parið hefði hitt skilnaðarlögfræðing til þess að hefja ferl- ið og komast að niðurstöðu um það hvern- ig eignum og forræði barnanna yrði fyrir komið. Brad og Angelina hafa staðfastlega neitað því að þau séu hætt saman en orð- rómur um skilnað þeirra hefur reglulega farið af stað allt síðan þau hófu samband eftir að hafa leikið saman í Mr. and Mrs. Smith. Ástæða þess að orðrómurinn varð langlífari en ella í þetta skiptið kann að vera sú að þetta annars margmyndaða par hafði ekki sést saman í rúman mánuð. Í tilkynningu frá lögfræðingi þeirra segir að þrátt fyrir beiðnir um að News of the World beri frétt sína til baka op- inberlega hafi engin viðbrögð borist. Þó virðist einhver vita upp á sig skömmina því fréttin er nú horfin af heimasíðu slúð- ursnepilsins. Lögsækja vegna slúðurs um skilnað Frægð Hún er ekki tekin út með sældinni. PRIVATE Practice stjarnan Kate Walsh skildi nýlega við eiginmann sinn til 14 mánaða. Herrann heitir Alex Young og er yfirmaður kvikmyndavers, en þrátt fyrir að vera ágætlega staddur þótti honum ekki úr vegi að fara fram á helming eigna þeirra og framfærslu frá eiginkonunni fyrrverandi við skilnaðinn. Dómstól í Los Angeles þótti þetta nú heldur frekt en úr- skurðaði í síðustu viku að hann skyldi fá 627 þúsund dollara í sinn hlut, auk helmings þeirra tekna sem Walsh aflaði meðan á hjónabandinu stóð. Það sem er athyglisvert við úrskurðinn er hvernig skipta skuli eigum þeirra. Walsh heldur húsinu þeirra, ýmsum bankareikn- ingum og píanói en aðrar eigur, svo sem húsgögn og listaverk, fá þau að velja til skiptis eftir að hafa kastað peningi um það hvort fær að byrja að velja. Reuters Glæsileg Vonandi gengur bet- ur með næsta mann. Kasta pen- ingi upp á eignirnar ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ „Besta leiksýning ársins“ Mbl., GB Mbl., IÞ Uppl. um sýningar og miðasala 551 1200 www.leikhusid.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Faust (Stóra svið) Mið 10/2 kl. 20:00 Fim 25/2 kl. 20:00 Aukas Sun 14/3 kl. 20:00 Fim 11/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Fös 12/2 kl. 20:00 8.K Fös 5/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 9.K Lau 6/3 kl. 20:00 Aukas Lau 20/2 kl. 20:00 10.K Lau 13/3 kl. 20:00 Aukas í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Fim 18/2 kl. 19:00 aukas Fim 4/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Góðir íslendingar (Nýja svið) Fös 12/2 kl. 20:00 Fös 19/2 kl. 20:00 Lau 13/2 kl. 20:00 Lau 20/2 kl. 20:00 Undir yfirborðinu býr sannarlega þjóð sem á sér ýmis leyndarmál. Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Lau 13/2 kl. 12:00 Lau 27/2 kl. 12:00 Sun 7/3 kl. 12:00 Lau 13/2 kl. 14:00 3.K Lau 27/2 kl. 14:00 Sun 7/3 kl. 14:00 Sun 14/2 kl. 12:00 Sun 28/2 kl. 12:00 Lau 13/3 kl. 12:00 Sun 14/2 kl. 14:00 4.K Sun 28/2 kl. 14:00 Lau 13/3 kl. 14:00 Sun 21/2 kl. 12:00 Lau 6/3 kl. 12:00 Sun 14/3 kl. 12:00 Sun 21/2 kl. 14:00 5.K Lau 6/3 kl. 14:00 Sun 14/3 kl. 14:00 Djúpið (Nýja svið) Fim 11/2 kl. 20:00 síðasta sýn Allra síðustu sýningar. Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 12/2 kl. 19:00 Sun 14/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 22:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Sýningum lýkur í mars Bláa gullið (Litla svið) Þri 9/2 kl. 9:30 Fim 11/2 kl. 9:30 Mán 15/2 kl. 11:00 Þri 9/2 kl. 11:00 Fös 12/2 kl. 9:30 Þri 16/2 kl. 9:30 Mið 10/2 kl. 9:30 Fös 12/2 kl. 11:00 Þri 16/2 kl. 11:00 Mið 10/2 kl. 11:00 Mán 15/2 kl. 9:30 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Skoppa og Skrítla HHHH IÞ, Mbl Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fös 12/2 kl. 19:00 Fös 19/2 kl. 19:00 Lau 27/2 kl. 19:00 Lau 13/2 kl. 19:00 Lau 20/2 kl. 19:00 Fös 5/3 kl. 19:00 Ný sýn Sun 14/2 kl. 20:00 Fös 26/2 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Ný sýn Sýningum lýkur í mars Munaðarlaus (Rýmið) Fim 11/2 kl. 20:00 1.sýn. Lau 13/2 kl. 19:00 3.sýn. Fös 12/2 kl. 19:00 2.sýn. Sun 14/2 kl. 20:00 4.sýn. Aðeins nokkrar sýningar verða í Rýminu á Akureyri Í gagnrýni um leiksýninguna Skoppa og Skrítla á tímaflakki sem birtist í blaðinu í gær kemur fram að höfundur leikmyndar sé Þórdís Jó- hannsdóttir, það rétta er að Þórdís er Jóhannesdóttir. Beðist er velvirð- ingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT Dóttir Jóhannesar, ekki Jóhanns

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
111
Fjöldi tölublaða/hefta:
55869
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
31.12.2024
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 32. tölublað (09.02.2010)
https://timarit.is/issue/336648

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

32. tölublað (09.02.2010)

Aðgerðir: