Morgunblaðið - 17.02.2010, Side 13

Morgunblaðið - 17.02.2010, Side 13
Fréttir 13VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 VALNEFND á vegum Banka- sýslu ríkisins hef- ur skilað stjórn Bankasýslunnar tillögum að stjórnarmönnum ríkisbankans NBI, en ný stjórn verður kjörin á aðalfundi bank- ans fyrir árið 2008 sem hefur ekki ennþá verið haldinn. Stefnt er að því að halda aðalfundinn í þessari viku. Valnefndinni er skylt að skila 2-3 tillögum fyrir hvert stjórnarsæti sem íslenska ríkið á í stjórnum fjár- málafyrirtækja. Kristín Rafnar, for- maður valnefndar, sagði í samtali við Morgunblaðið að allar tillögur sem bárust hefðu fengið vandlega yf- irferð. Um 300 tillögur hefðu borist þegar valnefnd hóf undirbúning að tilnefningum í stjórn NBI, en ís- lenskir sem erlendir aðilar gáfu kost á sér. thg@mbl.is Kristín Rafnar. Valnefnd hefur skil- að tillögum Stefnt að aðalfundi NBI í þessari viku HEIMSSÝNINGIN Í SJANGHÆ Viðtöl um viðskiptamöguleika P IP A R / P IP A R / A • AAVAVVVV TB V TB V AAA00 S Í00 • 10 0 • 10 0 4 6 5 4 6 5 Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • www.utflutningsrad.is Heimssýningin EXPO 2010 verður opnuð í Sjanghæ í Kína þann 1. maí nk. Af því tilefni verður Hreinn Pálsson, framkvæmdastjóri Íslands í verkefninu, til viðtals föstudaginn 19. febrúar. Viðtölin eru ætluð þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika í tengslum við sýninguna. Ísland mun fyrst og fremst leggja áherslu á þekkingariðnað, orku- og ferðamál undir yfirskriftinni „Hrein orka – heilbrigt líferni“. Að auki verður leitast við að skapa grundvöll fyrir íslensk fyrirtæki til að afla tengsla, upplýsinga og viðskipta- sambanda í Kína og kynna íslenska menningu. Sýningin mun standa yfir frá 1. maí til loka október 2010 og er áætlað að um 70 milljónir gesta muni heimsækja sýningarsvæðið á þeim tíma. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands í Borgartúni 35 og má bóka þá í síma 511 4000 eða með tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is. Nánari upplýsingar veita: Hreinn Pálsson, hreinn.palsson@utn.stjr.is og Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is. Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is EAMONN Butler, framkvæmda- stjóri hugveitunnar Adam Smith Institute, segir að íslensk stjórnvöld eigi að reyna að draga viðræður um lausn Icesave-deilunnar á langinn og freista þess að næsta ríkisstjórn Bretlands sýni aðstöðu Íslendinga meiri skilning. Butler segist enn- fremur vera afar sár út í ríkisstjórn Breta vegna framferðis hennar gegn Íslendingum vegna Icesave. Í nýjustu bók sinni, The Rotten State of Britain sem kom út í byrjun þessa árs, fer Butler á gagnrýninn hátt yfir valdatíð Verkamannflokks- ins og nefnir sérstaklega beitingu hryðjuverkalaganna gegn íslensku bönkunum og stjórnvöldum haustið 2008 sem dæmi um hvernig þeim hefur verið misbeitt af stjórnvöldum frá því að þau tóku gildi. Butler segir að það hafi verið heimskulegt af breskum stjórnvöldum að stugga með þessum hætti við einum ein- arðasta bandamanni sem Bretar eiga í Evrópu. Dómstólaleið vegna hryðjuverkalaga ófær Hinsvegar telur hann að þessi misbeiting breyti engu um samn- ingsstöðu íslenskra stjórnvalda í dag. Tækifærið til þess að sanna að ríkisstjórn Gordons Brown misbeitti hryðjuverkalögunum fyrir annað- hvort dómstólum í Bretlandi eða evr- ópskum dómstól er runnið okkur úr greipum. Samt sem áður telur hann þessa staðreynd styrkja siðferðilega vígstöðu íslenska málstaðarins þar sem augljóst sé að þessi aðgerð hafi gert vonda stöðu íslenska hagkerf- isins enn verri haustið 2008. Fastur tónn í orði en skilningur á borði Aðspurður hvaða innlegg íslensk stjórnvöld ættu að koma með að borðinu í nýjum viðræðum við bresk og hollensk stjórnvöld um lausn Ice- save-deilunnar segir Butler að ein- faldlega eigi að draga málin á lang- inn. Það sé hugsanlegt að ríkisstjórn Íhaldsflokksins muni sýna sjónar- miðum íslenskra stjórnvalda meiri skilning en núverandi ríkisstjórn. Butler segir að íhaldsmenn myndu vissulega kveða fast að orði í opin- berri umræðu um málið en fullyrðir að þeir geri sér grein fyrir hversu heimskulega ríkisstjórn Brown hef- ur hagað sér í málinu og hvernig kröfur hennar leggi drápsklyfjar á íslenska hagkerfið. Íhaldsmenn séu líklegri til þess að átta sig á að mun meiri líkur séu á að íslensk stjórnvöld geti staðið í skil- um á Icesave eftir að búið er að end- urreisa hagkerfið og fjármálakerfi landsins. Ráðlegt að reyna að tefja Icesave  Eamonn Butler segir íhaldsmenn sýna meiri skilning Morgunblaðið/Kristinn Icesave Butler ráðleggur Íslendingum að draga Icesave-viðræður á lang- inn, eða þar til væntanleg stjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi tekur við. Eftir Þórð Gunnarsson thg@mbl.is Eiginfjárinnspýting iðnaðarráðu- neytisins breytir engu um útlána- heimildir Byggðastofnunar, sem haldast óbreyttar í þremur millj- örðum króna á þessu ári. Í síðasta birta uppgjöri Byggðastofnunar, sem var fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2009, kom fram að eigið fé stofnunarinnar væri neikvætt um 4,74%. Lágmarkskröfur Fjármála- eftirlitsins (FME) um eiginfjár- hlutfall hljóða upp á 8%, og í kjöl- far birtingar uppgjörsins fékk Byggðastofnun frest til 8. desem- ber síðastliðins til að koma eigin- fjárstöðunni á réttan kjöl. Aðal- steinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki hefði tek- ist að uppfylla lágmarkskröfur fyr- ir tilskilinn frest, og því hefði verið þörf á framlengingu um óákveðinn tíma. Efnahagur tvöfaldaðist Við fall krónunnar tvöfaldaðist efnahagsreikningur Byggðastofn- unar, en gengistryggð lán stofn- unarinnar nema tæplega 14 millj- örðum króna. Erlendar skuldir Byggðastofnunar eru hins vegar tæplega tveimur milljörðum hærri, sem kallaði á hátt framlag á af- skriftareikning. Aðalsteinn segir að þrátt fyrir þetta hafi stofnuninni ekki verið bráðavandi á höndum, og lausafjárstaðan góð. Vandinn hafi falist í efnahagsreikningnum. „Við þurftum þessa eiginfjáraukn- ingu til að geta haldið lánastarf- seminni áfram, og í ákvörðun Al- þingis felst yfirlýsing um að starfsemi Byggðastofnunar skuli haldið áfram. Það er álit okkar að 3,6 milljarðar skili eiginfjárhlutfalli nærri 10%,“ segir Aðalsteinn, sem reiknar ekki með að mikið verði um ný útlán á þessu ári. „Frekar á ég von á að við verðum meira í því að styðja við núverandi viðskipta- vini okkar,“ segir hann. Með fjár- veitingu ríkisins samkvæmt fjár- lögum til Byggðastofnunar nemur heildarframlag ríkisins í ár tæp- lega fjórum milljörðum króna. Um er að ræða langhæsta framlag rík- isins til Byggðastofnunar fyrr og síðar, en næsthæsta framlagið var á árinu 2001 þegar heildarupphæð nam 616 milljónum króna. Uppreiknað á verðlagi ársins 2009 hafa framlög ríkisins til Byggðastofnunar numið 13,1 millj- arði króna, ef talin er með eig- infjáraukning iðnaðarráðuneytisins á dögunum. Aðalsteinn segir ljóst að stofnunin sé algerlega háð fram- lagi ríkisins, enda starfi hún á jaðri lánamarkaðarins. Byggðastofnun hefur verið rekin með tapi frá árinu 2002 þrátt fyrir hundruð milljóna framlög ríkisins, að und- anskildum tveimur árum þar sem árið endaði rétt yfir núllinu. Skilar ekki útlánaaukningu  Í ákvörðun stjórnvalda um eiginfjáraukningu Byggðastofnunar fólst að starf- seminni skyldi haldið áfram  3,6 milljarðar færa eiginfjárhlutfall nærri 10% Afkoma Byggðastofnunar og ríkisstyrkir frá 1997 4.000 3.000 2.000 1.000 0 -1.000 -2.000 M ill jó ni r kr ón a 1997 2010 Framlag ríkisins Afkoma Eamonn Butler er einn þeirra fjölmörgu Breta sem lögðu pening inn á Ice- save-reikning á sínum tíma. Hann segist hafa átt að geta sagt sér að 7% vextir á innlánsreikningi væru sennilega of góð kjör til að geta staðist, en hann hafi ekki gert það og þar af leiðandi sé við hans eigið dómgreind- arleysi að sakast. Butler segist ekki skilja af hverju breskir og íslenskir skattgreiðendur eigi að bera kostnaðinn af því dómgreindarleysi. Lagði inn á Icesave gegn betri vitund

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.