Morgunblaðið - 17.02.2010, Síða 15

Morgunblaðið - 17.02.2010, Síða 15
Daglegt líf 15 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mikill íþróttaáhugi er íRéttarholtsskóla oglausleg könnun bendirtil þess að í hópi nem- enda séu 26 Íslandsmeistarar frá fyrra ári í badminton, fótbolta, frjálsum íþróttum, júdó, siglingum og skylmingum. Þar af eru þrír nemendur í sama bekk, 9. KI, og allir í mismunandi einstaklings- íþróttagreinum. Stefnir á landsliðið Sara Högnadóttir byrjaði að æfa badminton níu ára og varði í fyrra Íslandsmeistaratitil sinn með Mar- gréti Jóhannsdóttur í tvíliðaleik stúlkna. Hún segist hafa byrjað að æfa badminton hjá TBR með frænda sínum en systir hans hafi komið þeim á bragðið. „Ég stefni að því að komast í landsliðið,“ segir Sara sem verður 15 ára í haust. Hún var valinn í unglingalandsliðið sem keppti á Evrópumótinu í Slóveníu í nóv- ember á nýliðnu ári og var það fyrsta keppnisferðin hennar til út- landa. „Þetta var mjög gaman og mikil reynsla,“ segir hún. Ólympíuleikarnir 2016 Böðvar Freyr Stefnisson verður 15 ára í næsta mánuði og er Ís- landsmeistari í skylmingum með höggsverði. Hann hefur æft skylm- ingar hjá Skylmingafélagi Reykja- víkur frá því hann var níu ára og æfir fimm til sex sinnum í viku. Hann er nýkominn úr keppnisferð til Englands og hefur þrisvar farið í keppnisferðir með landsliðinu til útlanda. Hann var meðal annars í fimmta sæti í unglingaflokki 15 ára og yngri á Norðurlandamótinu í skylmingum með höggsverði í Sví- þjóð fyrir um ári. Árið 2007 vann hann til bronsverðlauna í sama flokki, þegar Norðurlandamótið fór fram í Danmörku, og til silf- urverðlauna þegar keppnin fór fram á Íslandi 2008. „Ég stefni að því að keppa meira í útlöndum,“ segir Böðvar Freyr sem ákvað að reyna fyrir sér í skylmingum vegna þess að hann vildi víkka sjóndeildarhringinn. Aron Brandsson er Íslands- meistari í júdó, en hann verður 15 ára í sumarbyrjun. Hann hefur æft júdó hjá Júdófélagi Reykjavíkur frá átta ára aldri og æfir undir handleiðslu Bjarna Friðrikssonar, bronshafa á Ólympíuleikunum 1984. „Hann er besti þjálfari sem ég hef haft,“ segir Aron og bætir við að hann ætli að feta í fótspor meistarans. „Markmiðið er að keppa á Ólympíuleikunum 2016,“ segir þessi ungi og efnilegi íþrótta- maður. Morgunblaðið/Ernir Skrefi framar Kennarinn Kim Magnús Nielsen, margfaldur Íslandsmeistari í skvassi, með ungu meisturunum í einstaklingsgreinunum og bekkjarfélag- arnir fyrir aftan. Frá vinstri: Kim, Sara Högnadóttir, Böðvar Freyr Stefnisson og Aron Brandsson. Þrír Íslandsmeistarar í mis- munandi greinum í sama bekk  Mikill íþróttaáhugi hjá nemendum og kennurum í Réttarholtsskóla og 26 nemar Íslandsmeistarar Hilmar Hilmarsson, skólastjóri Réttarholtsskóla, segir ánægjulegt að hafa afreksfólk í íþróttum í skólanum og það sé hvatning til annarra. Skólinn leggi enda mikið upp úr íþróttastarfinu og í 9. og 10. bekk geti nemendur valið sér íþróttagreinar eins og til dæmis badminton, líkams- rækt og íþróttafræði. Síðan geti nemendur fengið þátttöku í íþróttum ut- an skólans metna sem valgrein rétt eins og í listgreinum. Hilmar leggur áherslu á að hugsanlegur niðurskurður í kennslu bitni ekki á íþróttakennslunni enda sé aðstaða til íþróttakennslu góð í skól- anum og afreksfólk innanhúss, jafnt á meðal nemenda sem kennara. Íþróttir sem valgrein Eftir Atla Vigfússon Þingeyjarsýsla | Árleg folaldasýn- ing Hrossaræktarfélags Þing- eyinga var haldin í reiðskálanum í Saltvík laugardaginn 13. febrúar. Þar var margt fólk samankomið til þess að velja efnilegustu folöld hér- aðsins sem fæddust á síðasta ári. Á sýningunni voru 35 folöld sem kepptu, 19 hestar og 16 hryssur. Dómarar voru á staðnum og völdu þrjá bestu hestana og þrjár bestu hryssurnar. Veitt voru þrenn verðlaun í hvorum flokki og var það trésmíðafyrirtækið Norðurpóll sem gaf bikarana. Þá var einnig valið fallegasta fol- ald sýningarinnar og fengu eig- endur þess farandbikar sem Dýra- læknaþjónustan á Húsavík gaf fyrir nokkrum árum. Dómarar völdu eftirtalin folöld til verðlauna: Hestar: 1. Jondalon frá Norðurhlíð. Eig- andi: Agnar Kristjánsson. For- eldrar: Vökull frá Bergsstöðum og Von frá Eyvindarmúla. 2. Hringur frá Laxamýri. Eig- andi: Elfa Mjöll Jónsdóttir o.fl. Foreldrar: Álfur frá Húsavík og Dögun frá Hjalla. 3. Seggur frá Bergsstöðum: Eig- andi: Benedikt Arnbjörnsson. For- eldrar: Moli frá Skriðu og Bylting frá Bergsstöðum. Hryssur: 1. Alda frá Saltvík. Eigandi: Bjarni Páll Vilhjálmsson. For- eldrar: Adam frá Ásmundarstöðum og Ör frá Saltvík. 2. Hamingja frá Garði. Eigandi: Katharina Krebs. Ræktandi: Guð- mundur Skarphéðinsson og Enrice Ernst. Foreldrar: Þorri frá Þúfu og Sædís frá Garði. 3. Herðubreið frá Húsavík. Eig- andi: Gísli Haraldsson. Foreldrar: Adam frá Ásmundarstöðum og Hrauna frá Húsavík. Folald sýningarinnar var valið af gestum en það var Hringur frá Laxamýri sem varð í öðru sæti að mati dómara. Hringur, Hamingja og Herðubreið hlutu verðlaun Morgunblaðið/Atli Vigfússon Verðlaun Ánægði með verðlaun. F.v. Agnar Kristjánsson, Hulda Ósk Jóns- dóttir, Elfa Mjöll Jónsdóttir, Atli Björn Atlason og Benedikt Arnbjörnsson. Morgunblaðið/Atli Vigfússon Ánægð Elfa Mjöll Jónsdóttir, Atli Björn Atlason og Hulda Ósk Jónsdóttir með Hring sem var glæsilegasta folaldið og móður hans sem heitir Dögun.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.