Morgunblaðið - 17.02.2010, Síða 31

Morgunblaðið - 17.02.2010, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 Þegar grönsið gekk á skít-ugum skónum yfir málminní upphafi tíunda áratug- arins héldu margir að sú göfuga stefna ætti sér ekki viðreisnar von í rokkheimum. Það var rangt. Eft- ir að hafa vankast um stund náði málmurinn fljótt vopnum sínum aftur, einkum vestur í Bandaríkj- unum, og blómstrar nú sem aldrei fyrr. Það eru ekki bara gömlu brýnin, svo sem Metallica, Iron Maiden og Slayer, sem halda merkinu á lofti heldur hafa nýjar sveitir sprottið upp eins og gor- kúlur, nostrað við formið og aukið við það eftir föngum. Má þar nefna Lamb of God, Mastodon, Avenged Sevenfold og Killswitch Engage. Eitt athyglisverðasta málm- bandið nú um stundir er Trivium, sem á lögheimili í Orlando, Flór- ída. Það er ekki tilviljun að sjón- um er hér beint að þeirri sveit en hún sendi einmitt frá sér nýtt lag í byrjun vikunnar, „Shattering the Skies Above“, sem eingöngu verð- ur að finna í tölvuleiknum God of War III. Nýja lagið sætir tíðindum í tvennum skilningi, annars vegar þykir það afturhvarf til róta Trivi- um í málmkjarnanum, svo sem sveitin birtist á annarri breiðskífu sinni, Ascendency frá 2005, sem skaut henni upp á stjörnuhim- ininn. Hins vegar er kynntur til sögunnar nýr trymbill, Nick Aug- usto, sem leysir af hólmi síðasta stofnmeðlim Trivium, sem enn var um borð, Travis Smith. Sú skýring er gefin á brotthvarfi Smiths að hann vilji verja meiri tíma með fjölskyldu sinni.    Eins og margar sveitir semheyra til bandarísku nýbylgj- unni í þungarokki hefur Trivium rokkað milli undirgreina, einkum málmkjarna og þrass, auk þess sem grunnt hefur verið á svart- málminum. Þrátt fyrir þungt upp- legg hefur tónlist sveitarinnar lengst af verið melódísk. Leiðtogi Trivium, Matthew Kiichi Heafy, söngvari og gít- arleikari, er undrabarn í tónlist. Hann var aðeins þrettán ára þeg- ar hann gekk í bandið sem gít- arleikari en ekki leið á löngu uns hann var búinn að ryðja söngv- aranum úr vegi. Heafy varð 24 ára í síðasta mánuði en á að baki fjórar breiðskífur með Trivium, þar af komu þrjár út áður en hann varð 21 árs. Söngstíll Heafys er tvískiptur. Hann byrjaði á því að rymja óg- urlega á fyrstu tveimur plötunum en á Crusade (2006) mýkti hann upp í hálsinum. Platan fékk góða dóma en sumum þótti Trivium þar stíga fullmikið í vænginn við Met- allica, sem er einn helsti áhrifa- valdur sveitarinnar. Á nýjustu breiðskífu Trivium, Shogun (2008), skiptir Heafy óhik- að milli stíla með góðum árangri. Rymur og syngur á víxl. Platan féll í frjóa jörð og eru flestir sam- mála um að hún sé besta verk Trivium til þessa – sveitin hafi endanlega fundið sinn stíl. Tón- smíðarnar eru þéttari og marg- slungnari en áður og heildar- myndin sterkari. Auk Heafys leggja Corey Beaulieu gítarleikari (sem gekk í bandið 2003) og Paolo Gregoletto bassaleikari (sem slóst í hópinn 2004) sitt af mörkum við lagasmíðar. Á Shogun var nýr upptökustjóri kynntur til sögunnar, Nick Raskul- inecz, sem er líklega best þekktur fyrir samstarf sitt við Dave Grohl og félaga í Foo Fighters.    Ef marka má nýja lagið munrymja meira í Heafy á næstu plötu Trivium, alltént lýsti hann því yfir á dögunum að Shattering the Skies Above gæfi fyrirheit um það sem koma skal frá sveitinni. Heafy er af japönsku bergi brot- inn og leitar gjarnan í arfleifðina við ljóðagerðina. Eins og svo margir þungarokkarar er hann líka forfallinn áhugamaður um goðafræði, einkum gríska, og hverslags forynjur. Sá áhugi end- urspeglast í tilkomumiklum laga- heitum, svo sem „Of Prometheus and the Crucifix“, „Torn Between Scylla and Charybdis“ og „Into the Mouth of Hell We March“ á Shogun. Í tveimur síðarnefndu lögunum er hermt af kvíðanum sem Ódysseifur fylltist þegar hann þurfti að velja á milli ófreskjunnar ellegar hringiðunnar Kharybdis og sex höfða sæskrímslisins Skylla. Svo erum við, dauðlegir menn, að mikla fyrir okkur vandamálin! orri@mbl.is Glímt við sex höfða sæskrímsli »Heafy varð 24 ára ísíðasta mánuði en á að baki fjórar breið- skífur með Trivium, þar af komu þrjár út áður en hann varð 21 árs. Ófreskjur Sex höfða sæskrímslið Skylla er Matt Heafy hugleikið. AF MÁLMI Orri Páll Ormarsson Trivium Matthew Kiichi Heafy og félagar í Orlandosveitinni Trivium í ham. Sýnd kl. 10:20 HHH „Gibson hefur engu gleymt” Þ.Þ. - FBL Fráskilin... með fríðindum Sýnd kl. 5:40, 8 og 10:20 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Sýnd kl. 6 Sýnd kl. 8 og 10:10 Sýnd kl. 5:40 PERCY JACKSON LEGGUR Á SIG MIKIÐ FERÐALAG TIL AÐ BJARGA HEIMINUM FRÁ TORTÍMINGU GUÐANNA! HHH H.S.S. - MBL HHH „Flottur stíll, góðar brellur, afbragðs förðun og MIKIÐ blóð. Ég fékk semsagt allt sem bjóst við og gekk alls ekki út ósáttur.” T.V. -Kvikmyndir.is Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum The Wolfman kl. 10:50 B.i. 16 ára Skýjað með kjötbollum... 3D kl. 3:30 - 5:50 LEYFÐ Edge of the Darkness kl. 8 - 10:30 B.i. 16 ára Skýjað með kjötbollum... 2D kl. 3:40 - 5:50 LEYFÐ PJ / The Lightning Thief kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 10 ára Avatar 3D kl. 8 B.i.10 ára PJ / The Lightning Thief kl. 5:30 - 10:50 LÚXUS Alvin og Íkornarnir kl. 3:30 LEYFÐ SÝND HÁSKÓLABÍÓISÝND Í HÁSKÓLABÍÓI Nú með íslenskum texta HHHHH -H.K., Bylgjan HHHHH -H.S., MBL HHHH+ -Ó.H.T., Rás 2 HHHHH -V.J.V., FBL HHHHH -T.V., Kvikmyndir.is HHHH -Á.J., DV 111.000 MANNS! SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI ÓSKARSTILNEFNINGAR M.A. BESTA MYND OG BESTI LEIKSTJÓRI9 HHH H.S.S. - MBL HHH „Gibson hefur engu gleymt” Þ.Þ. - FBL SÝND Í SMÁRABÍÓI HHH „Kom mér þægilega á óvart... Stórfín fjöl- skylduafþreying.” T.V. - Kvikmyndir.is HHH Mel Gibson er svo sannarlega kominn aftur...“ E. E. - DV HHH Mel Gibson er svo sannarlega kominn aftur...“ E. E. - DV 50 kr. afsláttur ef þú kaupir bíómiðann á -bara lúxus Sími 553 2075 Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó ef þú greiðir með kreditkorti tengdu Aukakrónumwww.laugarasbio.isáskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti tengdu Aukakrónum!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.