Morgunblaðið - 17.02.2010, Page 35

Morgunblaðið - 17.02.2010, Page 35
Menning 35FÓLK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 2010 KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í Berlín, Berlinale, fer nú fram í sextugasta skipti. Hún var sett á fimmtu- daginn með sýningu á opnunarmynd hátíð- arinnar, Tuan Yuan eftir Wang Quan’an. Berlinale stendur til 21. febrúar þegar Silfur- og Gullbirn- irnir verða afhentir. Það er aðaldómnefnd hátíð- arinnar sem ákveður hvaða mynd hlýtur þessi eftirsóttu verðlaun, en hana skipa: Werner Her- zog, Francesca Comencini, Nuruddin Farah, Cornelia Froboess, José Maria Morales, Yu Nan og Renée Zellweger. Þrjár íslenskar myndir eru sýndar á markaðs- ýningum hátíðarinnar. Um er að ræða myndirnar Al- gjör Sveppi og leitin að Villa, Bjarnfreðarson og Reykjavik Whale Watch- ing Massacre. Eins og fyrr flykkjast stjörnurnar núna til Berl- ínar til að kynna myndir sínar og sýna sig og sjá aðra. Situr í dómnefnd Renee Zellweger mætti á opnunina. Gaman Pierce Brosnan, Olivia Williams og Ewan McGregor mættu á frumsýningu The Ghost Writer sem þau fara öll með hlutverk í. Leikarar og leikstjórinn Sir Ben Kingsley, Michelle Williams, Martin Scorsese og Leonardo DiCaprio kynna myndina Shutter Island. Berlínar- hátíðin sextug Sætur Ungi leikarinn Bora Altas mætti með bangsann sinn á blaða- mannafund fyrir myndina Bal. Reuters Rauð Greta Gerwig og Ben Stiller á leið á sýningu á myndinni Greenberg.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.