Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 1
Þ R I Ð J U D A G U R 2. M A R S 2 0 1 0
STOFNAÐ 1913
50. tölublað
98. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
«NÝSKÖPUNARVERÐLAUN
SJÓSALTAÐUR OG
FITULAUS HEILSUBITI
«SKÓLAHREYSTI
Fá aukakraft úr
öskrum hinna
6
Breytingar á skattalögum hafa
það í för með sér að fjöldi erlendra
eignarhaldsfélaga er að flytja úr
landi en skatttekjur af starfsemi
þessara félaga hefur numið millj-
örðum króna undanfarin ár. Um er
að ræða félög sem þjónað hafa hlut-
verki nokkurs konar innan-
húsbanka í erlendum fyrirtækja-
samstæðum. Taka þau lán, t.d. með
skuldabréfaútgáfu, og lána til ann-
arra fyrirtækja í samstæðunni.
Vaxtagreiðslur þeirra munu nú
bera skatt. »12
Morgunblaðið/Ásdís
Lagabreytingar fæla
á brott skattgreiðendur
Lítið eftirlit er með því hvort
hita- og loftræstikerfi virka eða
eðlilega sé staðið að hönnun og
uppsetningu þeirra. Þetta kemur
fram í úttekt Lagnafélags Íslands.
Félagið skoðaði 35 byggingar og
fengu loftræstikerfin einkunn á
bilinu 0 til 10. Meðaleinkunn kerf-
anna var 5.
Í meirihluta húsanna lágu ekki
fyrir staðfestar teikningar af loft-
ræstikerfunum og lokaúttekt hafði
aðeins verið gerð á 4 kerfum. »8
Lítið eftirlit með því hvort
loftræstikerfin virka
Breytingar á
ástandi efna-
hagsmála koma
skýrt fram í
starfsemi við
höfnina. Á síð-
asta ári fækkaði
skipakomum til
hafna Faxaflóa-
hafna. Þangað
kom 451 flutningaskip í stað 574.
Fækkunin nemur fimmtungi. Aftur
á móti fjölgaði togurum og öðrum
fiskiskipum úr 625 í 711 eða um
13%. Tekjur Faxaflóahafna drógust
mjög saman frá árinu á undan
vegna samdráttar í almennum inn-
flutningi. »16
Fimmtungi færri flutn-
ingaskip til Faxaflóahafna
„VIÐ vorum á rangri leið með það
sem við vorum að reyna að gera. Við
vorum að gera tilraun til að breyta
vinnufyrirkomulagi í fjögurra daga
vinnuviku, úr fimm daga vinnuviku,
og það mætir mikilli andstöðu. Menn
vilja þetta ekki, allavega á þeim
kjörum sem buðust,“ segir Kristján
Kristinsson, formaður samninga-
nefndar Flugvirkjafélags Íslands,
eftir að félagsmenn felldu í gær-
kvöldi kjarasamning sem gerður var
við Samtök atvinnulífsins fyrir hönd
Icelandair. Alls mættu um 100 á
fundinn og taldi Kristján að 94 hefðu
kosið nei. Verkfall er boðað 22. mars.
Flugvirkjar kolfella
nýjan kjarasamning
Andstaða við fjögurra daga vinnuviku
FRYSTING breska fjármálaeftir-
litsins, FSA, á eignum Landsbank-
ans á Bretlandi er enn í gildi og ekki
ljóst hvenær henni verður aflétt.
Þetta kemur fram í fyrirspurn
Morgunblaðsins um þær kvaðir, sem
FSA setti Landsbankanum 3. októ-
ber 2008, fimm dögum áður en bresk
stjórnvöld beittu hryðjuverkalögum
til að frysta eignir bankans. Hryðju-
verkalögunum var aflétt í sumar.
Samkvæmt kröfum FSA bar
Landsbankanum að geyma að lág-
marki 20% af innistæðum á óbundn-
um reikningum í breskum pundum á
reikningi hjá Englandsbanka. Sagð-
ist FSA vera að vernda hagsmuni
viðskiptavina bankans. Af sömu
ástæðu var þetta gert með leynd.
Í febrúar kom fram í Morgun-
blaðinu að stór hluti af afborgunum
lána, sem Landsbankinn hefði veitt
fyrirtækjum og einstaklingum á
Bretlandi, hefði farið á vaxtalausan
innlánsreikning í Englandsbanka frá
því að eignir bankans hefðu verið
frystar haustið 2008 og næmi upp-
hæðin nærri 200 milljörðum króna.
kbl@mbl.is
Í frosti um óráðinn tíma
Milljarðar án vaxta
í Englandsbanka
Reuters
Frystikistan Skjöldur á Englands-
banka. Þar liggur fé Landsbanka.
Eftir Hlyn Orra Stefánsson
hlynurorri@mbl.is
ÞÓTT tvísýnt hafi verið um framhald Icesave-við-
ræðna fram eftir degi í gær komust þær á skrið
síðdegis í gær þannig að meiri bjartsýni ríkir nú
um framhald málsins. Enn er þó mikil óvissa um
framhaldið. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráð-
herra segist telja að Íslendingar hafi aldrei fyrr
átt jafn gott tækifæri til að ná hagstæðri niður-
stöðu í málinu og muni ekki heldur fá slíkt tæki-
færi aftur.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stendur
til að hópur embættismanna og ráðgjafa, sem ekki
eru í samninganefndinni, fundi með Bretum fyrir
hádegi í dag. Í framhaldi af því muni samninga-
nefndirnar mögulega funda. Bretar munu hafa
óskað eftir því í gær að samninganefndirnar fund-
uðu í dag en þar sem Bretar þóttu senda misvís-
andi skilaboð var ákveðið að áðurnefndur hópur
myndi fyrst funda með þeim.
Steingrímur ræddi í gær bæði við bankamála-
ráðherra Bretlands og settan fjármálaráðherra
Hollendinga. Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var það ekki síst eftir þær samræður sem
vonir vöknuðu um jákvætt framhald.
Fram eftir degi gengu viðræður hins vegar
treglega og leit lengi vel út fyrir að hluti samn-
inganefndarinnar myndi halda til Íslands í gær-
kvöldi og Lee Buchheit til Bandaríkjanna.
Fundur fyrir hádegi en
óvissa um framhaldið
Viðræður komust á skrið | 2
Í HNOTSKURN
» Íslenska samninganefndin hélt tilLondon á laugardag eftir að hafa
haldið þaðan með lítið í farteskinu daginn
áður.
» Ekki hafa enn átt sér stað neinirformlegir samningafundir frá því
nefndin kom til London á laugardag.
» Fjármálaráðherra ræddi í gær viðbankamálaráðherra Breta og settan
fjármálaráðherra Hollands. Búist er við
formlegum fundum í dag.
„VIÐ höfum verið í sambandi við
fjölskyldurnar allt frá því skjálftinn
reið yfir. Sömuleiðis erum við með
sérfræðing sem veitir þeim áfalla-
hjálp,“ sagði Georg Lárusson, for-
stjóri Landhelgisgæslunnar, um að-
stoð við ættingja tveggja starfs-
manna gæslunnar sem bíða þess nú
að komast heim frá Chile eftir risa-
skjálftann í landinu á laugardag.
Mennirnir, Ragnar Ingólfsson og
Unnþór Torfason, dvelja hjá fjöl-
skyldu konu í borginni Concepcion
en hún er gift dönskum samstarfs-
manni þeirra og segir Georg þá
njóta góðs af þeim tengslum.
Þeir hafa kvartað undan skorti á
matvælum enda verslanir flestar
galtómar eftir að þjófar og örvingl-
að fólk lét þar greipar sópa.
Ragnar og Unnþór eru að sögn
Georgs vopnaðir, að líkindum með
skotvopnum, til að verjast glæpa-
gengjum. Vonast er til að þeir fái
flug á fimmtudag. Skálmöld ríkir í
mörgum borgum Chile. | 4 og 13
Fjölskyldur starfsmanna Landhelgisgæslunnar í Concepcion fá áfallahjálp
Vopnaðir
og við
öllu búnir
Reuters
Á verði Hermaður vaktar gatnamót í Concepcion. Borið hefur á íkveikjum. Minnst 723 fórust í jarðskjálftanum.