Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
KYRRSETNINGU eigna Lands-
bankans að kröfu breska fjármálaeft-
irlitsins, FSA, hefur ekki verið aflétt
og ekki hefur verið ákveðið hvenær
það verður gert. Fjármálaeftirlitið
setti Landsbankanum strangar kröf-
ur um bindiskyldu í byrjun október
2008, einum fimm dögum áður en
bresk stjórnvöld beittu hryðjuverka-
lögum til að frysta eignir bankans.
Morgunblaðið fór í desember fram
á það við breska fjármálaeftirlitið að
fyrirskipun þess frá 3. október 2008,
sem bar fyrirskriftina „fyrsta eftir-
litstilkynning“ eða „First Super-
visory Notice“, yrði birt opinberlega
með tilvísun til breskra upplýsinga-
laga. Þeirri ósk var hafnað í lok jan-
úar. Í gær barst svar við ósk Morg-
unblaðsins um frekari rökstuðning:
„Hvað snertir fyrirspurn þína get ég
staðfest að eftirlitstilkynningin frá 3.
október 2009 [svo] er enn í gildi og af
þeim sökum tel ég ekki við hæfi að
upplýsa um efnisatriði hennar eða
áhrif,“ skrifar Tim Aron, lögfræði-
legur ráðunautur FSA. Í bréfi hans
stendur að eftirlitinu beri ekki skylda
til að fara yfir það hvort birta eigi
kröfurnar verði það gert þegar þeim
verður aflétt, en engin leið sé á þess-
ari stundu að segja til um hvenær
það verði. Um leið er lýst yfir skiln-
ingi á því að það sé áhugi hjá les-
endum blaðsins á að „skilja þær að-
gerðir, sem við gripum til í því skyni
að verja hagsmuni innistæðueigenda
þegar Landsbankinn hrundi“. Talið
er að nærri 200 milljarðar króna af
afborgunum til Landsbankans liggi
vaxtalausar á reikningi í Englands-
banka.
Öfugt við beitingu hryðjuverkalag-
anna, sem var aflétt 16. júní 2009, var
á sínum tíma ekki sagt opinberlega
frá þessum aðgerðum, sem einnig
var beint að Kaupþingi, en Sigrún
Davíðsdóttir greindi frá þeim í Spegli
RÚV í fyrrasumar. Í desember var
sagt frá því í Morgunblaðinu að FSA
hefði fyrirskipað Landsbankanum að
eiga á bankareikningi hjá Englands-
banka 10% af innistæðum strax og
20% eftir 6. október 2008. Mátti
bankinn ekki flytja eignir úr landi.
Kyrrsetning stendur enn
Breska fjármálaeftirlitið frysti eigur Landsbankans í október 2008 og hefur ekki
ákveðið hvenær henni verður aflétt Hryðjuverkalögum var aflétt í fyrrasumar
Reuters
Engir vextir Luktar dyr Englandsbanka í London. Þar liggja nærri 200
milljarðar króna í afborgunum til Landsbankans vaxtalausar á reikningi.
Í GÆR hófst „mottu-mars“, mánaðarlangt átak
Krabbameinsfélags Íslands um karlmenn og
krabbamein. Úrvalslið helstu sérsambanda lands-
ins í boltaíþróttum hafa skorað hvert á annað í
keppni í söfnun áheita og yfirvararskeggs, og
geta aðrir sem vilja taka þátt skráð sig á
www.karlmennogkrabbamein.is. Nokkrir mottu-
meistarar og íþróttagarpar stilltu sér upp fyrir
ljósmyndara Morgunblaðsins við opnun átaksins.
SAFNA „MOTTU“ OG VEKJA ATHYGLI Á KRABBAMEINI
Morgunblaðið/Golli
RANNSÓKNARÁÐI Vegagerð-
arinnar er nokkur vandi á höndum
að velja á milli allra þeirra umsókna
sem bárust rannsóknasjóði Vega-
gerðarinnar fyrir þetta ár. Alls bár-
ust 228 umsóknir fyrir verkefni upp
á 518 milljónir króna. Í sjóðnum eru
hins vegar aðeins 139 milljónir króna
til ráðstöfunar, sem er nokkuð lægra
en í fyrra vegna niðurskurðar á fjár-
lögum til vegamála, upphæðin á síð-
asta ári var um 150 milljónir. Nú
barst svipaður fjöldi umsókna en
fjárhæðir sem óskað var eftir eru um
60 milljónum lægri í ár. Vegna þess
að ekki er meira til skiptanna verður
að synja mörgum styrkbeiðnum og í
sumum tilvikum var ákveðið að
hætta að styðja verkefni sem þegar
voru hafin, að því er fram kemur á
vef Vegagerðarinnar. „Fjárskort-
urinn verður einnig til þess að ekki
er hægt að styðja við mörg verkefni
sem þó hafa tilvísun til áhersluatriða
sem gefin voru út þegar auglýst var
eftir umsóknum,“ segir ennfremur á
vefnum.
Umsækjendur um styrkina fá nið-
urstöðuna í hendur í þessari eða
næstu viku. Að sögn Þóris Ingason-
ar, forstöðumanns rannsóknadeildar
Vegagerðarinnar og formanns rann-
sóknaráðs, er hópur umsækjenda
fjölbreyttur. Þórir segir styrkina
dreifast nokkuð, meðalupphæð sé
um 1,5 milljónir króna, og engin lof-
orð eru gefin um styrk nema til eins
árs í senn þó að um lengri verkefni
geti verið að ræða. Vegna niður-
skurðarins sé því ljóst að einhver
verkefni geti frestast. bjb@mbl.is
Sótt um 518 milljónir
en aðeins 139 eru í boði
Morgunblaðið/Ómar
Mikil ásókn í
rannsóknasjóð
Vegagerðarinnar
Vegagerð Mikil eftirspurn er eftir
rannsóknafé frá Vegagerðinni.
FYRRVERANDI umdæmisstjóri
Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í
Mósambík hefur orðið uppvís að fjár-
málamisferli.
Málið er til rann-
sóknar hjá efna-
hagsbrotadeild
ríkislög-
reglustjóra og
Ríkisendur-
skoðun. Maðurinn
hefur viðurkennt
misferli.
Umdæmis-
stjórinn sem er Íslendingur lét af
störfum um miðjan janúar og hafði
þá, að sögn Sighvats Björgvinssonar,
framkvæmdastjóra Þróunarsam-
vinnustofnunar, starfað hjá stofn-
uninni í ein fimmtán ár. „Hann hefur
sinnt ýmsum störfum fyrir okkur.
Hann var mjög afkastamikill og dug-
legur starfsmaður og hafði myndað
traust vináttusambönd við marga,“
segir Sighvatur.
Maðurinn lét af störfum er ráðn-
ingartímabili hans var lokið og nýr
umdæmisstjóri tók við starfinu. Við
umdæmisstjóraskiptin komu í ljós
nokkur dæmi um fjármálamisferli.
Sighvatur segir um einhverjar
milljónir að ræða, en rannsóknin
þurfi að fá að ganga sinn gang áður
en hægt sé að nefna nákvæma tölu.
„Við tókum einfaldlega þá ákvörðun í
samvinnu við Ríkisendurskoðun að
kalla allt bókhald frá árunum 2006 til
2009 til Íslands.“ Voru það tugir
kassa af skjölum.
Misferli
umdæm-
isstjóra
Afkastamikill og átti
traust vinasambönd
LÖGREGLU
hafði í gærkvöldi
ekki tekist að
hafa uppi á Guð-
bjarna Trausta-
syni, fanga á
Litla-Hrauni.
Hann skilaði sér
ekki úr lög-
bundnu dagsleyfi
frá fangelsinu um
helgina og eftir-
grennslan eftir honum hefur ekki
skilað árangri. Talið er að Guð-
bjarni, sem ekki er álitinn hættu-
legur, dvelji á höfuðborgarsvæðinu.
Guðbjarni er 27 ára, u.þ.b. 185 cm á
hæð og um 70 kg. Lögregla biður þá
sem geta gefið upplýsingar um ferð-
ir hans eða dvalarstað að hafa sam-
band í síma 444-1000.
Strokufang-
inn ófundinn
Guðbjarni
Traustason