Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 7

Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 7
Fréttir 7INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 vinnsluleyfi en drógu umsóknir sín- ar til baka. Í samskiptum við þessi fyrirtæki hafi ýmsar ábendingar komið fram sem gagnlegar séu í undirbúningi fyrir framhald leyfis- veitinga til olíuleitar á Íslandi. Und- irbúningur að sýnatöku botnsets á Drekasvæðinu stendur nú yfir á vegum stjórnvalda. Stefnt er að því að setkjarnar af yfirborði hafs- botnsins verði teknir á völdum stöð- um á svæðinu í sumar. Ráðuneytið segir að greiningar á olíu- og gas- innihaldi þeirra geti varpað skýr- KATRÍN Júlíusdóttir iðnaðarráð- herra hefur ákveðið að 2. útboð sér- leyfa til rannsókna og vinnslu kol- vetnis á Drekasvæðinu muni fara fram árið 2011 á tímabilinu 1. ágúst til 1. desember. Fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu að Orkustofn- un hafi verið í sambandi við olíufé- lög, sem sýndu fyrsta útboði til olíu- leitar á Drekasvæðinu áhuga en sóttu ekki um. Einnig hafi verið rætt við forsvarsmenn þeirra fyrir- tækja sem sóttu um rannsóknar- og ara ljósi á móðurberg og mynd- unarskilyrði olíu á svæðinu sem dragi úr óvissu og auðveldi ákvarð- anatöku hjá væntanlegum þátttak- endum í útboðinu. Sérleyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis á Drekasvæðinu voru boðin út á fyrri hluta síðasta árs og bárust þá tvær umsóknir, frá norsku félögunum Aker Explora- tion og Sagex Petroleum. Bæði fyr- irtækin drógu hins vegar umsókn- irnar til baka og kvörtuðu m.a. yfir háum sköttum. Útboð á Drekasvæðinu verður endurtekið seinni hluta næsta árs Morgunblaðið/Árni Sæberg Útboð Tilboð opnuð í rannsóknarleyfi í fyrra. Tilboðin voru dregin til baka. VEFRITIÐ smugan.is hefur hafið göngu sína á ný eftir að hafa legið í dvala um nokkurt skeið en „vefritið er um- ræðu og frétta- vettvangur fyrir vinstrafólk og umhverfis- og jafnréttissinna,“ eins og það er orðað í tilkynningu. Nýr ritstjóri Smugunnar er Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, Ásgeir H. Ingólfsson sér um menningar- umfjöllun og Ingólfur V. Júlíusson um ljósmyndir. Fjöldi pistlahöf- unda mun leggja vefritinu lið. Smugan.is hefur göngu sína eftir að hafa legið í dvala Þóra Kristín Ásgeirsdóttir LÝÐHEILSUFÉLAG læknanema efnir til blóðgjafamánaðar Háskóla Íslands nú í mars og er það í annað skipti sem félagið stendur fyrir slíku átaki, í samvinnu við Blóðbankann, Vodafone og Stúdentaráð HÍ. Tilgangur blóðgjafamánaðar HÍ er að hvetja háskólanema til að gefa blóð í nafni nemendafélags síns eða námsgreinar. Söfnunin fer aðallega fram í Blóðbankanum, en blóð- bankabíllinn mun einnig mæta á há- skólasvæðið; 3. mars á bílastæðinu við Háskólabíó, og 15. mars við Odda. Það nemendafélag sem gefur hlutfallslega mest blóð hlýtur far- andbikar blóðgjafamánaðarins að launum. Blóðgjafamánuður Háskóla Íslands Morgunblaðið/G.Rúnar Blóð Blóðbankinn þarf um 70 blóð- gjafir á dag til að anna eftirspurn. FORSETI Ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, hefur sent forseta Chile, Michelle Bache- let, samúðar- kveðjur frá sér og íslensku þjóð- inni vegna jarð- skjálftanna. Í kveðjunni lýsir forseti þeirri von að samstaða Chilebúa og alþjóðlegur stuðningur muni draga úr þeim hörmungum sem jarðskjálftarnir hafa haft í för með sér. Hugur okkar sé með fjöl- skyldum og vinum þeirra sem lét- ust. Samúðarkveðja frá forsetanum til Chile Ólafur Ragnar Grímsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.