Morgunblaðið - 02.03.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
FRÉTTASKÝRING
Eftir Egil Ólafsson
egol@mbl.is
„ÞAÐ er eftirlitið sem klikkar frá
A-Ö,“ segir Kristján Ottósson, fram-
kvæmdastjóri Lagnafélags Íslands,
um nýja skýrslu félagsins um ástand
á hita- og loftræstikerfum. Skýrslan
sýnir að aðeins er búið að gera loka-
úttekt í 4 húsum af þessum 35 sem
skoðuð voru. Enginn opinber aðili
virðist sjá um úttekt á kerfunum því
formaður Félags byggingafulltrúa
segir að það sé ekki hlutverk bygg-
ingafulltrúa að annast úttekt á hita-
og loftræstikerfum. Lagnafélagið
gerði úttekt á hita- og loftræstikerf-
um í 8 skólum, 8 íþróttahúsum, 7
sjúkrahúsum, 2 stjórnsýsluhúsum, 2
leikskólum, 5 sundlaugum, 1 heilsu-
gæslustöð og 1 hóteli. Um 83%
húsanna voru byggð eftir 1980. Fé-
lagið byrjaði á því að kalla eftir teikn-
ingum af kerfunum, en fljótlega kom í
ljós að algengara var að teikningar
vantaði. Aðeins í 46% tilvika voru til
samþykktar teikningar af loftræsti-
kerfum. „Þar með voru hvorki still-
iskýrslur né loftmagnsmælingar til
viðmiðunar, og því sjálfhætt við að
bera saman mælingar sem gerðar
yrðu nú, við þær sem áttu að liggja
fyrir frá því að lagnakerfin voru
byggð upp í viðkomandi húsum.“
Fáar lokaúttektir gerðar
Aðeins í fjórum húsum af 35 hafði
verið gerð lokaúttekt á fram-
kvæmdum. Samkvæmt upplýsingum
frá umsjónarmönnum húsanna höfðu
borist kvartanir vegna hita- og loft-
ræstikerfanna í 60% húsanna. Gerðar
voru endurbætur á kerfunum í 31%
tilvika. Í 52% húsanna voru kerfin
þjónustuð reglulega og í aðeins 23%
húsanna var til handbók fyrir lagna-
kerfin. Skýrslan sýnir að rakatæki
eru hreinsuð reglulega í um 43%
þeirra lagnakerfa sem skoðuð voru.
Skipt er um síur reglulega í um rúm-
lega 71% kerfanna. „Ef öllum spurn-
ingum í úttektinni er gefið sama vægi
reynist niðurstaðan sú að með-
aleinkunn er ekki nema 5. Tekið skal
tillit til þess að 87% húsanna eru
byggð eftir 1980. En þrátt fyrir það
er ástandið ekki betra, eins og þessi
skýrsla sýnir,“ segir í niðurstöðukafla
skýrslunnar. „Við hjá Lagnafélagi Ís-
lands höfðum grun um að ástand
lagnakerfa hefði farið batnandi á sl.
tuttugu til þrjátíu árum, en sam-
kvæmt niðurstöðum þessarar skoð-
unar er ljóst að á mörgum sviðum
þarf að gera betur, og þar reynir
mest á byggingaeftirlit og úttektir.“
Kristján sagði að loftræsti- og hita-
kerfi væru mjög flókin kerfi og ekki
margir með nægilega góða þekkingu
á þeim. Í reynd þyrftu menn með
þverfaglega þekkingu, eins og vél-
stjórar, að sjá um rekstur kerfanna.
Hann sagði sorglegt að menn væru
að leggja tugi milljóna í að hanna og
smíða loftræstikerfi sem virkuðu svo
ekki eins og þau ættu að gera. Dæmi
væru um hús þar sem ekki hefði verið
litið á loftræstikerfið í meira en tvö
ár. Í skýrslunni segir að sex aðilar
komi að hönnun, smíði, uppsetningu
og lokafrágangi á hita- og loftræsti-
kerfum. Þetta eru; lagnahönnuður,
rafstýrihönnuður, blikksmíðameist-
ari, pípulagningameistari, rafvirkja-
meistari og forritari stjórntölvu.
Byggingastjóri sé ábyrgur fyrir því
að verkið sé klárað. Lagnafélagið
gerir tillögu um að óháður aðili taki
kerfin út.
Fá slæma einkunn
Eftirliti með hönnun og rekstri hita- og loftræstikerfa er
ábótavant að því er fram kemur í skýrslu Lagnafélagsins
Í 9. gr. byggingareglugerðar segir: „Byggingarfulltrúa er heimilt á kostn-
að byggjanda að krefjast álagsprófunar á mannvirki til staðfestingar burð-
arþoli og virkniprófunar lagnakerfa.“
Byggingafulltrúar hafa hins vegar ekki sinnt þessu eftirliti eins og kem-
ur fram í bréfi Magnúsar Sædals, formanns Félags byggingarfulltrúa, til
Lagnafélagsins. „Hvergi í byggingarreglugerð kemur fram að það sé hlut-
verk byggingarfulltrúa að sjá um að lagnakerfi séu rétt stillt, samvirkni
stýritækja hafi verið sannreynd og sé í samræmi við handbók lagnakerfa.
En handbók lagnakerfa er ekki nefnd á nafn í byggingarreglugerðinni, því
miður,“ segir í bréfi Magnúsar.
Ekkert opinbert eftirlit
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Loftræstikerfi Gera þarf betur á mörgum sviðum, og snýr það helst að byggingaeftirliti og úttektum.
Kvartanir vegna loftræstikerfa
eru algengar. Lítið eftirlit er með
hönnun kerfanna og mikið vantar
á að fylgst sé með því að kerfin
virki eins og þau eiga að gera.
Eftir Sigtrygg Sigtryggsson
sisi@mbl.is
NÝLIÐINN febrúar skiptist í tvennt,
samkvæmt yfirliti Trausta Jónssonar
veðurfræðings. Fyrstu tvær vikur
mánaðarins máttu heita einn sam-
felldur góðviðriskafli. Lengst af var
hlýtt á landinu, en frost þó allmikið
dag og dag inn til landsins. Síðari
hluta mánaðarins var vetrartíð, tals-
vert snjóaði, fyrst um landið norð-
austan- og austanvert, en allra síð-
ustu dagana einnig á Suður- og
Vesturlandi og urðu þá nokkrar trufl-
anir á samgöngum. Framan af mán-
uðinum stefndi því í háan meðalhita
en svo fór að hitinn á Suður- og Vest-
urlandi var ekki fjarri meðallagi en
nokkuð undir meðallagi á Norðaust-
ur- og Austurlandi, einkum inn til
landsins.
Meðalhitinn í Reykjavík var 0,0
stig og er það 0,3 stigum undir með-
allagi. Þetta er þriðji febrúarmánuð-
urinn í röð með meðalhita við frost-
mark í Reykjavík. Í Stykkishólmi var
meðalhitinn -0,5 stig og er það 0,2
stigum yfir meðallagi. Á Akureyri
mældist meðalhitinn -3,0 stig og er
það um 1,6 stigum undir meðallagi,
þetta er ívið hlýrra en var í febrúar í
fyrra. Á Höfn í Hornafirði mældist
meðalhitinn -0,5 stig og er það 1,1
stigi undir meðallagi.
Þurrviðrasamur mánuður
Mánuðurinn var mjög þurrviðra-
samur á Suður- og Vesturlandi. Úr-
koma í Reykjavík mældist aðeins 26,4
millimetrar. Þetta er þurrasti febrúar
síðan 1990. Síðustu þrír mánuðir hafa
samtals verið mjög þurrviðrasamir í
Reykjavík og er úrkomusumma
þeirra sú lægsta frá 1976-1977. Tvö-
föld meðalúrkoma mældist á Akur-
eyri, 86,0 mm og varð mánuðurinn úr-
komusamasti febrúar þar frá árinu
2000. Mjög þurrt var á Höfn í Horna-
firði og mældist úrkoman aðeins 10,3
mm. Þetta er líklega þurrasti febrúar
á þessum slóðum frá 1965, en flutn-
ingar stöðva skapa nokkra óvissu.
Sólskinsstundir mældust 87 í
Reykjavík, 35 fleiri en í meðalári en
langt frá meti febrúarmánaðar. Á Ak-
ureyri mældust sólskinsstundirnar 34
og er það í meðallagi.
Framan af mánuðinum var óvenju-
snjólétt og alautt var í Reykjavík
fyrstu 24 dagana. Syrpa alauðra daga
varð alls 47 að þessu sinni og hefur
aldrei orðið lengri eftir áramót. Gögn
um þetta eru aðgengileg aftur til
1961. Árið 1964 var alauða tímabilið
46 dagar og endaði með snjókomu að-
faranótt 24. mars. Dagafjöldinn milli
alhvítra daga varð 58 að þessu sinni.
Syrpa sem endaði 1. apríl 1977 er sú
lengsta milli alhvítra daga að vetrar-
lagi, 85 dagar.
Í Reykjavík var alhvítt aðeins 3
daga í mánuðinum eða 10 dögum
færra en að meðaltali 1971 til 2000. Í
desember, janúar og febrúar voru að-
eins 8 alhvítir dagar og hafa ekki ver-
ið færri frá árinu 1977.
Febrúarveðrið
reyndist vera
mjög kaflaskipt
Kuldakafli tók við af hlýindunum
Morgunblaðið/Ernir
Snjórinn Ungir sem aldnir nutu lífs-
ins í skíðabrekkunum í febrúar.
Í HNOTSKURN
»Hæsti hiti í mánuðinummældist 9,2 stig á Skraut-
hólum á Kjalarnesi hinn 7. og
á Vatnsskarðshólum í Mýrdal
hinn 15. febrúar.
»Lægsti hiti á landinumældist á Brúarjökli hinn
23., -24,2 stig.
»Lægstur hiti í byggðmældist í Svartárkoti hinn
24., -23,2 stig.
Við vökum yfir
fjármunum þínum 13,1%
ávöxtun
EIGNASAFN 2
*