Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 11

Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 AÐSTANDENDUR heimildar- myndarinnar Maybe I Should Have – frásögn af efnahagshruninu á Ís- landi, eru komnir til Brussel að ósk stækkunardeildar Evrópusam- bandsins til að sýna myndina, taka þátt í umræðum og sitja fyrir svör- um á eftir. Sýningin fyrir Evrópusambandið verður í húsakynnum þeirra, Ber- leymont í dag, þriðjudag, en í gær var tækifærið notað til að kynna myndina fyrir meðlimum Íslend- ingafélagsins á staðnum. Morgunblaðið/Golli Mótmæli á Austurvelli. Íslensk mynd sýnd í höfuðstöðvum ESB ALLS eru 15 aðilar tilnefndir til Umhverfisverðlauna Norður- landaráðs árið 2010. Átta eru frá Svíþjóð, þrír frá Noregi, tveir frá Finnlandi og tveir frá Danmörku. Verðlaunin sem nema 350.000 dönskum krónum verða nú veitt í sextánda sinn og er þema þeirra vistvæn fjármálaumsýsla. Verð- launin verða veitt norrænu fyrir- tæki, stofnun, fjölmiðli eða ein- staklingi sem hefur haft áhrif á fjármálamarkaðinn með því að samþætta hugmyndarfræði um sjálfbæra þróun og fjármála- umsýslu. Meðal þeirra fjár- málastofnana sem eru tilnefndar eru Ekobanken í Svíþjóð, Cultura Bank í Noregi, Merkur Andels- kassen í Danmörku og Sampo Bank í Finnlandi. Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs Á MORGUN, miðvikudag, kl. 13- 16.15 stendur Íþróttakennarafélag Íslands fyrir málþingi í nýju hús- næði Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík, þar sem fjallað verður um íþróttir og heilsu í framhalds- skólum landsins undir slagorðinu „Heilbrigð sál í hraustum líkama“. Fjöldi fyrirlesara mun halda stutt erindi og lýkur svo þinginu á mál- stofu. Allir þeir sem hafa áhuga á hreyfingu og góðri heilsu íslenskra ungmenna eru velkomnir á þingið. Málþing um heilsu og íþróttir í skólum SKIPAÐUR hef- ur verið starfs- hópur til að und- irbúa kynningu á vottuðu merki sem staðfestir ábyrgar fisk- veiðar Íslend- inga. Hópurinn var skipaður á fundi með for- svarsmönnum fyrirtækja í sjávar- útvegi, sem Fiskifélag Íslands boð- aði til. Undanfarið ár hefur Fiskifélagið gefið seljendum íslenskra sjávaraf- urða kost á að merkja vörur sínar með íslensku upprunamerki (Ice- land Responsible Fisheries). Á veg- um félagsins hefur nú verið und- irbúin ný útgáfa merkisins sem felur í sér vottun óháðs, faggilts að- ila og mun starfshópurinn kynna hið vottaða merki á helstu mörk- uðum íslensks sjávarfangs. Vottun um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga STUTT Gagnaveita Reykjavíkur hefur kvartað til Neytendastofu vegna notkunar Símans á heit- inu Ljósnet. Framkvæmdastjór- inn telur að nafnið sé til þess fallið að rugla neytendur í rím- inu, gefið í skyn að verið sé að leggja ljósleiðara inn í hús. Gagnaveita Reykjavíkur er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Ljósleiðarakerfi þess nær nú til 30 þúsund heimila á svæðinu frá Borgar- firði til Vestmannaeyja. Á sjö- unda þúsund nýta sér það. Birgir Rafn Þráinsson fram- kvæmdastjóri segir að upp- byggingunni sé haldið áfram með því að ljúka tengingum í hverfum á þjónustusvæðinu og bæta nýjum hverfum við. Áætl- að er að 8 þúsund heimili kom- ist í samband á þessu ári og mun Gagnaveitan verja til þess um 700 milljónum kr. Birgir segir að Ljósnet Sím- ans sé í raun uppfærsla á ADSL- kerfi þeirra og ekki hægt að líkja því við kerfi Gagnaveit- unnar þar sem ljósleiðari sé lagður inn í hvert hús. helgi@mbl.is Rugla neytendur SÍMINN mun verja um 800 millj- ónum króna til að breyta Breið- bandskerfi sínu og leggja nýjar lagnir inn á um 42 þúsund heimili á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni. Kerfið er nefnt Ljósnet Símans. Breiðband Símans byggist á ljósleiðarakerfi sem liggur að tengikassa í nágrenni íbúðarhúsa. Þaðan eru heimilin yfirleitt tengd með koparsímalínum en einnig með ljósleiðara. ADSL-kerfi Sím- ans veitir aðgang að 24 Mb hraða á sekúndu. Fjórfalt öflugri Tengingar Breiðbandsins verða endurbættar þannig að notendur á svæði Ljósnets Símans fá aðgang að fjórfalt öflugri tengingum, eða allt að 100 megabita hraða á sek- úndu. Sævar Freyr Þráinsson, for- stjóri Símans, nefnir að notendur geti verið með tvær háskerpu sjón- varpsrásir, tvær hefðbundnar sjón- varpsrásir, háhraða nettengingu og fimm símarásir, svo dæmi sé tekið. Ef allt er í notkun á sama tíma nýtir þetta heimili 40 Mb á sekúndu og Síminn á þá eftir 60 Mb til að mæta þrívíddarsjónvarpi eða annarri nýrri þjónustu. 37 þúsund heimili eiga nú kost á tengingu við Breiðband Símans. Auk þess hefur Síminn ákveðið að láta Ljósnetið ná til 5.000 heimila sem búa við skerta þjónustu vegna mikillar fjarlægðar frá símstöð. Fyrstu húsin hafa fengið þessar tengingar og Ljósnetið mun ná til alls 42 þúsund heimila þegar áætl- unin verður komin til fram- kvæmda, eftir tvö ár. Heiti kerfisins, Ljósnet, er ætlað að vera samnefnari fyrir kerfi þar sem ljósleiðari er ýmist 90-95% af leiðinni heim í hús eða alla leið. Áætlaður kostnaður er 790 millj- ónir kr. „Við erum stolt af því að hjálpa til við að láta hjól atvinnu- lífsins snúast. Þetta mun hafa góð áhrif því það eru mörg fyrirtæki sem veita heimilum og fyrirtækj- um þjónustu á netinu,“ segir Sæv- ar. Hann tekur fram að þjónustan hafi verið kynnt fyrir fjarskipta- fyrirtækjum, netveitum og sjón- varpsstöðvum og sé öllum opin. Sævar Freyr segir að áfram verði unnið að athugun á því hvernig hægt verði að láta Ljós- netið ná til fleiri heimila á höf- uðborgarsvæðinu og staða á lands- byggðinni. helgi@mbl.is Ljósnet í stað Breiðbands Nýtt net Símans veitir fjórfalt öfl- ugri tengingar Morgunblaðið/Ómar Tvö kerfi Unnið er að kappi við lagningu ljósleiðara á höfuðborgarsvæðinu. Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | Fyrstu tónleikar í endurgerðum Stapa fóru fram í þemaviku Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Þemaviku lauk á degi tónlistar- skólanna sl. laugardag og þá komu fram bæði ein- leikarar og samspilshópar innan skólans, en í vik- unni var einblínt á íslenska tónlist. Til stóð að vígja Stapa á laugardag en því hefur verið frestað þar sem ýmsum verkum er ólokið innanhúss. „Ekkert liggur á,“ sagði Árni Sigfússon bæjarstjóri í samtali við blaðamann og bætti við að meira aðkallandi væri að ljúka verkum innanhúss áður en að vígslu kæmi. Nýr flygill hússins var hins vegar vígður með tónleikum á miðvikudag. Næstu daga á eftir voru ýmsir tónleikar á vegum Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og sagði Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri á lokatónleikunum á laugardag að ljóst væri að hljómburður hússins væri frábær. Það kom ekki síst fram í flutningi elstu lúðrasveitar skólans á flutningi lagsins „Brennið þið vitar,“ úr Alþingishátíðarkantötu Páls Ísólfssonar við ljóð Davíðs Stefánssonar. „Maður fær hálfgert víðáttubrjálæði hér,“ varð Haraldi Árna að orði við dagskrárkynninguna og bætti við að það væri mikil fengur í slíku húsi sem Stapi væri, enda hefði tónlistarskólinn ekki áður getað komið svo stórri hljómsveit fyrir, eins og öll- um strengjasveitum skólans til samans, og lúðra- sveit lengra kominna nemenda, en báðar sveitirnar spiluðu nokkur lög á tónleikunum, ásamt gítar- sveit, blokkflautusveit, djasshljómsveit og nokkr- um einleikurum. Síðar um daginn fluttu Jóhann Smári Sævarsson bassasöngvari og Kurt Kopecky píanóleikari Vetrarferðina eftir Franz Schubert í Stapa.  Félagsheimilið Stapi opnaður að nýju eftir gagngerar breytingar Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Nýi Stapinn Tónleikasalurinn er hinn glæsilegasti eftir breytingarnar sem gerðar hafa verið á húsinu. Góður hljómburður í nýjum Stapa                                                      

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.