Morgunblaðið - 02.03.2010, Síða 13

Morgunblaðið - 02.03.2010, Síða 13
Fréttir 13ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is MICHELLE Bachelet, forseti Chile, sagði í gær að minnst 723 manns hefðu farist í jarðskjálft- anum sem reið yfir landið aðfara- nótt laugardags en tala látinna kynni að hækka til muna þar sem hundraða til viðbótar væri enn saknað. Um 1,5 milljónir íbúða skemmd- ust eða eyðilögðust en sérfræð- ingar telja það mikla mildi að fleiri skyldu ekki hafa farist í jarð- skjálftanum, sjöunda mesta skjálfta sögunnar. „Menn hefðu búist við að 8,8 stiga skjálfti myndi valda miklu meira tjóni,“ hafði The Washington Post eftir Paul Caruso, jarðeðlis- fræðingi við Jarðskjálftaupplýs- ingamiðstöð Bandaríkjanna í Colo- rado. „Chile-menn hafa öðlast jarðskjálftareynslu sem bjargaði hundruðum ef ekki þúsundum mannslífa.“ Strangari byggingar- reglugerðir Að minnsta kosti tólf jarð- skjálftar hafa mælst öflugri en 7 stig í Chile frá árinu 1973 og þar- lend yfirvöld hafa því hert bygg- ingarreglugerðir á síðustu áratug- um til að tryggja að sem flest hús þoli öfluga landskjálfta. Ólíkt Haítum hafa Chile-menn alltaf jarðskjálfta í huga þegar þeir reisa hús og Chile er nógu auðugt land til að geta fylgt reglugerð- unum eftir. Spillingin í Chile þykir tiltölulega lítil og ólíklegra er því að byggingarfyrirtæki komist upp með að brjóta reglurnar en í öðr- um löndum Rómönsku Ameríku þar sem mútugreiðslur eru algeng- ari. Yfirvöld á Haítí segja að yfir 220.000 manns hafi farist í jarð- skjálftanum þar 12. janúar og Rene Preval, forseti landsins, hef- ur varað við því að tala látinna geti hækkað í 300.000. Munurinn á manntjóninu á Haítí annars vegar og í Chile hins vegar er ekki að- eins rakinn til sterkari húsa í síð- arnefnda landinu, heldur einnig til jarðfræðilegra aðstæðna. Upptökin lengra í burtu Upptök skjálftans í Chile voru um 35 km undir sjávarbotninum en skjálftinn á Haítí var mjög grunn- ur og upptök hans miklu nær þétt- býlum svæðum. Upptök skjálftans í Chile voru nær fimm sinnum lengra frá borginni Concepcion en skjálftinn á Haítí var frá Port-au- Prince, höfuðborg landsins. Hundraða manna saknað Reuters Eyðilegging Kona gengur á götu í bænum Constitucion þar sem mikið tjón varð í jarðskjálftanum um helgina. Stjórn Chile hefur óskað eftir alþjóðlegri aðstoð við björgunarstarfið á hamfarasvæðinu.  Óttast er að tala látinna í skjálftanum í Chile hækki  Talið að strangar reglugerðir hafi bjargað mörgum  „Chile-menn hafa öðlast reynslu sem bjargaði hundruðum ef ekki þúsundum mannslífa“ Estudio R. Carrera fyrir 500 km Heimildir: USGS, ONEMI, fjölmiðlar í Chile * Skv. fréttum ** Dánartalan í gærmorgun C H I L E Styrkur (ár) Fjöldi látinna JARÐSKJÁLFTAR Í CHILE Mestu landskjálftar sem riðið hafa yfir Chile á síðustu áratugum S a m re k s b e lt i Nazca- fleki Suður-Ameríku- fleki Kyrrahaf 8,5 (1868) yfir 300 fórust 8,5 (1647) enginn fórst 8,3 (1939) 30.000 létu lífið* 8,3 (1570) enginn fórst 7,7 (2007) a.m.k. tveir létu lífið 9,6 (1960) 3.000 til 24.000 létu lífið 8.8 (2010) a.m.k. 711 dauðsföll** 7,9 (2005) 11 dauðsföll 7,9 (1906) þúsundir manna biðu bana 7,7 (1985) 180 dóu ARGENTÍNA Jarðskjálftavirkni við Chile skýrist af samreki þegar Suður-Ameríkuflekinn og Nazca-flekinn rekast á. 9,6 stiga jarðskjálfti sem varð í Chile árið 1960 er öflugasti skjálfti sem mælst hefur í heiminum. Um fimmtíu öflugir jarðskjálftar hafa riðið yfir Chile á síðustu 500 árum og um tuttugu þeirra fylgdu flóðbylgjur. Öflugasti skjálftinn varð 22. maí 1960 og var um 9,6 stig. Er það öflugasti skjálftinn í heiminum á öldinni sem leið og jafnframt öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur með tækjum. Upptök skjálftans voru nálægt bænum Canete en tjónið var mest í borginni Valdiviu þar sem um 40% húsanna eyðilögðust. Skjálftinn olli flóðbylgju sem skall á strönd Chile og öldurnar voru þar allt að 25 metra háar. Flóð- bylgjan skall einnig á ströndum Hawaii, Japans, Filippseyja, austurhluta Nýja-Sjálands, suð- austurhluta Ástralíu og Aleuta- eyja í Alaska. Öldurnar mældust allt að 10,7 metra háar í 10.000 kílómetra fjarlægð frá upptökum skjálftans. Ekki er vitað hversu margir fór- ust af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar. Fjöldi látinna hefur verið áætlaður um 2.231, 3.000 eða 5.700, samkvæmt upplýs- ingum frá Jarðskjálftamiðstöð Bandaríkjanna (USGS) og enn hærri tölur hafa verið nefndar. Hálf öld frá öflugasta skjálftanum STJÓRNVÖLD í Chile óskuðu í gær eftir alþjóðlegri aðstoð við björgunarstarfið í landinu eftir jarðskjálftann mikla um helgina. Embættismenn Sameinuðu þjóðanna sögðu að stjórn Chile hefði einkum óskað eftir færanlegum sjúkrahúsum með skurðstofum, færanlegum brúm, fjarskiptatækjum, eldhúsum og hópum sérfræðinga til að meta þörfina á að- stoð og skipuleggja björgunarstarfið. Mikill skortur á matvælum Her Chile reyndi í gær að koma á lögum og reglu í Con- cepcion, næststærstu borg landsins, eftir að margir íbúar borgarinnar létu greipar sópa um verslanir. Margir þeirra tóku matvæli en aðrir notuðu tækifærið til að stela flatskjám og öðrum raftækjum. Um 160 manns voru handteknir og einn borgarbúanna var skotinn til bana. Hermennirnir beittu táragasi og dældu vatni á fólkið til að flæma það burt. Tugir þúsunda manna þurftu að sofa undir berum himni vegna eyðileggingarinnar og mikill skortur er á matvælum og drykkjarvatni á skjálftasvæðinu. „Þetta er handa börnunum mínum. Þetta er eina leiðin til að fá eitthvað handa þeim að borða,“ hrópaði einn borgarbúanna þegar hann reyndi að komast inn í stór- markað í Concepcion. „Þetta er ekki þjófnaður,“ sagði maður sem hafði hlaðið hveitipokum á bifhjól sitt á iðnaðarsvæði í borginni. „Þetta er til að baka brauð og bjarga fjölskyldunni.“ Michelle Bachelet, forseti Chile, sagði að flugherinn væri byrjaður að flytja matvæli og önnur hjálpargögn á svæði þar sem ástandið er verst. Nokkrar byggðanna ein- angruðust að mestu vegna landskjálftans. Kostnaðurinn 10-20% af landsframleiðslunni? Áætlað er að um tvær milljónir manna, eða um áttundi hver íbúi Chile, hafi orðið fyrir tjóni í hamförunum. Flest húsanna sem hrundu voru gömul og á meðal þeirra voru margar sögufrægar byggingar. Á meðal bygginga sem eyðilögðust voru um 90% húsanna í miðbæ Curico. Vegir og brýr skemmdust eða eyðilögðust víða á jarðskjálfta- svæðinu. Áætlað hefur verið að viðgerðarkostnaðurinn geti num- ið jafnvirði 2.000-3.900 milljarða króna, eða sem svarar um 10-20% af vergri landsframleiðslu Chile. Óskað eftir aðstoð  Hermenn reyna að binda enda á gripdeildir á hamfara- svæðinu í Chile  Beittu táragasi og handtóku 160 manns Reuters Matar- og vatnsskortur Íbúar Concepcion sækja vatn úr stöðuvatni. Vatns- og rafmagnslaust er í borginni. 100 km Tugir manna létu lífið í ofsaveðri sem gekk yfir stóran hluta Vestur-Evrópu um helgina. Manntjónið var mest í Frakklandi þar sem óttast er að yfir 50 manns hafi beðið bana í óveðrinu. OFSAVEÐUR Í EVRÓPU Heimildir: Reuters, fréttir fjölmiðla BRETLAND ÍTALÍA ÍRLANDAtlantshaf Miðjarðarhaf FRAKKLAND ÞÝSKALAND SPÁNN PORTÚGAL París Madríd Lissabon Berlín l’Aiguillon sur Mer Burgos Hessen Baden- Württemberg Portó Aldagömul tré rifnuðu upp með rótum í garði Versalahallar. Svæðin þar sem tjónið var mest Tré rifnuðu upp með rótum á mörgum svæðum og varað var við flóðum við ósa Douro-fljóts vegna úrhellis. Tíu ára gömul stúlka dó þegar hún varð fyrir tré sem féll. Tveir menn biðu bana nálægt Burgos þegar bíl þeirra var ekið á tré sem féll. Kona dó þegar veggur féll á hana í norð- vestanverðu landinu. Sjóvarnagarðar skemmdust eða eyðilögðust á Atlantshafs- ströndinni. A.m.k. 48 fórust, þar af 25 í l’Aiguillon sur Mer, og minnst níu var saknað. A.m.k. fimm manns létu lífið, þ. á m. smábarn sem feyktist út í á. Tvær konur dóu í Nordrhein- Westfalen þegar þær urðu fyrir trjám sem féllu. 69 ára karlmaður fórst í Hessen og 74 ára maður í Baden- Württemberg. PORTÚGAL SPÁNN FRAKKLAND ÞÝSKALAND

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.