Morgunblaðið - 02.03.2010, Side 14
14 Daglegt líf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010
Nýsköpunarverðlaunin veitt
Í dag mun Ólafur Ragnar Grímsson afhenda Nýsköpunar-
verðlaun forseta Íslands á Bessastöðum. Verðlaunin eru veitt
árlega þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi
starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunar-
sjóði námsmanna. Þetta er í fimmtánda skipti sem Nýsköp-
unarverðlaunin eru veitt og að vanda eru þau mjög fjölbreytt
og framkvæmd í öllum landshlutum. Alls hlutu 129 verkefni
styrk úr Nýsköpunarsjóði sumarið 2009 og störfuðu 178
nemendur að þeim. Una Sighvatsdóttir spjallaði við nemend-
urna að baki þeim fimm verkefnum sem eru tilnefnd.
„ÉG gerði upphafshönnun og til-
raunir en næstu skref er að
smækka þetta niður og gera þetta
þannig að hægt sé að græða það í
tilraunadýr og það ferli er þegar
byrjað,“ segir Ásgeir Bjarnason,
meistaranemi í heilbrigðisverk-
fræði í Finnlandi.
Ásgeir vann að smíði súrefnis-
mettunar- og hjartsláttaskynjara
fyrir hátæknifyrirtækið Stjörnu-
Odda. Mælirinn var prófaður á
mönnum, meðal annars á sjálfum
hönnuðinum, en tilgangurinn er að
þróa örsmátt og mælitæki til að
græða í tilraunadýr, s.s. rottur.
„Segjum að þú sért í lyfjaþróun,
þá ertu með sýkt dýr sem þú notar
bóluefni eða lyf til að lækna og get-
ur með þessu fylgst með því hvern-
ig dýrið jafnar sig og braggast,“ út-
skýrir Ásgeir.
Svara kalli markaðarins
Tilraunadýr eru lítið sem ekkert
notuð í lyfjaþróun á Íslandi og er
því mælirinn fyrst og fremst hugs-
aður sem útflutningsvara, en Ás-
geir segir Stjörnu-Odda þegar hafa
til sölu hitastigsmæla í örstærð sem
hægt er að græða í tilraunadýr og
þetta sé framhald af þeirri fram-
leiðslu til að mæta þörfum mark-
aðarins úti.
Sjálfur er Ásgeir búsettur í Finn-
landi þar sem hann er tæplega
hálfnaður með meistaranám í heil-
brigðisverkfræði, en hann gerir ráð
fyrir að koma heim í sumar og
halda áfram að vinna að þróuninni
með starfsfólki Stjörnu-Odda sem
sé nú tekið við.
Stefnt er að því að markaðssetja
hjartsláttaskynjara á árinu 2010-11
og súrefnismettunarskynjarinn
fylgi næst á eftir. una@mbl.is
Örsmátt mælitæki sem
grætt er í tilraunadýr
Morgunblaðið/Kristinn
Örsmátt Ásgeir smíðaði frumgerð
við mæla sem brátt fara í sölu.
BJÖRN Þór Aðalsteinsson, meistaranemi í lífefna-
fræði, er tilnefndur til Nýsköpunarverðlaunanna
fyrir rannsókn á arfgengri heilablæðingu og nýja
tilgátu um myndun sjúkdómsins. Arfgeng heilablæð-
ing er ríkjandi erfðasjúkdómur sem er bundinn við
Ísland. Sjúkdómurinn veldur heilablæðingum í ein-
kennalausu ungu fólki og veldur dauða langt fyrir
aldur fram. Tilgangur rannsóknarinnar, sem var
framkvæmd á Tilraunastöðinni á Keldum, var að
kanna með hvaða hætti genatjáning sjúklinga er
ólík genatjáningu í heilbrigðum einstaklingum með
það að markmiði að varpa nýju ljósi á sjúkdóms-
myndunina.
Rannsóknin leiddi m.a. í ljós að mörg gen sem
stuðla að myndun viðgerðarfrumna voru marktækt
upptjáð í sjúklingum ásamt geninu ACTA2 en það
er merkigen fyrir þessa frumugerð. Þessi uppgötv-
un varð til þess að sett var fram ný tilgáta um sjúk-
dómsmyndunina sem gerir ráð fyrir að óeðlileg sér-
hæfing trefjakímfrumna í vöðvatrefjakímfrumum
valdi bandvefsmyndun í heilæðum og eigi þátt í til-
urð sjúkdómsins. Rannsókninni verður haldið áfram
á Keldum. Björn Þór vinnur hjá Hjartavernd þar
sem hann tekur stærstan hluta af meistaranámi sínu
sem rannsóknarverkefni. Hann segir að líkt og aðr-
ir vísindamenn á sínu sviði hafi hann mikinn áhuga
á að grafast fyrir um orsakir sjúkdóma og þannig
varpa nýju ljósi á þá.
Arfgengar heilablæðingar
Vísindin Björn Þór hefur áhuga á öllu sem viðkemur
sjúkdómafræði og vinnur nú að meistaraverkefni.
„HUGMYNDIN kviknaði þegar
það kom út skýrsla um mikla
hnignun í lestrarkunnáttu hjá
krökkum,“ segir Gunnar Steinn
Valgarðsson, tölvunarfræðinemi við
Háskólann í Reykjavík, um til-
raunaverkefni sitt.
Til að bregðast við þessum tíð-
indum af dvínandi lestrarkunnáttu í
grunnskólum hóf Gunnar þróun
hugbúnaðar sem kallast Sjálfvirki
lestrar- og sýndarkennarinn.
Æfa sig með hjálp sýndarveru
„Hugmyndin er sú að hægt sé að
gera sýndarveru sem kennir krökk-
um að lesa á nýstárlegan hátt,
þannig að þau geti æft sig án þess
að neinn þurfi að sitja yfir þeim
annar en sýndarveran,“ segir
Gunnar. Um er að ræða tölvuforrit
með grafísku vélmenni sem kennir
lestur. Sjálfvirkni lestrarkennarans
svo kallaða felst í gervigreind sem
getur greint villur í lestri og leið-
rétt notendur á rauntíma.
Hugbúnaðurinn er þannig ætl-
aður til þess að hvetja byrjendur í
lestri til þess að þjálfa sig í að bæta
lestrarfærni sína.
Að sögn Gunnars er verkefnið
enn á þróunarstigi og hann gerir
ráð fyrir að vinna í því áfram næstu
mánuði, en samhliða náminu vinnur
Gunnar að ýmsum rannsóknum í
gervigreindarsetrinu við Háskólann
í Reykjavík.
„Þetta er verkefni sem mun von-
andi geta leitt ýmislegt fleira af sér
í framhaldinu.“ una@mbl.is
Sýndarkennari hjálpar
krökkum að læra að lesa
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gervigreind Gunnar stundar rannsóknir samhliða tölvunarfræðinni.
„ÞETTA er hugsað annars vegar
sem heilsusnakk og hinsvegar sem
matarminjagripur,“ segir Helga
Björg Jónasardóttir vöruhönnuður
sem er tilnefnd til Nýsköpunar-
verðlauna ásamt þremur stall-
systrum sínum, þeim Eddu Jónu
Gylfadóttur, Guðrúnu Björk Jóns-
dóttur og Guðrúnu Hjörleifsdóttur.
Verkefnið felur í sér hönnun og
framleiðslu á hollum, sjómariner-
uðum bökuðum kartöfluflögum sem
eru algjörlega fitulausar.
Stökkt snakk úr sölvum
„Þær eru bragðgóðar og þú getur
borðað þær alveg án samviskubits,“
segir Helga. „Það má segja að þær
séu hrein náttúra, kartöflur sem eru
saltaðar með sjó. Svo erum við líka
að vinna með söl innan sama verk-
efnis og höfum breytt áferðinni á því
og þróað stökkt, brakandi snakk úr
sölvum. En það er ekki komið eins
langt og kartöflurnar.“
Þær telja raunar að þó að Íslend-
ingar hafi borðað söl í mörg hundruð
ár séu þau vannýtt náttúruafurð og
tilvalin í hollt og gott snakk. Í kjölfar
verkefnisins hafa þær stöllur stofn-
að nýtt íslenskt sprotafyrirtæki sem
kallast Björg í bú ehf. „Svo erum við
komnar í samvinnu við kartöflu-
bónda í Ríki Vatnajökuls, en þau eru
að vinna mikið í matarmenningu og
ferðamennsku,“ segir Helga.
Verið er að koma upp tækjabún-
aði til að framleiða snakkið að sögn
Helgu en þær stefna á að setja kart-
öfluflögurnar á markað í sumar.
„Svo erum við með ýmislegt í píp-
unum sem er ekki hægt að gefa upp
ennþá og erum opnar fyrir að taka
að okkur ný verkefni.“ una@mbl.is
Sjósaltaðar og meinhollar kartöfluflögur
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hollt Þær Guðrún Björk Jónsdóttir, Edda Jóna Gylfadóttir, Helga Björg
Jónasardóttir og Guðrún Hjörleifsdóttir þróa náttúrulegt íslenskt snakk.
„ÞAÐ er í raun og veru frekar einfalt að gera helstu
fornleifar á svæðum aðgengilegar fyrir ferðamenn
með kynningu, eins og bæklingum og skiltum eða með
því að merkja gönguleiðir,“ segir Ásta Hermannsdótt-
ir, fornleifafræðinemi við Háskóla Íslands.
„Minjarnar eru um allt en til að hægt sé að nýta þær
á réttan hátt verður að klára fornleifaskráningu, svo
það sé ekki verið að ganga á þeim og skemma þær jafn-
vel.“ Verkefni Ástu sem tilnefnt er til Nýsköpunarverð-
launanna er tvíþætt og skiptist þannig að fyrst fór fram
fornleifaskráning á Seljadal. Síðan voru skráningar-
gögn, ásamt fjölda annarra heimilda, notuð til þess að
búa til hugmyndir um mögulega nýtingu fornleifanna í
tengslum við ferðaþjónustu.
Spennandi tækifæri úti um allt land
Að sögn Ástu var verkefnið unnið sem undirbúnings-
verkefni því ekki sé hægt að ráðast í þær framkvæmdir
sem hún lagði til fyrr en fornleifaskráningu í dalnum
er lokið, sem verði vonandi í sumar. Hún segir forn-
leifar að mestu vannýtta auðlind í ferðaþjónustu á Ís-
landi. Leifarnar séu mun meiri um allt land en fólk geri
sér grein fyrir en oft þurfi þjálfað auga til að benda á
þær. Í verkefninu í Seljadal var hún hinsvegar að vinna
að mestu með greinilegar tóftir frá mismunandi tímum
sem séu mjög sjónrænar og mörgum finnist forvitni-
legar. Með því að kynnast fornleifunum upplifi fólk
landið á nýjan hátt. „Þetta er rosalega spennandi og
það er náttúrulega hægt að gera svona hvar sem er á
landinu og væri æðislegt að fá tækifæri til þess.“
Fornleifar vannýtt en spennandi
auðlind í ferðaþjónustu á Íslandi
Morgunblaðið/Golli
Minjar Ásta vill gera fornleifarnar aðgengilegri.