Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 18

Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 18
18 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 VEFRIT Þróun- arsamvinnustofnunar Íslands (ÞSSÍ) hefur gjarnan inni að halda mjög fróðlegar grein- ar um þróunarmál og ástand mála í svo- nefndum þróun- arlöndum. Bæði þar sem ÞSSÍ kemur við sögu og ekki síður í öðrum löndum. Und- anfarinn mánuð hafa þar birst, auk fjölmargra annarra, tvær greinar sem hefðu átt að vekja meiri athygli en raun varð. Önnur hefði átt að fá menn til að velta vöngum, hin að vekja stolt og hrifningu. Minni sýndarmennsku – meiri metnað Í fyrra tilfellinu er um að ræða tilvitnun í hollenska skýrslu sem birt var upp úr miðjum janúar, þar sem lagt er til að þróun- arsamvinna landsins verði tekin út úr hollenska utanríkisráðuneytinu og stofnuð sérstök þróunarsam- vinnustofnun til að koma starfinu úr höndum stjórnarerindreka og fela reksturinn þess í stað sér- fræðingum í þróunarmálum. Skýrslan var niðurstaða tveggja ára úttektar óháðrar ráð- gjafanefndar á þróunarsamvinnu Hollendinga. Niðurstaðan er að starfsemin sé brotakennd og hafi ekki skýran fókus. Þörf sé á meiri fagmennsku en fáist með hefð- bundnum starfsháttum diplómata, þar sem fólk skiptir um starfsvett- vang á fárra ára fresti. Skýring ráðgjafanefndarinnar á því að þróunarsamvinna Hollands hafi verið ófagleg og gagnslítil er sú að starfinu hafi um of verið stýrt af sendiráðum landsins og frjálsum félagasamtökum og því vantaði fagmennsku og fræðilega þekkingu í samræmi við alþjóð- legar starfsreglur sérhæfðra þró- unarstofnana. Þessi niðurstaða er athyglisverð fyrir okkur Íslendinga. Þarna er mælt með aðgerðum sem eru akk- úrat öndverðar við það sem reynt var að framkvæma og framkvæmt að hluta hér á landi fyrir tveimur árum; hér var reynt að færa starfið inn til diplómatanna og starfsmenn – sérfræð- ingar – Þróunarsam- vinnustofnunar settir að hluta undir boð- vald diplómata með sáralitla reynslu og enn minni þekkingu á framkvæmd þróun- araðstoðar, enda með starfsreynslu af ger- ólíkum vettvangi. Stjórn ÞSSÍ var lögð niður en í staðinn sett á stofn 17 manna ráð frjálsra félagasamtaka og fulltrúa Alþingis, sem hittist tvisvar á ári. Að ógleymdri þróun- arsamvinnunefnd 7 fulltrúa Al- þingis með ákaflega óljóst hlut- verk. (Hér er rétt að hafa í huga að hér áður hittist stjórn ÞSSÍ mánaðarlega. Hún fylgdist með gangi verkefna, fór yfir áætlanir og framkvæmdir og mat horfur. Tók út frá því ákvarðanir um framhald mála í samstarfi við starfsfólk, sem bæði bjó yfir sér- menntun á sviði þróunarmála og margra ára starfsreynslu.) Breytingin var gerð þvert á ráð- leggingar flestra eða allra þeirra sem komið höfðu nálægt þróun- arsamvinnu fyrir hönd Íslands, en fyrir mikla hvatningu starfsmanna utanríkisráðuneytisins, sem vildu fá starfsemina í sínar hendur, til viðbótar við þau þróunarverkefni sem ráðuneytið hafði tekið að sér og náðu jafnvel til sambærilegra verkefna við ÞSSÍ, tvíhliða þróun- arverkefna. Framkvæmdir ráðu- neytisins voru hins vegar ekki byggðar á jafn faglegum und- irbúningi og framkvæmd og tíðk- aðist hjá ÞSSÍ, og voru ekki tekn- ar út af óháðum sérfræðingum svo mér sé kunnugt. Tvíhliða verk- efnum ráðuneytisins var sumsé ekki sinnt af þeirri fagmennsku sem þarf að einkenna skilvirka þróunaraðstoð. Og hér er rétt að það komi fram að Ísland naut mikillar virðingar vegna starfs ÞSSÍ meðal samstarfsþjóða í Afr- íku og víðar. Þessi frétt hefði sannarlega átt að vekja menn til umhugsunar og umræðu. San-fólkið fær ritmál Hin greinin sem hér er fjallað um hefði átt að vekja bæði stolt og hrifningu hér í landi bókaþjóð- arinnar. Útgáfa námsbóka á tungumálum San-fólksins í Nami- bíu. Það var þyngra en tárum taki fyrir okkur, sem fylgdumst með, að þurfa, við efnahagshrunið hér á landi, að hætta við viðamikið sam- starf við San-fólkið. Unnið hafði verið við undirbúning samstarfs- ins í tæp tvö ár og eiginlega lítið annað eftir en að undirrita form- legt samkomulag. En við hrunið var tekin um það ákvörðun að halda alla undirritaða samninga um þróunarsamvinnu en hætta við önnur meginverkefni. Hendinni var þó ekki sleppt al- gerlega af þessu örsnauða fólki. Þannig veitti ÞSSÍ á síðasta ári fé til vinnslu á fjórum námsbókum fyrir börn í tveimur af fimm mis- munandi tungumálum, Kwedam og IKung (einnig þekkt sem ! Xun). Í grein Davíðs Bjarnasonar, verkefnisstjóra hjá ÞSSÍ, segir að skortur á rituðu máli feli í sér ógn um að tungumálin glatist. „Til dæmis er Kwedam tungumál með- al þeirra sem talin eru í útrým- ingarhættu að mati Unesco.“ Það er þess vegna ástæða til að fyllast ánægju með þennan stuðn- ing ÞSSÍ við San-fólkið. „San- börn geta nú sökkt sér ofan í eig- in menningu í gegnum miðil sem skrifaður er á þeirra eigin móð- urmáli,“ segir Davíð og það er ástæða til að taka undir með hon- um þegar hann heldur áfram: „Námsefnið mun efalítið hjálpa til við að skapa undirstöðu fyrir framtíðarmenntun þeirra, menn- ingarlega vitund og stolt.“ Þessi grein hefði sannarlega átt að vekja ánægju og umræðu. Þróunarsamvinna Eftir Hauk Má Haraldsson » Og hér er rétt að það komi fram að Ísland naut mikillar virðingar vegna starfs ÞSSÍ með- al samstarfsþjóða í Afr- íku og víðar. Haukur Már Haraldsson Höfundur er framhaldsskólakennari. SVO ER sagt í gömlum sögnum að margir máttu þola það, einkum á efri árum, að þeir færu ekki einir um götur, þeir hefðu eignast „fylgjur“ sem nánast fylgdu viðkomandi hvert fótmál og létu jafnvel finna til sín þegar til hvílu var gengið. Þessar fylgjur gátu verið æði mismunandi, ill- gjarnar sumar en aðrar góðar og hjálpsamar. Nú er ég svo gamall sem á grön- um má sjá svo aldurs vegna ætti ég jafnvel að hafa eignast fylgju, en samkvæmt skynsemistrú nú- tímans byggðist trú á fylgjur á einfeldni og trúgirni, aðallega und- irmálsfólks. En ég verð þó að játa á mig að fylgju nokkra hef ég eignast og skal ég segja frá því á síðum Morgunblaðsins enda kviknaði hún þar, kveikjan að henni fæddist 1992. Fyrir einhverja tilviljun ör- laganna hóf ég þá að skrifa pistla sem nefndust „Lagnafréttir“. Þetta áttu ekki að verða margir pistlar en oft taka mál aðra stefnu en ætl- að er. Þessi skrif stóðu vikulega næstum í 16 ár og urðu pistlarnir nær 700 að tölu. En það bærðist fleira að baki pistlanna en á yfirborði sást. Þeir virtust nokkuð mikið lesnir og þar með varð ég ósjálfrátt ráðgjafi fjölmargra húseigenda og hús- byggjenda. Og ég fer ekkert leynt með það að líklega hafa 75% þeirra sem til mín leituðu verið konur. Þetta sýndi mér og sannaði að konur láta sig meiru varða hvernig heim- ilið þróast og eru opnari og skiln- ingsríkari á það hvað þarf að lag- færa innan stokks og utan. En allt tekur enda og ég hætti þessum skrifum að mig minnir haustið 2008 og segi gjarnan að það féll fleira þá haustmánuði en fjármálakerfi þjóðfélagsins. En þá gerist það óvænta. Þó að skrifum sé lokið hef ég nokkra samfylgd áfram, það gerist enn að ég fæ póst á netinu, einstaka upp- hringingu og einstaka bréf þeirra eldri sem ekki eiga tölvu. Nú er það síður en svo að ég sé að kvarta undan því að til mín sé leit- að enn, finnst það meira að segja hlýlegt og nokkur sönnun þess að „margt sé gott sem gamlir kveða“. Nýlega frétti ég af skemmtilegu framtaki. Í lok vikunnar verður sýning og upplýsingastefna í Smáralind, kjölfesta þessa fram- taks er Múrbúðin. Sýning þessi ber nafnið „Viðhald 2010“ og er ætlað að veita sem mestri og bestri þekkingu til allra þeirra fjölmörgu sem þurfa á leiðbein- ingum og ráðleggingum að halda um viðhald heimila og húseigna. Nú er lag, 100% endurgreiðsla á virðisaukaskatti af vinnulið út þetta ár, aldrei fleiri góðir iðn- aðarmenn á lausum kili sem klæjar í lófana eftir að fá verkefni og síð- ast en ekki síst; fjölmörg hús eru að grotna niður. Þetta varð til þess að ég fékk hugmynd. Ef ég bý yfir einhverri reynslu og þekkingu sem komið getur að gagni þá ákvað ég að mæta á staðinn og rabba við gott fólk á sama hátt og þegar mínir gömlu og góðu lesendur höfðu samband við mig, ég vona að ým- islegt af þeim ráðum hafi komið að gagni. Ég ætla að vera til taks á sýn- ingunni. Kannski er ég undir áhrif- um gamallar góðrar „fylgju“. SIGURÐUR GRÉTAR GUÐMUNDSSON, höfundur er vatnsvirkjameistari og orkuráðgjafi. Ekki bíða eftir köldu húsi eða ökklavatni á gólfum Frá Sigurði Grétari Guðmundssyni Sigurður Grétar Guðmundsson BRÉF TIL BLAÐSINS VIÐ SKILNAÐ eða sambúðarslit foreldra getur komið upp ágreiningur um um- gengni barna. Ef for- eldrar eru ekki sam- mála um hvernig umgengni á að vera er hægt að óska eftir úr- skurði sýslumanns. Er það í raun eina úrræð- ið sem er í boði til að leysa úr slíkum ágreiningi. Marg- víslegar ástæður geta legið baki þess að það foreldri sem fer með fulla forsjá óskar eftir því að tak- mörkuð umgengni undir eftirliti eða jafnvel engin umgengni fari fram. Í flestum tilfellum eru þær ástæður grunur um kynferðislegt, líkamlegt eða andlegt ofbeldi, fíkniefnaneysla, óregla og annað sem er til þess fallið að foreldrar telja barni sínu hættu búna í um- gengni. Barnalög kveða á um að þegar sérstök ástæða er til geti sýslu- maður mælt svo fyrir í úrskurði, að undangengnu samráði við barnaverndarnefnd, að umgengni skuli fara fram undir eftirliti eða með liðsinni barnaverndarnefndar eða sérstaklega tilnefnds umsjón- armanns. Viðkomandi eftirlitsaðili kemur á heimili foreldris, nær í barnið/börnin og fer með það til umgengnisforeldris eða er við- staddur þegar umgengnisforeldri fær börn í umgengni. Eftirlitið felst í því að starfsmaðurinn er viðstaddur umgengnina, fylgist með og skrifar skýrslu um þessa tilteknu umgengni. Eftir að hafa lesið slíkar skýrslur hefur undirrituð komist að því að eftirlitsaðilar taka mis- mikið fram í skýrslunum. Þar get- ur komið fram hvað forsjárforeldri segir við barn sitt, spurningar for- sjárforeldris til eftirlitsaðila, hvað umgengnisforeldri segir og hugs- anlega um það sem fram fór í um- gengninni sjálfri. Eftirlitsaðili skrifar svo um líðan barns í um- gengni, lýsir viðbrögðum og ein- staka sinnum hvað barnið sjálft segir. Foreldri sem hefur áhyggjur af að afhenda barn sitt til um- gengnisforeldris setur sitt traust á eftirlitsaðila, að viðkomandi tryggi öryggi barn síns og fylgist með af hlutleysi ásamt því að greina satt og rétt frá því sem máli skiptir. Sem foreldri geri ég ráð fyrir því að eftirlitsaðili sé faglærður aðili í málefnum barna og hafi hlotið til- skilda menntun til að sinna þessu hlutverki sínu af kostgæfni. Raun- in er þó sú að í Reykjavík allri eru tveir menn sem sjá um þetta starf og skipta þeir helg- unum á milli sín. Annar þeirra er lærð- ur fiskifræðingur en hinn hefur starfað sem sendibílstjóri. Það er ekki ætlun mín að gera á nokk- urn hátt lítið úr menntun fiskifræð- inga eða störfum sendibílstjóra. Það er samt sem áður fyrir neðan allar hellur að ófaglært fólk sé fengið til að hafa eftirlit með umgengni við foreldri sem talið er ofbeldishneigt, í neyslu, einfaldlega hættulegt og mögulega grunað um kynferð- isbrot og ástæða þótti til að hafa eftirlit með umgengni. Eru börn ekki meira virði í aug- um barnaverndarnefnda og sýslu- manna en svo að ekki sé talin ástæða til að fagaðilar sjái um þetta eftirlit með umgengni. Við eigum mikið af góðu fólki sem hef- ur bæði menntað sig varðandi mál- efni barna og starfar að málefnum barna. Er virkilega hægt að bjóða börnum og foreldrum uppá þetta „eftirlit“? Eftir skýrslum þessara aðila gefur barnaverndarnefnd um- sögn og fer sýslumaður að öllu jöfnu eftir þeirri umsögn. Umsögn sem er komin úr skýrslum frá ófaglærðum mönnum í málefnum barna. Erum við skattgreiðendur að greiða þeim laun sem eiga að fara með velferð og vernd barna en gerum á móti engar kröfur um menntun eða hæfi. Það eru gerðar meiri kröfur til stefnuvotta í lögum en þeirra sem eiga að hafa slíkt eftirlit með börnum. Ég spyr hvort að fólk myndi sætta sig við að sýslumannsembætti leituðu um- sagnar hjá t.d. smíðakennara eða matvælafræðingi er varðar málefni dánarbúa eða hjónaskilnaði svo fátt eitt sé nefnt. Mér er einnig spurn hvort Umboðsmaður barna, Umboðsmaður Alþingis, Barna- verndarstofa, dómsmálaráðuneyti, sýslumannsembætti og almenn- ingur séu meðvituð um það hversu lítil virðing er borin fyrir mál- efnum barna. Opið bréf til Barna- verndar Rvíkur – Sundkennari yfir dánarbúi? Eftir Helgu Maríu Mosty Helga María Mosty »Eru börn ekki meira virði í augum barna- verndarnefnda og sýslu- manna en svo að ekki sé talin ástæða til að fag- aðilar sjái um þetta eft- irlit með umgengni. Höfundur er móðir og þjónustufulltrúi. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðu- greinar frá lesendum. Blaðið áskil- ur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í um- ræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs- ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við grein- um sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá not- andasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.