Morgunblaðið - 02.03.2010, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 02.03.2010, Qupperneq 20
20 Minningar MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Ármann Snævarr lét þau orð falla að enginn yrði samur maður eftir að hafa gegnt embætti rektors. Hann var tvímælalaust einn af merkustu rektorum Há- skóla Íslands. Þar er hans minnst fyrir góðfýsi, velvild og jafnaðar- geð, viljaþrek og stöðuga viðleitni til framfara. Hann tók við embætt- inu í nóvember 1960 eftir skyndi- legt fráfall Þorkels Jóhannessonar rektors og gegndi því allan sjöunda áratuginn til hausts 1969. Það kom í hans hlut að halda 50 ára afmæl- ishátíð Háskólans 1961 með meiri glæsibrag en nokkur síðan. Á eftir fylgdu umbætur í stjórnsýslu og mörkun stefnu um fjölbreyttar námsgreinar og rannsóknir sem Háskólinn hefur átt fullt í fangi með síðan. Ármann sá fyrir sér þjóðskóla með fjögurra ára grunn- námi og viðbótarnámi til meistara- og doktorsprófs líkt og nú er að verða. Hann samdi drög að nýjum lögum Háskólans sem treystu stjórnun hans og dugðu sem starfs- rammi næstu þrjá áratugi. Í lok rektorstímans var mikill órói meðal stúdenta en lögin veittu þeim auk- inn rétt til þátttöku í háskólaráði og á deildarfundum auk aðildar að rektorskjöri. Háskólanefnd skilaði merkum tillögum um aukið starfs- svið og þær byggingarframkvæmd- ir sem nauðsynlegar voru til að geta tekið við fyrirsjáanlegri fjölg- un stúdenta. Á þessum árum lauk frágangi Háskólabíós og mótað var skipulag háskólalóðar sem borgin gaf 1961. Handritastofnun og ís- lensk fræði fengu Árnagarð, raun- vísindi hús Raunvísindastofnunar, Loftskeytastöð og hús Atvinnu- deildar. Norræna húsið var byggt og hafin bygging Félagsstofnunar stúdenta og Lögbergs. Drög voru lögð að byggingu Læknagarðs, byggingum verkfræði- og raunvís- indadeildar og sameiningu Lands- bókasafns og Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu. Ármann var mikilvirkur fræði- maður alla ævi og naut óskoraðrar virðingar víða um lönd, ekki síst á Norðurlöndum. Ég kynntist Ár- manni og Valborgu sem nágrönn- um á Aragötu þar sem börn okkar léku saman en þau kynni urðu enn dýrmætari þegar ég gegndi síðar rektorsembætti. Þá nutum við Guð- laug óbrigðulla ráða og umhyggju Ármanns og Valborgar, innanlands sem utan. Missir Valborgar og fjöl- skyldu er mikill en minningin um mætan mann lifir. Sveinbjörn Björnsson. Kveðja frá Raunvísinda- stofnun Háskólans Í upphafi rektorsferils síns skip- aði Ármann Snævarr nefnd til að gera tillögur um eflingu rannsókna í raunvísindum við Háskóla Ís- lands. Nefndin lagði til að innan vé- banda Háskólans „ætti að rísa stofnun, sem gæti orðið miðstöð fyrir vísindalegar rannsóknir á sviði stærðfræði, eðlisfræði, efna- fræði og jarðeðlisfræði“ Stofnunin skyldi sinna langtímamælingum og eftirliti, rannsóknum einstakra vís- indamanna og deilda ásamt kennslu við Háskólann og þjálfun ungra vísindamanna. Raunvísinda- stofnun Háskólans hóf starfsemi sína fimm árum síðar. Í mörgum samtölum okkar Ármanns fann ég ávallt hversu stoltur hann var af þætti sínum í stofnun Raunvísinda- stofnunar og góðu gengi hennar æ síðan. Hef eg óvíða fundið jafn ein- Ármann Snævarr ✝ Gunnsteinn Ár-mann Snævarr fæddist á Nesi í Norð- firði hinn 18. sept- ember 1919 og ólst þar upp. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 15. febr- úar síðastliðinn. Útför Ármanns fór fram frá Neskirkju 26. febrúar 2010. lægan áhuga og skiln- ing á öflugum rann- sóknum í raunvísindum og hjá lögfræðingnum Ár- manni Snævarr. Rannsóknir voru hon- um reyndar mjög hugleiknar, þótt á öðru sviði væru. Þeg- ar hann var að leggja lokahönd á hið mikla fræðirit sitt um hjú- skapar- og sambúðar- rétt fyrir tveimur ár- um eða svo, sagði hann mér að Rótarýfundirnir, þar sem við hittumst iðulega, yrðu að mæta afgangi að sinni, fræðin ættu hug hans allan. Með Ármanni Snævarr er genginn afburðamaður sem lagði víða gjörva hönd á plóg í íslensku þjóðlífi. Fyrir hönd stjórn- ar Raunvísindastofnunar Háskól- ans þakka ég Ármanni stuðninginn við takmark og tilgang stofnunar- innar fyrr og síðar og sendi fjöl- skyldu hans einlægar samúðar- kveðjur. Hafliði Pétur Gíslason. Fallinn er frá einn af risum ís- lenskrar lögfræði. Dr. Ármann Snævarr er kunnur öllum sem leggja stund á lögfræði, hvort held- ur laganemum eða útskrifuðum lögfræðingum. Ármann Snævarr var ávallt áberandi á viðburðum tengdum lögfræði og sótti vel flest málþing og aðra viðburði fram á síðasta dag með gylltu Orator-grá- gásina sína í boðungnum sem hann var sæmdur árið 1982. Ármann hafði ætíð hagsmuni laganema að leiðarljósi og hópaðist alltaf mikill fjöldi af laganemum í kringum hann á þessum viðburðum, því hann hafði unun af því að tala við okkur unga fólkið sem erum að læra í dag og við höfðum unun af því að tala við hann. Ármann Snæv- arr mun ávallt eiga stað í hjarta Orators og gefst hér ekki færi á að telja upp allt það sem hann gerði fyrir félagið, en það má nefna sem dæmi að Ármann kom á samstarfi við Ohio Northern University í Bandaríkjunum árið 1972 og er það samstarf mjög virkt enn þann dag í dag. Minning Ármanns mun lifa í verkum hans og gjörðum. Aðstand- endum hans sendum við okkar inni- legustu samúðarkveðjur. F.h. stjórnar Orators, Rútur Örn Birgisson, formaður Orators, félags laganema við Háskóla Íslands. Ég kveð með söknuði heillavin minn, Ármann Snævarr. Leiðir okkar lágu saman er vinátta tókst með okkur Sigríði dóttur hans þeg- ar við vorum fjögurra ára gamlar. Frá þeirri stundu var hann elsku- legur og góður vinur. Hann gaf sér tíma til að spjalla við okkur smá- stelpurnar, fræða okkur og leið- beina. Við uxum úr grasi. Í þá daga var ekki sjálfgefið að ungar konur hyggðu á framhalds- nám eða hösluðu sér völl opinber- lega. Þetta tvennt var heimavöllur karla. Ármann hélt nú ekki að svo þyrfti að vera, án þess að segja það endilega beint. Hann hvatti okkur ungu konurnar í kringum sig óspart til dáða og gaf til kynna að framtíðardraumar sem ekki tak- mörkuðust við hjónaband og börn væru sjálfsagðir. Sjálfur var hann kvæntur háskólamenntaðri konu í krefjandi starfi utan heimilis og sýndi því stuðning sinn við slíkt kvenfrelsi í verki. Forvitni hans um mína hagi á ólíkum skeiðum lífsins var alltaf góðviljuð, áhugasöm og hjartanlega velkomin. Mér er minnisstætt þeg- ar hann heimsótti mig fyrir nokkr- um árum á skrifstofu mína í Há- skóla Íslands og vildi fá að vita allt um kennsluna, rannsóknir og stjórnunarstörf. Hann vildi líka fá að vita hvert ég stefndi svona á miðjum aldri og varð þetta samtal okkar afdrifaríkt. Að leiðarlokum vil ég þakka Ár- manni Snævarr fyrir elsku sína í minn garð þessi rúm fimmtíu ár, fyrir þá sýn á lífið og tækifæri kvenna sem hann beindi til mín og fyrir það einfaldlega að hafa alltaf verið hann sjálfur; upplýsandi, hvetjandi og mikill vinur. Við Frið- rik og foreldrar mínir vottum frú Valborgu, börnum, tengdabörnum og barnabörnum okkar innilegustu samúð. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir. Við fráfall Ármanns Snævarr rifjast upp ljúfar minningar tengd- ar honum og heimili þeirra hjóna. Við Sigurður sonur þeirra bund- umst vináttuböndum frá upphafi skólagöngu og urðum heimagangar hvor hjá öðrum. Ármann gerði sér far um að kynnast hinum fjölmenna hópi ungs fólks sem ávallt fann sig velkominn á Aragötu 8. Fannst glöggt elskusemi hans og ljúf- mennska í garð ungrar kynslóðar sem leitaði í hina frjálslegu nýju strauma sem léku um þetta góð- fræga menningarheimili í prófess- orahverfinu. Systkinin höfðu neðri hæð hússins að mestu út af fyrir sig. Þar hljómaði framsækin tónlist sjöunda áratugarins og andblær 68-kynslóðarinnar lá í loftinu. Þá sem allar götur síðan var sér- stök ánægja að hitta Ármann Snævarr. Góð orð hans sem féllu við slík tækifæri lifa í minningunni. Hlýja Ármanns og góðvild var ein- stök. Farsæld og gæfa fylgdi Ármanni Snævarr í starfi og einkalífi. Ég kveð Ármann með virðingu og þakklæti fyrir áratuga vinsemd og hlýju í minn garð og flyt Valborgu, systkinunum og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Ólafur Ísleifsson. Ármann kom víða við og varð minnisstæður fyrir mannkosti sína. Leiðir okkar lágu fyrst saman fyrir rúmum 6 áratugum á öðru ári mínu í Laga- og hagfræðideild Háskól- ans og tók þrjár greinar lögfræði með viðskiptafræðunum. Kom Ár- mann þá með nýja strauma frá framhaldsnámi í Svíþjóð og kenndi almenna lögfræði af leiftrandi mælsku og innsæi út frá grundvall- aratriðum mannlegs skilnings og mats lögfræði til jafns við mína hagfræði og viðtalshæfni við lög- fræðinga á þeirra forsendum. Eftir framhaldsnám varð ég aft- ur á vegi Ármanns, er hann sem rektor Háskólans tók sér fram um að koma skipan á félagsmál há- skólagreinanna með stofnun Bandalags háskólamanna (BHM). Sem formaður hag- og viðskipta- fræðinga átti ég hlut að því gefandi samstarfi, sem Ármann mótaði af áhuga sínum og forustuhæfni. Var honum átakið léttara viðfangs fyrir hreinskipti sína og óhlutdrægni. Húmorinn var og til staðar, svo að hagrænni orðgnótt var gjarnan svarað með því að minna á að „ökonomisera með tímann“ eða ef spurt var „aftökustað“ til að hengja yfirhafnir, skildist sú napra júrid- iska kímni. Hugmyndir um nýjung- ar gengu milli faggreina, svo sem að líta megi á heimilislækningar sem aðferðafræðilega sérgrein. Háskólinn þurfti um þetta leyti til endurgjalds að senda skipti- kennara í hagfræði til Pomona Col- lege í Kaliforníu en prófessorar deildarinnar voru vant við látnir. Óskaði Ármann því eftir mér til þeirrar farar. Stóðst þá ekkert fyr- ir áhuga hans og fortölum. Skáldaði hann þá á mig titil hagrannsókna- stjóra, sem síðan varð gjaldgengur í kerfi hagstofnana, og dubbaði mig upp í gistiprófessor vestra. Varð mér af því ströng en verðmæt reynsla, sem víkkaði sjónarsviðið og bjó mig undir hlutverk í hag- stjórn og hagfræðikennslu, sem varð aukageta hjá mér. Þegar Ár- mann svo söðlaði um á hinn veginn til réttarkerfisins, fékk hann því valdið að sinna fræðirannsóknum og ritstörfum jafnframt embættis- önnum. Undir lok starfsævi fluttum við hjónin í Skerjafjörð, og varð Ár- mann þá aftur áberandi stærð í umhverfi okkar með daglegum heilsubótargöngum, sem voru fag- urt fordæmi kjarks og lífsmóðs og þess að láta ekki ellina buga sig fyrr en í fulla hnefana. Nærvera hans varð enn meira lifandi, er við tókum að ástunda Neskirkjusöng, en þar var hann svo til reglulegur gestur og helgaði sér stað í kirkj- unni. Sótti hann sér styrk í athöfn og samfélag, þótt væri sjálfsagt vel meðvitaður um boðskapinn. Enn færðust þau hjónin nær með flutn- ingi þeirra í Þorragötuhúsið fyrir nær fjórum árum, inn á meðal til- tölulega samstæðs hóps félagslega og menningarlega. Voru þau hjónin í hæsta máta velkomin í þetta litla samfélag, sem fylgdist með þeim af samhug. Síðasta samvera hópsins á glaðari nótunum var á húsfundi og þorrablóti 23. janúar, þar sem þau nutu sín til fulls. Skömmu síðar dundu áföllin yfir og ævilok hans. Hugur okkar dvelur í samúð hjá Valborgu og fjölskyldunni, og Ár- mann er kvaddur í þökk og virð- ingu og óskum fram á andans veg- ferð. Rósa og Bjarni Bragi. Lífshamingju sína átti Ármann Snævarr ekki síst að þakka frú Val- borgu Sigurðardóttur, eiginkonu, stoð og styttu í lífi og yndi. Und- irrituð þakkar að hafa kynnst fal- legu hjónabandi og samstarfi þess- ara heiðurshjóna. Við Ármann vorum stúdentar að norðan en lét- um ártölin í léttu rúmi liggja. Við fráfall hans er kunnugum huggun að geta áfram notið samvista við Valborgu, þá skemmtilegu og gáf- uðu konu. Eftir að hafa bæði skar- að fram úr í námi urðu þau hjónin fræðimenn, frumkvöðlar og stjórn- endur á sviði menntamála. Þau eignuðust fimm börn er ung gengu menntagyðjunni á hönd. Komin á eftirlaun unnu þau áfram að fræði- störfum. Sendu frá sér sitt fræði- ritið hvort fyrir fáeinum misserum. Ármann varð hæstur á stúdents- prófi eftir þriggja ára nám. Slíkum tökum tók hann öll sín störf og varð fræðilegur leiðtogi íslenskra lögfræðinga. Um sjáanlegan aldur standa öll undirstöðufræði íslenskr- ar lögfræði á verkum hans. Öðrum sviðum réttarins lagði hann einnig lið fyrr og síðar. Á þeirri tíð var á sérsviðum Ármanns engum málum ráðið til lykta án hans ráða. Enn stendur allt í mesta blóma þar sem Ármann Snævarr lagði ráð sín að öðrum bestu mönnum sinnar tíðar. Aldrei verið meiri gróska í íslenskri lögfræði, háskólasamfélaginu, nor- rænu eða alþjóðlegu samstarfi á sviði lögfræði, menningar, mennta eða vísinda. Undirritaður naut þess heiðurs að drekka kaffi með Ármanni stuttu fyrir andlát hans. Heiðskír hugsun og nákvæmt minni var með ólíkindum hjá manni er stóð á ní- ræðu. Þau hjónin voru undir lækn- ishendi og tímabundið hvort á sinni sjúkrastofnun. Ármann rómaði mjög að slegin hefði verið um þau skjaldborg af börnum þeirra og fjölskyldum. Hann væri þakklátur og ánægður með öll sín börn, barnabörn og þeirra gengi. Eigið iðjuleysi væri frágangssök er sjón og starfsgeta væru á þrotum. Að heyra var Ármann æðrulaus um framtíðina en lítt væri fýsileg föru- mennska um stofnanir á undan- haldi hrakandi heilsu. Betri vistar var von. Frú Valborgu, börnum þeirra og fjölskyldum biðjum við blessunar og styrks. Lena Kristín Lenharðsdóttir og Viggó Jörgensson. Látinn er dr. juris Ármann Snævarr, prófessor, fyrrverandi rektor Háskóla Íslands og hæsta- réttardómari. Með Ármanni er genginn einn okkar merkasti pró- fessor á sviði lögfræði, en eftir hann liggja fjölmörg ritverk á ýms- um sviðum lögfræðinnar. Hans verður þó líklega lengst minnst fyr- ir metnaðarfullt og einstakt fram- lag til lögfræðirannsókna um mál- efni fjölskyldunnar og fræðirit hans um sifja- og erfðarétt eru enn grunnrit íslensks fjölskylduréttar. Á fundi lagadeildar Háskóla Ís- lands árið 1971 flutti Ármann til- lögu um að deildin beitti sér fyrir því að koma á fót þverfaglegri rannsóknastofnun um málefni fjöl- skyldna. Hann lagði mikla áherslu á að skapa og efla rannsóknarstöðu fyrir fræðimenn á þeim sviðum þar sem hugað væri að fjölskyldunni og stundaðar rannsóknir í fjölskyldu- fræðum. Ármann lagði áherslu á mikil- vægi samstarfs hinna ólíku fagsv- iða og fræðigreina og er það til marks um mikla framsækni hans og víðsýni. Hugmynd Ármanns varð ekki að veruleika á þessum ár- um en hann hélt ótrauður áfram að vinna henni framgang. Við undir- búning vegna 100 ára afmælis laga- kennslu á Íslandi árið 2008 var hugmynd Ármanns endurvakin og við hæfi þótti að nýta þessi tíma- mót til að koma á fót þverfræði- legri rannsóknastofnun við Háskóla Íslands um málefni fjölskyldunnar. Árið 2009 var sett á laggirnar Rannsóknastofnun Ármanns Snæv- arr um fjölskyldumálefni. Stofnun- in heyrir undir lagadeild Háskóla Íslands og er vettvangur lögfræði- rannsókna og þróunarstarfs í mál- efnum fjölskyldna og barna í þver- faglegu samstarfi við önnur fræðasvið og rannsóknastofnanir. Í september 2009 fagnaði Ármann Snævarr níræðisafmæli sínu og í sama mánuði tók stofnunin form- lega til starfa. Haldin var sérstök hátíðarsamkoma til að fagna þess- um tímamótum þar sem Ármann ávarpaði viðstadda. Þarna sannað- ist enn og aftur hversu ötull og áhrifamikill baráttumaður Ármann var. Eldmóður hans, þekking og hugmyndir hvöttu alla viðstadda til dáða og þessi stund mun lifa með öllum þeim sem berjast fyrir bættri stöðu fjölskyldunnar. Ármann gerði það ljóslifandi hversu brýnt það er sem aldrei fyrr að rannsaka með markvissum hætti stöðu fjölskyldunnar í nútímasam- félagi, hvernig börnunum okkar líð- ur og hvert stefnir í fjölskyldumál- efnum. Stjórn Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldu- málefni er stolt af því að stofnunin hafi orðið að veruleika meðan Ár- mann lifði. Minningu hans verður þannig haldið á lofti um ókomna tíð. Við vottum eiginkonu hans, Val- borgu Sigurðardóttur, börnum og afkomendum öllum einlæga samúð okkar. Hrefna Friðriksdóttir, formaður stjórnar, og Þórhild- ur Líndal, forstöðumaður Rannsóknastofnunar Ármanns Snævarr um fjölskyldumálefni. Fallinn er frá kær vinur, Ár- mann Snævarr. Ég kynntist Ár- manni þegar ég var á öðru ári í lagadeild Háskóla Íslands og bjó í kjallaranum á Aragötu 6 við hliðina á honum og Valborgu. Líkt og allir laganemar þekkti ég til verka hans enda einn merkasti lögspekingur landsins. Ég varð einnig þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast honum persónulega. Ármann var að leggja lokahönd á bók sína um hjúskapar- og sambúðarrétt þegar hann óskaði eftir aðstoð minni í tengslum við vinnslu hennar. Við þá vinnu kynntist ég hve fróður, atorkumikill og víðsýnn maður hann var. Ármann var einnig mjög jafnréttissinnaður og það ásamt víðsýni hans var það sem ég dáðist hvað mest að í fari hans. Hann bar virðingu fyrir náunganum og fjöl- breytileika fólks sem endurspeglast í skrifum hans. Ákaflega fróðlegt var að ræða við hann um jafnan rétt í hinum ýmsu birtingarmynd- um, þar sem sýn hans til þeirra álitaefna var mjög áhugaverð. Það var góður skóli að aðstoða Ármann. Við vinnslu bókarinnar og í kjöl- far útgáfu hennar hittumst við Ár- mann reglulega í kaffi og óskaði hann þá iðulega eftir því að við myndum hittast á háskólasvæðinu. Ármann var áhugasamur um að hitta háskólastúdenta og sýndi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.