Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 29

Morgunblaðið - 02.03.2010, Page 29
Menning 29FÓLK MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. MARS 2010 Takið allar kunnuglegarklisjur sem birtast oft íkvikmyndum um sam-skipti kynjanna, ástina, snobbaða Bandaríkjamenn, óhefl- aða og gamaldags Íra og blóðheita Ítali og þá eruð þið komin með Leap Year, sem er misheppnuð rómantísk gamanmynd. Í henni segir frá Boston-dömunni Önnu, leikinni af Amy Adams, sem bíður óþreyjufull eftir því að há- menntaður og vel efnaður kærasti hennar beri upp bónorðið. Þegar unnustinn heldur á ráðstefnu til Dyflinnar fer írska blóðið, sem rennur um æðar Önnu, að ólga og hún ákveður að feta í fótspor írskr- ar ömmu sinnar sem fylgdi þeirri hefð að biðja sér manns á hlaup- ársdag, en þann dag er í lagi fyrir konur að biðja sér karla samkvæmt gamalli hefð. Óveður verður til þess að rómantísk áform Önnu taka aðra stefnu og hún endar í litlu írsku sveitaþorpi þar sem hún hittir Declan, leikinn af Matthew Goode, sem er kráareigandi á staðnum. Declan er óalandi og óferjandi í augum Önnu en hún fær hann samt til að fylgja sér til Dyflinnar. Sú ferð verður mjög ævintýraleg og eftir hana sjá Anna og Declan hvort annað í öðru ljósi. Amy Adams og Matthew Goode eru flottir ungir leikarar, þau reyna að gera gott úr þeim efniviði sem að þeim er réttur í Leap Year, en eru samt augljóslega að taka niður fyrir sig í verkefnavali. Handrits- höfundum og leikstjóranum Anand Tucker er algjörlega um að kenna hvernig fer fyrir þessari mynd. Ég hef horft á margar róman- tískar gamanmyndir í gegnum tíð- ina og þessi fellur í flokk með þeim verstu, það er nánast allt við hana ómögulegt. Hún er uppfull af klisj- um og fíflagangi og handritið er al- gjörlega innantómt. Sambönd allra persónanna í myndinni eru ótrú- verðug og sem áhorfandi er ekki möguleiki að ná tengingu við þær. Þegar ég horfði á myndina hálf- skammaðist ég mín eiginlega fyrir að til væru kvikmyndaframleið- endur sem héldu að til væru áhorf- endur sem bara gleyptu við þessu. Það er alveg hægt að gera gaman- mynd án þess að einhver stígi á bananahýði en því hafa höfundar Leap Year ekki áttað sig á, þar er bananahýðisbrandarinn endurtek- inn aftur og aftur við dræmar und- irtektir. Það eru Amy Adams og Matthew Goode sem fá þá einu og hálfu stjörnu sem ég gef þessari mynd. Regnboginn, Háskólabíó Leap Year bmnnn INGVELDUR GEIRSDÓTTIR KVIKMYNDIR Klisjur og fíflagangur Hlaupár Amy Adams og Matthew Goode í hlutverkum sínum. Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is 39 þrep (Samkomuhúsið) Fös 5/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Fös 26/3 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Fös 19/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 Lau 6/3 kl. 22:00 Aukas. Lau 20/3 kl. 19:00 Fim 1/4 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Sun 21/3 kl. 20:00 Ný sýn. Lau 3/4 kl. 19:00 Frábær fjölskyldu skemmtun! Horn á höfði (Rýmið) Mið 31/3 kl. 16:00 1.sýn Fim 1/4 kl. 16:00 3.sýn Lau 3/4 kl. 16:00 5.sýn Fim 1/4 kl. 14:00 2.sýn Lau 3/4 kl. 14:00 4.sýn 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Skoppa og Skrítla, ævintýra leikhús Gauragangur (Stóra svið) Mið 17/3 kl. 20:00 fors Fös 26/3 kl. 20:00 Lau 17/4 kl. 20:00 Fim 18/3 kl. 20:00 fors Fim 8/4 kl. 20:00 Mið 21/4 kl. 20:00 K.8. Fös 19/3 kl. 20:00 frums Fös 9/4 kl. 20:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.9. Sun 21/3 kl. 20:00 K.2. Lau 10/4 kl. 16:00 K.4. Fös 23/4 kl. 20:00 Þri 23/3 kl. 20:00 Lau 10/4 kl. 20:00 K.5. Fim 29/4 kl. 20:00 Mið 24/3 kl. 20:00 Fös 16/4 kl. 20:00 K.6. Fös 30/4 kl. 20:00 Fim 25/3 kl. 20:00 K.3. Lau 17/4 kl. 16:00 K.7. Eftir Ólaf Hauk Símonarson - tónlist Nýdönsk Faust (Stóra svið) Fös 5/3 kl. 20:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Sun 18/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 6/3 kl. 20:00 Sun 28/3 kl. 20:00 Lau 24/4 kl. 20:00 Ný auka Lau 13/3 kl. 20:00 Sun 11/4 kl. 20:00 Ný auka Sun 14/3 kl. 20:00 Fim 15/4 kl. 20:00 Ný auka í samvinnu Borgarleikhússins og Vesturports Skoppa og Skrítla á tímaflakki (Litla svið) Lau 6/3 kl. 12:00 Lau 13/3 kl. 14:00 Sun 21/3 kl. 12:00 Lau 6/3 kl. 14:00 Sun 14/3 kl. 12:00 Sun 21/3 kl. 14:00 Sun 7/3 kl. 12:00 Sun 14/3 kl. 14:00 Sun 28/3 kl. 12:00 Sun 7/3 kl. 14:00 Lau 20/3 kl. 12:00 Sun 28/3 kl. 14:00 Lau 13/3 kl. 12:00 Lau 20/3 kl. 14:00 Dúfurnar (Nýja sviðið) Lau 10/4 kl. 20:00 Frum Lau 17/4 kl. 19:00 K.4. Fös 23/4 kl. 19:00 K.7. Mið 14/4 kl. 20:00 K.2. Lau 17/4 kl. 22:00 Fös 23/4 kl. 22:00 Fös 16/4 kl. 19:00 K.3. Mið 21/4 kl. 19:00 K.5. Fös 16/4 kl. 22:00 Fim 22/4 kl. 20:00 K.6. frumsýnt 10. apríl Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 5/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 19:00 Lau 20/3 kl. 20:00 Lau 6/3 kl. 19:00 Lau 13/3 kl. 22:00 Sun 28/3 kl. 20:00 Síð. sýn. Sýningum lýkur í mars Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fim 4/3 kl. 19:00 Fös 12/3 kl. 19:00 Lau 27/3 kl. 19:00 síð. sýn Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Sýningin snýr aftur næsta haust. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Mbl., GB Mbl., IÞ Nánar á leikhusid.is Sími miðasölu 551 1200 GERPLA JUDE Law hefur hitt yngsta af- kvæmi sitt. Leikarinn heimsótti fimm mánaða gamla dóttur sína, Sophia, til Flórída í síðustu viku. Barnsmóðir hans er bandaríska fyrirsætan Samantha Burke, en hún og Law áttu í stuttu ástarævintýri í desember 2008 þegar hann dvaldi í New York við tökur á Sherlock Hol- mes. Law flaug til Flórída ásamt lög- manni sínum, Maurice Kutner. Hann mun hafa verið mjög áhugasamur um heimsóknina og enda þótt þung- unin hafi ekki verið á dagskrá vill hann gera allt rétt sem faðir barns- ins. Law og Burke munu hafa rætt meðlagsgreiðslur og umgengni Law við dótturina á fundinum. Law á einnig þrjú börn með fyrr- verandi eiginkonu sinni, Sadie Frost. Hann hefur nú tekið aftur upp ástarsamband við leikkonuna Si- ennu Miller. Reuters Jude Law Fjögurra barna faðir. Hitti dótturina í fyrsta sinn NÝROKKSVEITIN goðumlíka Pavement hóf endurkomutúr sinn í Nýja Sjálandi í gær. Þetta eru fyrstu tónleikar sveitarinnar í ára- tug en safnplata Quarantine The Past: The Best of Pavement er væntanleg í búðir eftir helgi. Sveitin ku hafa æft upp 40 lög fyrir túrinn og lék hún lög frá ýmsum skeiðum á ferlinum. Gítarleikarinn Spiral Stairs ræddi um yfirstandandi æfingar á bloggi sínu. Þar segir hann að bandið hafi æft í um tvær vikur í Portland. Sum- ir meðlima hafi verið að hittast í fyrsta sinn í tíu ár en vikurnar tvær hafi þó verið gifturíkar og lögin hafi skriðið saman jafnt og þétt. Pavement hætti störfum árið 1999 og var óhikað ein áhrifamesta neð- anjarðarrokksveit sem starfaði þann áratuginn. Pavement í gang á ný Goðsagnir Pavement í fyrndinni. JOHNNY Depp og kona hans, Vanessa Paradis, munu leika á móti hvort öðru í myndinni My American Lover. Myndin fjallar um franska heimspekinginn og feministann Simone de Beauvoir og samband hennar við banda- ríska rithöfundinn Nelson Algren. Það er Lasse Hallstrom, sem unn- ið hefur með Depp að myndum eins og What’s Eating Gilbert Grape og Chocolat, sem mun leik- stýra en myndin mun að öllum lík- indum byggjast á bréfaskiptum skötuhjúanna sem er að finna í safninu A Transatlantic Love Affair: Letters To Nelson Algren. Depp er nú að klára The Tourist, þar sem hann leikur á móti Angel- ina Jolie og svo fer hann í Pirates Of The Caribbean: On Stranger Tides. Depp og frú saman í mynd Glæsileg Depp og Paradis eru óneitanlega glæsilegt par. SHARON Osbourne segir að hún setji fjölskylduna framar peningum og frægð. Osbourne, sem á þrjú börn með eiginmanninum Ozzy Osbourne, Aimee, Kelly og Jack, segir að heimilislífið skipti hana öllu máli og hún muni gera hvað sem er til þess að verja fjölskylduna. Sharon, sem hefur meðal annars þurft að takast á við krabbamein, segir að þrátt fyrir allt sem hún hafi upplifað þá séu Ozzy og börnin þeirra þrjú það mik- ilvægasta og dýrmætasta í hennar lífi. Fjölskyldan hefur verið áberandi í þáttum hennar en dóttirin Aimee tók ekki þátt í þeim. Sharon segir það miður því það fari svo mikill tími í gerð þáttanna og því geti hún ekki eytt jafn miklum tíma og hún hefði viljað með dótturinni. Saman Sharon, Kelly og Ozzy á góðri stund. Fjölskyldan það mikil- vægasta, segir Osbourne

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.