Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 1

Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 8. M A R S 2 0 1 0 STOFNAÐ 1913 64. tölublað 98. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «DAGLEGTLÍF LÆRA AÐ RÁÐA FRAM ÚR ERFIÐLEIKUNUM «TÍSKUHÁTÍÐ Íslensk hönnun að hefja útrás? 6 Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is UPPLÝSINGAR sem ríkisskattstjóri hefur fengið frá bönkunum um hlutabréfaviðskipti sýna samkvæmt bráðabirgðatölum að 127 milljarða tekjur eru vantaldar á framtölum. Ekki er gerð grein fyrir þessum viðskiptum á skattframtölum. Skúli Eggert Þórðarson rík- isskattstjóri segir að nú sé komið í ljós, sem skattyfirvöld hafi lengi grunað, að þessi mál hafi alls ekki verið í lagi. „Við höfum hamrað á því aftur og aftur að það yrði að efla upplýsingagjöf frá fjármála- fyrirtækjunum til skattyfirvalda. Þetta fyrir- komulag sem hefur verið notað á síðustu árum Vantöldu um 127 milljarða  Einstaklingar hafa ekki talið fram tekjur af hlutabréfaviðskiptum sem nema 127 milljörðum króna  Ríkisskattstjóri segir þetta staðfesta grun skattyfirvalda um að hlutirnir hafi ekki verið í lagi  Upplýsingar frá bönkunum um hlutabréfaviðskipti eru núna loksins að skila sér til skattyfirvalda hefur sýnt sig að vera ekki nægilega traust.“ Fyrir nokkrum árum óskaði ríkisskattstjóri eftir að fá upplýsingar um hlutabréfaviðskipti. Bankarnir vildu ekki afhenda upplýsingarnar sem leiddi til þess að allir viðskiptabankarnir þrír höfðuðu mál gegn ríkisskattstjóra til að fá það viðurkennt að þeir þyrftu ekki að afhenda upplýsingarnar. Þeir töpuðu málunum fyrir héraðsdómi og hæstiréttur staðfesti þá niður- stöðu. Það hefur gengið seint að fá upplýsing- arnar afhentar, m.a. vegna þess að það hefur kostað talsverða vinnu að taka þær saman. „Þessar upplýsingar eru loksins komnar í hús og fyrstu bráðabirgðatölur sýna að það séu um 127 milljarða tekjur vanframtaldar sem ekki hafi verið gerð grein fyrir á framtölum.“ Skúli Eggert tók fram að frá þessari upphæð ætti eftir að draga kaupverð hlutabréfa og eins gæti verið að eitthvað af þessum hlutabréfum hafi verið talin fram á nafni einkahlutafélaga. Til viðbótar þessu eru umtalsverðar tekjur af hlutabréfaviðskiptum hjá lögaðilum sem eftir er að fara yfir og kanna hvort skilað hafi sér í framtölum fyrirtækja. Þessar vantöldu tekjur eru til viðbótar van- töldum tekjum vegna afleiðuviðskipta en þær skipta mörgum milljörðum. Þessi mál fara núna í venjulegan farveg þar sem fólki gefst kostur á að koma að sjónarmiðum og leiðrétta framtölin. Skattur Bönkunum bar að halda eftir stað- greiðslu skatta vegna fjármagnstekna.  Bankarnir veittu | 14 Eftir Unu Sighvatsdóttur og Hlyn Orra Stefánsson SKIPTAR skoðanir eru um aðgerða- pakkann sem fimm ráðherrar úr rík- isstjórn Íslands kynntu í gær vegna skuldavanda heimilanna. Meðal þess sem var kynnt er nýtt embætti umboðsmanns skuldara, sem hefur það hlutverk að gæta hags- muna lántakenda. Þá stendur til að ráðast í aðgerðir til að hjálpa þeim sem festu kaup á fasteign til heimilisnota fyrir 7. októ- ber 2008 en hafa ekki náð að selja eldri eign sína. Einnig verður ráðist í að tryggja landsmönnum fjölbreytt- ari kosti í húsnæðismálum, m.a. með því að hluti íbúða í eigu Íbúðalána- sjóðs verður boðinn á kaupleigu. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að bæta stöðu þeirra sem missa fast- eignir í nauðungarsölu, en þeim verð- ur meðal annars boðið að búa í hús- næðinu í tólf mánuði eftir söluna. Félagsmálaráðherra fullyrðir að með þessu sé brugðist við þeim vandamálum sem vitað er til að komið hafa upp við framkvæmd eldri úræð- anna. Stjórnarandstaðan telur hins- vegar ekki nóg að gert og gagnrýnir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, ríkisstjórnina m.a. fyrir að setja fram óljósar hugmyndir um skattlagningu niðurfelldra skulda. Þá segist hann hafa litla trú á að stofnun embættis umboðsmanns skuldara leysi vandann. „Mér finnst ríkisstjórnin hafa brugðist því hlut- verki sínu að miðla upplýsingum um umfang vandans. Ég hef enga trú á því að þetta dugi til.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er á öndverðri skoðun og hefur mikla trú á aðgerðunum, sem hann segir í flestu fara eftir tillögum ASÍ. Félags- málaráðherra segir ómögulegt að meta hversu margir munu nýta sér nýju úrræðin. Hagsmunasamtök heimilanna segja að tugir þúsunda heimila séu á leið í eða komin í mikla greiðsluerfið- leika. Með aðgerðunum sé ekkert gert til að koma í veg fyrir það heldur eigi að þvinga fólk í nauðasamninga. Samtök lánþega harma auðsýnt máttleysi stjórnvalda til að taka á vandanum sem steðjar að heimilum. Skuldarar fá umboðsmann  Kaupleigukerfi, bætt gjaldþrotastaða og minnkað vægi verðtryggingar meðal aðgerða  Forseti ASÍ er ánægður  Stjórnarandstaða segir ekki nóg að gert Morgunblaðið/Ómar Kominn með mottu Engu er líkara en að forsætis- og fjármálaráðherra hafi orðið starsýnt á nýja „mottu“ efnahags- og viðskiptaráðherrans. Á fundi í Þjóðmenningarhúsinu í gær kynntu fimm ráðherrar úr ríkisstjórn Íslands á annan tug nýrra aðgerða og úrræða vegna skuldavanda heimilanna.  Telja sig hafa náð | 12 Heildarskuldir hins opinbera auk erlendra skulda fyrirtækja í eigu þess skýra af hverju matsfyrirtæki hafa áhyggjur af lánshæfismati rík- issjóðs. VIÐSKIPTI Heildarskuldirnar miklar Líkur eru á að mjög stutt sé í að ný stjórn Arion banka verði kjörin. Þá verður hægt að skipa nýjan banka- stjóra, en Finnur Sveinbjörnsson mun ekki sækjast eftir starfinu. Styttist í nýja stjórn Arion Rekstrarfélag skemmtistaðarins B5 er gjaldþrota þrátt fyrir miklar vin- sældir staðarins. Árið 2008 var 95 milljóna tap á rekstrinum og eigið fé var neikvætt um 120 milljónir. Skemmtistaðurinn B5 gjaldþrota

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.