Morgunblaðið - 18.03.2010, Qupperneq 2
2 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti
vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is
Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
NAUÐUNGARSÖLU á 552 íbúðum
og íbúðarhúsum hefur verið frestað
um þrjá mánuði, í samræmi við
bráðabirgðaákvæði í lögum um
frestun á nauðungaruppboðum.
Þessar tölur eiga við um lokastig
nauðungarsölu. Þá hafa beiðnir um
nauðungaruppboð á 566 fasteignum
verið afturkallaðar, samkvæmt upp-
lýsingum frá dómsmálaráðuneytinu.
Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur
veitt flesta fresti, eða 185, sýslumað-
urinn í Keflavík hefur veitt 117 og
sýslumaðurinn í Hafnarfirði 56.
Þrenn lög hafa verið sett eftir
bankahrun sem fresta nauðung-
arsölum. Fyrstu lögin tóku gildi í
mars 2009 og rann fresturinn þá út í
október 2009. Þá var fresturinn
framlengdur til 28. febrúar sl. en þá
var fresturinn enn framlengdur til
31. október 2010, þ.e. hægt er að
óska eftir þriggja mánaða fresti
fram til þess tíma. Þegar þriggja
mánaða fresturinn er liðinn er ekki
hægt að fá frekari frest. Sé óskað
eftir fresti 1. mars rennur hann út 1.
júní.
Fyrstu uppboðin eftir að frest-
urinn rennur út verða haldin í sum-
ar, að öllu óbreyttu.
Nauðungarsölu frestað á
552 íbúðum um allt land
Flestir frestir á lokasölu veittir í Reykjavík en næstflestir í Reykjanesbæ
ÓVENJU milt tíðarfar að undanförnu hefur
haft þau áhrif að ýmsar gróðurtegundir eru
ýmist byrjaðar að blómstra eða brumið farið að
springa út. Guðlaug Guðjónsdóttir, garðyrkju-
fræðingur hjá garðyrkjudeild Reykjavíkur-
borgar, hafði í nógu að snúast í Laugardalnum
þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið
um. Sagði hún tegundir á borð við mistil,
fjallarifs, elri, selju, reyniblöðku og birki farn-
ar að taka óvenjusnemma við sér út af tíðar-
farinu auk þess sem ýmsar víðitegundir eru
þegar farnar að blómgast.
Spurð hvort kuldakast gæti haft neikvæð áhrif
á gróðurinn núna sagðist Guðlaug efast um
það. „Það er allt í lagi þó það snjói aðeins, það
væri í sjálfu sér ekkert verra fyrir gróðurinn,
sérstaklega þær plöntur sem eru jarðlægar.
Hins vegar myndi það hafa neikvæð áhrif ef
það kæmi þannig tíð að það væri mjög mikið
frost og mikill hitastigsmunur á nóttu og
degi,“ segir Guðrún.
GRÓÐURINN TEKUR VIÐ SÉR
Morgunblaðið/Ómar
GRUNUR leikur á að kveikt hafi
verið í gömlu fiskimjölsverksmiðj-
unni í Sandgerði, þar sem eldur
kom upp í fyrrinótt. Eldsupptök
eru enn ókunn en að sögn lögregl-
unnar á Suðurnesjum er búið að
útiloka ýmsa algenga eldvaka eins
og rafmagn. Þá hefur tæknideild
lögreglunnar á höfuðborgarsvæð-
inu verið fengin til aðstoðar. Eld-
urinn kom upp í bát úr trefjaplasti
sem stóð á miðju verkstæðisgólfi,
en reykskemmdir á húsnæðinu eru
miklar og burðarbitar í þakið taldir
ónýtir.
Óvenjumikið hefur verið um
bruna á Suðurnesjunum sl. tvö ár
og t.d. kom upp eldur í Skinnfiski í
Sandgerði um miðjan síðasta mán-
uð. Lögregla útilokar ekki að
brennuvargur kunni að bera
ábyrgð á einhverjum brunanna og
er vakandi fyrir slíkri hættu. Brun-
arnir beri þó ekki allir sömu ein-
kenni og því sé líklegt að fleiri en
einn aðili beri ábyrgð á íkveikj-
unum. annaei@mbl.is
Brennuvargur
ekki útilokaður
NÝR fundur í kjaradeilu Flug-
virkjafélags Íslands og Icelandair
hefur verið boðaður kl. 10.30 í dag.
Stutt var fundað í gær og lítið
virðist þokast í samningsátt.
„Það gerðist ekki nokkur skap-
aður hlutur,“ sagði Guðjón Valdi-
marsson, formaður Flugvirkja-
félags Íslands og kveður enn mikið
skilja á milli. Flugvirkjar hafa
boðað verkfall á miðnætti á sunnu-
dag hafi ekki samist fyrir þann
tíma.
Að sögn Guðjóns Arngríms-
sonar, upplýsingafulltrúa Ice-
landair, hefur fyrirtækið miklar
áhyggjur af verkfallsboðuninni.
Aðgerðirnar og óvissan sem þær
skapi hafi þegar haft það í för með
sér að stórt viðhaldsverkefni hafi
verið flutt úr landi.
„Þetta er svo kölluð C-skoðun á
fraktflugvél og með henni fóru um
6.000 vinnustundir, eða um 80
milljónir króna,“ segir Guðjón og
segir aðra samskonar skoðun einn-
ig verða senda úr landi komi til
verkfalls. Kostnaðurinn við þetta
eitt nemi því á annað hundrað
milljóna króna og þá sé ekki byrj-
að að líta til annars tjóns sem af
verkfallsaðgerðunum hljótist.
„Það er t.d. ljóst að strax á
fyrsta degi verða þúsundir ferða-
manna strandaglópar, bæði hér
heima og í útlöndum og standi
verkfallið í marga daga þá skiptir
fjöldinn tugum þúsunda.“ Slíkt
komi óumflýjanlega illa við ís-
lenska ferðaþjónustu.
Ekki hefur enn verið ákveðið
hvort lög verði sett á verkfalls-
aðgerðir flugvirkja, en samkvæmt
upplýsingum úr samgönguráðu-
neytinu verður vel fylgst með
niðurstöðu samningafundarins í
dag. annaei@mbl.is
Lítið þokast í samningsátt og
Icelandair tapar verkefnum
Í HNOTSKURN
»Flugvirkjar ætla að hefjaverkfall á miðnætti á
sunnudag hafi ekki náðst
samningar.
»Verkföllum flugumferð-arstjóra sem vera áttu í vik-
unni var aflýst er þeir lögðu
fram samningstilboð sem var
hafnað. Ekki hefur verið boðað
til nýs fundar í kjaradeilunni.
Nóatúni 4 · Sími 520 3000
www.sminor.is
A
T
A
R
N
A
Þvottavél
WM 14E261DN
á hreint
frábærum kjörum.
Tekur mest 6 kg,
vindur upp í 1400 sn./mín.
Með 15 mínútna þvottakerfi
og íslensku stjórnborði.
Tækifærisdagar
í verslun okkar!
129.900
Tækifærisverð:
kr. stgr.
(Verð áður: 169.900 kr.)
LÖGREGLUMENN eru tilbúnir að
falla frá sínum fyrri kröfum fái
þeir verkfallsréttinn aftur. Þetta
kom fram í tilboði sem samnings-
nefnd Landssambands lögreglu-
manna lagði fram hjá ríkis-
sáttasemjara í síðustu viku.
Að sögn Frímanns Birgis Bald-
urssonar, sem á sæti í samninga-
nefndinni fyrir hönd lögreglu-
manna, hefur ekkert svar borist
við tilboðinu. Það hljóðaði upp á
að launahækkanir yrðu á svip-
uðum nótum og í kjarasamningi
sem lögreglumenn felldu sl. haust,
en að lögreglumenn fengju verk-
fallsréttinn að nýju.
„Það er gríðarlegur þrýstingur
á okkur að fá verkfallsréttinn aft-
ur, því það virðist vera eina vopn-
ið sem menn hafa nú á dögum til
að fá einhverju framgengt,“ segir
Frímann Birgir og er hóflega
bjartsýnn á að tilboðinu verði tek-
ið. Fundur verði þó vonandi boð-
aður í kjaradeilunni í næstu viku.
„Það hefur liðið óþarflega langur
tími á milli funda að okkar mati,“
segir hann.
Lögreglumenn hafa verið með
lausa samninga í 299 daga og lítið
hefur þokast í samningsátt á þeim
tíma. annaei@mbl.is
Vilja verk-
fallsrétt-
inn aftur
Nauðungarsölur á fasteignum
fara fram í þremur áföngum.
Í þeim fyrsta er málið tekið
fyrir hjá sýslumanni og ákveðið
hvenær uppboð skuli hefjast.
Annar áfanginn felst í byrjun
uppboðs sem fer fram á skrif-
stofu sýslumanns. Þriðji áfang-
inn er framhald uppboðs sem
einnig er nefnt lokasala. Þá er
eigandanum send tilkynning og
skorað á hann að veita aðgang
að eigninni, auk þess sem upp-
boðið er auglýst í dagblaði.
Þessum þriðja og síðasta
áfanga, lokasölunni, hefur verið
hægt að fresta, óski eigandi eft-
ir því, um allt að þrjá mánuði.
Frestunin tekur þó einungis til
íbúðarhúsnæðis þar sem eigand-
inn heldur heimili og hefur skráð
lögheimili. Því geta t.d. þeir sem
hafa flutt úr landi ekki fengið
frest.
Hægt að fresta lokasölu á heimilinu