Morgunblaðið - 18.03.2010, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„ÉG VEIT það ekki. Maður er alltaf í stórhættu
og þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég sé svona,“
segir Óskar Guðmundsson atvinnubílstjóri, sem
varð vitni að grjóthruni úr Kambanesskriðum á
leið sinni frá Stöðvarfirði að Breiðdalsvík fyrir há-
degið í gær. Óskar hefði eflaust lent undir stóru
bjarginu hefði hann ekki tekið eftir litlu grjóti
sem skoppaði yfir veginn áður en bjargið lenti þar
og því hægði hann á sér.
Óskar ekur um veginn daglega og stundum oft
á dag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann verð-
ur vitni að grjóthruni. „Ég sá einu sinni veginn
hverfa undir stórt stykki, en það er nú orðið ansi
langt síðan. Ætli það hafi ekki verið árið 1963,“
segir Óskar,en þá varð hvítur bíll hans brúnn að
lit. Fyrir um 12-14 árum sá hann einnig grjót-
hnullung falla á veginn.
Þrátt fyrir það segir hann veginn ekki svo
hættulegan, þó svo að alls staðar þar sem kletta-
garðar eru fyrir ofan vegi sé varasamt að fara um,
en ekki hræðist hann að aka þar um. „Enda væri
varla hægt að vinna við að keyra, og það í rúm
fimmtíu ár, ef maður væri alltaf hræddur,“ segir
Óskar, sem ekur fyrir Landflutninga. „En þetta
var engu að síður svaka bjarg, líklega um eða yfir
tíu tonn.“
Mikið sprungið klettabelti fyrir ofan
Ari Guðmundsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni,
sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins í gær,
að um 100 til 150 metrum fyrir ofan veginn væri
klettabelti sem virtist mikið sprungið. Hægt væri
að fara lengri leið um Breiðdalsheiði sem væri fær
en ekki mokuð. Mokstur hennar hefði lagst af um
áramótin vegna sparnaðar.
Um miðjan dag í gær hafði grjóthnullungnum
verið snúið svo umferð kæmist um, og stefnt var
að því að fá gröfu til að fjarlægja hann af veginum.
Ari segir að um sé að ræða stærsta grjót sem fall-
ið hefur á veginn um árabil og fólk vart lifað af ef
grjótið hefði fallið á bifreið.
„Þetta var svaka bjarg“
Óskar Guðmundsson horfði á grjóthnullung falla skammt frá bifreið sinni og
á veginn um Kambanesskriður á milli Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur
Ljósmynd/Birgir Guðmundsson
Bjargið Báðar akreinar lokuðust eftir að grjót-
hnullungurinn féll á veginn í gærmorgun.
ÞÓTT dregið hafi úr skipaumferð í Reykjavíkurhöfn um stund eru stöðug
verkefni hjá dráttarbátunum og þeir fá verkefni við hæfi. Faxaflóahafnir
sf. eru með fjóra dráttarbáta. Minni bátarnir aðstoða til dæmis togarana og
Leynir frá Akranesi, sem er með 16 tonna togkraft, á ekki í erfiðleikum
með að koma togaranum Frera á veiðar á sama tíma og listaverk Ólafs
Elíassonar á Hörpunni tekur á sig mynd.
MARGUR ER KNÁR ÞÓTT HANN SÉ SMÁR
Morgunblaðið/RAX
LÚSIN lætur enn á sér kræla í
grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu
og dæmi eru um að hún hafi skotið
sér niður í þremur árgöngum í sama
skólanum. Lúsartilfellum hefur þó
almennt ekki fjölgað í vetur, sam-
kvæmt upplýsingum frá embætti
landlæknis og Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins.
„Því miður náum við aldrei alfarið
að uppræta lúsina, við ferðumst víða
og hún kemur oft með okkur heim til
baka. En með samstilltum aðgerðum
í skólunum er hægt að halda henni
niðri,“ segir Margrét Héðinsdóttir,
skólahjúkrunarfræðingur og sviðs-
stjóri skólasviðs hjá Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins.
Margrét segir skólahjúkrunar-
fræðinga hvetja foreldra barna og
aðra aðstandendur til að hafa það
fyrir fasta reglu að kemba hár barna
sinna, t.d. á hálfsmánaðarfresti. Þá
takist betur að ráða við lúsina.
„Lúsin er eins og rjúpan og er
mismikið á ferðinni eftir árum. Al-
mennt hefur ekki verið um mörg til-
felli að ræða í vetur en þessu skýtur
alltaf upp öðru hvoru í einstaka skól-
um. Það getur verið erfitt að upp-
ræta lúsina í skólum ef einn stendur
sig ekki við að kemba. Þá geta komið
upp endurtekin lúsarsmit.“
Áforma sérstakt átak
Ása St. Atladóttir, verkefnisstjóri
á sóttvarnarsviði landlæknis, tekur
undir með Margréti og segir brýnt
að allir taki á lúsinni með samstilltu
átaki. Það skili litlum árangri ef bara
hluti foreldra í sama bekknum
bregðist við eins og óskað er eftir.
Hefur komið til tals að standa fyrir
átaki í skólum, í samstarfi við skóla-
hjúkrunarfræðinga, með sérstakri
fræðslu um höfuðlúsina.
Ása segir að svo virðist sem marg-
ir foreldrar telji að höfuðlúsin sé
eitthvað sem skólahjúkrunarfræð-
ingar taki að sér og fríi sig undan
ábyrgð á að gera eitthvað í málinu,
eins og að kemba og meðhöndla lús
ef þörf krefur. bjb@mbl.is
Lúsin ekki dauð úr öllum
æðum í grunnskólunum
Höfuðlús Ekki frýnilegt kvikindi í
smásjánni og kallar fram höfuðklór.
Misbrestur á að
foreldrar kembi
BEIÐNUM um
endurskoðun
fasteignamats
hefur af ýmsum
ástæðum fjölgað
undanfarin miss-
eri, segir Haukur
Ingibergsson,
forstjóri Fast-
eignaskrár Ís-
lands.
Mörgum lán-
takendum stendur nú til boða að
höfuðstóll fasteignaláns verði færð-
ur niður í 110% af verðmæti viðkom-
andi eignar. Því hafa þessir ein-
staklingar mikinn hag af því að
fasteignamat húsnæðis þeirra lækki,
en samkvæmt reglum Fast-
eignaskrár getur fólk hvenær sem
er óskað eftir endurskoðun fast-
eignamats.
Haukur segir að þessi 110 prósent
regla geti mögulega að hluta skýrt
aukna ásókn í endurskoðun fast-
eignamats, en fleira komi þó til.
Meira sé stuðst við fasteignamat nú
en áður, til að mynda sökum þess að
það sé í dag talið endurspegla betur
gangverð húsnæðis en t.d. fyrir
hrun.
„Eðlilega skoðar fólk því þessi mál
og ekkert óðlilegt við það þótt bank-
arnir bendi fólki á að gera það,“ seg-
ir Haukur, sem tekur þó fram að
ekki sé um sérstaklega mikla fjölgun
beiðna að ræða. „Þetta hefur aukist
en ekki er hægt að tala um holskeflu
eða neitt slíkt.“ hlynurorri@mbl.is
Fleiri biðja
nú um
endurmat
Haukur
Ingibergsson
Fasteignamatið
meira notað en áður
SJÖ manns á tvítugs- og þrítugs-
aldri hafa verið handtekin vegna
gruns um að hafa tekið þátt í tugum
innbrota á höfuðborgarsvæðinu og
Suðurlandi. Brotin voru framin á
síðastliðnum mánuði og var unnið að
því að upplýsa þau í samstarfi lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu og
á Suðurlandi.
Fólkið braust inn í fjóra sölu-
turna, 10-12 sumarbústaði á Suður-
landi og á þriðja tug bifreiða. M.a.
var átta flatskjám stolið, tóbaki, pen-
ingum, fartölvum og myndavélum.
Búið er að hafa uppi á hluta þýfisins.
Fólkið, sem hefur áður komið við
sögu lögreglu, er í gæsluvarðhaldi.
Upplýst um
tugi innbrota
RANNSÓKNARNEFND Alþingis
mun í upphafi næstu viku greina frá
því hvenær skýrsla hennar um að-
draganda og orsakir falls íslensku
bankanna verður birt. Ekkert hefur
verið látið uppi um birtingardag en í
ljósi þess að Tryggvi Gunnarsson,
einn nefndarmanna, hefur sagt að
landsmenn þyrftu helst að fá tveggja
daga frí til að lesa skýrsluna, væri
óneitanlega heppilegt ef hún birtist
fyrir páska.
Birtingu hefur verið frestað í tví-
gang. Í lögum um rannsóknarnefnd-
ina frá desember 2009 segir að
skýrsluna skyldi birta eigi síðar en 1.
nóvember. Í ljós kom að nefndinni
var skammtaður of naumur tími og
um miðjan október 2009 var tilkynnt
að birtingu skýrslunnar yrði frestað
til 1. febrúar 2010, í síðasta lagi. Í lok
janúar sl. var birtingu skýrslunnar
enn frestað og þá var stefnt að því að
birta hana í lok febrúar.
Þegar ákvæði um stofnun þing-
nefndar til að fjalla um niðurstöður
rannsóknarnefndarinnar voru sett
inn í lögin um rannsóknarnefndina í
desember 2009, var ákvæði um birt-
ingu einnig breytt og í núgildandi
lögum segir því að skýrsluna skuli
birta fyrir janúarlok 2010.
Helgi Bernódusson, skrifstofu-
stjóri Alþingis, segir að ekki hafi ver-
ið talin ástæða til að breyta lögunum
aftur vegna þess að birting hefur enn
frestast. Fyrri breyting á dagsetn-
ingu hafi einungis verið gerð vegna
þess að verið var að breyta lögunum
að öðru leyti. runarp@mbl.is
Tilkynna um
birtingu í upp-
hafi næstu viku