Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 6

Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓTT það hafi ekki verið nein sér- stök hlýindi í vetur hefur hiti verið yfir meðallagi og janúar, fyrri hluti febrúar og mars hafa verið óvenju snjóléttir, að sögn Trausta Jóns- sonar, veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Víðast á hálendinu er því afar snjólétt, sem veldur göngu- skíðamönnum miklum erfiðleikum. Í Morgunblaðinu í gær sagði Ein- ar Stefánsson, Everest-fari með meiru, frá gönguskíðaferð sem hann varð að stytta verulega sökum snjóleysis. Á Hveravöllum hefði t.d. verið afar snjólétt og hefði hann gengið á mosaþembu í stað snjó- breiðu. Tólf manna leiðangur á vegum Íslenskra fjallaleiðsögumanna er nú á leið suður Sprengisand. Þeir höfðu ekki lent í vandræðum en fyr- ir sunnan Laugafell gæti verið snjó- létt eða -laust. Um liðna helgi var hópur á þeirra vegum í Land- mannalaugum. „Þar er gríðarlegur bloti og við gengum miklu krókótt- ari leið en við ætluðum til að forðast að vaða vatn upp í mitti en óðum í þess stað upp á miðja leggi,“ segir Jón Gauti Jónsson hjá Fjallaleið- sögumönnum. Skíðaferðir í uppnámi Páll Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Ferðafélags Íslands, segir að gönguskíðaferðir frá Þing- völlum yfir í Botnsdal og ferð í Landmannalaugar um sumarmál séu í uppnámi og verði hugsanlega frestað. Á hinn bóginn bindi menn vonir við að nægur snjór verði við Hesteyri í Jökulfjörðum, en þaðan á að ganga á skíðum um páskana. Hjá Ferðafélaginu Útivist er svipaða sögu að segja. Reyndar tókst fararstjórum þess að finna snjó í Hólaskógi sl. helgi á Land- mannaafrétti en þeir urðu m.a. að fresta ferð um Holtavörðuheiði um miðjan febrúar vegna snjóleysis. „Næstu ferðir eru um páskana. Við krossum fingurna,“ segir Bjarney Sigurjónsdóttir hjá Útivist. Friðrik Pálsson, sem rekur m.a. hótel og greiðasölu í Hrauneyjum, segir að sökum snjóleysis hafi jeppa- og vélsleðamönnum fækkað en á hinn bóginn hafi góð færð vald- ið því að fleiri ferðamenn geti rennt þangað upp eftir, m.a. erlendir ferðamenn á litlum bílaleigubílum. Of snjólétt á fjöllum  Mikill krapi er farartálmi á leiðinni inn í Landmannalaugar  Krókaleiðir til að vaða upp á miðja leggi fremur en að mitti „Staðreyndin er sú að staðan í lónunum okkar er góð, þó hún sé ekki mjög góð,“ segir Eggert Guðjónsson, verkfræðingur hjá Landsvirkjun. Lítið hafi snjóað en þess í stað hafi rignt og rigningarvatnið hafi skilað sér í lónin. Úrkoman hafi þó verið minni en í meðalári. Yfirleitt hafa leysingar að vori, svonefnd vorflóð, verið drjúg í vatnssöfnuninni en Eggert segir að nú sé gert ráð fyrir að þau verði minni en venjulega. Um þetta sé nokkur óvissa. Mjög lítill snjór sé nú á hálendinu sunnanlands. Þrátt fyrir allt sé gert ráð fyrir að í heild verði vatnsbúskapurinn í meðallagi. Innrennsli í Hálslón er eins og við var búist en það byggist mun meira á bráðnun á jökli en lónin sunnan heiða. Vatnsborð í lónum í meðallagi Ljósmynd/Íslenskir fjallaleiðsögumenn Krapi Um átta klukkustundir tók að aka frá Hrauneyjum inn í Landmannalaugar með fólk á vegum Íslenskra fjalla- leiðsögumanna um liðna helgi. Ekki er þó öll nótt úti enn því snjódýpt á hálendinu nær yfirleitt hámarki í apríllok. Hiti hefur verið yfir meðallagi í vetur og óvenju snjólétt var í jan- úar og lítið hefur snjóað í þess- um mánuði. Gönguskíðamenn og fleira ferðafólk er farið að ókyrr- ast. Enn er þó von. FRÉTTASKÝRING Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is EKKI er útlit fyrir það að hægt verði að hefjast handa við brýnar framkvæmdir við sjóvörn við Vík- urþorp á næstunni vegna mismun- andi hugmynda um staðsetningu og kostnað við sjóvarnargarð. Sigl- ingastofnun telur að sjóvarnargarð- urinn á þeim stað sem kveðið er á um í nýsamþykktri tillögu að aðal- skipulagi verði tvöfalt eða þrefalt dýrari en upphaflega var gert ráð fyrir og sveitarfélagið getur varla greitt svo mikinn umframkostnað. Sveitarstjórn og íbúar Víkur hafa lengi barist við landbrot í Víkurfjöru sem talið er ógna byggðinni. Fyrirhugað var að byrja í ár Sveitarstjórn hefur óskað eftir því að ráðist verði í sjóvörn. Kostnaður var áætlaður um 230 milljónir, miðað við 750 metra langan sjóvarnargarð sem Siglingastofnun vildi gera, og ríkið veitti 100 milljónum til að byrja á verkinu í ár. Við gerð nýs aðalskipulags Mýr- dalshrepps hafa blossað upp deilur í sveitarfélaginu um veglínu Hring- vegarins í gegn um héraðið. Þeir sem vilja að vegurinn fari í göngum um Reynisfjall höfðu sitt fram. Það þýðir að vegurinn fer sjávarmegin við Víkurþorp og þarf að liggja í tengslum við nýjan sjóvarnargarð. Siglingastofnun taldi sig koma til móts við íbúana með því að færa garðinn aðeins utar en upphaflega var áformað þannig að hægt yrði að leggja veg við hann. Sveitarstjórn og margir íbúar telja það ekki nóg og njóta stuðnings Landgræðslunnar við þá afstöðu. Talið var betra að hafa svæði til að verjast sandfoki auk þess sem fólki hugnast ekki mannvirkið svo nálægt byggðinni. Athuganir sem sveitarstjórn lét gera bentu til að það kostaði 12% meira að leggja garðinn við núverandi fjörumörk og virðist hún hafa verið tilbúin til að greiða þann mismun. Aðalskipulagstillagan er farin til athugunar hjá Skipulagsstofnun og verður síðan lögð fyrir ráðherra til staðfestingar. Nú hefur Siglingastofnun metið kostnað við að byggja garð á nýjum stað. Samkvæmt upplýsingum stofn- unarinnar er útlit fyrir að byggja þurfi mun dýrara mannvirki. Dýpið við garðinn tvöfaldast sem og öldu- hæðin og það þýðir að álagið á hann áttfaldast. Áætlar Siglingastofnun að byggja þurfi tvö- eða þrefalt dýr- ari garð til að standast það álag næstu 20 til 30 árin. Samkvæmt því mun hann kosta 450 til 700 milljónir kr. Hefð er fyrir því að sveitarfélög greiði umframkostnað þegar þau óska eftir dýrari framkvæmdum. Á meðan mennirnir velta þessum málum fyrir sér hefur náttúran sinn gang. Í þessu tilviki hefur hún haft sig hæga. Ekkert landbrot hefur orðið í vetur og frekar bæst í fjöruna en hitt. Það getur hins vegar snúist við á skömmum tíma. Sjóvarnargarð- urinn verður margfalt dýrari  Óvissa með framkvæmdir í Víkurfjöru Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Flóðvarnir Víkurfjara er einn fjöl- sóttasti ferðamannastaður landsins. Í HNOTSKURN »Landbrot hefur verið íVíkurfjöru frá 1970 og er fjaran nú á svipuðum stað og fyrir Kötluhlaup 1918. »Sjórinn er kominn ískyggi-lega nálægt íþróttamann- virkjum og hefur brotið sjö til tíu metra lands á hverju ári síðustu árin. Nýsamþykkt skipulag Mýrdals- hrepps samrýmist ekki hug- myndum Siglingastofnunar um sjóvarnargarð í Víkurfjöru. Fram- kvæmdir geta ekki hafist á með- an verið er að greiða úr málum. EGGERT Magnússon listmálari, einn af þekktari naivistum þjóðarinnar, lést á hjúkrunarheimilinu Grund 14. mars sl., 95 ára að aldri. Hann fæddist 10. mars 1915 í Reykjavík og bjó lengst af í Engjabæ við Holta- veg, þar sem nú er Fjölskyldugarðurinn í Laugardal. Foreldrar Eggerts voru Magnús Jónsson frá Breiðholti í Reykja- vík og Hrefna Eggerts- dóttir Norðdahl frá Hólmi í Seltjarnarneshreppi. Eggert var sjálfmenntaður lista- maður sem hóf að mála myndir upp úr 1960 samhliða sjómennsku. Hann fór ungur til sjós og stundaði bæði veiðar við Grænland og strendur Gambíu í Afríku. Myndefni sín sótti Eggert gjarnan til þeirra framandi slóða sem hann hafði heim- sótt eða í minningabrot og fréttnæma viðburði. Eggert málaði af lífi og sál og varla leið sá dag- ur meðan hann var heilsuhraustur að hann gripi ekki til pensilsins. Eggert hélt sína fyrstu sýningu 1965 í Lindarbæ Dagsbrúnar og svo margar einka- sýningar s.s. í Djúpinu við Hafnarstræti 1982, Listmuna- húsinu við Lækjargötu 1985, á Kjar- valsstöðum 1987, Safnasafninu 2002, Hafnarborg og Galleríi Louise Ross í New York. Þá sýndi hann einnig nokkrum sinnum í Gallerí Fold og Gerðubergi. Andlát Eggert Magnússon ÁÆTLAÐ er að Urtagarður í Nesi verði opnaður um miðjan ágúst. Samkomulag um stofnun og rekstur garðsins var undir- ritað í Nesstofu í gær. Auk Sel- tjarnarnesbæjar standa að sam- komulaginu Garðyrkjufélagið, Landlæknisembættið, Lækna- félagið, Lyfjafræðingafélagið, Lækningaminjasafnið og Lyfja- fræðisafnið. Urtagarður verður lifandi safn urta sem gegnt hafa hlutverki í lækningum og lyfjagerð, einnig sem nytjajurtir til matar, nær- ingar- og heilsubóta. Garðurinn verður vettvangur fræðslu um nýtingu urta til lækninga og lyfjagerðar. Hann verður rekinn sem hluti af starfsemi Lækn- ingaminjasafns Íslands og Lyfja- fræðisafnsins í Nesi. Urtagarður opnaður í Nesi næsta sumar Ferðafélag íslands • www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533 Skíða- og gönguferð til Hesteyrar um páskana 1.- 5. apríl Ferðafélag Íslands býður upp á fimm daga skíða- og gönguferð til Hesteyrar yfir páskana. Fararstjórar Sigrún Valbergsdóttir og Bragi Hannibalsson. Dvalið í gamla Læknisbústaðnum og farið í daggöngur frá Hesteyri. Sjá nánar á www.fi.is Skráðu þig inn – drífðu þig út

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.