Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 8

Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 Eftir Svanbjörgu H. Einarsdóttur svanbjorg@mbl.is FÉLAGAR í Tangófélaginu opna faðminn og bjóða upp á tangómara- þon um helgina til styrktar átaki Krabbameinsfélags Íslands, Mottu mars – Karlmenn og krabbamein. Hany Hadaya, forsvarsmaður maraþonsins, segir tangó vera lífs- stíl sem auðvelt sé að ánetjast. Ólíkt flestum „fíknum“ er tangóinn aftur á móti heilsusamlegur og fallegur. „Tangómaraþon er því kærkomin gleði fyrir tangóunnendur og enn betra er síðan að geta látið gott af sér leiða dansandi. Þar að auki hef- ur vísindalega verið sýnt fram á að tangó er bráðhollur fyrir huga og líkama.“ Þriggja mínútna saga Dansaður verður argentínskur tangó sem Hany segir sérlega skemmtilegt að dansa og horfa á. „Tangó er tjáning sem byggist á ákveðnum sporum og kerfi sem er spunnið saman. Hver dans er sam- tal dansaranna og er í raun þriggja mínútna saga sem aldrei verður sögð aftur.“ Hany segir mikinn mun vera á evrópskum og argentínskum dansi. „Evrópski tangóinn, þar með talið sá finnski, er miklu stífari og líkist dansinum mars. Argentínski tangóinn er mýkri og glæsilegri og því miklu vinsælli.“ Ástríðufull einbeiting Um fimmtán manns koma frá út- löndum til að taka þátt í tangómara- þoninu. Hany segir að fyrir marga snúist lífið hreinlega um tangó. „Margir dansa tangó flest kvöld vik- unnar og fara í pílagrímsferðir til Argentínu. Þá eru tangómaraþon mikið í tísku núna og fullt af fólki sem ferðast heimshorna á milli til að dansa.“ Hany hlær þegar hann er spurður hvort þetta verði sveitt og ástríðu- þrungin skemmtun. „Sannleikurinn er sá að tangódansarar taka ekki einu sinni eftir því að verið sé að fylgjast með þeim því það sem virkar sem ástríða er frekar einbeiting dansaranna við að stíga ekki á tærn- ar hvort á öðru!“ Tangóplötusnúðar frá Svíþjóð og Danmörku munu sjá um tónlistina, en þeir hafa sérhæft sig í tangótónlist. Hany segir tangó- tónlistina afar heillandi. „Tónlistin frá gullaldartímabili tangósins 1920- 40 er einstök og verður mikið spiluð en einnig mun hljóma íslensk tangó- tónlist.“ Fyrstu sporin í maraþoninu verða stigin á föstudagskvöld í Iðnó kl. 20 og dansinn mun duna fram undir morgun. Á laugardeginum sveiflast fyrstu pörin frá hádegi til sjö um kvöldið og klukkan 20.30 verður dansinum haldið áfram fram til fimm um morguninn í Iðnó. Frá sunnudagshádegi dunar dansinn á ný til klukkan 19 í Ráðhúsi Reykja- víkur. Þeir sem ekki treysta sér í dans- inn geta keypt sér sérhannaðan tangómaraþonbol á 3.500 krónur, notið þess að horfa á tangóspunann, hlusta á tónlistina og styrkt í leið- inni gott málefni. Tangó er tjáning og lífsstíll  Tangómaraþon til styrktar átakinu Mottu mars – Karlmenn og krabbamein  Dansað alla helgina  Tangóunnendur frá öðrum löndum mættir í dansinn Morgunblaðið/Golli Hollur tangó Dansarar í Tangófélaginu á æfingu fyrir tangómaraþonið sem fram fer í Reykjavík um helgina. Í HNOTSKURN »Dansað alla helgina í Iðnóog Ráðhúsinu. »Aðgangseyrir er fallegurbolur sem kostar 3.500 kr. Allur ágóði rennur til Krabba- meinsfélagsins. »Tangófélagið er tíu ára ogeru dansfélagar um 100. »Dansað flest kvöld vik-unnar. www.tango.is. „ÞAÐ er jákvætt að öll strandríkin komi nú í fyrsta skiptið saman til að ræða framtíðarstjórn á makrílstofn- inum,“ segir Steinar Ingi Matthías- son, skrifstofustjóri í sjávar- útvegsráðuneytinu. Hann hefur síðustu tvo daga setið fund um heildarstjórnun makríl- veiða í norska bænum Álasundi ásamt fulltrúum frá Evrópusam- bandinu, Noregi og Færeyjum, auk þess sem Rússar eiga áheyrnarfull- trúa. Fundinum lýkur í dag og að sögn Steinars er ráðgert að boðað verði til framhaldsfundar, en ólík- legt megi telja að endanleg niður- staða í málinu fáist í dag. Meðal þess sem rætt er um er aflahámark, skipting afla, aðgang að lögsögu og eftirlit með veiðum. „Við förum fram á sanngjarna hlutdeild,“ segir Steinar, en Íslendingar hyggj- ast veiða 130 þúsund tonn af makríl á þessu ári. Komin að samninga- borðinu Býst við framhalds- fundi um makrílinn REKTORAR íslenskra háskóla lýsa yfir þungum áhyggjum af áætlunum um enn frekari niður- skurð til háskólamenntunar í land- inu. Þeir benda á að opinber fram- lög til háskólastigsins séu hlutfallslega miklu lægri hér en á hinum Norðurlöndunum. Rektorarnir telja augljóst að stórlega skert fjárframlög geri að engu uppbyggingu síðustu ára og veiki háskólakerfið einmitt nú þeg- ar brýnt sé að beita því til við- reisnar og endurbyggingar. Í sam- eiginlegri yfirlýsingu benda rektorar á að háskólarnir gegni lykilhlutverki í uppbyggingu og framþróun á öllum sviðum atvinnu- lífs og menningar. Áhyggjur af niðurskurði í háskólunum HUGMYNDIR eru uppi um stofnun Grænlandsseturs í Bolungarvík. Áformað er að stofna undirbún- ingsfélag um stofnun setursins í Náttúrugripasafni Bolungarvíkur á laugardaginn kl. 11. Að sögn Jónasar Guðmunds- sonar, sýslumanns og hvatamanns að stofnun undirbúningsfélagsins, yrði setrinu ætlað að safna fróðleik og munum tengdum Grænlandi og samskiptum Íslands og Grænlands í fortíð, nútíð og framtíð. Standa að kynningum og sýningarhaldi er tengjast Grænlandi, stuðla að aukn- um samskiptum íbúa landanna og eftir föngum að stunda rannsóknir tengdar grænlenskum málefnum. Jónas bendir á að Bolungarvík sé sá byggði staður hérlendis sem er hvað næstur Grænlandi, en loftlín- an á milli er 315 kílómetrar. Því þyki rétt að miða við að setrinu verði ætlaður staður í Bolungarvík. Allir sem áhuga hafa eru vel- komnir á stofnfundinn og geta þar gerst félagar. bjb@mbl.is Grænlandssetur í Bolungarvík? Grænland Ísbjörninn uppstoppaði í Náttúrugripasafni Bolungarvíkur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.