Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 12

Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 Eftir Unu Sighvatsdóttur una@mbl.is „MÉR finnst þetta mjög jákvætt skref sem þarna er tekið, mér sýnist að þær kröfur sem við höfum sett fram við stjórnvöld séu að flestu leyti ef ekki öllu til skila haldið,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðu- sambands Íslands. Gylfi segist í megindráttum ánægð- ur með þann aðgerðapakka sem ríkis- stjórnin kynnti í gær, þar sé að finna úrræði sem ASÍ hafi lengi mælt fyrir, s.s. frjálsa greiðsluaðlögun að norskri fyrirmynd. Þá líst honum vel á hug- myndir um nýtt embætti umboðs- manns skuldara. „Ég fagna því að efla eigi það starf sem hefur verið í Ráðgjafarstofu heimilanna. Við höfum talið það mjög mikilvægt að stofnanaleg umgjörð í kringum þetta sé skilvirkari og það sé unnið af meiri yfirsýn. Ég treysti því að í þessu frumvarpi verði gert ráð fyrir þeim fjármunum sem þurfa til að mæta þeim mikla fjölda heimila sem þurfa aðstoð.“ Mjög langt gengið, segir Gylfi Hvað varðar ummæli forsætisráð- herra að með aðgerðunum sé búið að ná utan um vandann segist Gylfi vilja hafa fyrirvara á því, fylgjast verði með hvernig fram vindur. „En ég er þeirr- ar skoðunar að það sé mjög langt gengið í því að mæta vandanum og vel að þessu staðið.“ Annar tónn er hinsvegar í Hags- munasamtökum heimilanna, sem telja við fyrstu sýn að ekki sé nógu langt fram gengið með aðgerðunum. „Það er athyglisvert að það eru fimm ráðuneyti sem koma þarna fram og þeim er mikið í mun að selja þá staðhæfingu að mikið hafi verið gert. Þarna er verið að slá svolítið um sig,“ segir Friðrik Ó. Friðriksson, formað- ur samtakanna. Umfang vandans vanmetið Samtökin meta það sem svo, byggt á talnagrunni Seðlabankans og skatta- gögnum 2008, að tugir þúsunda heim- ila séu á leiðinni í eða þegar komin í verulega greiðsluerfiðleika. „Þetta gæti verið af stærðargráðunni 45 þús- und heimili,“ segir Friðrik. „Miðað við það er svolítið sláandi að félagsmála- ráðherra sé ákaflega ánægður að nú sé einn og hálfur milljarður lagður til hliðar á greiðslujöfnunarleið, að 450 manns séu í greiðsluaðlögun og 350 manns komin í sértæka skuldaaðlög- un. Þetta eru um 800 manns sem nota þessi úrræði, en það eru tugir þús- unda heimila sem standa frammi fyrir gríðarlega þröngri stöðu.“ Friðrik er þeirrar skoðunar að úr- ræði ríkisstjórnarinnar séu ekki í samræmi við umfang vandans og leggur áherslu á að viðurkenna þurfi að forsendubrestur hafi orðið og ráð- ast í almenna leiðréttingu skulda. „Þarna eru innleidd úrræði sem eru vissulega réttarbót og skref í rétta átt, en taka engan veginn á því að forða fólki frá því að lenda í greiðsluerfið- leikum.“ Embætti umboðsmanns skuldara sé liður í sömu stefnu. „Fólk fer í gegnum þetta með betri réttarstöðu, en fer samt í gegnum þetta. Það á að þvinga verulegan hluta íslenskra fjöl- skyldna inn í nauðasamninga, sem þýðir að þúsundir íslenskra fjöl- skyldna munu búa við skert fjárræði um komandi ár.“ Langt gengið eða skammt?  Forseti Alþýðusambands Íslands er ánægður með aðgerðir ríkisstjórnarinnar  Hagsmunasamtök heimilanna segja að þvinga eigi fjölskyldur í nauðasamninga Gylfi Arnbjörnsson Friðrik Ó. Friðriksson Morgunblaðið/Ómar Nýjung Árni Páll kynnti frumvarp um greiðsluaðlögun að norrænni fyrirmynd, sem verður undir forræði félagsmálaráðherra en ekki dómsmálaráðherra. Með Árna á myndinni eru Ragna Árnadóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Jóhanna Sigurðardóttir og Gylfi Magnússon á blaðamannafundinum í gær. Eftir Hlyn Orra Stefánsson hlynurorri@mbl.is „Við trúum því að með þessu höfum við náð utan um vandann,“ sagði Jó- hanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra eftir að aðgerðir til að bregðast við skuldavanda heimilanna höfðu verið kynntar blaðamönnum í gær. Stefnt er að á annan tug nýrra að- gerða og úrræða sem að sögn Jó- hönnu mun þýða að ríkisstjórnin hafi frá hruni ráðist í um fjörutíu aðgerðir vegna skuldsetningar heimila. Meðal þess sem kynnt var á fund- inum er nýtt greiðsluaðlögunarfrum- varp að norrænni fyrirmynd, þar sem lögð eru til heildstæð lög um greiðsluaðlögun sem gilda um allar kröfur. Ríkisstjórnin lagði áherslu á að í frumvarpinu felst að greiðsluað- lögun færist frá dómsmálráðuneyti til félagsmálaráðuneytis, sem endur- spegli viðurkenningu á því að um fé- lagslegt úrlausnarefni sé að ræða. Jafnframt verður komið á fót emb- ætti umboðsmanns skuldara, sem mun hafa það hlutverk að gæta hags lántakenda og m.a. hafa milligöngu um samskipti við lánardrottna. Emb- ættið verður fjármagnað af lána- stofnunum, sem að sögn Árna Páls Árnasonar félagsmálaráðherra á að virka sem hvati fyrir slík fyrirtæki til að stunda „ábyrga lánastarfsemi“. Þá mun fjármálaráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, leggja til að hóf- legar niðurfellingar lána verði skatt- frjálsar en ekki stórfelldar niður- fellingar. Eftir er þó að skilgreina hvað telst vera stórfellt. Meðal nýrra aðgerða, kynntar af Rögnu Árnadóttur dómsmála- og mannréttindaráðherra, er að eigend- ur íbúðarhúsnæðis munu geta óskað eftir því að búa áfram í húsnæði í allt að tólf mánuði eftir nauðungarsölu, en greiða fyrir það húsaleigu. Þá mun hún leggja til að við nauðungarsölur verði markaðsverð eigna ávallt dreg- ið frá kröfu, en ekki það verð sem fékkst í uppboði, og einnig úrræði fyrir þá sem hafa setið frá því fyrir hrun uppi með tvær fasteignir en geta ekki selt. Reynt verður að draga úr vægi verðtryggingarinnar, m.a. með því að heimila Íbúðalánasjóði að bjóða óverðtryggð lán. Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra kynnir síðar í mánuðinum skýrslu um kosti og galla þess að afnema verð- tryggingu. Einnig vinnur Gylfi að breytingum sem miða að því að girða fyrir að hægt sé að leggja á skuldara innheimtukostnað sem ekki er til- greindur í reglugerð. Enn á eftir að fara yfir úrræði vegna bílalána, sem undanfarið hafa verið mikið í umræðunni. Sagði Árni Páll að unnið væri að úrlausn málsins í samstarfi við fjármögnunarfyrir- tækin. Telja sig nú hafa náð utan um skuldavanda heimila  Ráðherrar kynntu í gær á annan tug nýrra úrræða og aðgerða vegna skulda Í HNOTSKURN » Á fundi ráðherranna komfram að með því sem kynnt var í gær hefði ríkisvaldið gripið til 40 aðgerða vegna skuldavanda heimilanna frá hruni haustið 2008. » Ríkisstjórnin sagði margahafa nýtt sér úrræðin. Sem dæmi hefðu 45% verðtryggðra húsnæðislána verið greiðslu- jöfnuð en 42% gengis- tryggðra. » Nýju úrræðin, sem eru áannan tug talsins, verður byrjað að leggja fram í formi frumvarpa eftir helgi, og stefnt að því að öll hafi verið lögð fram fyrir 1. apríl. Dæmi um fyrirhugaðar aðgerðir Komið verður á fót embætti umboðsmanns skuldara sem á að gæta hagsmuna lántakenda Hóflegar niðurfellingar skulda verða skattfrjálsar, en stórfelldar niðurfellingar skattlagðar Fólki verður gert kleift að búa í húsnæði í 12 mánuði þrátt fyrir nauðungarsölu eða gjaldþrot Nýju kaupleigukerfi verður komið á fót hjá Íbúðalánasjóði með eignum sem sjóðurinn á Dregið verður úr vægi verðtryggingar með því að auka framboð af óverðtryggðu fjármagni „MÉR finnst þetta vera gam- alt vín á nýjum belgjum, það er verið að segja hluti sem löngu voru ákveðnir og frá aðgerðum sem gripið var til allt frá október 2008,“ segir Bjarni Bene- diktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins. „Í öðru lagi þá fyllist ég ekki bjartsýni um að nú séu hlut- irnir að fara að lagast þegar helsta hugmyndin er sú að koma á nýrri ríkisstofnun,“ segir Bjarni og vísar í embætti umboðsmanns skuldara. Hann segir auk þess nauðsynlegt að þegar aðgerðir sem þessar séu kynntar tali menn skýrt, en það geri ríkisstjórnin ekki, s.s. hvað varðar hugmyndir um skattlagn- ingu á niðurfellingu skulda. „Hvað er átt við með stórfelldum niður- fellingum? Ætla menn að gera þetta afturvirkt? Þetta er mjög óljóst og mér finnst þetta vera lítil skref miðað við umfang vandans eins og hann blasir við mér. Ég hef enga trú á því að þetta dugi til.“ „Hef enga trú á því að þetta dugi “ Lítil skref að lausn Bjarni Benediktsson „ÉG á eftir að skoða útfærsluna á þessum hug- myndum betur, en vil hinsvegar segja að það er þörf á því að fara í almennilegar leiðréttingar,“ segir Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Hreyfingarinnar. „Þetta er skref í rétta átt, en þetta er ekki nóg. Ef við eigum að upplifa samfélagið okkar sem réttlátt þá verða að koma til al- mennar leiðréttingar, því það varð hérna algjör forsendubrestur.“ Mar- gréti líst hinsvegar vel á hugmyndir um umboðsmann skuldara og eins að komið verði á kaupleigukerfi hjá Íbúðalánasjóði. „Það er eitt og ann- að jákvætt í þessu, en mér finnst ekki nógu langt gengið.“ Enn þörf á leiðréttingu Margrét Tryggvadóttir Fermingartertur að hætti Jóa Fel 15% afsláttur af kransaturnum og fermingarbókum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.