Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 18

Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 18
18 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 MARGIR hundeigendur kannast við þann vanda að gæludýrið er ekki alltaf hrifið af því að fara í bað. En nú hefur japanskt fyrirtæki hafið framleiðslu á þvottavél sem fullyrt er að nota megi til að þvo bæði hunda og ketti, segir í frétt Jyllandsposten. Framleiðendur staðhæfa að vélin geti ekki gert dýr- inu nokkurn skaða. Vatnið getur ekki orðið meira en 35 gráðu heitt, þvotturinn tekur 35 mínútur. Dýraverslunin Dog World í Tókýó er þegar búin að festa kaup á vél. „Ég prófaði hana fyrst sjálf til að vera viss um að hún væri þægileg og örugg fyrir dýrið,“ sagði Ayana Tada sem vinnur hjá Dog World. Ekki kemur skýrt fram í fréttinni hvort starfs- maðurinn hætti eigin lífi og fór sjálfur í vélina. Vélin kostar aðeins 10 dollara eða tæpar 1.300 krónur. Aðeins hafa verið framleiddar 10 vélar til þessa en fyrirtækið segir markaðinn stóran. Hundar og kettir þvegnir í vél Tárhreinn! FÓLK sem leggur sig fram um að haga sér rétt, séð með augum um- hverfisverndarsinna, og bjarga plánetunni með því að forðast of- neyslu og mengandi lífshætti virðist oft hneigjast til þess að bæta sér upp fórnirnar með því að drýgja aðrar syndir, segir í grein í Guardian. Þannig fólk sé t.d. vont við annað fólk, steli og svindli. Vitnað er í grein í ritinu Psycho- logical Science eftir tvo kanadíska sálfræðinga, Ninu Mazar og Chen- Bo Zhong, sem hafa rannsakað mál- ið með tilraunum og segja niður- stöðurnar hafa komið sér mjög á óvart. „Góð hegðun getur í kjölfar slíkrar hegðunar orðið heimild til að haga sér andfélagslega og á siðlaus- an hátt,“ segir í grein þeirra. Rannsóknin leiddi í ljós að þeir sem keyptu svonefnda „græna“ framleiðslu voru síður reiðubúnir að deila tiltekinni fjárhæð með öðrum en þeir sem keyptu venjulega fram- leiðslu. Þegar fyrrnefnda fólkið fékk tækifæri til að auðgast með því að svindla í tölvuleik nýtti það tæki- færið og nýtti einnig tækifæri til að ljúga sig frá svindlinu. Hinir féllu ekki fyrir freistingunni. kjon@mbl.is Græn en alls ekki endilega væn STUÐNINGSMENN stjórnarandstæðinga í Mið-Asíu- lýðveldinu Kirgisistan mótmæla versnandi kjörum á útifundi í höfuðborginni Bishkek í gær. Bæði Rússland og Bandaríkin hafa nú herstöðvar í Kirgisistan sem var eitt Sovétlýðveldanna í stjórnartíð kommúnista. Það hlaut fullt sjálfstæði þegar Sovétríkin leystust upp árið 1991en lýðræðið stendur þar ekki traustum fótum og fátækt er mikil meðal almennings. Reuters Kirgisar ósáttir við versnandi lífskjör Á útifundi í Bishkek Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍRAR hafa efnt til samkeppni um tillögur að nýjum viðskipta- hugmyndum sem leitt geti af sér ný störf, fært þjóðinni aftur „vel- líðunartilfinninguna“ og beint henni á rétta braut, segir í frétt BBC. „Þetta snýst um að finna nýjar leiðir til að vinna og hugsa, leiðir sem munu skapa atvinnu í erfiðu efnahagsumhverfi,“ segir Shona O’Neill, sem stýrir framtakinu er nefnist Your Country, Your Call. Þegar hafa borist um 3.000 til- lögur inn á vefsíðuna þar sem hægt er að leggja fram Stóru hugmyndina, An Smaoineamh Mor, eins og hugtakið er nefnt á gelísku. Orka úr kúahlandi? Fjölbreytnin er mikil, sumar tillögunar eru frumlegar, aðrar svolítið meira en frumlegar. Einn vill að allt Írland verði gert að einum, risastórum skemmtigarði. Aðrir eru hófsamari, einn vill t.d. reisa margar vindmyllur, annar vill að hland úr nautgripum verði notað til að framleiða orku. Hugmyndin að samkeppninni er komin frá Martin McAleese, eiginmanni Mary McAleese for- seta og hlaut fjárstyrk frá stjórn- völdum í Dublin. Ýmis fyrirtæki hafa hlaupið undir bagga og stutt málið með peningum og annarri hjálp. Keppninni lýkur í apríl en vinningshafar verða valdir í september. Tvær hugmyndir verða verðlaunaðar og fær hvor vinningshafi 100 þúsund evrur, um 17 milljónir króna, en einnig 500 þúsund evrur til að þróa hug- myndina betur. Nú skal öllum bölmóðnum loks vísað á dyr  Írar beðnir um tillögur sem færi fólki aftur „vellíðunartilfinninguna“ Mary McAleese Martin McAleese Í HNOTSKURN »Írland hefur verið sjálf-stætt lýðveldi frá 1949, íbúarnir eru um 4,5 milljónir. »Norður-Írland er hins veg-ar hérað í Breska kon- ungsríkinu, íbúarnir eru um 1,8 milljónir. –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Morgunblaðið gefur út sérblað tileinkað páskahátíðinni farið verður um víðan völl og komið inn á við- burði páskahelgarinnar. Girnilegar uppskriftir af veislumat og öðru gómsætum réttum ásamt páskaskreytingum, páskeggjum, ferðalögum og fleira. MEÐAL EFNIS: Páskamatur Sælkerauppskriftir Páskaskreytingar Ferðir innanlands Skíðaferðir Viðburðir um páskana Börn og páskar Páskegg. Ásamt fullt af fróðleiksmolum og spennandi efni Pás kab laði ð NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Páskablaðið PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 22. mars. Bröns með öllu að hætti Jóa Fel -þarf að panta með dags fyrirvara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.