Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 19
Fréttir 19ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
AÐDÁENDUR Thaksin Shinawatra, hins brottrekna
forsætisráðherra Taílands, sletta mannablóði úr plast-
pokum á hliðið á húsi Abhisit Vejjajiva, núverandi for-
sætisráðherra, í Bangkok í gær. Áður hafði þeim tekist
að brjótast í gegnum raðir lögreglumanna sem gættu
hússins en hleyptu loks nokkrum mótmælendum að
hliðinu. Ráðherrann og fjölskylda hans voru ekki í hús-
inu.
Þúsundir manna tóku þátt í aðgerðunum sem hafa
staðið í fjóra daga og er markmiðið að þvinga Abhisit
til að boða til nýrra þingkosninga.
Þótt tugþúsundir manna hafa tekið þátt í mótmæl-
unum hafa þau farið friðsamlega fram. Thaksin er í út-
legð en sýndar hafa verið myndir af honum á stórum
sjónvarpsskjám og hann flutt þannig ávörp til almenn-
ings á útifundum.
Reuters
BLÓÐUGT EN ENGINN MEIDDIST
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
HART er nú sótt að stjórnvöldum í
Kína sem sögð eru auka á efnahags-
vanda annarra ríkja með þvi að
halda gengi gjaldmiðilsins, júansins,
óeðlilega lágu. Ljóst er að lágt geng-
ið gerir kínverskar útflutningsvörur
ódýrari en ella. En keppinautar Kín-
verja á mörkuðum eru ekki hrifnir.
Kínverjar eru sakaðir um að mis-
beita gengisskráningarvaldi sínu og
öðlast þannig forskot.
Margir bandarískir stjórnmála-
menn og leiðtogar stéttarfélaga
krefjast þess að reynt verði að hamla
gegn innflutningi sem hreki dýrari,
innlendan varning af markaðinum.
Neytendur hugsa flestir meira um
budduna en innlendu verksmiðju-
störfin sem tapast. Þess vegna er
krafist opinberra aðgerða til að
vernda innlendu störfin, jafnvel tolla
og annarra innflutningshamla.
AGS styður Bandaríkjamenn
Ríkisstjórn Baracks Obama hefur
þegar látið að hluta undan þessum
kröfum, m.a. með sérstökum álögum
á innflutta hjólbarða frá Kína.
En fullyrt er að hátt gengi júans-
ins tefji nú fyrir bata í efnahag
Bandaríkjanna. Í gær tók Alþjóða-
gjaldeyrissjóðurinn, AGS, undir með
ráðamönnum í Washington. „Gengi
[júansins] er allt of lágt skráð,“ sagði
Dominique Strauss-Kahn, yfirmaður
AGS. Þar sem nú væri að komast aft-
ur á jafnvægi í efnahag heimsins
væri rökrétt að gengið hækkaði.
Að sögn Financial Times hvetja
Kínverjar nú fjölþjóðleg fyrirtæki til
að styðja sig í baráttunni gegn
verndaraðgerðum af hálfu Banda-
ríkjastjórnar. Yao Jian, talsmaður
ráðuneytis viðskipta í Peking, sagð-
ist vona að „bandarísk fyrirtæki með
starfsemi í Kína“ legðu sig fram um
að ýta undir alþjóðaviðskipti og berj-
ast um leið gegn verndarstefnu.
Heimta að Kínverj-
ar lækki gengið
Stjórn Obama segir lága gengið tefja fyrir efnahagsbatanum
Í HNOTSKURN
»Þingmenn vestra vilja látakæra ríki sem skrá gengið
allt of lágt á vettvangi Heims-
viðskiptastofnunarinnar.
»En hærra gengi júansinsgæti hins vegar hækkað
verðlag í Bandaríkjunum.
Fjárfestirinn
og hagfræð-
ingurinn Jim
Rogers telur
líklegt að dag-
ar evrunnar
verði taldir eft-
ir 15-20 ár.
Kom þetta
fram í viðtali
CNBC við Rogers í gær.
Hann minnti á að menn hefðu
áður gert tilraunir með mynt-
bandalög en þær hefðu mistek-
ist. Danski fréttavefurinn
epn.dk rifjar í því sambandi upp
Skandinavíska myntbandalagið
frá 1873. Að því stóðu Svíþjóð
og Danmörk og 1876 bættist
Noregur við en bandalagið
leystist í reynd upp í fyrri
heimsstyrjöld.
Rogers segir að menn verði
að láta Grikkland fara í gjald-
þrot, þá muni þjóðir heims
sannfærast um að evran sé „al-
vöru gjaldmiðill“.
Evran ekki langlíf?
Jim Rogers
Fáðu úrslitin
send í símann þinn
Útsölumarkaður Verðlistans
...opnar í dag í Ármúla 44 (áður HP húsgögn). Opið mán.-fös. kl. 12-18