Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 21
hrekkjum og einelti og hvað börn
geta gert ef þau eða aðrir verða fyr-
ir einelti,“ segir Guðrún og tekur
fram að sökum þessa falli námsefnið
vel að Olweusar-áætluninni gegn
einelti.
„Í fimmta þættinum er rætt um
breytingar, jafnt stórar sem smáar.
Mesta og erfiðasta breytingin er
þegar einhvern nákominn deyr.
Þótt fullorðnum þyki oft erfitt að
tala um dauðann þá sýna rann-
sóknir að það sama á ekki við um
ung börn. Þau fagna tækifærinu
sem þarna gefst til að ræða á opin-
skáan hátt um efni sem vefst fyrir
mörgum fullorðnum.
Sem lið í kennslunni er farið í
vettvangsferð í kirkjugarð, en tekið
skal fram að kennsluefnið er ekki
trúarlegt,“ segir Guðrún og bendir
á að mjög mikilvægt sé að náms-
efnið sé kennt í réttri röð þannig að
nauðsynlegur undirbúningur sé fyr-
ir hendi þegar komi að þessum
þætti námsefnisins. Í sjötta þætti
kennslunnar er unnið með allt það
sem á undan er komið auk þess sem
börnunum er veitt viðurkenning
fyrir þátttökuna.
Morgunblaðið/hag
Rætt um sorgina og aðskilnað
Guðni Már Harðarson, prestur í
Lindaprestakalli, tekur á móti nem-
endum annars bekkjar Vatnsenda-
skóla í vettvangsferð um kirkju-
garðinn vegna Vina Zippýs.
Daglegt líf 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
VINIR Zippýs er alþjóðlegt for-
varnarverkefni á sviði geðheilsu
fyrir börn sem Lýðheilsustöð
hleypti af stokkunum árið 2005.
Námsefnið var upphaflega þróað
og forprófað í Danmörku á árunum
1998-1999 og frekari forprófun og
innleiðing fór fram í Danmörku og
Litháen árin 2000-2001.
Árið 2002 tóku bresku góðgerð-
arsamtökin Partnership for Child-
ren við verkefninu og sjá þau um
útbreiðslu þess. Námsefnið er í dag
kennt í leik- og grunnskólum í 16
löndum, en þau eru auk Íslands,
Bandaríkin, Brasilía, Bretland,
Danmörk, Frakkland, Holland, Ind-
land, Írland, Kanada, Kína, Lithá-
en, Máritíus, Noregur, Pólland og
Singapúr.
Alls hafa um 420 kennarar frá
alls 91 leik- og grunnskóla hér-
lendis sótt námskeið í því hvernig
kenna eigi námsefnið um Vini Zipp-
ýs. Í mars 2008 sóttu 20 starfsmenn
Barna- og unglingageðdeildar
Landspítalans námskeið sem nýtist
yngstu skjólstæðingum deild-
arinnar til að efla tilfinningaþroska
þeirra og félagsfærni.
Að minnsta kosti 6.500 nemendur
hérlendis hafa nú þegar kynnst
Zippý og vinum hans, en á heims-
vísu má reikna með að nemendur
skipti hundruðum þúsunda.
Námsefnið er þróað fyrir 5-7 ára
gömul börn en hægt er að nota efn-
ið aftur og aftur, en þá sjá nem-
endur oft aðra fleti á efninu í sam-
ræmi við aukinn þroska.
Vinir Engisprettan Zippý í hópi vina. Teikningin er hluti af námsefninu.
Kennt í 16 löndum
Glæsilegar nýjar vörur
Kvenfatnaður Vor 2010
M
b
l1
17
80
95
Hæðasmára 4
- Í sama húsi og Bílaapótek fyrir ofan Smáralind
Símar 555 7355 - www.selena.is
NÝTT KORTATÍMABIL