Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 24

Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 24
24 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 ÞAÐ ERU örlög heimsins að þar sem sólin er björtust er skuggahliðin svörtust hvar ógæfan sneypist í afkimum og bíður fær- is. 1. Það eru nöpur for- lög vinstriflokkanna sem lögleiddu kvóta- kerfið, sem öll Evrópa öfundar okkur af, að vera haldnir þeirri meinloku að þurfa nú að rífa þetta fiskveiðistjórn- unarkerfi til grunna þegar mest ríður á fyrir landsmenn að hagnýta það sem best. 2. Upphaf kvótans var það að minnka þurfti fiskveiðar á Íslands- miðum í kjölfar „kolsvörtu skýrsl- unnar“. Í stað sóknardaga fengu út- gerðir aflakvóta, sem voru skilgreindir með hliðsjón af afla- reynslu á tileknu tímabili. Síðan hefur þessi kvóti verið minnkaður alla tíð fram á þennan dag. 3. Árið 1990 var svo komið að það lét nærri að skipta þyrfti aflakvóta og sóknardögum á milli 2.700 útgerða, þannig að þessir örfáu voru 2.700, þegar allt of margir voru að veiða of mikinn fisk af þverrandi fiskstofnum, með allt of miklum tilkostnaði. 4. Síðan hefur útgerðum fækkað mikið og undanfarið hafa 700-800 skip haft langtímakvóta. 5. Hagnaðinn sem myndaðist við kvótakerfið hefur útgerðin sjálf skap- að með því að kaupa aðrar útgerðir og fækka skipum, með meiri vöru- vöndun, betri markaðssetningu, minni kostnaði við veiðar og mikilli fjárfestingu. 6. Hagnaður útgerðarinnar er kominn inn í verðmæti kvótanna og myndi tapast til ríkisins ef kvótarnirir yrðu afskrifaðir til ríkisins bótalaust. 7. Forsenda árangurs er að kvót- arnir séu framseljanlegir, því aðeins þannig getur útgerðin lagað rekstur sinn að þeim heildarafla, sem ákveðinn er hverju sinni. 8. Framleiðsluverð- mæti útgerðarinnar til hagkerfisins er nú meira en nokkru sinni fyrr, þrátt fyrir að þorskaflinn sé nú helm- ingi minni að magni. 9. Guðrún Gauks- dóttir lagaprófessor rit- ar í afmælisbók Guð- rúnar Erlendsdóttur hæstaréttardómara: „Það er niðurstaða mín að afla- heimildir út af fyrir sig teljast í ljósi núverandi réttarstöðu eign í skilningi 72. gr. eignarréttarákvæðis stjskr.“ 10. Fyrsta grein fiskveiðistjórn- arlaganna nr. 38/1990 er svo veik og óskýr að hún er óbrúkleg til að breyta meginreglu íslensks réttar. 11. Fyrsta greinin hljóðar svo: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Nytjastofnar, fiskur í sjó, vötnum og ám er ekki eign. Enginn á fiskinn í sjónum, hvorki ríkið né aðrir, fyrr en búið er að veiða hann. Útgerðarmenn og landeigendur eiga aðeins aflakvóta eða veiðirétt. 12. Óveiddur fiskur í sjó getur ekki verið sameign eins eða neins. Sam- eign íslensku þjóðarinnar er mark- leysa. Sameign að lögum er eign sem tveir eða fleiri eiga saman í ákveðnum hlutföllum þar sem hver eigandi hef- ur eignaraðild að sínum hlut. 13. Þjóð getur ekki verið aðili að eign eða eignarréttindum sbr. rit- smíðar lagaprófessoranna Sigurðar Líndals og Þorgeirs Örlygssonar. 14. Þar sem (a) nytjastofnar geta ekki verið eign, (b) sameign er rang- nefni á efninu og (c) þjóð getur ekki verið eigandi er fyrsta grein laganna alltof veik til að hún geti hnekkt stór- mikilvægum hagsmunum lands- manna bótalaust. 15. Sú tillaga sem kemst næst því að gera kvótana að þjóðareign er til- laga Péturs H. Blöndals alþing- ismanns. Hann leggur til að árlega verði öllum landsmönnum, hverjum og einum, úthlutað jöfnum fiskveiði- heimildum sem þeir geti síðan selt hæstbjóðandi útgerð. Sannast sagna hefur enginn stjórnmálamaður annar né talsmaður þjóðareignar tekið undir þessa hugmynd Péturs. Það sýnir betur en nokkuð annað að það hefur aldrei staðið til að þjóðin eignist þessi verðmæti. Allt tal um þjóðareign er aðeins yfirvarp. Markmiðið er ríkiseign án bóta. 16. Regla sem felst í því að menn kaupi stórkostleg verðmæti án þess að eignast þau vegna þess að ríkið eigi þau eftir sem áður og geti tekið þau til baka bótalaust er brenglun, sem skapa myndi óþolandi réttar- óvissu. Raunveruleikinn ratar aðrar leiðir. 17. Margt hefur verið bent á sem betur mætti fara í íslenskri útgerð, en fyrning kvótanna leysir engan vanda en skapar ný og enn meiri vandræði og ófrið. Verðmæti kvóta í bókum íslenskr- ar útgerðar er 200-300 milljarðar króna. Þetta eru altof stórir og alvarlegir hagsmunir til að fikta með í tilrauna- skyni af hugsjónaástæðum eða til að efna vanhugsuð pólitísk loforð. Meira: mbl.is/greinar Kjarninn undir yfirborði kvótaumræðunnar Eftir Jóhann J. Ólafsson »Margt hefur verið bent á sem betur mætti fara í íslenskri út- gerð, en fyrning kvót- anna leysir engan vanda en skapar ný og enn meiri vandræði og ófrið. Jóhann J. Ólafsson Höfundur er fv. formaður Versl- unarráðs Íslands. ÞVÍ MIÐUR, eins og mál hafa þróast undanfarið, hafa kjör almenns launafólks verið skert á öllum sviðum. Laun og fé- lagsleg réttindi. Þá hefði maður haldið að verkalýðsfélög og stéttarfélög hvettu fólk til stéttabaráttu og samstöðu um sín kjör! Það er ekki gert af þeim sem telja sig vera í forustu fyrir launafólk. Maður spyr sig, er búið að drepa niður alla stéttabaráttu og hvers vegna? Þegar sameining verkalýðfélaga hófst almennt fyrir 10-15 árum stækkuðu félögin mjög mikið, mörg hver alltof mikið. Við það minnkuðu félagsleg tengsl og samgangur fólks- ins innan félaganna. Þegar Verka- mannafélagið Dagsbrún, Verka- kvennafélagið Framsókn og fleiri félög voru starfandi, þá hittust fé- lagsmenn á fundum og skiptust á skoðunum. Þá komu félagsmenn einnig saman á skrifstofum félag- anna og skiptust á skoðunum. Þetta er liðin tíð, því miður. Það er grátleg þróun, sem verður að snúa við. Allt átti að vera miklu betra þegar félög- in stækkuðu og stækkuðu. En í dag er enginn hvatning hjá þeim sem teljast vera í forystu fyrir þessi fé- lög. Ekki eru haldnir fundir eða hvatt til félagslegrar baráttu fólks fyrir réttindum sínum, hvorki bar- áttu gegn atvinnuleysi eða almennum kjörum. Sú forusta sem er fyrir almennt launafólk hef- ur dansað með „mammoni“ og útrás- arliðinu og hefur engan baráttuvilja eða hug- sjón fyrir stéttabar- áttu. Þetta er stað- reynd. Forusta margra fé- laga tekur þátt í því með atvinnurekendum að reyna á allan hátt í gegnum lífeyrissjóðina að skerða þau réttindi sem fólk hefur þar áunnið sér, hvort sem það eru ellilíf- eyrisþegar eða öryrkjar. Rökin hafa alltaf verið þau sömu, það mátti ekki nota fjármagn sjóðanna, það þurfti að ávaxta þá betur fyrir framtíðina, þetta voru rök sem voru notuð fyrir 20 árum og eru enn notuð, ekki síst af þeim eiga að heita fulltrúar launa- fólks í stjórnum sjóðanna. Er fram- tíðin ekki komin? Hvenær kemur hún? Tugir milljarða hafa farið í sukk og fjárfestingar sem hafa tapast. Þá var allt í lagi að nota okkar eignir í sjóðunum. Í sukkið með liðinu sem ætlaði að græða svo mikið. Voru það hagsmunir okkar? Nei, aldeilis ekki. Þessi sama forusta situr enn í sínum stólum, sem fulltrúar okkar, og ber enga ábyrgð. Það er tími til kominn að verkalýðsforustan fari að taka til í eigin herbúðum! Það verður ekki gert með þeim öflum sem stjórna þar nú. Það er verið að heimta lýð- ræði og opnara samfélag. Það gerist ekki ef hinn almenni félagsmaður í stéttarfélögum, sem teljast eigendur lífeyrissjóðanna, fær ekki að koma að ákvörðunartöku innan sjóðanna, hvað þá að kjósa stjórnir þeirra. Félagsmenn verkalýðsfélaganna verða að knýja fram breytingar. Það verða að vera fundir í félögunum og félagsmenn verða að mæta og berj- ast fyrir sínum kjörum. Ef við ger- um það ekki þá gerir það enginn fyr- ir okkur. Fólkið í félögunum vill breytingar, það verður ekki gert með sitjandi forustu félaganna sem eru innan ASÍ. Sú forusta hefur sannað sig, hún hefur ekkert gert til að hvetja fólk til samstöðu. Það er enginn hug- ur, hugsjón eða vilji hjá henni til þess að hvetja sína félagsmenn til baráttu, eins og þarf. Hennar tími er liðinn. Fólkið í félögunum verður að vera tilbúið að standa saman, knýja fram breytingar og vera tilbúið til að gera hlutina sjálft og taka að sér for- ustu félaganna. Það er einmitt núna sem er mikil þörf fyrir sterk og öflug stéttarfélög. Fólk þarf að standa saman. Það er samstaðan sem hvet- ur fólk til verka og baráttu. Stéttabaráttan er engin og verkalýðsforustan horfin og týnd Eftir Þóri Karl Jónasson » Fólkið í félögunum vill breytingar, það verður ekki gert með sitjandi forustu félaganna sem eru innan ASÍ. Þórir Karl Jónasson Höfundur er námsmaður. ÁRIÐ 1918 voru söguleg tímamót í sjálfstæðisbaráttu Ís- lendinga, en þá varð Ís- land frjálst og fullvalda ríki. Ísland hefur því verið fullvalda í 92 ár, þó svo að það hafi ekki orðið lýðveldi fyrr en 17 júní 1944, en segja má að sjálfstæðisbar- áttu Íslendinga hafi þá formlega lokið. Nú þegar ríkisstjórn Íslands hefur formlega sóst eftir aðild að Evrópu- sambandinu hefur baráttan um sjálf- stæði Íslendinga verið endurvakin. Forsendur upptöku evru Margir stjórnmálamenn á Íslandi hafa haldið því fram að innganga í Evrópusambandið muni bjarga Ís- landi úr þeirri efnahagskreppu sem við glímum við. Það er ekki alls- kostar rétt, þar sem Ísland þarf að uppfylla ákveðin skilyrði um efna- hagslega samleitni, svokölluð Maas- tricht-skilyrði, áður en evran er tek- in upp. Kveðið er á um Maas- tricht-skilyrðin í Maasticht-sátt- málanum sem er einn af grunn- sáttmálum ESB og voru þau sett sem viðmið til að draga úr hættunni á að efnahagslegt áfall í einu ESB- ríki hefði áhrif á annað ríki innan Evrópusambandsins. Í þeim ströngu skilyrðum sem hér um ræðir felst meðal annars:  að verðbólga ríkis sé ekki meiri en 1,5% yfir meðaltal verðbólgu hjá þeim þremur ríkjum ESB sem hafa lægstu verðbólguna.  að langtíma stýrivextir séu ekki hærri en 2% hærri í þeim þrem- ur evruríkjum þar sem verðlag er stöðugast.  að halli ríkissjóðs fari ekki yfir 3% að vergri landsframleiðslu.  að heildarskuldir ríkissjóðs séu undir 60% af vergri landsfram- leiðslu.  aðild að gengissamstarfi Evr- ópu (ERM II) í tvö ár án gengisfell- ingar og gengi gjaldmiðils innan ákveðinna vikmarka. Rangfærslur stjórnmálamanna Miðað við það efnahagsástand sem ríkir á Íslandi í dag er engin leið fyrir ís- lensk stjórnvöld að standa við setta skil- mála. Því er ljóst að þrátt fyrir inngöngu Ís- lands í Evrópusam- bandið mun upptaka evrunnar taka nokkur ár, þ.e.a.s. þar til efna- hagur Íslands hefur rétt úr kútnum. Af þessu má álykta að stjórnmálamenn sem mæla fyrir aðild að Evrópusambandinu með þessum rökstuðningi hafa rangt fyrir sér. Hér eru engar skyndilausnir á ferð, þó vissulega þurfi að lækka vexti og ná niður verðbólgu. Evran er engin lausn Framtíðin er björt, Íslendingar eiga gríðarlegt magn auðlinda sem eru jú í þjóðareign. Með inngöngu í ESB þurfa íslensk stjórnvöld að af- sala yfirvaldi yfir auðlindum okkar til Evrópusambandsins. Íslendingar eiga stóran hluta í svokölluðu Dreka- svæði, sem talið er að geymi gríð- arlegt magn olíu. Ef Íslendingar finna þar olíu á efnahagur okkar jafnvel mun meiri samleið með norsku krónunni en evrunni en auð- vitað er rétt að íhuga aðra kosti og skoða aðra gjaldmiðla að auki. Ís- lendingar eru vinnusöm og hug- myndarík þjóð sem hefur hingað til komist yfir allar þær hörmungar sem yfir hana hafa dunið í gegnum aldirnar. Það er sjálfsbjarg- arviðleitni, hugmyndaauðgi, dugn- aður og bjartsýni sem mun koma okkur í gegnum þessa kreppu en ekki evran. Evran engin skyndilausn Eftir Janus Arn Guðmundsson » Það er sjálfsbjargar- viðleitni, hugmynda- auðgi, dugnaður og bjartsýni sem mun koma okkur í gegnum þessa kreppu en ekki evran. Janus Arn Guðmundsson Höfundur er stjórnmálafræðinemi í HÍ og stjórnarmaður í Ísafold – félagi ungs fólks gegn ESB-aðild. SEXTÍU ár eru ekki langur tími í þróunarsögu vestrænnar tón- listar. Það sama gildir um alda- gamlar hefðir og sögu sinfón- íuhljómsveita á meginlandi Evr- ópu. Hins vegar eru sextíu ár langur tími í íslenskri tónmenningarsögu. Undirritaður hefur verið svo lánsamur að geta fylgst náið með þróun hljómsveit- arinnar í hartnær þrjátíu ár. Þessi ár, sem liðið hafa hratt, hafa verið ævintýri líkust, því slíkar hafa fram- farirnar verið. Hver getur verið ástæðan fyrir þessu? Ég tel að þarna hafi haldist í hendur miklir hæfileikar, góð undir- stöðumenntun í tónlist hér heima og framhaldsnám erlendis í virtum tón- listarháskólum. Margar erlendar stórstjörnur, sem komið hafa fram á tónleikum hljómsveitarinnar, hafa látið í ljós undrun yfir gæðum henn- ar og hvernig það sé mögulegt að ná slíkum árangri í rúmlega þrjúhundr- uðþúsund manna þjóðfélagi. Margar upptökur hljómsveit- arinnar hafa fengið lofsamlega dóma í virtum erlendum tónlistar- tímaritum og svona mætti lengi telja. Viðgangur og vöxtur Sinfón- íuhljómsveitar Íslands, flaggskips íslenskrar tónlistarmenningar, er okkur öllum mikið gleðiefni og hlýt- ur að sannfæra okkur um sem þjóð, hvers við erum megnug. Það er líka gott til þess að vita að nú hillir undir opnun Tónlistarhússins, þar sem Sinfóníuhljómsveitin fær loksins verðugt starfsumhverfi. Persónulega vil ég nota tækifærið og þakka innilega fyrir margar „stjörnustundir“ á tónleikum SÍ á liðnum árum. Með hjartanlegum ham- ingjuóskum með árin sextíu. GUNNAR KVARAN sellóleikari, prófessor við tónlist- ardeild Listaháskóla Íslands. Afmæliskveðja til Sinfóníuhljómsveitar Íslands Frá Gunnari Kvaran Gunnar Kvaran BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.