Morgunblaðið - 18.03.2010, Page 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
✝ Halldór Ólafssonfæddist í Gimli,
Hvallátrum hinn 15.
nóvember 1932.
Hann lést á Landspít-
alanum að kvöldi 9.
mars. Foreldrar Hall-
dórs voru Anna Egg-
ertsdóttir, f. 15.4.
1894, d. 16.5. 1962,
og Ólafur H. Hall-
dórsson, f. 1.9. 1893,
d. 29.11. 1965. Systir
Halldórs var Björg
Ólafsdóttir, f. 7.11.
1927, d. 26.3. 1994.
Árið 1955 kvæntist Halldór
Öddu Sigurlínu Hartmannsdóttur
frá Lyngholti, Ólafsfirði, f. 13.1.
1937, d. 2.1. 2008. Foreldrar henn-
ar voru Hartmann Pálsson, f. 5.1.
1908, d. 5.7. 1983, og María Anna
Magnúsdóttir, f. 17.11. 1909, d. 5.4.
1999.
Halldór og Adda eignuðust sex
1972, saman eiga þau synina Oli-
ver og Nickolaj. Halldór átti tvö
langafabörn.
Halldór ólst upp á Hvallátrum
við Látrabjarg fram á unglingsár.
Fimmtán ára gamall tók hann þátt
í björgun enska togarans Dhoon,
sem strandaði við Látrabjarg árið
1947. Að lokinni skólagöngu við
Héraðsskólann á Núpi fékkst hann
við ýmis störf fyrir vestan, en
flutti síðan suður þar sem hann
kynntist Öddu. Halldór og Adda
hófu sinn hjúskap árið 1955 í
Ólafsfirði, þar sem Halldór starf-
aði lengi til sjós og með eigin trillu
en síðar við ýmis verkamannastörf
í landi. Árið 1971 fluttu Halldór og
Adda með barnahópinn suður til
Reykjavíkur, en frá árinu 1977
bjuggu þau í Kópavogi. Fyrir
sunnan starfaði Halldór m.a. hjá
Sólningu og Sambandinu, en síð-
ustu starfsárin vann hann við af-
greiðslu hjá Skeljungi og síðar hjá
Olíufélaginu.
Útför Halldórs fer fram frá
Kópavogskirkju í dag, 18. mars
2010, og hefst athöfnin kl. 13.
börn. 1) Anna María,
f. 7.3. 1955. 2) Ólaf-
ur, f. 10.1. 1957, sam-
býliskona hans er
Anna Sigríður
Pálmadóttir, f. 8.6.
1968, og saman eiga
þau börnin Öddu
Maríu, Daníel Ísak og
Önnu Láru, fyrir átti
Ólafur börnin Berg-
þóru og Halldór. 3)
Logi, f. 14.11. 1960,
maki hans er Guð-
finna Brynjólfsdóttir,
f. 22.4. 1963, saman
eiga þau börnin Hjördísi, Halldór
Loga, Bryndísi og Svandísi. 4)
Hartmann Páll, f. 19.1. 1969. 5)
Ásdís, f. 18.4. 1970, maki hennar
er Magnús Þór Hrafnkelsson, f.
29.11. 1968, saman eiga þau börn-
in Sölva Má, Hlyn og Heiðu Maríu.
6) Auður, f. 28.11. 1973, maki
hennar er Jens Letager, f. 4.1.
Elsku pabbi.
Takk fyrir allar góðu stundirnar
með þér. Takk fyrir ástríkið sem þú
veittir okkur. Þú varst stoð okkar og
stytta. Þú varst allra manna hugljúfi.
Betri föður er ekki hægt að hugsa
sér.
Mikið söknum við þín.
Anna María, Ólafur, Logi, Hart-
mann Páll, Ásdís og Auður.
Það var á vordögum árið 1941 á
Patreksfirði þar sem ég undirritaður
5 ára var að alast upp að ákveðið var
að senda mig í sveit að Hvallátrum til
hjónanna Önnu Eggertsdóttur og
Ólafs Halldórssonar sem bjuggu á
bænum Gimli ásamt börnum sínum
Björgu og Halldóri. Ég kom að Látr-
um með vélbátnum Kóp BA-222.
Bátnum var lagt við akkeri og róið í
land með pramma. Í lendingunni
stóðu nokkrir krakkar í hóp og hjálp-
uðu við að draga prammann á þurrt.
Er ég stend þarna í sandinum ringl-
aður með sjóriðu víkur sér piltur úr
hópnum að mér og segir: „Þú átt að
koma með mér, pabbi kemur og sæk-
ir dótið þitt.“
Þarna sá ég Dóra vin minn um all-
an aldur í fyrsta sinn, þennan góða
dreng sem í dag er kvaddur hinstu
kveðju. Hann fylgdi mér heim að
bænum þar sem Anna tók mér fagn-
andi. Þarna eignaðist ég mitt annað
heimili og dvaldi lungann úr bernsk-
unni í faðmi þessarar góðu fjöl-
skyldu.
Dóri var handlaginn og hug-
myndaríkur strákur og varð ungur
snjall veiðimaður til sjós og lands.
Fyrir fermingarpeningana keypti
hann sér riffil og varð fljótt afkasta-
mikil refaskytta. Það var í byrjun
ágúst þegar ég var 12 ára og Dóri 15
segir hann við mig að loknum morg-
unverði: „Nú er gott flug og skulum
við fara út í Bjarg og veiða lunda.“
Veiðistaðurinn heitir Slakkahilla og
er farið niður í hana á handvaði. Á
hillunni er lundahvapp og var nú tek-
ið til við veiðarnar. Dóri háfaði og ég
sneri. Honum fannst ég ekki nægi-
lega snöggur að snúa og kallaði: „Þú
ert ekki að trekkja klukku, þú ert að
snúa lunda úr hálsliðnum,“ og rak
svo upp skellihlátur. Þarna var Dóri í
essinu sínu, og er við höfðum lokið
veiðinni og vorum komnir á brún
sagði hann við mig: „Nú ert þú orð-
inn alvöru Látramaður.“ Dóri var
það sem kallað var í gamla daga að
vera „snar“, það sýndi hann og sann-
aði þegar hann ásamt föður sínum og
öðrum sveitungum vann við hið
fræga björgunarafrek við Látra-
bjarg, þá var hann aðeins 16 ára
gamall. Þó að Dóri hafi unnið þar
stórkostlegt afrek steig það honum
ekki til höfuðs og hélt sig gjarnan til
hlés ef þetta mál bar á góma.
Þó að Dóri væri hláturmildur og
léttur í lundu var hann samt undir
niðri alvörumaður og menn sem fóru
með raup og gaspur fóru í taugarnar
á honum. Dóri ólst upp við mikið ást-
ríki foreldra sinna og þegar hann
kvæntist ungur maður varð hann
fljótt mikill fjölskyldumaður og var
hagur fjölskyldunnar ávallt í fyrir-
rúmi. Kona Dóra, Adda Hartmanns-
dóttir frá Ólafsfirði, lést fyrir tveim
árum úr illvígum sjúkdómi. Þau
bjuggu í Ólafsfirði fyrstu búskapar-
árin. Fluttu svo til Reykjavíkur en
bjuggu lengst af á Sæbólsbraut 28 í
Kópavogi. Þau eignuðust 6 börn sem
öll syrgja föður sinn í dag.
Það var mér til góðs að vera send-
ur að Látrum, Anna og Ólafur voru
einstaklega góðir og þolinmóðir upp-
alendur og ég elskaði þau sem og allt
fólkið á Látrum. Dóra vin minn kveð
ég með söknuði og óska börnum
hans og barnabörnum alls velfarn-
aðar.
Grétar Ólafsson.
Það fyrnir yfir flesta atburði í tím-
ans rás. Sumir eru þó svo sögulega
sterkir, að þeir lifa um aldir í þjóð-
arvitundinni. Björgunarafrekið við
Látrabjarg 1947 var slíkur atburður.
Í fámennu og afskekktu byggðar-
lagi, þar sem fólk hafði mann fram af
manni alist upp við það að bjóða
náttúruöflunum birginn til þess að
framfleyta sér og sínum, og sótti
m.a. björg í bú í ógnvekjandi og nán-
ast ókleif fuglabjörgin, var drýgð
einstæð hetjudáð, sem vakti athygli
langt út fyrir landsteinana, en sjálft
afreksfólkið vildi sem minnst úr því
gera.
Halldór Ólafsson frá Hvallátrum
var einn þeirra hlédrægu afreks-
manna sem þarna áttu hlut að máli.
Hann var þá aðeins 15 ára gamall.
Ég treysti mér ekki til þess að lýsa
því sem Halldór gekk í gegnum, það
hefur Óttar Sveinsson gert á
ógleymanlegan hátt í bók sinni, Út-
kall Látrabjarg. Ég kynntist Hall-
dóri veturinn 1948-49 á Núpsskóla
og við vorum í allnánu sambandi
fyrstu árin þar á eftir. Hann var
hæglátur, yfirvegaður og æðrulaus;
bar öll merki þeirra sérstæðu, ís-
lensku aðstæðna sem höfðu mótað
hann strax í bernsku. Það sem hann
hafði lagt af mörkum við björgunina
var ekkert til að tala um. Það var
verk sem þurfti að vinna. Hann hafði
gert skyldu sína, um það þurfti ekki
að fara fleiri orðum. Málið var af-
greitt.
Halldór var hógvær hetja. Kynni
okkar voru mér mikils virði. Ég
þakka forsjóninni fyrir þau. Fjöl-
skyldu hans bið ég allrar blessunar.
Örlygur Hálfdanarson.
Halldór Ólafsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku afi minn.
Vonandi líður þér betur
núna, þú varst orðinn svo veik-
ur. En nú ertu kominn til ömmu
og þeirra sem þér þykir vænt
um.
Blessuð sé minning þín, hvíla
skaltu í friði.
Þín afastelpa,
Anna Lára Ólafsdóttir.
✝
Yndislegur eiginmaður minn, besti vinur, faðir
okkar, tengdafaðir og afi,
MAGNÚS JÓHANN MAGNÚSSON
skipstjóri
frá Hrísey,
Birkiási 35,
Garðabæ,
lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn
15. mars.
Anna Björg Björgvinsdóttir,
Grétar Þór Magnússon, Hrönn Hreiðarsdóttir,
Magnús Snorri Magnússon, Jóhanna Rós F. Hjaltalín,
Linda Sólveig Magnúsdóttir, G. Freyr Guðmundsson,
Arnheiður Fanney Magnúsdóttir,Guðmundur R. Bjarnason,
Haraldur Róbert Magnússon, Hrafnhildur Björnsdóttir
og barnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn og vinur,
EINAR ÞORSTEINSSON,
Gullsmára 5,
andaðist sunnudaginn 14. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Fyrir hönd fjölskyldunnar,
Sæunn Mýrdal Sigurjónsdóttir.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir og afi,
PÁLL ÓLAFSSON
bóndi,
Brautarholti,
Kjalarnesi,
andaðist á Landspítalanum þriðjudaginn 16. mars.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Guðrún Pálsdóttir, Sveinn G. Segatta,
Ásta Pálsdóttir, Gunnar Páll Pálsson,
Þórdís Pálsdóttir,
Ingibjörg Pálsdóttir,
Bjarni Pálsson,
Ólöf Hildur Pálsdóttir, Sigurður Valgeir Guðjónsson
og barnabörn.
✝
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
MAGNEA HARALDSDÓTTIR,
lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum þriðjudaginn
16. mars.
Útförin verður auglýst síðar.
Jón G. Baldvinsson,
Baldvin Baldvinsson,
Ása Hildur Baldvinsdóttir, Vagn Boysen,
Sigrún Baldvinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi, langafi og langalangafi,
EINAR SIGGEIRSSON,
Hörpulundi 5,
Garðabæ,
sem lést á Hrafnistu Hafnarfirði að morgni föstu-
dagsins 12. mars, verður jarðsunginn frá
Vídalínskirkju í Garðabæ föstudaginn 19. mars kl. 13.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir.
Þeir sem vildu minnast hans láti FAAS, Félag aðstandenda alzheimers-
sjúklinga, njóta þess. Sími 533-1088 og heimasíða: www.alzheimer.is
María Theódóra Jónsdóttir,
Birgir Ævar Einarsson, Kristín Guðmundsdóttir,
Elínborg Einarsdóttir, Karl Hallgrímsson,
Matthías Einarsson, Aðalheiður Magnúsdóttir,
Guðmundur Einarsson,
Hrefna Einarsdóttir,
Jón Dan Einarsson, Ásta Hrönn Stefánsdóttir,
Einar Einarsson, Hildur Pálsdóttir,
Friðrik Einarsson, Kristín S. Ingimarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður, faðir, sonur, bróðir, mágur
og vinur,
SVEINN BJARKI SIGURÐSSON,
Goðheimum 23,
Reykjavík,
lést þriðjudaginn 9. mars.
Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 19. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á styrktarreikning barna hans,
515-14-404200, kt. 040974-3939.
Ragna Eiríksdóttir,
Alexander Freyr, Sólveig Embla og Ásta Eir Sveinsbörn,
Sigurður Þórir Sigurðsson, Ásta Björk Sveinbjörnsdóttir,
Rúnar Sigurðsson, Stefanía Ragnarsdóttir,
Erlendur Eiríksson, Ilmur Eir Sæmundsdóttir.
✝
Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma,
JOLEE MARGARET CRANE,
sem lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
föstudaginn 5. mars, verður jarðsungin frá Krists-
kirkju Landakoti föstudaginn 19. mars kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Blindrafélagið, líknar- og vinafélagið Bergmál og
Karmelsystur í Hafnarfirði.
Ingileif Helga Leifsdóttir,
Linda Hersteinsdóttir,
Ásthildur Emma.