Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 27

Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 ✝ Grétar Árna-son fæddist á Þórshöfn, Langa- nesi hinn 6. októ- ber 1946. Hann lést á heimili sínu, Hafnargötu 50, Reykjanesbæ, fimmtudaginn 4. mars sl. Foreldrar hans voru Árni Baldur Baldvins- son frá Húsavík, f. 7. ágúst 1925, d. 25. maí 1997, og Þorgerður Lár- usdóttir frá Heiði, Langanesi, f. 5. maí 1927, d. 30. mars 1990. Grétar var elstur sex systkina, þau eru í aldursröð Þráinn, f. 30. september 1948, Bára, f. 4. maí 1950, Hrönn, f. 22. mars 1951, d. 2. júlí 2007, Elinóra Ágústa, f. 28. maí 1957, og Arn- þrúður Berglind, f. 6. mars fyrir átti Ingunn dótturina Ásu, þau slitu samvistir. Eftirlifandi eiginkona Grétars er Þórdís Herbertsdóttir, f. 13. desember 1947, en fyrir átti Þórdís dótt- urina Önnu og dóttir hennar er Þórdís Ásta. Grétar eignaðist dótturina Sigrúnu Berglindi, f. 3. febrúar 1969, með Kristínu Kristvinsdóttur, f. 22. nóvember 1943. Grétar sleit barnsskónum á Þórshöfn á Langanesi í stórum hópi systkina og frændsystkina, en ungur að árum flutti hann til Keflavíkur, þar sem hann bjó til dauðadags. Sjómennskan varð hans ævistarf og stundaði hann sjómennsku lengst af á Gunnari Hámundarsyni GK-357 úr Garð- inum eða alls 24 ár. Eftir að sjó- mennskunni lauk starfaði hann við mötuneyti varnarliðsins og síðustu árin sem gangavörður í Njarðvíkurskóla. Útför Grétars fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag, 18. mars 2010, og hefst athöfnin kl. 14. 1965. Fyrsta eig- inkona Grétars var Jóna Hjálmtýs- dóttur, f. 29. apríl 1942, d. 26. janúar 1992, en með henni eignaðist hann eina dóttur, Lindu Þóru, hinn 15. apríl 1972. Fyrir átti Jóna þrjú börn, Sigurð, Hjálmtý og Ásdísi. Þau slitu sam- vistir. Linda Þóra á þrjú börn, þar af tvær dætur með Gunnari Ásgeirssyni, þær Bryndísi, f. 25. ágúst 1992, og Heiðrúnu Evu, f. 23. september 1993. Og með Jóel Kristinssyni eignaðist hún soninn Jóel Þór, f. 28. maí 2000. Önnur eiginkona Grétars var Ingunn Ósk- arsdóttir, f. 27. júní 1947, en Elsku pabbi. Ég á svo erfitt með að trúa því að þú sért farinn og að ég eigi ekki eftir að sjá þig aftur. Tíminn frá því að Linda systir hringdi og lét mig vita að þú værir dáinn hefur verið erfiður, tómleiki og doði hefur verið allsráðandi. Maður heldur alltaf að nógur sé tíminn en svo reyndist ekki. Ýmis minningabrot koma upp í hugann, þú bílaáhugamaður með meiru, stoltur að sýna mér nýjan bíl og bjóða mér á rúntinn. Síðar naut ég aðstoðar þinnar í mínum fyrstu bíla- og íbúðarkaupum. Þú varst mikill keppnismaður sem tókst allt með trompi; hlaupa nokkra kílómetra eftir langan og erfiðan vinnudag, hvað munaði um það. Tónlist var þér ofarlega í huga, bæði að syngja sjálfur, hlusta á ýmsa tónlistarmenn eða fara á tónleika með Pavarotti og fleirum. Ég mun alltaf hugsa til þín þegar ég heyri í Pavarotti. Ég ólst ekki upp hjá þér en samt var gott samband okkar á milli og ég veit að þú fylgdist með því sem gerðist í mínu lífi. Stundum leið langur tími á milli samfunda okkar en það var alltaf jafngaman að hittast. Þá var ýmislegt rætt og skemmtilegt að komast að því hvað við vorum lík á svo mörgum svið- um. Ég er þakklát fyrir kvöldstund- ina þegar við hittumst hjá mér í byrjun janúar, þá komuð þið Dísa til mín í mat og sátuð óvenju lengi og spjölluðuð um allt milli himins og jarðar. Því miður var það í síð- asta skipti sem ég sá þig á lífi og síðasta sinn sem ég heyrði í þér var þegar þú hringdir í mig á af- mælinu mínu og við spjölluðum saman góða stund. Þegar minn tími kemur veit ég að þú munt taka vel á móti mér og þá höldum við áfram spjallinu. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Megi Guð geyma þig, pabbi minn. Þín dóttir, Sigrún Berglind. Það er þá fyrst er við höfum stigið niður í djúp sorgarinnar sem við skiljum hve flókið mannlífið er. Þá finnum við samkenndina með þeim sem lifa og þjást, dáumst að þol- gæði þeirra og þrautseigju, og getum auðsýnt þeim sem þarfn- ast þess hlýhug, góðvild og vináttu. (Pam Brown) Elsku besti pabbi minn og afi okkar. Við kveðjum í dag einstakan mann sem var hlýr, auðmjúkur og ósérhlífinn maður með fallegt hjartalag. Þú varst hógvær og sást alltaf það besta í mannfólkinu og sagðir alltaf að allir væru jafnir fyrir guði. Vinnusamur varstu og gerðir allt af natni og kappsemi og barst virðingu fyrir öllum, líka litla manninum. Við geymum fallegar minningar hjá okkur um ókomna framtíð um yndislegan pabba og afa. Við erum stolt af að vera frá þér komin og varðveitum styrk þinn og metnað í öllu sem þú gerð- ir fyrir okkur. Guð geymi þig að eilífu pabbi minn og afi okkar. Þín dóttir, Linda Þóra og afabörnin Bryndís, Heiðrún Eva og Jóel Þór. Þegar ég kom heim frá Malasíu fimmtudaginn 4. mars þá var mað- ur fullur tilhlökkunar að hitta ætt- ingja og vini. En það voru erfið tíð- indi sem frændur mínir báru mér þegar þeir tóku á móti mér á flug- vellinum, Grétar frændi var dáinn. Ég hafði hringt í Grétar frá Mal- asíu tæpri viku fyrr og áttum við frændur gott spjall sem fyrr. Við ræddum daginn og veginn og jú, fótboltann, þar var frændi á heimavelli, enda mikill Arsenal- maður. Þegar ég var ungur pjakkur fór ég ófáar ferðir með Grétari frænda í Reykjavíkina. Við fórum í laug- arnar og svo var pulsa og kók á eftir, nú eða Múlakaffi ef við vor- um flottir á því. Ef við fórum ekki til Reykjavíkur þá fórum við í gömlu sundhöllina í Keflavík, og oft fórum við í keppni og frændi leyfði mér yfirleitt að vinna. Grétar var mikill áhugamaður um bíla, og ég minnist þess þegar ég fór með honum allavega í tví- gang að skoða nýja bílinn á toll- afgreiðslusvæðinu í Reykjavík. Það var grái Fiatinn og síðar rauði Audiinn, þetta fannst mér litla snáðanum nú aldeilis spennandi. „Passaðu þig á bílunum!“ Þetta eru orð sem frændi var vanur að segja við mig og okkur öll og verða ævinlega tengd minningu hans í huga mér. Honum var mjög um- hugað um hag og heilsu allra sem í kringum hann voru. Ég átti ógleymanlegar stundir með Grétari þegar við fórum til London vorið 2008. Ferðinni var heitið á Emirates, nýjan heimavöll Arsenal, og þar sáum við Arsenal- Liverpool sem gerðu jafntefli 1-1 og vorum við mjög sáttir við að skipta stigunum á milli okkar. Þarna var gamall draumur okkar að rætast en við höfðum í mörg ár talað um að við ættum nú eftir að fara saman á leik í ensku til að sjá liðin okkar spila. Með okkur í för voru Þráinn frændi, bróðir Grét- ars, og Sæmundur heitinn Sæ- mundsson frændi okkar. Frábær ferð þar sem við sáum líka Queen- söngleikinn „We will rock you“ og Grétar frændi hafði svo sannarlega gaman af því enda mikill áhuga- maður um söng og tónlist. Elsku frændi, það er erfitt að horfast í augu við að þú sért farinn en minningarnar fara aldrei og þær eru margar og fyrir þær þakka ég þér. Elsku Dísa, Linda, Sigrún og Anna. Megi Guð gefa ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þorgeir Jón Júlíusson. Grétar Árnason HINSTA KVEÐJA Til þín afi minn … afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi, afi. Ég sakna þín. Ég vildi að ég gæti haldið utan um þig aftur. Ég vildi að ég gæti kysst þig aftur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Ástarkveðja. Þín afadóttir, Þórdís Ásta. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, HARALDUR HARALDSSON húsasmíðameistari, verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju föstudaginn 19. mars kl. 15.00. Ingibjörg Tómasdóttir, Alda Kolbrún Haraldsdóttir, Guðmundur Sveinsson, Anna Ragnheiður Haraldsdóttir, Grímur Kolbeinsson, Inga Margrét Haraldsdóttir, Karl Pétursson, Haraldur Óskar Haraldsson, Guðrún Pétursdóttir og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, FRÍÐA HJALTESTED, Droplaugarstöðum, Snorrabraut 58, áður Rauðagerði 8, Reykjavík, sem lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum miðvikudaginn 10. mars, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. mars kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Minningarsjóð Droplaugarstaða. Stefán Hjaltested, Anna R. Möller, Sigríður Hjaltested, Elmar Geirsson, Grétar Mar Hjaltested, Sigrún Gróa Kærnested, Margrét H. Hjaltested, Halldór Ó. Sigurðsson, Lárus Hjaltested, Dóra Björk Scott, Davíð Hjaltested, Sigrún Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, INGIMAR K. SVEINBJÖRNSSON fyrrv. flugstjóri, Þinghólsbraut 70, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 12. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. mars kl. 13.00. Helga Zoëga, Ólafur Þór Ingimarsson, Agnes Eyþórsdóttir, Halldóra Ingimarsdóttir, Haukur Margeirsson, Guðmundur S. Ingimarsson, Inga Rannveig Guðrúnardóttir, Einar G. Sveinbjörnsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, GUÐRÚN ELÍN ÓLAFSDÓTTIR, Lönguhlíð 7, Bíldudal, verður jarðsungin frá Bíldudalskirkju laugar- daginn 20. mars kl. 14.00. Ólafía Björnsdóttir, Jón Ingimarsson, Magnús Kr. Björnsson, Sindri Már Björnsson, Tone Solbakk, Hlynur Vigfús Björnsson, Klara Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓHANNES MAGNÚS GUÐMUNDSSON bóndi, Ánabrekku, Borgarhreppi, verður jarðsunginn frá Borgarneskirkju laugar- daginn 20. mars kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Dvalarheimili aldraðra, Borgarnesi. Ása Ólafsdóttir, Kolbrún Jóhannesdóttir, Ragnheiður Valdís Jóhannesdóttir, Stefán Magnús Ólafsson, Hjördís Smith, Ólafur Þórður Harðarson, afa- og langafabörn. ✝ Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÖNNU GUÐMUNDSDÓTTUR, Skógarseli 43, fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 19. mars kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, María Helgadóttir, Friðrik G. Gunnarsson, Helgi Helgason, Inga Lára Helgadóttir, Ólafur Haukur Jónsson, Björk Helgadóttir, Sigurður Hauksson, Guðmundur Rúnar Helgason, barnabörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.