Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 29
Allar minningar á einum stað. ÍS L E N S K A S IA .I S M O R 48 70 7 01 /1 0 –– Meira fyrir lesendur Bókina má panta á forsíðu mbl.is eða á slóðinni mbl.is/minningar Um leið og framleiðslu er lokið er bókin send í pósti. Hægt er að kaupa minningabækur með greinum sem birst hafa frá árinu 2000 og til dagsins í dag. Minningar 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010 Þá er það víst að bestu blómin gróa í brjóstum sem að geta fundið til (Jónas Hallgrímsson) Þessar ljóðlínur úr kvæði Jónasar koma sterkt upp í hugann þegar andlátsfregn Finnboga berst og manni finnst tilvistin öll dauflegri en áður. Náinn samgangur hefur verið milli fjölskyldnanna í gegnum tíðina og gerir það að verkum að Bogi mað- ur Dúnu föðursystur okkar hefur verið órjúfanlegur þáttur í okkar uppvexti. Kvikur og hraður með gleði og gamansemi á takteinum, nikkuna á lofti og raddaðan söng. Hann var ótrúlega fljótur að koma fyrir sig orði á mannamótum ef því var að skipta, ljóðelskur og hafði er- lend tungumál á hraðbergi. Ungur andi, óbrigðult minni og víður hugur gerði það að verkum að hann náði vel til yngri kynslóðar fjölskyldunn- ar sem var upp með sér af áhug- anum sem hann sýndi þeim. Á gleði- stundum fremstur í flokki við að stjórna söng og spila undir ásamt Oddi. Vinir okkar systra minnast þess enn með blik í augum þegar komið var saman í Stekknum á gamlárs- kvöld og þrjár kynslóðir tóku lagið í ótal mörgum erindum og hafa marg- ir haft það á orði að þar hefðu þeir þorað að syngja í fyrsta sinn. Fyrir okkur var það bara sjálfsagður hlut- ur af tilverunni að koma saman og syngja. Pabbi söng tenórinn blíðsárt en Bogi raddaði kliðmjúkri röddu og við komum inn í eftir því sem pass- aði. „Das ist doch wunderbar“ sagði Bogi kannski ef honum fannst Sig- nýju takast vel upp í söngnum og á eftir fylgdi hlátur. Síðasta gamlárs- kvöld var mikið sungið og óvenju lengi, þrjár kynslóðir. Þannig minn- umst við hans. Þökkum fyrir allt. Höldum merki þeirra félaga á lofti þegar við komum saman næst og tökum lagið. Elsku Dúnna, Kata, Oddur og Guðrún. Minningin lifir. Sævar að sölum sígur dagsins bjarta ljós. Dimmir í dölum, döggum grætur rós. Einn eg sit og sendi söknuð burt í ljúfum blæ, er sem blítt mér bendi barnsleg þrá að sæ. Alda, kæra alda! Eyrum fróar gnýrinn þinn, Alda ljúfa alda eini vinur minn (Guðmundur Guðmundsson) Katrín, Þóra Fríða, Signý, Soffía. „Hvernig er tíðarfarið í Moskó? Ertu nokkuð á leiðinni suður? Ég get boðið kaffi, en það er eitthvað lít- ið til með því.“ Eitthvað á þessa lund byrjaði Finnbogi vinur minn gjarnan símtölin, eða kannski mjög form- lega: „Hier spricht der Finnbogi.“ Og svo hressileg hláturgusa á eftir. Nú heyrist hún aldrei meir. Vinnu- þjarkurinn, ferðalangurinn og göngugarpurinn er farinn veg allrar veraldar og stóð við orð sín að vanda: „Þegar ég fer fer ég eins og Dóri bróðir, á einni örskotsstundu er bara allt búið. Og það er líklega best þannig.“ Í hálfa öld áttum við samleið, síð- ari árin talsvert náið samstarf. Þeg- ar stofnað var félag um upprifjun og útgáfu á sögu bílsins á Íslandi, raun- verulega samgöngusögu Íslands á landi, varð Finnbogi formaður fé- lagsins en ég fenginn til að rita sög- una. Traustur félagi og samstarfs- maður með lifandi áhuga; ég held að Finnbogi hafi aldrei tekið neitt að sér sem hann var ekki tilbúinn að gera af lífi og sál. Glaður og spaug- samur jafnan en missti aldrei sjónar á markmiðinu. Vandamál voru ekki til, aðeins verkefni. „Það er best að ganga í verkið strax,“ var gjarnan viðkvæði hans, „annars er hætt við að það lendi í undandrætti.“ Finnbogi ólst upp með bílum og bílar urðu hans ævistarf. Eyjólfur faðir hans var einn af fyrstu bílstjór- um þessa lands, ók árum saman áætlunarbílnum í Fljótshlíðina, hafði gjarnan soninn Finnboga með sér og kenndi honum í leiðinni að meta feg- urð landsins og örnefni þess. Alla ævi naut Finnbogi þess að fara um landið og þekkja það; varla var hægt að sýna honum svo mynd af lands- lagi að hann þekkti það ekki þegar í stað og með nafni. Heildverslunin Hekla var starfs- vettvangur Finnboga alla hans löngu starfsævi, tæpum mánuði fátt í 65 ár. Þegar fyrirtækið hóf innflutning á Volkswagen-bjöllunni tók Finnbogi hana í þjónustu sína og fór á henni vegleysur jafnt sem vegi og lét þá ekki ár eða vötn standa verulega í vegi fyrir sér fremur en aðrar tor- færur. Neytti þá jafnvel kunnáttu sinnar sem bifvélavirki og bjó sína bjöllu sem best honum þótti til ferða á láði og legi. Hann ferðaðist líka á Land Rover en það var aldrei eins gaman, sagði hann. Þótt Land Rov- erinn væri duglegur vantaði hann mýktina og léttleikann sem ein- kenndi bjölluna. Sömu einkenni hafði Finnbogi sjálfur. Söngvinn og dansglaður, hafði mest gaman af að sungið væri raddað eins og tíðkast hafði í áætl- unarbílnum hjá pabba og síðan áfram í þeim ferðalögum sem Finn- bogi stjórnaði sjálfur á einn hátt eða annan. Hann átti líka til að taka lagið einn með sínum bjarta tenór, einu sinni heillaði hann kráargesti í Þýskalandi þar sem við sátum að kvöldverði með því að grípa hljóð- nemann hjá hljómsveit hússins og syngja með innlifun „You are my sunshine“. Ætli hann hafi ekki líka tekið í harmonikkuna? Hin síðari ár- in átti hann til að skreppa í orlof nokkra daga til Rüdesheim am Rhein af því þar var hægt að bregða sér í danssal upp á gamla mátann og dansa af hjartans lyst þótt enn væri bjart af degi. Auðvitað grípur mann söknuður þegar maður sér á bak vini. Það und- irstrikaði hann við mig sjálfur. En hann bætti því líka við að maður ætti ekki að syrgja lengi, heldur minnast alls þess glaða og bjarta sem felst í minningunni um góðan samferða- mann. Þannig minnist ég Finnboga Eyjólfssonar með þakklæti fyrir samfylgdina. Sigurður Hreiðar. „Ein dýpsta gæfa í geði manns er glaðlegt bros í fari hans.“ Finnbogi var mörgum góðum hæfileikum gæddur. Gleði í hversdagsleikanum var honum eðlislæg. Eitt bros fær dimmu í dagsljós breytt. Hann hafði á hraðbergi fleyg orð stórskáldanna og kryddaði gjarnan ræðu og rit með tilvitnunum. Ræður hans jafnvel skrifaðar sem óskrifaðar, fluttar af þekkingu, tilfinningu en umfram allt hvatningu. Hann sagði mér að þýsku hefði hann lært í upphafi til að geta lesið tæknibækur. Forgöngumaður eða sporgöngumaður. Umboðs- mannafundir Heklu voru ætíð lífi gæddir, hvorum hópnum viljið þið tilheyra? Enginn komst undan með svar sem ekki var sveipað baráttu- anda. Og svo smælaði hann framan í heiminn eins og Megas. Hög rithönd hans, hagmælgi, snerpa og rökvísi komu alls staðar fram í verkum hans. Landið þekkti hann jafnvel og lófa sinn, ættir einnig, alls staðar vel heima. „Ef þú vandar öll verk þín, eins og þú átt kyn til, þá er þér vel- komið að leita í smiðju mína hvenær sem er.“ Þannig svaraði Finnbogi mér eitt sinn þegar ég spurði hvort ég mætti leita til hans. Aldrei stóð á svörum. Svarað strax ef hann vissi það eða vel ígrundað svar daginn eft- ir. Þegar ég vann í Heklu lentum við eitt sinn saman í rökræðum við lög- fræðing og skjólstæðing hans. „Nú reynir á þig,“ sagði Bogi og lét mig sannarlega fá að kljást, en falleg orð á eftir í einlægni styrktu sjálfs- traustið. „Klapp á bakið er létt í vasa, en mundu að láta samferða- mennina njóta þess þegar við á.“ Ég fékk Finnboga til að fara á Gullfoss og Geysi með þjónustustjóra Audi sem hér var staddur. Þjóðverjinn lýsti af hrifningu fyrir mér ferðinni og klykkti svo út með hvað kallinn væri ern. Ég spurði hann: Veistu hvað hann er gamall? Já, ég spurði hann að því. Það skeikaði bara níu árum. Ég spurði Boga, hvort hann hefði sagt rangt til um aldur? „Nei, ég lét hann bara geta og svaraði svo „glöggur“,“ og var greinilega mjög skemmt. Finnbogi vann jafnt fyrir FIT og Bílgreinasambandið. „Þau verða að vega salt, geta aldrei hvort án annars verið.“ Hann var einstak- lega hugmyndaríkur að snúa fag- orðum yfir á okkar ylhýra, unni mál- inu og lagði kapp á málverndun. Finnbogi lifir í huga okkar sam- ferðamannanna, því öguð fag- mennska og föðurleg handleiðsla voru ætíð ríkjandi í samvinnu við alla í umhverfi hans. Hann flutti okkur boðskap og kenningar frum- kvöðlanna s.s. Sigfúsar Bjarnasonar, stofnanda Heklu, og fleiri mætra manna. Hann tileinkaði sér og flutti fram frumkvöðlahugsanir. Finnbogi hefði aldrei megnað þetta allt án Guðrúnar eiginkonu sinnar. Óeigin- girni hennar í hans garð hefur stutt hann til allra þessara verka. „Eng- inn stendur lengur en hann er studd- ur.“ Um leið og ég sendi samúðar- kveðjur til Guðrúnar og annarra ástvina Finnboga þakka ég ómetan- legan stuðning í minn garð. Guð blessi minningu Finnboga Eyjólfs- sonar. Ég kveð með lokaorðum fer- skeytlunnar sem ég hóf greinina á. Hún er eftir föður minn Hörð Pét- ursson sem orti hana um Finnboga sjötugan: „Af lítilmagna bera blak og binda orð við handartak.“ Bjarki Harðarson. Kveðja frá vinahópnum. Nú hefur kær vinur og félagi, Finnbogi í Heklu, kvatt, og það gerðist afar snögglega – það var ein- mitt hans stíll, lifa lífinu fram á síð- asta augnablik. Finnbogi tamdi sér sérstakan lífsstíl, það var að halda sér hraustum. Hann stundaði ekki heilsuræktastöðvar til þess, nei, hann var útivistarmaður, stundaði sundlaugarnar á hverjum degi, gerði líkamsæfingar nánast þar sem hann var staddur hverju sinni, brá sér á Esjuna af og til, og gekk til og frá vinnu daglega. Nei, hann var ekki hættur að starfa, hefði orðið 85 ára á þessu ári. Finnbogi starfaði aðeins á einum vinnustað um ævina, í Heklu, og þar er hans nú sárt saknað. Hann byrj- aði þar rétt eftir unglingsárin, og Sigfús Bjarnason, stofnandi Heklu, sá hvaða mann Finnbogi hafði að geyma og treysti honum til margra trúnaðarstarfa sem yfirmaður á ýmsum sviðum fyrirtækisins. Finnbogi var maður vel á sig kom- inn, teinréttur, grannvaxinn, andlits- fríður, en um fram allt glaðsinna, og það leyndi sér ekki, ef Finnbogi var á staðnum. Vinahópurinn, sem kynntist fyrir um 50 árum, hefur átt góðar stundir saman. Við höfum allt- af farið í sumarferðalag, en þá hefur Finnbogi farið fyrir í þeim ferðum, fengið 12 manna rútu, ekið auðvitað sjálfur, sagt frá öllu því markverð- asta, sem fyrir auga bar, þekkt nöfn á öllum fjöllum, ám og vötnum, sveitabæjunum, sem ekið var hjá, og hverjir væru ábúendur og hverrar ættar. Síðan þegar komið var í nátt- stað tók hann upp nikkuna, og við sungum og dönsuðum við mikinn fögnuð. Finnbogi átti mjög gott með að koma fyrir sig orði, en í matarboð- unum, sem við héldum, var hann að- alræðumaður kvöldsins, og fór þá létt með að fara með heilu ljóðabálk- ana, minnið var með eindæmum. Nú þegar Finnbogi hefur kvatt er hann sá þriðji úr vinahópnum, sem kveður á tæpu ári, svo þetta eru vissulega erfiðar stundir. Það ríkir mikil sorg hjá Guðrúnu núna, og þeirra litlu fjölskyldu, sem þó er svo stór, Katr- ín, Oddur, Guðrún „litla“, Ragnar, Lingdi og Ósk litla, afastelpan, sem var svo hrifin af afa sínum, eiga um sárt að binda, eða eins og Guðrún „litla“ sagði: „Það verður aldrei neitt eins framar“, en þau eiga öll góðar minningar, því Finnboga leið aldrei betur en í félagsskap sinnar nánustu fjölskyldu. Við í vinahópnum þökk- um fyrir okkur, óskum Finnboga alls hins besta í þeirri ferð, sem hann hefur nú lagt í, og biðjum þess, að sá sem öllu ræður vaki yfir Guðrúnu og hennar fólki, þau eiga alla okkar samúð. Dóra og Gunnar Petersen. Í dag kveðjum við hjá Heklu frá- bæran samstarfsmann og góðan fé- laga. Finnbogi Eyjólfsson starfaði hjá félaginu í tæp 65 ár og segir það meira en mörg orð um hollustu og hve ötull hann var allt til æviloka. Á þessum 65 árum gekk félagið í gegn- um eðlilega þróun og breytingar og stundum í gegnum mikla erfiðleika. Finnbogi kom alltaf sterkur út úr slíkum hremmingum. Fagmennska hans, létt lundarfar og ótrúleg holl- usta við félagið gerði það að verkum að allir starfsmenn félagsins litu til hans með aðdáun. Ég kom til Heklu fyrir tæpum fimm árum og kynntist fljótt þessum einstaka starfsmanni sem þá hafði unnið hjá félaginu í 60 ár. Ég varð þess fljótt áskynja hversu mikill öðl- ingur hann var og það hefur verið mér ómetanlegt að hafa getað sótt í þann upplýsingabrunn sem hann bjó yfir. Þar kom maður aldrei að tóm- um kofunum en þó var sérstaklega mikilvægt að geta sótt til hans þann mikla stuðning sem hann veitti mér persónulega. Í þeim erfiðleikum sem við höfum gengið í gegnum síðustu tvö ár gat maður alltaf reitt sig á stuðning Finnboga og það var ekki sjaldan sem Finnbogi kvaddi sér hljóðs á fundum og barði eldmóð í samstarfsfólk sitt. Kærastar verða þó minningar úr Þórsmerkuferð, þar sem við áttum yndislegar stundir saman og hann lék á harmonikkuna af sinni alkunnu snilld. Minning okkar um einstakan sam- starfsmann mun lifa með okkur og ég vil fyrir hönd starfsfólks Heklu þakka Finnboga fyrir frábærar sam- verustundir. Guðrúnu, eiginkonu hans, og fjölskyldu Finnboga vottum við innilega samúð. Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu. Við félagar í Lionsklúbbnum Baldri minnumst horfins vinar með sárum söknuði. Finnbogi Eyjólfsson reyndist mikill öðlingur í okkar hópi. Það var hans aðalsmerki að vera skemmtinn, þægilegur, og góður klúbbfélagi. Við þekktum Finnboga af skýrri og einarðri ræðumennsku á fundum, þar sem hann lagði jafnan gott og viturlegt til mála. Hann átti það til að þylja utanbókar kvæði góðskálda í upphafi funda, þar sem aðrir lásu þannig ljóð af bókum, eins og tíðkast á fundum okkar. Finnboga tókst einnig að standa fyrir fjáröflun klúbbsins til styrktar bágstöddum með miklum skörungsskap og atorku og einnig reyndist hann lið- tækur í uppgræðslustarfi og gróð- urvernd við Hvítárvatn á Kili. Við hátíðleg tækifæri stóð hann fyrir því að halda uppi gleðskap með söng og harmónikkuleik og þótti furðu sæta hvað hann kunni af lög- um og textum. Í ferðalögum okkar var hann jafnan sjálfkjörinn farar- stjóri og leiðsögumaður, því hann var ekki bara skipuleggjandi ferða, heldur fræðari, þar sem hann var gjörkunnugur öllum landsháttum og fólki sem bjó í þeim byggðum, sem farið var um. Kryddaði hann þá frá- sögn sína með staðbundnum kímni- sögum og fléttaði saman gamni og alvöru. Finnbogi var tengdur venslabönd- um fjölmörgum félögum í klúbbnum, en auk þess naut hann virðingar og vinfengis annarra meðlima. Við kveðjum góðan félaga og sendum konu hans og ættingjum samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Lionsfélaga Baldurs, Sturla Friðriksson. Látinn er Finnbogi K. Eyjólfsson, löngum kenndur við Heklu. Með fáum orðum vil ég minnast hans og þakka um leið margþætt störf hans í þágu bílgreinarinnar á Íslandi, bæði brautryðjandastarf og kynningar- og fræðsluhlutverk er hann sinnti af alúð og kappi, því hann vann mikið að fræðslumálum bílgreinarinnar og kunnur nýyrða- smiður. Sérstaklega ber að þakka smekk- vísi og hugmyndaauðgi er hann sýndi við að íslenska ýmis erlend hugtök, orð og orðtök úr framandi tungumálum, sem nú teljast sjálf- sögð og ósköp eðlileg í íslensku fag- máli bílgreinarinnar og öllum eru töm og eins og sjálfsögð. Finnbogi var einkar geðþekkur maður og okkur sem kynntumst honum er hann kannski minnisstæð- astur vegna glaðværðar og jákvæðs viðmóts hans og hjálpsemi. Um Finnboga má með sanni segja að hann hafi fæðst og alist upp og líka menntast innan bílgreinarinnar, en hann hóf nám í bifvélavirkjun við Iðnskólann í Reykjavík aðeins 16 ára gamall, og honum er meðal annarra góðra manna að þakka að saga bíls- ins á Íslandi hefur varðveist í mynd- arlegri og vandaðri bók. Segja má að Finnbogi hafi helgað líf sitt allt því starfi sem hann kynnt- ist þegar í barnæsku, því faðir hans, Eyjólfur Júlíus Finnbogason, var stofnandi BSR og ók meðal annars langferðabifreiðum um allt ökufært Suðurland til margra ára. Minning Finnboga K. Eyjólfs- sonar mun lifa á meðan íslenskir iðn- aðarmenn virða starfsgrein sína og tala íslenska tungu. Með þessum orðum mínum vil ég auðsýna samúð eftirlifandi eigin- konu hans, frú Guðrúnu Jónsdóttur, SJÁ SÍÐU 30

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.