Morgunblaðið - 18.03.2010, Side 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
og öðrum í fjölskyldu hans og bið
góðan Guð að geyma minningu góðs
drengs, hugsjónamanns og félaga.
Özur Lárusson, framkvæmda-
stjóri Bílgreinasambandsins.
Elsku Finnbogi minn, okkur setti
hljóð þegar við fréttum af andláti
þínu. Við vissum ekki til þess að
neitt væri að þér, enda kvartaðir þú
aldrei yfir sjúkleika og varst alltaf
allra manna hraustastur.
Mig langar svo fyrir hönd Ástu
móður minnar, Guðmundar heitins
föður míns og systkina minna að
þakka þér innilega fyrir alla gleðina
og hláturinn sem þú gafst okkur í
hvert skipti sem við sáum þig.
Svona geislandi eðalmenni og
grínistar eins og þú eru ekki á
hverju strái. Hörkuduglegir menn
sem kunna að meta lífið og (sjálfs)
menntun. Þú syntir á hverjum degi
og safnaðir hvorki líkamlegu né and-
legu spiki. Þú varst með eindæmum
góður og skemmtilegur ræðumaður,
kunnir fullt af ljóðum, t.d. allan Ein-
ar Ben utanbókar. Þú talaðir ensku
og þýsku reiprennandi. Þýskuna
kenndirðu þér sjálfur og talaðir hana
hreimlausa. Þú spilaðir öll lög á
harmónikku og varst sífellt að bæta
við kunnáttu þína.
Við krakkarnir hlökkuðum til í
hvert sinn sem þið í „grúppunni“
hittust heima hjá okkur. Við skríkt-
um af hlátri og nutum hverrar sek-
úndu af fjörinu í kringum ykkur.
Grúppan samanstóð af sex hjónum:
Þér og Dúnu, Sísí og Pétri, Agnari
og Fjólu, Gunnari og Dóru, Helgu og
Ella sáluga, síðar Herði og mömmu
og pabba. Þið gáfuð hvert öðru nöfn,
t.d. kallaðir þú pabba „Guðmund
greifa“ og Gunnar „Gunnar lord“.
Þið byrjuðuð að fara saman á grímu-
böll fyrir 45 árum. Hittust síðan
reglulega í matarboðum. Og alltaf
var „leik hætt, þegar hæst hann
stóð“. Þannig urðu aldrei nein leið-
indi og allir hlökkuðu til að hittast
aftur. Þið fóruð líka í utanlandsferðir
saman og ekki má gleyma óteljandi
ferðum innanlands. Síðasta ferðin
var farin sl. haust og þú galvalskur
keyrðir, eins og alltaf, 12 manna rút-
una út um holt og hæðir.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast Ragnari syni þínum hér í Münch-
en. Hann er sama eðalmennið og
grínistinn og þú. Sjaldan fellur eplið
langt frá eikinni.
Elsku Finnbogi, þú varst sannur
vinur foreldra minna. Við systkinin
munum aldrei gleyma því hvað þú
varst góður við hann pabba okkar,
þegar hann var orðin hrjáður af
Lewy Body Disease. Þú gafst honum
eina meðalið sem er til við veikinni
eða hlýju og alúð. Þegar þú kallaðir
hann kankvís „Buddy“ geislaði pabbi
af gleði.
Og nú er sjálfsagt kátt hjá ykkur
pabba og Pétri uppi á himnum.
Englarnir í kringum ykkur skríkja
af hlátri og njóta hverrar sekúndu af
fjörinu í kringum ykkur.
F.h. Ástu Hannesdóttur, Hönnu
Kristínar, Ragnars Atla og
Matthíasar Hannesar,
Margrét Rún Guðmundsd.
Kraus.
Okkar ágæti Finnbogi Eyjólfsson
sem nú er kvaddur var fjölhæfur
maður og kom að mörgum verkum
innan bílgreinarinnar enda að störf-
um fram til síðasta dags. Sá sem
þetta ritar átti því láni að fagna að
vera Finnboga samtíða um þriggja
áratuga skeið við verkefni sem ekki
féllu beinlínis undir daglega amstrið.
Fyrst í fræðslunefnd fyrir nám í bif-
vélavirkjun þar sem unnið var m.a. að
námskrá fyrir iðngreinina, þá við
upphaf bíliðnanáms í Borgarholts-
skóla þar sem Bogi var formaður
stýrihóps um skipulag og rekstur og í
bílorðanefnd sem starfað hefur óslitið
frá árinu 1989 undir leiðsögn hans.
Minnisstæð frá okkar fyrsta fundi
eru orð Finnboga um nauðsyn þess
að skilja muninn á menntun og
menningu en samt að hlúa að hvoru-
tveggja saman og sannar áhugi hans
á þeim þremur viðfangsefnum sem
nefnd voru einlægni hans og trúnað
við þessi sannindi.
Finnbogi var orðhagur með ágæt-
um, studdi mál sitt ætíð með rökum
og góðum dæmum bæði í bundnu
máli sem óbundnu og það sem var
mest um vert alltaf var grunnt á
glettni og spaugi sem létti það að fá
menn til að skilja og sameinast um
mál. Finnboga er sárt saknað af
þessum vettvangi en það léttir að
vita fyrir víst að verk hans þar munu
lifa.
Samstarfsmönnum sem sakna vin-
ar í stað er vottuð samúð svo og eig-
inkonu og afkomendum sem mega
vita að orðstír um góðan dreng deyr
ekki.
Ingibergur Elíasson.
Kveðja frá Metan hf.
Að berjast gegn straumnum eða
fyrir nýjungum er ekki í skapgerð
allra. Til þess þarf áræði, festu og
oftar en ekki hugarástand eldhuga
sem ekki láta smávægilegar festur
hindra framgang góðra mála. Þess-
um eiginleikum var Finnbogi í
Heklu eins og hann var kallaður bú-
inn. Þegar hugmyndir komu upp um
að hefja hingað til lands innflutning
á metanbílum var Finnbogi einn af
þeim fyrstu sem sáu í því verkefni
kosti og ávinning fyrir íslenskt sam-
félag. Finnbogi fékk strax áhuga á
verkefninu, sá þarna tækifæri sem
væri skylda hans og þess fyrirtækis
sem hann vann hjá að styðja með
ráðum og dáð. Skyndigróði samtím-
ans væri ekki það sem ráða ætti för
heldur ávinningur fyrir samfélagið í
heild til lengri tíma. Með því móti
væri einnig fyrirtækið sem hann
starfaði hjá að sinna samfélagslegri
ábyrgð. Í samtölum við Finnboga
kom alltaf í ljós að hann leit þannig á
að það væri ekki einungis hlutverk
fyrirtækja að hagnast hagnaðarins
vegna, heldur ætti hvert fyrirtæki að
þjóna samfélaginu í heild og hafa að
markmiði að gera samfélagið betra á
morgun en það var í dag.
Finnbogi var ötull við að halda á
lofti merkjum metans, íslensks vist-
væns eldsneytis í þessum anda;
hagsmunir samfélagsins ættu að
ráða.
Finnbogi var glaðvær og bjart-
sýnn – alltaf stutt í bros og skemmti-
legar sögur af mönnum og málefnum
enda Finnbogi kynnst mörgum kyn-
legum kvistum um ævina sem gam-
an var að heyra sögur af. Sögurnar
voru þó alltaf sagðar af nærgætni
fyrir náunganum. Finnbogi var
þeirrar náttúru búinn að skilja eftir
sig ákveðna mynd í huga þeirra sem
áttu við hann samskipti – hjá Finn-
boga sannaðist að glaðværð og bjart-
sýni í viðmóti og orðfæri eru eig-
inleikar sem skilja eftir sig
ánægjulegustu sporin í huga sam-
ferðamanna. Nú er lífskerra Finn-
boga runnin sitt skeið og við sem
kynntumst þessum sómamanni eig-
um eftir minningar um ánægjulega
viðkynningu og þakklæti fyrir lífs-
hlaup góðs drengs.
Stjórn og starfsmenn Metan hf.
votta fjölskyldu Finnboga sína inni-
legustu samúð.
Björn H. Halldórsson.
Finnbogi K. Eyjólfsson, Finnbogi
í Heklu, hefur nú kvatt þennan heim.
Fyrsta minning mín um þennan
mæta mann er skýr. Hann var verk-
stæðisformaður Heklu og rak mig,
smápjakk, út af verkstæðinu. Mér
þótti tilvalið að renna mér inn á
verkstæðisgólfið á nýja hjólinu mínu
en hann var ósammála. Það skipti
hann engu máli sonur hvers ég var:
Enga smágutta á hans verkstæði og
því hlýddu allir. Frá þessari stundu
bar ég virðingu fyrir Finnboga og
gerði alla tíð.
Finnbogi var drengur góður og
einn af vænstu sonum landsins.
Hæfileikar hans og mannkostir voru
miklir. Hann var fjölhæfur svo af
bar og bera fjölbreytileg störf hans
hjá Heklu í tæp 65 ár vott um það.
Finnbogi var tæknimaður góður og
bíltæknin átti hug hans. Hæfni hans
í samskiptum var mikil og kom sér
oft vel hversu góður mannþekkjari
hann var. Tungumál lágu vel fyrir
honum. Hann sótti námskeið og
fundi m.a. til Þýskalands og Eng-
lands og alls staðar var hann „sendi-
herra“ Heklu og stóð sig með mikl-
um sóma. Finnbogi unni föðurlandi
sínu og þekkti það vel, en hann unni
móðurmálinu ekki síður. Íslenskan
var hans mál. Hann var mikill mál-
vöndunarmaður; hann vildi að eig-
endahandbækur bifreiðaeigenda
væru á íslensku og tækniheitin og
sérhvert fyrirbæri bifreiðarinnar
skyldi nefnt á íslensku. Orðasmið-
urinn Finnbogi hófst handa og nýjar
eigendahandbækur og ný íslensk
orð litu dagsins ljós. Í dag eru þessi
orð öllum Íslendingum töm og er
það vel. Eins og gefur að skilja voru
fáir betri en Finnbogi til að lesa yfir
allar auglýsingar frá Heklu, hann
var næmur á málið, hugmyndaríkur
textasmiður og auk þess slæddust
engar málfars- eða ritvillur með.
Orðsnilld Finnboga og skemmtileg-
ur frásagnarmáti gerðu hann líka að
skemmtilegum og lifandi ræðu-
manni. Hann kunni ógrynni ljóða og
ýmiskonar bókmenntatexta og vitn-
aði til bókmenntanna og sögunnar
þegar vel átti við. Við sem þekktum
Finnboga vissum að Hávamál voru
honum afar hugleikin enda kunni
hann þau öll utanbókar. Hæfileikar
þessa mæta manns voru miklir.
Tónlistin kemur einnig við sögu.
Hann var elskur að tónlist og átti
harmonikkan vel heima í höndum
hans. Þau eru ófá skiptin sem Finn-
bogi spilaði fyrir dansi eða söng.
Hann hreif fólk með sér og hressti
það við.
Lífshlaupi þessa góða samferða-
manns er ekki hægt að gera skil í
fáum orðum. Það var gæfa mín og
Heklu að fá að njóta starfskrafta
hans og vinskapar. Hann var hús-
bóndahollur, bóngóður, greiðvikinn
og framkvæmdi hlutina strax. Í huga
mér geymi ég mynd af síungum og
kvikum manni. Hann var alla tíð létt-
ur á sér og þrátt fyrir að Finnbogi
væri 84 ára þegar hann lést fannst
mér hann vera í blóma lífsins. Finn-
boga mun ég alla tíð minnast með
virðingu og þökk. Eiginkonu hans,
fjölskyldunni allri og vinum vottum
við hjónin okkar dýpstu samúð.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Sigfús R. Sigfússon.
Finnbogi Eyjólfsson
Fleiri minningargreinar um Finn-
boga Eyjólfsson bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl
Gisting
Sumarhús til leigu miðsvæðis á
Akureyri- Þrjú svefnherbergi (78 fm).
Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur.
Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net-
samband. Uppl. á www.saeluhus.is.
Skammtímaleiga 101
Íbúðir fullbúnar husbúnaði á viku- og
helgartilboði. Sjá nánar á
mimis4rent.com.
Atvinnuhúsnæði
Atvinnuhúsnæði til leigu við
Lyngháls.
188 fm, tvennar stórar dyr.
Upplýsingar í síma 892 1186.
Iðnaðarmenn
Helgi pípari
Viðgerðir - Breytingar - endurgerðir.
Lítil sem stór verk, hitamál, frá-
rennslislagnir, baðherbergi, eldhús,
þvottahús o.fl. Uppl. í s: 820 8604.
Tölvur
Blekhylki fyrir Canon prentara.
Tölvuleikir - Ódýr ný prenthylki f.
Canon prentara. (HP) Sjá vefsíðu
www.ishof.is. Erum einnig með úrval
tölvuleikja. PS2, PS3 ... Á góðum
verðum. Sjá vefsíðu www.ishof.is.
Verslun
YRSA armbandsúr, tilvalin
fermingargjöf - Japönsk sjálfvinda
og vönduð leðuról. Frábært verð
29.500,- Eigum einnig úrval vasaúra,
skarts og silfurbréfahnífa. ERNA,
Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi. Kaupi
allt gull, nýlegt, gamalt og illa
farið. Leitið til fagmanns og fáið
góð ráð. Upp. á demantar.is, í
síma 699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13 (við Austurvöll).
Verið velkomin.
Skattframtöl
Skattaframtöl 2010
Gerð skattaframtala fyrir einstaklinga
og fyrirtæki, bókhald, ársreikningar,
VSK uppgjör, launaútreikniigar, leigu-
samningar o.fl. HAGSTÆTT VERÐ.
Uppl. í síma 517 3977.
Netf. : framtal@visir.is.
FRAMTAL 2010
Framtalsaðstoð fyrir einstaklinga og
rekstraraðila. Vönduð og góð vinna.
Sæki um viðbótarfrest fram í maí.
Ódýr þjónusta. Opið einnig um helgar.
Framtalsþjónustan,
Ármúla 19. S. 533 1533
Ýmislegt
Þægilegir og vandaðir dömuskór
úr leðri, skinnfóðraðir.
Verð: 14.685.-
Sími: 551 2070,
opið: mán.- fös. 10 - 18,
lau. 10 -14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Teg. Koral - alveg rosalega flottur
push up BH í B,C,D,DD,E,F,FF,G
skálum á kr. 6.885,-
Teg. Marinera - glæsilegur BH í
D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 6.885,-
Laugavegi 178, sími 551 3366
Opið mán.-fös. 10-18,
laugard. 10 - 14.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.misty.is
- vertu vinur
...þegar þú vilt þægindi
Kr. 8.900,-
Dömu leður sandalar með
frönskum rennilás. Litir: Svart -
Hvítt - Rautt.
Stærðir 36-42
Bonito ehf. Praxis
Faxafeni 10, 108 Reykjavík
Sími: 568 2878
Opnunartimi: mánud- fimmtud kl.
11.00 - 17.00
föstudaga kl. 11.00 -15.00
www.praxis.is
Bátar
Útvega koparskrúfur á allar
gerðir öxla
Beint frá framleiðanda. Upplýsingar á
www.somiboats.is eða oskar@somi-
boats.is Óskar 0046704051340
Bílaþjónusta
Bílavarahlutir
Toyota notaðir varahlutir
Bílapartar ehf., Grænumýri 3, Mos-
fellsbæ. Erum að rífa flestar gerðir
Toyota bifreiða. Kaupum Toyota bíla
til niðurrifs og endursölu.
Sími 587 7659, www.bilapartar.is
Ökukennsla
Glæsileg kennslubifreið
Subaru Impreza AERO 2008, 4WD.
Öruggur í vetraraksturinn.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
sími 6960042,
bilaskoli.is
Húsviðhald
Þak og
utanhússklæðningar
og allt húsaviðhald
Ragnar V Sigurðsson ehf
Sími 892 8647.
Dökkt leðursófasett til sölu
2 + 3. 15 þúsund. Frí heimsending.
Uppl. í síma 697-5850
mbl.is