Morgunblaðið - 18.03.2010, Side 34
34 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
UM... ÉG MEINA...
NÁÐU ÞESSARI MÚS
ÞETTA FER
BEINT Í
BLOGGIÐ MITT
ÉG VEIT AÐ
ÁSTANDIÐ ER
ANSI SLÆMT...
EN ÞÚ HEFÐIR SAMT EKKI ÁTT AÐ
SEGJA UPP SVONA MÖRGUM MÖNNUM
MIG LANGAR
AÐ BJÓÐA ÞÉR
HEIM TIL MÍN OG
KYNNA ÞIG FYRIR
FORELDRUM
MÍNUM
UPPBLÁSIN
DÚKKA
EF UMFERÐIN
VERÐUR EKKI OF
SLÆM ÞÁ VERÐ
ÉG KOMIN Í
VINNUNA
KLUKKAN ÁTTA
ÆÐI!
Æ, NEI!
ÞETTA ER ALLT Í LAGI...
KLUKKAN ER BARA 7:25
MAMMA, AF
HVERJU ER LÖGGAN
AÐ ELTA OKKUR?
ÞAÐ ER MAÐUR,
DULBÚINN SEM
KÓNGULÓAR-
MAÐURINN, AÐ
RÆNA MIÐASÖLU!
HVERNIG
GETUR HANN
BEYGT ÞESSA
RIMLA?
EÐA VELT BÍLNUM? ÞAÐ EIGA ALLIR
EFTIR AÐ HALDA AÐ
ÞETTA SÉ ÉG
ÉG HELD AÐ ÞAÐ HAFI
KÖTTUR GENGIÐ Á ÞESSU
GRASI... ÉG ER VISS UM ÞAÐSNIFF?
SNIFF?
ÉG HATA
KETTI! ÉG
HATA MEIRA
AÐ SEGJA
GRASIÐ
SEM ÞEIR
GANGA Á
HÉR MEÐ HATA
ÉG ÞETTA GRAS!
Gerpla – aldeilis
frábær sýning
TIL hamingju Baltasar
Kormákur og öll þið
hin sem standið á einn
eða annan hátt að
Gerplusýningunni í
Þjóðleikhúsinu. Þvílíkt
og annað eins listafólk
sem þið eruð!
Ég er venjulegur
Laxnessaðdáandi og
hef lesið Gerplu nokkr-
um sinnum. Sá ekki
fyrir mér hvernig í
ósköpunum mætti
koma þeirri drama-
tísku sögu fyrir á sviði
svo vel færi. En svo sannarlega hef-
ur það tekist. Sagan skilar sér til
fulls, leikmyndin frábær og það að
sjá hvernig þið leikararnir, með ein-
földum hlutum og hreyfingum, skap-
ið sífellt ný og breytileg svið sög-
unnar er kapítuli út af fyrir sig.
Hvað ykkur varðar fáið þið einfald-
lega fullt hús stiga á mínum bæ.
Svona var nú upplifun mín á verk-
inu (og reyndar alls þess venjulega
fólks sem ég hef rætt við um sýn-
inguna, þ.á m. eins tólf
ára). Rétt er hins vegar
að nefna að lítið hef ég
til brunns að bera hvað
leikhús og leiklist-
argagnrýni áhrærir,
annað en að vera
venjulegur maður, sem
nýtur þess að sjá það
sem vel er gert og ekki
spillir þegar meist-
araverk er meðhöndl-
að.
Einhver sagði mér
að þeir sem „fagið
kunna“ hefðu lítið látið
af sýningunni, svona
sögusagnir eru ljótar
og geta ekki verið
sannar – og þó – sínum augum lítur
hver silfrið á þessum sviðum sem
öðrum.
Sum sé: Ég hvet alla – ekki síst
Laxnessaðdáendur, til að sjá þessa
frábæru sýningu á Gerplu í Þjóðleik-
húsinu og ekki orð um það meir.
Níels Árni Lund
Ást er…
… að vaska upp eftir
kvöldmatinn.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is
Félagsstarfeldriborgara
Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9,
vatnsleikfimi (Vesturbæjarl.) kl. 10.50,
myndlist /prjónakaffi kl. 13.
Árskógar 4 | Handav./smíði/
útskurður kl. 9, bossía kl. 9.30, helgi-
stund. kl. 10.30, leikfimi kl. 11, mynd-
list kl. 13.30.
Bólstaðarhlíð 43 | Myndlist, bókband.
Á morgun kl. 13.15 myndbandssýning
„Englar alheimsins“.
Dalbraut 18-20 | Vídeóstund kl. 13.30,
bókabíllinn kl. 11.15.
Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8,
upplestur kl. 14. Listamaður mán.
Digraneskirkja | Leikfimi ÍAK kl. 11.
Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids
kl. 13. Ferð til Færeyja 20.-27. apríl
nk., uppl. á ww.feb.is. eða s. 588-2111.
Félagsheimilið Gjábakki | Leikfimi kl.
9.05/9.55, málm- og silfursmíði kl.
9.30, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30,
myndlistarhópur kl. 16.30.
Félagsheimilið Gullsmára 13 | Handa-
vinna kl. 9, boccia og ganga kl. 10,
handavinna/brids kl. 13, jóga kl. 18.
Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ |
Málun kl. 9, gönguhóp. kl. 11, vatns-
leikfimi kl. 12, karlaleikfimi og handa-
vinnuhorn kl. 13, boccia kl. 14. Skrán.
á vorfagnað í boði Oddfellowa 25.
mars. Sala á miðum í bæjarferð FEBG
23. mars og á dansiballið 19. mars.
Vöfflukaffi kl. 14-16.
Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund
kl. 10.30, sr. Guðmundur Karl Ágústs-
son, vinnust. opn., m.a. myndlist, búta-
og perlusaumur.
Furugerði 1, félagsstarf | Messa
föstudag 19.3. kl. 14, sr. Guðný Hall-
grímsd., Furugerðiskórinn, Ingunn
Guðmundsdóttir, messukaffi.
Hraunbær 105 | Handav. og postulín
kl. 9, leikfimi kl. 10, boccia kl. 11, kaffi.
Hraunsel | Rabb og samvera kl. 9, qi-
gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, fé-
lagsvist kl. 13.30, vatnsleikfimi kl.
14.10.
Hvassaleiti 56-58 | Boccia kl. 10,
hannyrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30,
kaffi.
Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Söng-
ur, bæn og hugvekja kl. 15, kaffihlað-
borð.
Hæðargarður 31 | Fastir liðir. Fulltrúar
Sjálfstæðisfl. í borgarstj.kosn. koma kl.
14.30, Júlíus Vífill Ingvarsson syngur.
Íþróttafélagið Glóð | Hringdansar í
Kópavogsskóla kl. 17.
Korpúlfar Grafarvogi | Listasm., gler-
og trésk. kl. 13. Sundleikf. í Graf-
arvogssundl. á morgun kl. 9.30.
Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Sögu-
stund, spjall, léttar æf. kl. 10, hand-
verks- og bókastofa op. kl. 13, boccia
kl. 13.30, á léttum nótum, þjóðlagast.
kl. 15.
Laugarneskirkja | Raggi Bjarna ásamt
Þorgeiri Ástvaldssyni kl. 14. Veit. í
boði.
Vesturgata 7 | Handav., glersk. (Tiff-
any’s) kl. 9.15, ganga kl. 11.30, kerta-
skreyt. kl. 13, kóræf. kl. 13, leikfimi kl.
14.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja,
bókband og postulín kl. 9, morgunst.
kl. 9.30, boccia kl. 10, framh.saga kl.
12.30, spilað kl. 13, stóladans kl. 13.15,
vídeó kl. 13.50.
Ingigerður Baldursdóttir sendirVísnahorninu kveðju vegna
vísu, sem séra Hjálmar Jónsson
auglýsti eftir höfundi að 2. mars
síðastliðinn: „Vísan er eftir Bald-
ur Eiríksson og er að finna í
kvæðabókinni Dvergmáli (bls.
87). Rétt er vísan þannig:
Stundin er týnd við töf og kák,
tækifærin að baki,
og úrslitaleikir í lífsins skák
leiknir í tímahraki.“
Björn Björnsson lærði eftirfar-
andi vísu af föður sínum, Birni
Jóhannssyni heitnum, fyrir
mörgum áratugum, en aðrar út-
gáfur af vísunni birtust um
helgina:
Gvendur bróðir gaf upp önd
gjörði iðran sanna;
hann andaðist fyrir eigin hönd
og annarra vandamanna.
Veðurstofan spáði um helgina
að það „yrðu stöku él“ fyrir
norðan. Björn Ingólfsson velti
fyrir sér hvað það þýddi:
Hér er ekki hótað byl
hér er allt í fínu standi
en staðhæft er að standi til
stökuél á Norðurlandi.
Ármann Þorgrímsson fór til
læknis í lok síðustu viku með þrá-
látt kvef. Læknirinn kvaðst lítið
geta gert en taldi að þetta myndi
lagast með tímanum. En á bið-
stofunni fékk Ármann ráð, sem
hann vill deila með öðrum:
Svo að karli kvefið batni
koníak er best við því
Hafa það í heitu vatni
helst og sykri blanda í.
Þorsteinn Valdimarsson orti á
sínum tíma:
Þeir létu ei hans letraða bjarg
á hans leiði, – ef þvílíkt farg
yrði upprisutálmi –
Að sungnum sálmi
var það sett on’á kerlingarvarg.
Vísnahorn pebl@mbl.is
Enn af skák og tímahraki