Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 35
Menning 35FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
SAGA Sigurðardóttir og Hild-
ur Yeoman opna sýninguna
Álagafjötrar í Kling & Bang
galleríi, Hverfisgötu 42, í dag
kl. 18:00. Á sýningunni leiða
þær saman hesta sína og
galdra fram bæði dulúð og
kynngimagnaðan heim þar
sem sögum úr grískri goða-
fræði og rússneskum ævintýr-
um er stillt upp í íslensku vetr-
arríki. Sýningin samanstendur
af tískuteikningum, ljósmyndum og vídeóverki
sem þær Hildur og Saga vinna í sameiningu undir
áhrifum frá töfraheimi tískunnar, en flíkurnar
sem fyrirsætur verkanna klæðast eru eftir ýmsa
íslenska fatahönnuði.
Myndlist /hönnun
Álagafjötrar
í Kling & Bang
Eitt verkanna
í Álagafjötrum.
Í TILEFNI af opnun sýningar
á verkum Tryggva Ólafssonar í
Listasafninu á Akureyri mun
Tryggvi eiga samtal við nem-
endur listnámsbrautar Verk-
menntaskólans á Akureyri
(VMA) og aðra gesti í Ket-
ilhúsinu á föstudag klukkan
14:50. Þessi viðburður er liður í
fyrirlestradagskrá, Fyrir-
lestrar á vordögum, sem er
skipulögð af kennurum list-
námsbrautar VMA fyrir nemendur í áföngunum
Listir og menning. Þeir eru unnir í samvinnu list-
námsbrautarinnar, Listasafnsins á Akureyri og
Menningarmiðstöðvarinnar í Grófargili. Aðgang-
ur er ókeypis og allir eru velkomnir.
Myndlist
Tryggvi Ólafsson
ræðir við nemendur
Tryggvi
Ólafsson
TRIO Zipoli frá Finnlandi
heldur tónleika í Langholts-
kirkju næstkomandi föstudag
kl. 20. Tríóið skipa Johanna
Fernholm, messósópran,
Louna Hosia, selló og Pilvi
Listo, semball. Tríóið, sem
kom fyrst fram á barokk-
tónlistardögum í Vantaa árið
2004, spilar gjarnan verk eftir
barokktónskáld sem sjaldan
heyrast á tónleikunum. Dag-
skrá tónleikanna er tileinkuð tónverkum um Mar-
íu mey. Tónleikarnir eru í boði finnska sendiráðs-
ins og Sænska menningarsjóðsins. Aðgangur er
ókeypis. Tríóið kemur einnig fram í messu Lang-
holtskirkju nk. sunnudag.
Tónlist
Barokktónlist í
Langholtskirkju
Johanna
Fernholm
Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur
kolbrun@mbl.is
SÝNING á olíumálverkum eftir Hrafnhildi Ingu
Sigurðardóttur stendur yfir í Gallerí Fold á Rauð-
arárstíg. Sýningin nefnist Hvar áttu heima?
„Þetta eru myndir sem lýsa veðurfari og skýja-
fari,“ segir Hrafnhildur. „Fyrir tveimur árum
byrjaði ég að mála veður og vinda, óveður og sjó.
Þessar myndir eru framhald af því. Ég bý á tveim-
ur stöðum, í Garðabæ og í Fljótshlíðinni. Í húsinu
mínu á Sámsstaðabakka í Fljótshlíðinni horfi ég á
Eyjafjallajökul til austurs og síðan endilanga suð-
urströndina og sé þessa láréttu línu þar sem skýin
hrannast upp og velta sér eftir sjóndeild-
arhringnum og eru aldrei eitt augnablik eins. Ég
er alltaf með þetta í huganum.“
Skemmtilegt að mála það ofsafengna
Það er mikill kraftur í myndunum þínum og þar
er óveður áberandi. Af hverju heillar óveður þig?
„Ég veit það ekki. Ég mála ekki eftir öðrum
fyrirmyndum en þeim sem ég sé í huga mér. Mér
finnst miklu skemmtilegra að mála eitthvað sem er
ofsafengið fremur en það sem er rólegt. Ég er ekki
mjög skapstór, ég held að ég sé fremur ljúf og
þægileg, en í myndunum kemur fram eitthvað sem
ég sýni ekki sjálf en sé fyrir mér.
Á tímabili málaði ég nokkuð mikið hraun og
lækjarsprænur, það voru mjög rólegar myndir. Ég
mála einstaka slíka mynd ennþá. En ég er ekki
manneskja sem sest niður einhvers staðar og seg-
ir: Ég er búin að finna mig í þessum stíl og nú held
ég mig við hann. Ég á örugglega fljótlega eftir að
gera eitthvað annað en það sem ég er að gera í
dag.“
Sýningin þín heitir Hvar áttu heima? og þá
hugsar maður strax um Ísland. Heldurðu að það sé
eitthvað séríslenskt við myndirnar þínar?
„Fyrir tveimur árum hélt ég sýningu á veðra-
myndum á Laugaveginum og þar komu inn útlend-
ingar í stríðum straumum og töluðu mikið um það
hversu íslenskar myndirnar væru og sögðu að þær
gætu ekki verið frá neinu öðru landi. Sjálf ætla ég
ekki að dæma um það. Annars hef ég tekið eftir því
að karlmenn virðast yfirleitt hrifnari af myndum
mínum en konur. Ætli það sé ekki veðrið og sjór-
inn sem heillar þá.“
Mynd á að standa ein
Hrafnhildur Inga segist ekki vilja tala of mikið
um myndir sínar. „Það vekur oft athygli mína hvað
myndlistarmenn gera mikið af því að tala um verk
sín og það sem þeir eru að reyna að tjá í þeim,“
segir hún. „Í sýningarskrám eru myndlistarmenn
oft að skrifa um það sem þeir eru að reyna að segja
með myndunum og stundum eru það miklar lang-
lokur. Sjálfri finnst mér að mynd eigi að standa ein
og sér, án orða. Listamaðurinn á ekki að þurfa að
tala um hana og lýsa því í mörgum orðum af hverju
hún er svona en ekki hinsegin.“
Ertu mikill listunnandi?
„Mér finnst einstaklega gaman að sjá fallega
list, hvort sem það er nútímalist eða eldri list og ég
fer mikið á sýningar. En alveg á sama hátt og mað-
ur hrífst af góðri myndlist þá er hægt að hrífast á
nákvæmlega sama hátt af fallegum lýsingum í bók-
um. Þetta er svo hliðstætt.“
Hvernig er að vera kona í myndlistarheiminum?
„Konur eru afar drífandi og duglegar í list-
sköpun og eiga allan heiður skilið. En mér sýnist
að þær eigi helmingi erfiðara með að koma sér á
framfæri í listaheiminum en karlmenn. Ég hef al-
varlega íhugað að taka mér listamannsnafn og
skíra mig karlmannsnafni. Mér hefur dottið í hug
að taka upp nafn föður míns heitins og skrifa undir
myndirnar: Sigurður Árnason. En ég fékk þessa
hugmynd heldur seint til að geta gert hana að
veruleika, ég hefði átt að fá hana miklu fyrr.“
Morgunblaðið/Golli
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir „Konur eru afar drífandi og duglegar í listsköpun og eiga allan heiður skilið. En mér sýnist að þær eigi helmingi erfiðara
með að koma sér á framfæri í listaheiminum en karlmenn. Ég hef alvarlega íhugað að taka mér listamannsnafn og skíra mig karlmannsnafni. “
Myndir án orða
Hrafnhildur Inga
sýnir í Gallerí Fold
Málverk sem lýsa
veðurfari og skýjafari
Mynd á að standa ein
og sér, segir listakonan
Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir fæddist á
Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð og ólst þar
upp. Hún stundaði myndlistarnám um 6-7 ára
skeið og lauk meðal annars prófi í grafískri
hönnun frá Myndlista- og handíðaskóla Ís-
lands, nú Listaháskóla Íslands.
Sýningunni í Gallerí Fold lýkur sunnudaginn
28. mars.
Þetta er tíunda einkasýning Hrafnhildar
Ingu sem einnig hefur tekið þátt í fjölda sam-
sýninga bæði hér á landi og erlendis. Enn-
fremur hefur hún tekið þátt í samsýningum
með nýstofnuðum samtökum, Grósku, sem er
hópur listamanna í Garðabæ.
Listakonan
Í MARSMÁNUÐI ár hvert er hald-
in alþjóðleg vika franskrar tungu til
að minna á að franska er móðurmál
200 milljóna manna um heim allan.
Hinn 20. mars nk. fagna Alþjóða-
samtök frönskumælandi landa 40
ára afmæli sínu með „Fjölbreyti-
leika í þjónustu friðar“ að leiðarljósi
og samhug með þjóð Haítí.
Menningarvikan franska hefst
með opnun ljósmyndasýningar Öldu
Lóu Leifsdóttur, „Myndir af konum
í Togo“, í Alliance Française á
Tryggvagötu 8 í dag kl. 17:30-19:00.
Samhliða ljósmyndasýningunni
verða sýndar þrjár heimildamyndir
um stöðu kvenna í Afríku.
Á laugardag kl. 13:30-15:00 verður
menning Haítí svo í brennidepli í
Borgarbókasafninu, Tryggvagötu
15, en þá verður opnuð málverka-
sýning haítíska málarans Lavilette
Léonsois og sýndar tvær heim-
ildamyndir um Haítí: „René Despe-
stre, augnablik í lífi rithöfundar“ –
„René Despestre, chronique d’un
animal marin“, eftir Patrick Cazals,
og „Ágóðann og ekkert annað“ – „Le
Profit et rien d’autre“, eftir Raoul
Peck. Einnig verður boðið upp á
upplestur í Borgarbókasafninu á
verkum eftir haítíska höfunda.
Frönsk
tunga í
hávegum
Vika franskra
menningarviðburða
Hátíð Sölukona í Togo, mynd á
sýningu Öldu Lóu Leifsdóttir.
Ljósmynd/Alda Lóa Leifsdóttir
UNDANFARIÐ hafa íslenskir tón-
listarmenn haldið reglulega tónleika
í Foundling-safninu í miðborg Lund-
úna. Næstu tónleikar verða þar kl.
13:00 á morgun, en þá mun Arnbjörg
María Danielsen sópransöngkona
syngja íslensk og ensk sönglög við
undirleik Ögmundar Þórs Jóhann-
essonar gítarleikara en auk þess
mun Ögmundur flytja verk fyrir ein-
leiksgítar.
Arnbjörg María lauk nýlega mast-
ersprófi frá Mozarteum-tónlistarhá-
skólanum í Salzburg. Ögmundur Þór
stundaði einnig nám í Salzburg, en
býr nú og starfar í Berlín.
Foundling Museum er rétt hjá
Russell Square-neðanjarðarstöðinni
í hjarta Lundúnaborgar en safnið
segir sögu Foundling Hospital sem
stofnaður var af Thomas Coram í
þágu heimilislausra barna.
Íslensk söng-
lög í miðborg
Lundúna
Meðlimir voru
óstyrkir, lögin ótta-
legt kraðak og margt og
mikið sem þarf að dytta
að...41
»