Morgunblaðið - 18.03.2010, Síða 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2010
Fólk
Í KVÖLD hefst þriggja kvölda tónleikahátíð í
Nýlenduvöruverslun Hemma og Valda við
Laugaveg. Tilefnið er eins árs afmæli tónleika-
raðarinnar Grapevine Grassroots sem haldin
hefur verið einu sinni í mánuði síðastliðið ár.
Arnljótur Sigurðsson, forstöðumaður tón-
leikaraðarinnar, segir um fimmtíu hljómsveitir
hafa spilað á fyrsta árinu, en að jafnaði komi
fram þrjár til fjórar hljómsveitir hverju sinni.
Er þetta í annað sinn sem haldin er Grass-
roots-hátíð en sú fyrri fór fram samhliða tón-
leikahátíðinni Réttum sem fram fór í fyrra. Á af-
mælishátíðinni spilar rjóminn af þeim sem hafa
komið fram á árinu og því úr nógu að moða.
Markmið tónleikanna er að veita ungum og
upprennandi hljómsveitum færi á að koma fram
og gefa í leiðinni gestum færi á að heyra það sem
er að gerast undir yfirborðinu í tónlist hér á
landi. Á næstu dögum munu hljómsveitir á borð
við Felonious Monk, NOLO, Pascal Pinon, Báru-
járn og DLX ATX koma fram en þær vöktu allar
mikla athygli á árinu sem leið. Munu átta aðrar
hljómsveitir stíga á svið að þessu sinni.
Grassroots-tónleikaröðin var oft með fyrstu
tónleikum margra þeirra hljómsveita sem þar
hafa spilað og því frábær stökkpallur fyrir ung-
ar hljómsveitir að sögn Arnljóts.
Á hátíðinni verða einnig til sýnis auglýsingar
sem gerðar voru af upprennandi myndlistarfólki
fyrir hverja tónleika á árinu og birtust í Reykja-
vík Grapevine og víðar.
matthiasarni@mbl.is
Grasrótarhátíð Grapevine fagnar árs afmæli
Morgunblaðið/Ómar
Forstöðumaðurinn Arnljótur Sigurðsson.
Menn gefast ekki upp á útgáfu
tímarita í kreppunni og nú eru tvö
tímarit á leiðinni, eitt um knatt-
spyrnu og annað um grafíska hönn-
un. Hið fyrrnefnda ber titilinn
GOAL og kemur út í dag. „Á mark-
aðinn hefur klárlega vantað alvöru
fótboltatímarit og höfum við fulla
trú á því að nú sé eitt slíkt komið
fram,“ segir í tölvupósti um GOAL.
Þar mun Lionel Messi m.a. koma
við sögu. Að sama skapi mætti
segja að klárlega hafi vantað tíma-
rit um grafíska hönnun og nú er
það komið, Mæna, en það kemur út
á laugardaginn og vefurinn mæna-
.is verður opnaður um leið. Mæna
er að vísu ársrit um grafíska hönn-
un og fylgir því sýnishorn af verk-
um útskriftarnema í grafískri
hönnun við Listaháskóla Íslands.
Útskriftarnemar Listaháskólans
2010 hanna Mænuna og verður nýtt
rit hannað árlega, enda ársrit.
Rit um knattspyrnu og
grafíska hönnun
Hönnunarhátíðin Hönnunar-
Mars hefst í dag með viðburðum
víða um borg. Opnunarveisla verð-
ur haldin í Höfðatorgi (turninum í
Höfðatúni) kl. 20.30, þrjár sýningar
opnaðar þar, og á Laugavegi munu
vöruhönnuðir gæða tóm rými jafnt
sem verslunarrými nýju lífi, allt
niður að Kvosinni. Í Kling & Bang
verður opnuð sýningin Álagafjötr-
ar, innsetning ljósmyndarans Sögu
Sigurðardóttur og fatahönnuðarins
og tískuteiknarans Hildar Yeomen.
Á Skólavörðustíg verður sýning
á skartgripum hjá Ófeigi gull-
smiðju og í Fógetastofu, Aðalstræti
10, verður opnuð sýning á leirlist
og leirmunum kl. 16.30.
Þá verður haldið sk. „Face-
hunter-partí“ í versluninni kron-
kron á Laugavegi kl. 19. Þar verða
Facehunter-bækur til sölu (sjá face-
hunter.blogspot.com) og nýir Kron
by kronkron-skór til sýnis. „Goodie
bags og happdrætti ;) Allir vel-
komnir!“ segir um partí þetta á
Facebook. Allt á suðupunkti.
Blásið til hönnunarhá-
tíðar víða um borg
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÓRAR heitir nýtt verk dansflokks-
ins Spiral, í samvinnu við Svein-
björgu Þórhallsdóttur danshöfund,
Gianluca Vincentini, listrænan
stjórnanda Spiral, sem einnig sér
um sviðshönnun og lýsingu, og Ró-
bert Reynisson hljóðmyndar-
hönnuð. Í Órum er farið með áhorf-
endur í ferðalag þar sem þeir
upplifa andrúmsloftið milli svefns
og vöku, eins og dansflokkurinn
lýsir því. Þeir stigi inn í draumaver-
öld þar sem ævintýri hugans geti
skyndilega breyst í átakanlega
martröð. Sýningarstaðurinn hæfir
efninu, hið grófa rými leikhússins
Norðurpólsins á Seltjarnarnesi.
„Okkur langaði að kanna draum-
heiminn, hvað gerist þegar fólk
sofnar og hvert draumarnir færa
okkur, við blöndum við þetta æv-
intýrum,“ segir Gianluca. Draumar
geti vissulega verið fallegir en að
sama skapi geti þeir snúist í hræði-
legar martraðir.
Gianluca segir áhorfendur leidda
í gegnum verkið, þeir gangi milli
rýma með ólíkum myndum eða ór-
um, rýmin muni vekja með áhorf-
andanum ólíkar tilfinningar. „Í
heildina eru þetta fimm eða sex
rými sem við notum og hvert þeirra
er með sérstakri sviðsmynd,“ segir
Gianluca.
Sjö konur og þrír karlar dansa í
sýningunni en sýningardagar eru
fjórir: 18., 21., 25. og 28. mars.
Þrjár sýningar eru hvern dag og án
hlés, um leið og einn hópur áhorf-
enda hefur gengið í gegnum Óra
tekur annar við. Miðasala fer fram
á midi.is. Spiral Túlkar hugaróra með kraftmiklum dansi í Norðurpólnum.
Fallegir draumar og
hræðilegar martraðir
Dansflokkurinn Spiral frumsýnir í dag dansverkið Óra
Eftir Ingveldi Geirsdóttur
ingveldur@mbl.is
„ÞETTA varð stærra en við þorð-
um að vona,“ segir Ingibjörg Finn-
bogadóttir, framkvæmdastjóri
Reykjavik Fashion Festival, RFF,
sem fer fram um
helgina í fyrsta
sinn.
Tuttugu og
tveir hönnuðir
munu sýna á
tískuhátíðinni,
stórir og litlir til
helminga að sögn
Ingibjargar. „Í
upphafi vorum
við að vonast til
að fá svona tíu til fimmtán umsókn-
ir frá hönnuðum en við fengum
fjörutíu umsóknir. Af þeim völdum
við tuttugu og tvo fatahönnuði til
þátttöku. Níu munu sýna á föstu-
dagskvöldið og þrettán á laug-
ardeginum,“ segir Ingibjörg.
Minni hönnuðir eru með átta inn-
komur á sýningunum og þeir
stærri með átján. „Síðasta sýningin
á laugardagskvöldið er sú stærsta
og þá verða um áttatíu innkomur
hjá fjórum hönnuðum sem eru með
um átta mínútur hver til að sýna.“
Reykjavik Fashion Festival er
lokaður viðburður í þetta skiptið,
aðeins fyrir boðsgesti, aðstand-
endur og fjölmiðlamenn. „Áhugi að
utan hefur farið fram úr öllum von-
um og það er von á hátt í tuttugu
manns frá erlendum fjölmiðlum alls
staðar að úr heiminum. Markmiðið
með RFF er að koma íslenskri
hönnun út fyrir landsteinana og
virðist það ætla að hafast,“ segir
Ingibjörg og bætir við að tónleika-
dagskrá á Kaffibarnum og Nasa í
tengslum við hátíðina sé opin al-
menningi.
„Við erum að vinna heimildar-
mynd um hátíðina sem við vonumst
til að íslenskir ljósvakamiðlar sjái
sér hag í að sýna og almenningur
fái með henni tækifæri til að sjá
hvað fór þarna fram. Þetta er bara
upphafið en við vonum að þetta
verði miklu stærri viðburður og
opnari í framtíðinni,“ segir Ingi-
björg. RFF er hluti af Hönnunar-
Mars sem fer líka fram um helgina
og segist Ingibjörg sjá fyrir sér að
tískuhátíðin verði árlegur við-
burður samhliða HönnunarMars
upp frá þessu.
Þátttakandi Farmers Market tekur þátt í Reykjavik Fashion Festival og sýnir þar nýjust línu sína. Þessi herrapeysa er hluti af henni.
Tuttugu og tveir hönnuðir sýna
Reykjavik Fashion Festival fer fram í fyrsta skipti um helgina Markmiðið
að koma íslenskri hönnun út fyrir landsteinana Von á fjölda erlendra miðla
Tískuhátíðin hefst kl. 20 annað
kvöld í O. Johnson & Kaaber-
húsinu í Sætúni. Það eru sýningar
frá E-label, Royal Extreme, Emami
og Sruli Recht sem hefja hátíðina.
Kl. 20.45 sýnir Mundi og kl. 21.30
er sýning frá Skaparanum, ELM,
Thelmu Björk og Go With Jan.
Á laugardagskvöldinu, 20. mars,
hefst kvöldið kl. 20 á sýningu frá
Bliki, Lúka, Sonju Bent, Hildi
Yeoman og Farmers Market. Kl. 21
er sýning frá Nikita, 8045, Kalda
og Áróru. Reykjavik Fashion Festi-
val lýkur svo á sýningum frá Birnu,
Spaksmannsspjörum, GuSt og
Andersen & Lauth sem hefjast kl.
22.
Dagskrá RFF
www.rff.is
Ingibjörg
Finnbogadóttir