Skólablaðið - 01.04.1962, Page 3
Þegar ég las fréttapistil í 3. tölublaði 37.árgangs Skólablaðsins, svohljóð-
andi, að rektor hefði gefið handboltamönnum skólans nýjan grip að berjast um, var
mér svo öllum lokið, að ég mátti lengi ekki mæla sakir þeirrar forundrunar og
þess ljóta grunar, er greip mig. Og þvi varpa ég fram þeirri spurningu, er befur
brennt tungu mína mikinn hluta þess tíma, er ég hef setið bekki Menntaskólans 1
Keykjavik : Segið mér vísu lærifeður, hvað er það, sem íþróttahreyfingin hefur til
síns ágætis, svo mjö.g umfram aðra félagsstarfsemi skólans ?
Ekki þar fyrir að Tþróttafélagið sé ekki hinn ágætasti þáttur félagslífsins, en átti
það ekki hinn ágætasta verðlaunagrip fyrir?
Og sem þessar grillur flögruðu í hug mér inn, þá minntist ég atviks, sem
í fyrra var haldið niðri af óskiljanlegum ástæðum. Þáverandi stjórn íþróttafélags-
ins, sem var sem nú skipuð hinum ágætustu mönnum, hafði fengið frí fynr heilan
hóp manna, sem átti að keppa fyrir skólans hönd á einhverju móti úti 1 bæ.
Ekki veit ég til þess, að nokkur maður af þeirri virðulegu samkundu, er situr
kennarastofuna, hafi sagt svo mikið sem eitt styggðaryrði, kann þó að vera, að