Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.04.1962, Page 6

Skólablaðið - 01.04.1962, Page 6
90 - Eru nú uppi raddir um að stofnatil nýs embættis handa Einari Bollasyni næsta vetur, og hljóti hann nafnbótina "Eldhúsmeistari Scholae". Pylsupottur og útvarp Margir hafa spurt: Hvað er orðið af pylsupottinum, sem keyptur var í íþöku í fyrra og fylgdi með ráðskona ? Ef hann er bilaður líka, hví eigi að láta mekanikker þann gera við hann, sem sagt er í síðasta Skólablaði, að hafi kom- ið kanaútvarpinu þar fyrir kattarnef ? Annars fannst mér það skrýtin ráð- stöfun að níðast svo á vesælum útvarps- garminum og veit ég ei, hvort það er gert í þökk allra nemenda skólans. Glaumbær Svo nefnist hljómskífusafn okkar. Þar eru m. a. nokkrar ágætar hljómskíf- ur, en sá er galli á gjöf Njarðar, að vinsælustu skífurnar eru orðnar svo herfilega gatslitnar, að hörmung er að heyra, t. d. Cavalleria Rusticana. Finnst mér tími til kominn að taka þær úr um- ferð, því að enginn hefur ánægju af að hlusta á þvílíkt urg, nema ef vera kynnu hér í skólanum einhverjir unnendur elektrónískrar "tónlistar". Hins vegar afsannar þetta algerlega þá kenningu, sem kom fram í busablaðinu, að menn færu eigi lengra með skífurnar en niður á Skalla. Einhæf tónlist Ymsum finnst tónlist sú, er safnið hefur á boðstólum, nokkuð einhæf. Djassunnendur kvarta t. d. sáran yfir því, að þar skuli eigi að finna eina einustu djassskífu. Finnst mér þeir hafa mikið til síns máls. Einnig sakna margir hinna vinsælu amerísku söngleikja. Vonandi breytist þetta á næstu árum, því vonlaust er, að hægt sé að tjónka nokkuð við núverandi safnfólk í þessum efnum. Þetta heiðursfólk verður samt að gera sér það ljóst, að það hafa ekki allir jafn háþróaðan tónlistarsmekk og það. Þegar unnendum létt-klassiskrar tón- listar hefur verið gert jafn hátt undir höfði og hinum, þá fyrst er safnið orðið safn allra nemenda skólans. Ég efast ekki um, að þá mun aðsókn að safninu aukast til muna. Andleysi ? Skólablaðið hefur sætt nokkurri gagn- rýni af alþýðu, enda virðist sjaldan hafa verið jafn þröngt í búi hjá smáfuglunum, sem að því standa, sem í vetur. Skríbentar hafa oftast nær verið hinir sömu og meginþorrinn úr 6. bekk. Rétt er þó að benda á, að Slcólablaðið er alls ekki prívatfyrirtæki editors & Co. Ég man þá tíð, er Einar Már æddi um ganga skólans og skók hnefann fram- an í hvern þann, er hann taldi, að sæmi- lega ritfær væri, og hrópaði : "Þú skrif- ar í Skólablaðið og lætur mig fá grein- ina á mánudaginn, - annars verðurðu hengdur! " Og sjá: á mánudögum streymdu greinarnar til hans úr öllum áttúm, enda hygg ég, að sjaldan hafi Skólablaðið blómstrað jafn fagurlega sem í tíð Einars. Það þarf m. ö. o. að teyma fólk fram á ritvöllinn, eigi eitthvað efni að fást. Reynslan hefur leitt það 1 ljós. Menn verða svo sjálfir að dæma um, hvort þeim finnst ritstjórinn hafa staðið í stykkinu 1 vetur. Ef til vill segir einhver : Blaðið í vetur hefur verið firnalélegt. En við þann hinn sama vildi ég segja þetta : Hefur þú lagt eitthvað af mörkum til þess? Ekki það, nei ? Væri þá ekki hollt að hugleiða orðskviðinn gamla "hæst bylur í tómri tunnu" ? Blekiðjumenn Vinsælasti þátturinn í Skólablaðinu er sem fyrr hinn kómíski slúðurdálkur Baldurs Síms, Quid Novi ? Samtalsþætt- ir Einars Más gefa blaðinu mikið gildi, en hann tekur einungis intelligensa til meðferðar, gluggar í sálarlíf þeirra og dregur það fram í dagsljósið. Síðast fengum við að kynnast ölafi R. Gríms- syni, fóstursyni menntagyðjunnar. Hrutu mörg gullkorn af vörum hans. Fer ekki röðin bráðum að koma að Hauki N. Hend- ersyni ? Skreytingar blaðsins eru á engan hátt Frh. á bls. 110.

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.