SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 4

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 4
4 19. desember 2010 Joseph Alois Ratzinger kardínáli var kjörinn páfi rómversk-kaþólsku kirkj- unnar 19. apríl 2005, þá 78 ára að aldri. Hann var kosinn á öðrum degi kjör- fundarins og tók sér páfanafnið Benedikt XVI. Ratzinger fæddist 16. apríl 1927 í Marktl am Inn í Þýskalandi og var yngstur þriggja systkina. Faðir hans var lögreglumaður og kominn af bænd- um í Bæjaralandi. Móðir hans átti til handverksmanna við Chiem-vatn að telja. Joseph Ratzinger var sex ára þegar nasistar komust til valda í Þýska- landi 1933. Foreldrar hans voru dyggir kaþólikkar og andsnúnir hinum nýju stjórnarherrum. Hann hóf nám við prestaskóla árið 1939 og var kvaddur í Hitlersæskuna 1941, líkt og aðrir jafnaldrar hans, og í þýska herinn 1943. Ratzinger lauk prestsnáminu, tók vígslu 1951 og hlaut doktorsgráðu í guðfræði við háskólann í München 1953. Næstu áratugina kenndi hann við ýmsa háskóla í Þýskalandi og ritaði greinar og bækur um guðfræði. Ratzinger var sérlegur ráðgjafi Josephs Frings, erkibiskups í Köln, á öðru Vatíkanþinginu 1962-65 og þótti vera þar í hópi framsækinna þingfulltrúa. Hann varð biskup í München og Freising 1977 og kardínáli skömmu síðar. Vinur hans, Jóhannes Páll páfi II., gerði hann að yfirmanni Kenningarstofn- unar trúarinnar. Hún annast m.a. trúvörn og leggur mat á meint brot gegn kirkjunni og kenningum hennar. Þar fór orð af Ratzinger sem harðlínu- manni. Hann fordæmdi t.d. „frelsunarguðfræðina“ í Suður-Ameríku og hefur m.a. haldið til streitu afstöðu kaþólsku kirkjunnar til fóstureyðinga og getnaðarvarna. Fræðimaður og verjandi trúarinnar Benedikt XVI. fór í fyrstu opinberu heimsókn sína sem páfi til Þýskalands. Reuters J esús er engin goðsögn. Hann er maður af holdi og blóði og hann er raunverulegur hluti af sögunni. Við getum farið á þá staði sem hann var á. Við getum heyrt orð hans af vörum vitna. Hann dó og hann er upprisinn,“ skrifar Joseph Ratzinger – Benedikt páfi XVI. í bók sinni, Jesús frá Nasaret, sem nú er komin út á íslensku í þýðingu Elínar Guðmundsdóttur. Þótt allur þorri Íslendinga hafi lýst því yfir að þeir vilji leitast við að gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns þá líta margir á trú sína og annarra sem einkamál ef ekki hreint feimnismál. Því verður ekki mótmælt, hvað sem líður trúarafstöðu, að Jesús frá Nasaret er á meðal helstu áhrifavalda sögunnar. Boðun hans og breytni skipti sköpum og glöggt dæmi um áhrif hans er að tímatal okk- ar tekur mið af fæðingu Jesú Krists. En þrátt fyr- ir að nafn Jesú sé vel þekkt er ekki víst að fjöld- inn þekki hann vel, þótt hann sé kjarni, upphaf og endir þeirrar trúar sem flestir landsmenn játa. Höfundur segir að þessi fyrsti hluti bókarinnar um Jesú frá Nasaret, sem hér birtist, eigi langan aðdraganda. Umfjöllunin hefst á skírn Jesú og nær til ummyndunarinnar. Ratzinger nefnir þróun guðfræðilegrar umræðu eftir miðja 20. öldina þar sem munurinn „á „hinum sögulega Jesú“ og þeim „Kristi sem við trúum á“ jókst þar til algerlega skildi á milli.“ Hann telur afleiðing- arnar af þessu m.a. vera þær að „þau nánu tengsl við Jesúm, sem trúin byggir á, leysist upp“. Til- gangur hans með skrifunum er ekki að ganga gegn ritskýringarfræðum nú- tímans. Fyrir þau kveðst hann vera þakklátur. Hann segir að bókinni sé einungis ætlað að tjá persónulega leit sína „að aug- liti Drottins“ (Sálmur 27.8). Ratzinger skrifar bókina fyr- ir almenna lesendur, líkt og undirritaðan sem er leikmaður og ekki kaþólskur en kennir sig við Krist. Hann sýnir Jesúm sem soninn sem á lifandi og náin tengsl við Guð föður og byggir raunar umfjöllun sína á þessu atriði. Samneyti sonarins við föð- urinn. Við lesturinn komu mér oft í huga orð Matteusar guðspjallamanns: „Þannig er sérhver fræðimaður sem orðinn er lærisveinn himnaríkis líkur húsföður sem ber fram nýtt og gamalt úr forðabúri sínu.“ Ratzinger leitar mjög víða fanga í fornum og nýlegum heimildum til að skýra ritningarnar og draga upp skýra mynd af Jesú Kristi. Fyrsta bókin eftir páfa á íslensku Það hlýtur að teljast til tíðinda að lítið íslenskt bókaforlag, Bókafélagið Ugla, gefi út bók eftir sjálfan páfann. Raunar mun þetta vera í fyrsta skipti sem bók fyrir almenning rituð af sitjandi páfa kemur út á íslensku. Áður hafa verið gefin út páfabréf og önnur slík rit. Þetta framtak sýnir og nokkra dirfsku þegar harðar er sótt að krist- inni trú og gömlum gildum en oft áður. Páfar hafa raunar ekki lagt í vana sinn að rita bækur fyrir almenna lesendur. Segja má að for- veri Benedikts XVI., Jóhannes Páll páfi II., hafi brotið ísinn í þeim efnum. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins er í bígerð að gefa út á ís- lensku bók eftir Jóhannes Pál páfa II. sem mun heita „Yfir þröskuld vonar“. Útgáfudagur hefur ekki verið ákveðinn. Þess ber að geta að Joseph Ratzinger var kard- ínáli þegar hann hóf ritun bókarinnar um Jesú frá Nasaret árið 2003. Hann lauk við fyrstu fjóra kaflana í ágúst 2004 og var síðan kjörinn páfi í apríl 2005. Hann ritar bókina sem guðfræðingur og fræðimaður en ekki sem „óskeikull páfi“. Ratzinger kveðst hafa notað hverja frjálsa stund sem gafst til að vinna að ritun bókarinnar. Hann er orðinn aldraður og kveðst því hafa ákveðið að birta þennan fyrsta hluta. Í öðrum hluta ritverksins um Jesú frá Nasaret verður efni sem páfi ákvað að fresta að skrifa um „vegna þess að ég taldi meira áríðandi að kynna manninn Jesúm og boðskap hans og hjálpa til við að ýta undir vaxandi samneyti við hann,“ eins og segir í formálanum. Bókin um Jesú frá Nasaret vakti mikla athygli þegar hún kom út í Þýskalandi. Enn meiri at- hygli hafa þó vakið viðtalsbækur við páfann og bækur um hann sem þýski blaðamaðurinn Peter Seewald hefur skrifað. Þar varpar blaðamað- urinn fram ýmsum spurningum um trúarleg efni sem páfinn svarar. „Jesús er engin goðsögn“ Páfi dregur upp skýra mynd af Jesú frá Nasaret Joseph Ratzinger, Benedikt páfi XVI., segir að bókin um Jesú tjái persónulega leit sína „að augliti Drottins“. ReutersVikuspegill Guðni Einarsson gudni@mbl.is Páfinn í Róm er leið- togi rómversk- kaþólsku kirkjunnar, stærstu kirkjudeildar kristinna manna. Tal- ið er að um þriðjungur jarðarbúa aðhyllist kristna trú eða um 2,1 milljarður manna. Allt að helmingur þeirra er kaþólskur. Ríki páfans er mjög víðfeðmt og teygir sig um allan heim, hvar sem rómversk- kaþólska er að finna. Áhrifavald hans nær langt út fyrir raðir kirkjunnar. Áhrif á heimsvísu

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.