SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 25

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 25
19. desember 2010 25 frumkvæði hans og vilja. Þess vegna hefur Sjálfstæð- isflokkurinn miklu hlutverki að gegna og ábyrgð hans er mikil. Svo er það líka þannig að einmitt núna eru ákveðin tækifæri til að gera hlutina öðruvísi og það á Sjálfstæðisflokkurinn að gera. Í áratugi hafa stjórn- málin lítið breyst að forminu til. Stjórnmálaflokkarnir starfa enn eftir eldgömlum leikreglum sem samdar voru af einstaklingum sem fyrir löngu eru gengnir af því sviði. Þessar leikreglur höfða ekki nægilega til fólks í dag, sérstaklega ekki til kvenna og ungs fólks. Það hef ég lengi skynjað og ég vil að Sjálfstæðisflokk- urinn hafi hugrekki og kjark til að viðurkenna að tímarnir hafa breyst, og það verða mennirnir að gera með. Ég er þeirrar skoðunar að íslenskt samfélag og stjórnmál breytist ekki nema Sjálfstæðisflokkurinn stuðli að þeim breytingum. Forysta Sjálfstæðisflokks- ins hefur tekið ýmis jákvæð skref í þessa átt og ég vona að því verði haldið áfram. Mér finnst fólk vera að segja hátt og skýrt: Ég vil taka þátt í stjórnmálum, en ég veit ekki hvað ég á að gera til að geta haft áhrif. Ef stjórnmálaflokkarnir opna ekki dyr sínar upp á gátt fyrir fólkinu þá eru þeir ekki að svara þessu kalli og þá verður því mætt annars staðar. Það hefur skort kjark til að gera það og tryggja virkara lýðræði, ekki bara hjá Sjálfstæðis- flokknum, heldur öllum flokkum. Ég hef reynt að stuðla að slíku í mínum störfum og ákvörðunum, enda held ég að nú sé ögurstund í stjórnmálalífi á Ís- landi. Ekki bara í formi heldur líka innihaldi. Hvernig pólitíkin tekur á þeirri ögurstund skiptir miklu máli og nú er tíminn til að hleypa fleirum að stefnumótun og ákvörðunum, til dæmis með því að opna lands- fundi flokkanna fyrir miklu fleirum en þröngum hópi þeirra sem lengi hafa tekið þátt í stjórnmálastarfi en einnig með því að skapa vettvang reglulegra skoð- anaskipta um stefnumótun flokkanna og ákvarðanir þeirra á opinberum vettvangi. Og þetta er líka rétti tíminn til að endurskoða það hvernig flokkarnir velja sína frambjóðendur og kannski rétti tíminn til að leggja prófkjörin algjörlega af í þeirri mynd sem þau hafa verið.“ Vil að borgin fari á flug Þú ert að tala um samvinnu þvert á flokkslínur? „Ég er fyrst og fremst að tala um ný og öðruvísi stjórnmál. Stjórnmál þar sem við tökumst á um hug- sjónir, hugmyndir og það sem mestu máli skiptir en eyðum ekki tímanum í tilgangsminna karp. Ég er að tala um stjórnmál sem eru svo eftirsóknarverð að við getum með góðri samvisku hvatt ungt fólk til dáða á þeim vettvangi. Ég upplifði mjög sterkt samtal sem ég átti nýlega við eldri dóttur mína. Hún hafði séð brot úr bíómyndinni um Jón Gnarr þar sem töluvert grín var gert að móður hennar. Henni fannst þetta erfitt, hafði áhyggjur af því hvaða áhrif þetta hefði á mig, en ekki síður hvaða áhrif þetta hafði haft á hana, og vildi skiljanlega fara yfir málin. Ég útskýrði að þetta skipti litlu máli og væri allt í góðu, en hún sagði: Ég ætla aldrei að fara í stjórnmál. Og í staðinn fyrir að hugsa: En leiðinlegt, varð ég eitt augnablik hálffegin því að dóttir mín ætlaði ekki að feta í mín fótspor. Mig langar svo mikið til að geta sest á móti ungu hæfileikaríku fólki sem vill taka þátt í stjórnmálum og sagt einlæglega við það: ,,Þú ert góð manneskja, gerðu góða hluti. Nýttu krafta þína í þágu samfélags- ins, farðu í stjórnmál. En þegar harkan í stjórnmál- unum er svona mikil og of margt snýst um yfir- borðslega hluti þá hörfar heiðarlegt fólk. Það er eðlilegur gangur stjórnmálanna að í kosn- ingabaráttu þræta menn, takast á og fara í hug- myndafræðileg átök. Þau átök eru góð og nauðsynleg. Í kosningum velur fólk svo einstaklinga til að vinna verkin. Ein af ástæðunum fyrir því að ég er sjálfstæð- ismaður er sú að ég trúi á frelsi einstaklingsins, tæki- færi allra og val fólksins. Ég tel gríðarlega mikilvægt að virða það val. Þess vegna tel ég líka að eftir kosn- ingar eigi kjörnir fulltrúar fólksins að setjast niður og ráða ráðum borgar og þjóðar, en takast ekki stöðugt á eins og kosningar séu í hverri einustu viku. Sú sam- ræðuhefð er niðurdrepandi og hvorki góð, skapandi né frjó. Sumir segja að með þessum áherslum mínum sé ég að taka pólitíkina út úr pólitíkinni. Það er alrangt. Maður tekur aldrei pólitíkina út úr pólitíkinni. Ein- staklingar eru ólíkir, eru ekki sammála og hafa ólíka sýn á samfélagið. Þannig á það að vera. Við stjórn- málamennirnir eigum að takast á um það sem skiptir máli, stóru spurningarnar og stóru hagsmunamálin fyrir íbúa, en ekki búa til átök og ágreining um allt annað sem svo miklu minna máli skiptir. Pólitíkin þarf ekki að vera vondur staður. Þörfin fyrir ný og heiðarlegri stjórnmál finnst mér hrópandi og ég væri að víkja mér undan ábyrgð og nánast svíkja kjósendur ef ég segði ekki þá skoðun mína og gerði ekki það sem ég tel mig geta gert til að gera stjórnmálin betri.“ Hvar finnst þér þú vera stödd núna í pólitíkinni? „Mér finnst ég vera stödd á ágætum stað. Ég er afar sátt við að fá að gegna mikilvægum störfum fyrir borgarbúa, þótt ég geti ekki neitað því að úrslit borg- arstjórnarkosninganna voru bæði pólitísk og persónu- leg vonbrigði. Ég hafði lagt mikið undir og mikið á mig og mig langaði óskaplega mikið til að halda áfram að hafa forystu um að bæta borgina og auka þjónustu við borgarbúa. Ég hefði viljað fá meira en tvö ár í starfi borgarstjóra, en ég tek niðurstöðunni, virði val fólksins og vinn sem best úr henni. Og mig langar ekkert frekar en að stuðla áfram að uppbyggingu samfélags sem er eins og litli strákurinn sem ég hitti í góðum grunnskóla í Breiðholti vill hafa það. Hann hafði teiknað skjaldarmerki borgarinnar með vængi. Hann gaf mér myndina um leið og hann sagði að svona vildi hann að borgin sín yrði, að hún gæti farið á flug. Ég er sammála honum. Ég vil að borgin fari á flug.“ Morgunblaðið/Golli Hanna Birna Kristjánsdóttir: „Mér finnst ég vera stödd á ágætum stað. Ég er afar sátt við að fá að gegna mikilvægum störfum fyrir borgarbúa, þótt ég geti ekki neitað því að úrslit borgarstjórnarkosninganna voru bæði pólitísk og persónuleg vonbrigði.“ ’ En í þessu eins og mörgu öðru þarf tvo til og við í minnihlutanum getum ekki áfram tekið að okkur aukna ábyrgð án þess að því fylgi skýrari áhrif og við getum ekki ein haldið áfram þessari veg- ferð ef viljinn er ekki fyrir hendi hjá meirihlutanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.