SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 26

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 26
26 19. desember 2010 S vonefnd Pisa-könnun á læsi 15 ára unglinga og þekkingu þeirra á stærðfræði og náttúrufræði, sem OECD stendur fyrir um víða veröld, hefur beint athyglinni að skólum og skólastarfi hér á Íslandi. Við Íslendingar erum að sækja á skv. síðustu könnun, sem kynnt var nú í byrjun desember en gætum þó gert betur. Ein þjóð í okkar heimshluta hefur sérstöðu eins og áður en það eru Finnar. Í nýjustu skýrslu OECD er sér- stakur kafli um Finnland, þar sem reynt er að útskýra hvernig þeir hafi náð svo góð- um árangri í að mennta finnskt æskufólk. Finnar eru í öðru sæti á heimsvísu. Við í ellefta sæti í lesskilningi. Í skýrslu OECD kemur fram, að þessi sérstaða Finna sé ekki vegna einhverrar skyndilegrar stefnubreytingar á seinni ár- um heldur vegna markviss starfs í skóla- málum í fjóra áratugi. Það byggist á nokkrum grundvallaratriðum. Þeirra á meðal er jafnræði í skólakerfinu. Öll börn, þar á meðal börn með sérþarfir, fái sömu grundvallarmenntun. Skólarnir hafi náð góðum árangri í að ýta undir nemendur, sem standi höllum fæti í námi og það hafi jafnframt haft jákvæð áhrif á betri nem- endur. Þá hafi skólarnir í Finnlandi náð góðum árangri í að fást við nemendur, sem hafi haft tilhneigingu til að hætta í skóla eða átt við félagsleg vandamál að stríða. Eitt meginatriði í góðum árangri Finna telur OECD vera að kennarar njóti mikillar virðingar í Finnlandi. Miklar kröfur séu gerðar til menntunar þeirra og kennsla í grunnskólum sé eftirsótt starf í Finnlandi. Svo vill til, að fyrir sex árum sá Bryndís Schram, þáverandi sendiherrafrú í Hels- inki, ástæðu til að vekja athygli Íslendinga á skólastarfi í Finnlandi. Bryndís skrifaði þá grein hér í Morgunblaðið undir fyr- irsögninni: Hvað getum við lært af Finn- um? Bryndís rakti þar í 10 atriðum þær ástæður sem taldar væru fyrir því hvað Finnar kæmu vel út úr hverjum alþjóð- legum samanburði í skólamálum á fætur öðrum, þar á meðal Pisa-könnunum. Þær skýringar sem Bryndís nefndi til sögunnar byggðust á sjónarmiðum prófessors í upp- eldisfræðum við háskólann í Turku, og eru mjög áþekkar þeim, sem fram koma í nýj- ustu skýrslu OECD og þá ekki sízt um stöðu kennarans í finnsku samfélagi. Grein Bryndísar Schram birtist hér í Morgunblaðinu hinn 18. janúar 2005. Flest þekkjum við hvað góður kennari getur haft mikil og djúpstæð áhrif á veg- ferð nemenda sinna í lífinu. Við sem vor- um svo heppin að vera nemendur Skeggja Ásbjarnarsonar, Gunnars Guðmundssonar, Ingólfs Guðbrandssonar og Bjarna Ólafssonar í Laugarnesskólanum um miðja síðustu öld getum borið vitni um það og hið sama geta fjölmargir aðrir sagt úr öðrum skólum og af öðrum kenn- urum. En jafnframt vitum við hvað vandamál í skóla, hvort sem er vegna kennara eða annarra nemenda, geta haft þrúgandi áhrif á nemendur og dregið úr löngun þeirra til að afla sér menntunar. Ég vil leyfa mér að fullyrða, að það geti ráðið úrslitum um farsæld fólks í lífinu, hvorum megin við þetta strik það lendir í skóla. Og jafnframt felst í því að því betri sem skól- arnir eru þeim mun minni verða vanda- málin á öðrum vígstöðvum. Við höfum lagt mikla fjármuni í að byggja upp skólahús á undanförnum ára- tugum og sízt af öllu vil ég draga úr mik- ilvægi þess. En spurning er, hvort við höf- um lagt nægilega áherzlu á hið innra starf skólanna og þar gegna kennarar lykilhlut- verki. Starf skólanna byggist að langmestu leyti á góðum og vel menntuðum kenn- urum, sem hafa ekki bara þekkingu til að bera heldur einnig hæfni til að umgangast nemendur og hafa hvetjandi áhrif á þá í námi. Við höfum ekki sýnt starfi kennarans þá athygli og þá virðingu sem því ber. Stund- um hefur tónninn verið sá að þessi og hinn hafi farið í kennslu vegna þess að hann hafi ekki haft hæfileika til að gera neitt annað. Og lengi var vandamál að manna kennarastöður með vel menntuðu og hæfu fólki vegna þess, að þeir hinir sömu vildu ekki láta bjóða sér þau laun sem í boði voru. Þess vegna var um skeið tölu- vert af fólki í kennslu, sem uppfyllti ekki þær menntunarkröfur, sem gerðar voru. Einn lykilþáttur í þeirri endurreisn sem þarf að verða í þjóðfélagi okkar á næstu árum er að stórbæta skólakerfið og ná enn betri árangri en við þó gerum í alþjóð- legum samanburði. Og til þess þurfum við að hefja starf kennarans til aukinnar virð- ingar í samfélaginu. Kennarar lifa hins vegar ekki á virðingunni einni frekar en aðrir. Henni þurfa að fylgja mun betri launakjör. Og þótt nú sé ekki tími til að tala um launahækkanir er það mín skoðun að við þurfum að ná samstöðu um það í samfélaginu að bæta launakjör kennara verulega á nokkrum næstu árum um leið og auknar kröfur verða gerðar til þeirra um menntun og þekkingu til þeirra starfa. Sú fjárfesting mun skila sér margfaldlega í framtíðinni. Það er óbærilegt fyrir foreldra að fylgj- ast með börnum sínum takast á við vandamál í skólum sem rekja má til þess að skólaumhverfið sé ekki með þeim hætti sem það ætti að vera að ekki sé talað um börnin sjálf. Og það er því miður of al- gengt. Þess vegna eru fá málefni jafn mikilvæg og það sem hér hefur verið drepið á. En jafnframt til marks um þann mikla veik- leika sem er í okkar samfélagsgerð að ein- mitt slík mál fá of litla athygli og eru of lít- ið rædd. Af hverju hefur þjóðin svona lítinn áhuga á alvörumálum en svona mikinn á stóryrðum og hávaða? Kannski er þetta ósanngjörn spurning. Sennilega er það bara hin símalandi stétt sem hefur áhuga á lágkúrunni sem er of yfirgnæfandi í þjóð- félagsumræðum. Hefjum starf kennara til nýrrar virðingar Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is H afi jólunum hnignað, með sínum gömlu og góðu siðum, örlæti og umhyggju, er þetta bókin sem færir þau aftur til fyrra horfs,“ sagði skáldið og ritstjórinn Thomas Hood í umsögn sinni um Jólasögu (e. A Christmas Carol) eftir Charles Dickens, sem kom fyrst út á þessum degi fyrir 167 árum. Á götuhorni í Lundúnum sáust tvær konur stinga saman nefjum til að ræða bókina. Hvorug hafði heyrt höfundarins getið en dómur þeirra var sam- hljóma: „Guð blessi hann!“ Vaxandi stemning var fyrir því á þessum tíma að end- urvekja gömlu jólasiðina í Bretlandi, sem um tíma höfðu verið látnir dankast, og Jólasaga Dickens er almennt tal- in bera mesta ábyrgð á því að það var gert. Nóvellan fékk strax frábærar viðtökur leikra sem lærðra og varð nánast á augabragði að sígildu bókmenntaverki. Varla hefur hinn 31 árs gamli Charles Dickens átt von á þeim viðtökum þegar hann settist niður fyrr um haustið til að skrifa bókina. Verkinu lauk hann á sex vikum. Dickens greindi á við forleggjara sinn á þessum tíma vegna dræmra tekna af næstu skáldsögu á undan, Mart- in Chuzzlewit, og hafnaði eingreiðslu fyrir verkið. Þess í stað samdi hann við útgáfuna Chapman & Hall um pró- sentur af sölunni. Útgáfan var vegleg með fjórum hand- máluðum ætingum og jafnmörgum svarthvítum málm- ristum eftir John Leech. Verði bókarinnar var stillt í hóf en hún kostaði aðeins fimm shillinga, jafngildi tæplega 3.800 króna á núvirði, og fyrsta prentun, sex þúsund eintök, seldist upp fyrir aðfangadag. Í maí 1844 voru sjö prentanir uppseldar en alls var þessi frumútgáfa Jóla- sögu prentuð 24 sinnum. Útgáfan var hins vegar dýr og fyrir vikið fékk Dickens minna í sinn hlut en hann von- aðist eftir en eiginkona hans, Catherine, var þá langt gengin með fjórða barn þeirra. Alls urðu börnin tíu. Ekki þarf að fjölyrða um söguþráð Jólasögu. Hermir þar af Ebenezer gamla Scrooge, athafnamanni sem er þungt haldinn af nísku og beiskju í garð samferð- armanna sinna. Honum virðist ekki viðbjargandi. Þá gerist hið óvænta, þrír draugar gefa sig fram og leiða Skrögg í sameiningu inn í ljósið með því að færa hann eina og sömu nóttina nauðugan milli þrennra jóla, í for- tíð, nútíð og framtíð. Sú upplifun er bitur og upp fyrir Skröggi rennur ljós. Níska hans og tilfinningaleg nepja hafa einangrað hann og gert vansælan. Upp frá því breytir hann um stíl, verður allra manna glaðastur og gjafmildastur, samborgurunum til ómældrar gleði. Skröggur verður holdtekja jólanna. Boðskapurinn var augljós. Bretar höfðu herst í eldi iðnbyltingarinnar, orðið sjálfhverfari og gráðugri. Á það vildi Dickens benda og beina fólki aftur inn á dyggðugri brautir. Eflaust sá margur sig í Skröggi gamla. Það var alltént engin tilviljun að strax árið eftir jukust fjár- framlög auðugra Breta til góðgerðarmála til muna. Dickens fylgdi Jólasögu eftir með fjórum öðrum jóla- bókum í svipuðum anda, 1844-48. Enda þótt þær seld- ust vel létu gagnrýnendur svipur sínar dynja á höfundi. Engin þessara bóka þykir komast með tærnar þar sem Jólasaga hefur hælana. Eftir þá þrautagöngu sannfærðist Dickens um að besta leiðin til að koma boðskap sög- unnar á framfæri væri að lesa sjálfur upp úr henni fyrir almenning og gerði hann það árlega í tæpa tvo áratugi. Charles Dickens andaðist árið 1870, 58 ára að aldri. Leikhúsmenn voru snöggir að laga Jólasögu að sviðinu og strax í febrúar 1844 voru átta uppfærslur komnar á fulla ferð í Lundúnum. New York tók líka fljótt við sér. Sama ár kom fyrsti söngleikurinn til sögunnar. Síðan hafa óperur, ballettar og vitaskuld fjölmargar kvikmyndir verið unnar upp úr bókinni með misjöfnum árangri, eins og gengur. Skemmst er að minnast vand- aðrar Disney-myndar í þrívídd með Jim Carrey í aðal- hlutverki sem vakti mikla lukku fyrir síðustu jól. orri@mbl.is Jólasaga Dickens gefin út Charles Dickens naut feikilegra vinsælda á sinni tíð. ’ ... strax árið eftir jukust fjár- framlög auðugra Breta til góð- gerðarmála til muna. Jim Carrey í hlutverk Ebenezers Scrooge í mynd Disneys. Á þessum degi 19. desember 1843
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.