SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 28

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 28
28 19. desember 2010 H ún stóð við vegkantinn, hélt utan um hálsinn á beljunni og reyndi að toga hana frá girðingunni sem var öll sliguð eftir beljuna, staurarnir voru hálflausir og stóðu eiginlega bara óvart upp í loftið. Kýrin hafði brotið þá. Það eru fleiri en mannfólkið sem halda að grasið sé grænna hinum megin. Hún brosti góðlega til okkar þegar við stöðvuðum bílinn og virti okkur fyrir sér. Ég náði að smella af tveimur myndum áður en Jón Kalman rithöfundur bauð henni góðan daginn. „Já, góðan daginn. Hverjir eru þið?“ „Við erum frá Morgunblaðinu að taka púlsinn á mannlífinu hérna á Austurlandi og datt í hug að keyra hérna niður í Mjóafjörð. Megum við spjalla aðeins við þig?“ spurði Jón Kal- man Önnu Mörtu Guðmundsdóttur frá Hesteyri í Mjóafirði kurteislega. Anna Marta virti okkur fyrir sér smástund, hugsaði sig um og skyndilega ljómaði andlitið eins og sól í heiði. „Jú, það væri sko í lagi,“ svaraði hún glaðlega, „en getið þið hjálpað mér aðeins fyrst? Svo förum við bara og fáum okkur kaffi og spjöllum saman.“ Girt á Hesteyri Síst átti ég von á að lenda í girðing- arvinnu á ferð minni um Mjóafjörð fyrir fimmtán árum en á móti kemur að sú góða kona Anna Marta Guðmundsdóttir á Hesteyri átti aldrei í vandræðum með að finna verkefni handa gestum sínum. Sagan bak við myndina Ragnar Axelsson rax@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.