SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 30

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 30
30 19. desember 2010 Í öllum þeim ríkisstjórnum sem Jóhanna Sig- urðardóttir sat undir forystu annarra varð vandræðagangur tengdur henni við af- greiðslu sérhverra fjárlaga. Hún hafði aldrei neinn minnsta áhuga á málum annarra ráðherra eða ríkisstjórnarinnar sem heildar. Hún einblíndi undantekningarlaust á eigin mál og þá nánast að- eins á hvað kæmi í hlut „hennar ráðuneytis“ við deilingu sameiginlegra framlaga. Ef sérfræðingar myndu skoða feril hennar á þingi á meðan hún sat sem almennur ráðherra í ríkisstjórn myndu þeir sjá að hún tók aldrei undir eitt hornið með öðrum ráðherrum, hvorki í eigin flokki né annarra stjórnarflokka. Það skipti engu máli hversu þung- um árásum einstakir samráðherrar hennar sátu undir eða ríkisstjórnin í heild, ef hennar mál voru ekki til umræðu lyfti hún ekki litla fingri til stuðn- ings félögum sínum. Yfir þessu var iðulega fussað og sveiað á milli einstakra ráðherra, en lengra gekk það ekki, því forysta hennar eigin flokks þorði ekki að taka slaginn við þennan einfara í ríkisstjórninni vegna ímyndaðrar sterkrar stöðu hans meðal „grasrótar“ eða kjósenda. Hótanir um brotthlaup frá ríkisstjórnarborði og úrsögn úr flokki lágu jafnan í loftinu á meðan á þessari öm- urlegu og árvissu kúgun á ríkisfé stóð. Einn sam- ráðherra orti af einu slíku tilefni: „Friðriks eru fjárlögin með feikna halla/Jóhanna veður yfir alla/ ein hún beygir níu kalla.“ Og „Ein í horni húkir þar/ með húsaleigubæturnar“. Þessi vísa og vísu- brot voru ekki til marks um staðfestu eða styrk fjárlagakúgarans. Því lausnirnar voru ætíð þannig að framlög til ráðuneytis Jóhönnu voru hækkuð nokkuð umfram það sem sanngjarnt var og allir ráðherrar aðrir klipu af útgjöldum sinna ráðu- neyta svo það mætti verða. Það bitnaði auðvitað á margvíslegri nauðsynlegri starfsemi. Ekkert mat, engin forgangsröðun, engin sanngirni komst að. Hverjum ferst? Með hliðsjón af þessum alkunnu staðreyndum eru árásir núverandi forsætisráðherra á Lilju Mós- esdóttur (sem hún kallar jafnan Lilju Móses) í besta falli broslegar, en þó helst ósvífnar. Þær koma að minnsta kosti úr hörðustu átt. Það end- aði þannig að Jóhanna stóð loks við hótanir sínar og fór úr ríkisstjórn. Og hún yfirgaf líka flokkinn sinn. Og fyrir ill örlög þjóðarinnar sköpuðust í fá- einar vikur skilyrði til að slíkur stjórnmálamaður lenti í leiðtogasæti þjóðarinnar, þegar hún þurfti helst á öllu öðru að halda. Og háttalagið hefur ekkert breyst. Hótanirnar halda sífellt áfram. Og allt of lengi hafa þær verið teknar alvarlega. Ís- lenska þjóðin er nú í aðlögunarferli að ESB þótt hún sé alfarið á móti því af því að Alþingi undir hótunum Jóhönnu og Samfylkingar samþykkti að fara í aðildarviðræður. Þeim viðræðum er enn þvert gegn betri vitund lýst sem könnunarvið- ræðum, „sjá hvað er í pakkanum-viðræðum“. Þingmenn VG, allir sem einn, vita nú orðið í hjarta sínu að það þurfti ekki að kaupa sæti í ríkisstjórn með Samfylkingunni því ógnarverði sem Stein- grímur J. gerði og því miður Ögmundur Jónasson, sem lét Össur, af öllum mönnum, plata sig. Sam- fylkingin sá að hún var búin að berja allt lífsmark úr Sjálfstæðisflokknum og hún yrði að kosta öllu til að komast í aðra ríkisstjórn og í aðstöðu til að kenna Sjálfstæðisflokknum einum um „hrunið“. Til þess mundi hún hafa óskoraðan stuðning Baugsmiðlanna auðvitað og fréttastofu RÚV, eins og hefur sýnt sig. Samfylkingin, sem var pólitískt dótturfélag Baugs og helsti pólitíski ábyrgð- armaður útrásarmannanna og hafði tryggt að fjöl- miðlaumræðan myndi standa með auðmönnum á móti almenningi, vildi allt til þess vinna að sitja ekki samsíða Sjálfstæðisflokknum. Það átti jafnt við um ríkisstjórn og stjórnarandstöðu. Það var lykillinn að því að hún gæti í samstarfi við tvær fyrrnefndar áróðursmaskínur dregið upp falska mynd af því sem fram fór. Steingrímur, sem var búinn að standa í ráðherraspreng síðan 1991 eða í tæpa tvo áratugi, skynjaði af þeim ástæðum ekki að það var VG sem gat sett öll skilyrðin en ekki öf- ugt. Sjálfsagt er þetta eitt örlagaríkasta vanmat á pólitískri stöðu sem þekkt er á Íslandi. Kjósendur sviknir og særðir Þúsundir kjósenda VG eru því illa sviknir. Ekki einn einasti kjósandi VG hefði fyrir kosningar trú- að því að Steingrímur og þingflokkur hans myndu strax eftir kosningar svíkja sína helstu heitstreng- ingu, sitt hjartans stefnumið og helsta kosninga- loforð. Og kjósendurnir eru ekki aðeins illa svikn- ir. Þeir hafa réttilega á tilfinningunni að Steingrímur hafi þegar verið búinn að svíkja þetta allt áður en hann leiddi flokk sinn til kosninga og áréttaði sín loforð og stefnu. Nú segist Steingrímur sár og undrandi á þeim þremur þingmönnum VG sem sátu hjá við fjárlagagerðina. Þeir geti ekki set- ið áfram í þingflokknum eins og ekkert hafi ískor- ist. Hann er með öðrum orðum að hóta að reka þau úr flokknum. Hann ætlar ríkisstjórninni að hanga á atkvæði Þráins Bertelssonar, sem loks er kominn heim eftir nokkurt flakk á milli flokka. Heim-Þráin, eins og hann er kallaður í virðing- arskyni á göngum Alþingis eftir að hann sneri heim, er þá kominn í vænlega stöðu. Hann fór á lista Framsóknarflokksins gegn loforði um að verða settur á listamannalaun. Það fór vel á því. Laun fyrir menn sem fara á lista eru auðvitað listamannalaun. Nú verður gaman hjá Þráni um hvert haust og jafnvel á fleiri árstíðum. Mátti ekki koma til móts við félagana? En þegar leiðtogi Þráins, Steingrímur J., veitist að samherjum sínum sem treystu sér ekki til að styðja fjárlögin hans ætti hann kannski fremur að líta í eigin barm. Kannski sýnir sú skoðun að hann hafi ekki reynt eða þá mistekist að ná til þessa hóps. Þingmennirnir vildu að nokkru aðra for- gangsröðun en ríkisstjórnin. Þeir vildu velferðina í öndvegi. Gat Steingrímur ekki unað því? Þetta voru ekki óyfirstíganlegar fjárhæðir sem um var að tefla. Það stóð ekki til að auka ríkissjóðshall- ann. Það mátti færa í velferðina milljarðana sem fleygt er ólöglega á aðlögunarviðræður við ESB eins og Ásmundur Daði Einarsson benti á við um- ræðurnar um fjárlögin. Steingrímur veit nú orðið að Samfylkingin færi hvergi þótt viðræður við ESB yrðu afturkallaðar vegna forsendubrests og millj- Reykjavíkurbréf 17.12.10 Innan við múrvegginn og utan

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.