SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 41

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Blaðsíða 41
19. desember 2010 41  Michael Jackson-teppi - Vík Prjónsdóttir „Góð ullarteppi eru nauðsynleg á hverju heimili. Því var það mikið gleðiefni þegar Vík Prjónsdóttir tók að sér að skapa einstök æv- intýrateppi fyrir sófa og fleti landsmanna. Þetta teppi, gjarnan kallað Michael Jackson-teppið, hentar öllum, konum og körlum.“ Fæst í Spark Design Space, Klapparstíg 33.  Bindisnæla - Aurum „Það eru ekki margir skartgripir og fylgihlutir sem karlmenn geta notað og því var hönnun Guðbjargar Ingvarsdóttur á línu fyrir karlmenn einkar kærkomin síðastliðið vor. Bindisnælan er mjög falleg, smágerð í fjarska, einmitt eins og þær eiga að vera í dag, en gróf þegar nær er komið.“ Fæst í versluninni Aurum, Bankastræti 4.  Thy will be done eða Verði þinn vilji - Sruli Recht „Þetta er mjög vönduð dagbók, bundin í leður, eftir Sruli Recht sem mér þykir afar spennandi hönnuður. Bókin kostar um 3000 kr. og hægt er að nálgast hana t.d. á netinu, srulirecht.com. Mér þykir hugmyndin að þessari hönnun svo falleg að ég get vel ímyndað mér að allt sem ég skrifa í þessa bók verði að veruleika.“ Fæst í Spark Design Space, Klapparstíg 33 og í Vopnabúrinu, Hólmaslóð 4.  Apparat-diskurinn „Flottasti geisladiskurinn í ár er frá Apparat orgelkvartett, bæði tónlistin og svo auðvitað um- slagið sem er vel hannað af Sigga Eggertssyni. Ef ég fæ hann ekki sjálf þá ætla ég að minnsta kosti að skutla honum í pakkann til einhvers annars.“ úans undir jólatréð Annað sem var nefnt: Skartgripatré eftir Hrafn Gunnarsson, The Lava Cube of Fire frá Secet North, Bentey- stóll eftir Ragnheiði Ösp Sigurðardóttur, skartgripir eftir Dýrfinnu Torfadóttur, Sprelli- Gnarr eftir Margréti Guðnadóttur, Blik prjónaflíkur eftir Laufeyju Jónsdóttur, Traktor- inn hans Villa eftir Manfreð Vilhjálmsson, Starkaður, snagi eftir Tinnu Gunnarsdóttur, Geirfuglinn, kerti eftir Snæfríði Þorsteins og Hildigunni Gunnarsdóttur, Jólaskeiðin 2010 eftir Hönnu Sigríði Magnúsdóttur, Íslenskir fuglar eftir Hafþór Ragnar Þóhallsson, Jakki frá Ýri, Leir- og postulínslínan frá Kristbjörgu Guðmundsdóttur, Sasa-klukkan eftir Þórunni Árnadóttur, Berjalyng frá Bility, Hárskraut frá Telmu, skartgripir frá Orr.  Hásokkar - Royal Extreme „Elska allt frá Royal Ext- reme. Sokkarnir erum með þykkri fléttu framan á og kögri efst sem kemur þá að- eins undan kjólnum. Þessir sokkar geta bæði verið sexí og dúllulegir. Fullkomnir í jólapakkann, held að flestar stelpur langi í þá!“ Fæst í verslun Royal Ext- reme, Bergstaðastræti 4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.