SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Page 45
19. desember 2010 45
Lífsstíll
J
óla, jóla, jóla þetta og hitt. Já, jólin eru að koma og
jólastressið eykst. Það er nefnilega þannig að á þess-
um árstíma þegar við eigum að vera sæl saman og
hafa það náðugt finna líka margir fyrir hinu hroll-
vekjandi jólastressi. Það á eftir að taka til í forstofuskápn-
um, ryksuga og skúra, kaupa ilmvatn handa tengdó og gera
jólaísinn. Svo margt er eftir að gera að
þig langar helst að fleygja þér upp í sófa,
draga teppi yfir haus og sofa fram að
áramótum. Það er einmitt það sem má
alveg. Kannski ekki að sofa fram að ára-
mótum, en mjög þarft er að slappa svo-
lítið af inn á milli til að maður verði ekki
alveg búinn á því á jólunum sjálfum.
Enda er ekkert skemmtilegt að sofna of-
an í jólamatinn eða jólagjafirnar.
Jólaundirbúningurinn breytist þannig
með árunum að á meðan maður er lítill
og vitlaus þarf maður í raun ekkert að
gera fyrir jólin nema sitja fyrir á jóla-
kortamyndum og föndra dálítið í leikskólanum eða skól-
anum. Þetta breytist dálítið eftir því sem maður eldist og
byrjar að bera meiri ábyrgð á jólagjafainnkaupum og öðru
slíku. Nú undir þrítugt með eigið heimili bætast síðan við
þrif, þó ekki með neinum sérstökum ósköpum og skreyt-
ingum, sem einnig er haldið í lágmarki því annars er of
mikið verk að pakka öllu saman aftur. Ég get eiginlega ekki
ímyndað mér hvernig þetta væri allt saman með börn og
mann líka, en ímynda mér að undirbúningur með slíku
stóði myndi kalla fram nokkuð fleiri svitaperlur á enni
mínu. Fyrir þá sem eru ekki jafn heppnir og ég að geta bara
farið á barinn rétt fyrir jól og pakkað inn jólagjöfunum í
rólgheitunum, en samt á síðustu stundu á Þorláks-
messukvöld, ímynda ég mér að gott
skipulag skipti einna mestu máli. Eins
og t.d. að taka sér einn góðan dag í að
æða um bæinn í útréttingum og annan
eða tvo til að þrífa og þvo eins og vit-
leysingur. Þannig reyni ég alla vega að
haga þessu svona nokkurn veginn og
mér finnst líka ágætt að nota kvöldin til
að grípa með mér eins og tvær gjafir.
Inn á milli búðaráps, baksturs og und-
irbúnings er svo hægt að gefa sér dag-
part eða kvöldstund til að hitta vini og
ættingja, fá sér kakó og smákökur,
spila, skrifa á jólakortin í rólegheitum
eða rölta um miðbæinn. Nú ef allt klikkar, skipulagið geng-
ur ekki fullkomnlega upp, forstofuskápurinn er enn í rúst
og gangurinn óskúraður, þá er bara að yppa öxlum,
slökkva ljósin og kveikja á kertum. Jólin koma nefnilega
alltaf, alveg sama hvað gengur á, og þá er mikilvægast að
njóta samverunnar og ekki að hafa áhyggjur af eins tíu ryk-
kornum til.
Bless
jólastress
Jólin eru alveg að koma og nú er
um að gera að láta jólastressið
ekki hlaupa með sig algjörlega í
gönur! Slöppum dálítið af og
njótum þess að vera til.
María Ólafsdóttir
maria@mbl.is
Gott er að geta slappað dálítið af líka fyrir jólin og láta jólastressið ekki hlaupa algjörlega með sig í gönur.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
’
Ég get eiginlega
ekki ímyndað
mér hvernig
þetta væri allt saman
með börn og mann líka
en ímynda mér að
undirbúningur með
slíku stóði myndi kalla
fram meira stress.
Það er mjög notalegt að hóa saman vinum og fjöl-
skyldu í jólaglögg á aðventunni. Þetta þarf ekki að vera
svo ýkja flókið, bara einn góður pottur af ilmandi glöggi
og heimabakaðar piparkökur eða aðrar smákökur
með. Svo geta þeir sem vilja komið við, kannski á leið
sinni úr verslunarleiðangri eða öðru jólaamstri, og
fengið sér hressingu. Þetta er tilvalin leið til að eiga
notalega og jólalega stund með þeim sem okkur þykir
vænt um og slappa svolítið af í öllu jólaannríkinu. Góð-
ar uppskriftir að glöggi, bæði áfengu og óáfengu, má
finna víða á netinu.
Ilmandi gott glögg
Jólaglögg og piparkökur með er gott og jólalegt.
Morgunblaðið/Golli
Notaðu aðventuna til að gera
eitthvað notalegt fyrir sjálfa/n
þig. Farðu í klippingu, nudd
eða eitthvað slíkt sem þér
finnst notalegt og njóttu þess
að hlakka til jólanna í ró og
næði. Sumir gefa líka sjálfum
sér jólagjöf, kannski fallega
flík eða einhvern hlut sem þá
hefur langað í lengi. Heima fyr-
ir má líka gera ýmislegt nota-
legt. Liggja í leti yfir skemmti-
legum jólamyndum og borða
eitthvað gott með því, lesa
jólabækurnar sem maður náði ekki að klára að lesa
um síðustu jól eða bara fara í langt og gott bað. Ým-
islegt notalegt má sannarlega finna sér að gera á að-
ventunni og þarf það hvorki að vera mikið vesen né
kosta mikið.
Kyrrlát jólastund
Mörgum finnst nota-
legt að fara í and-
litsbað eða nudd.
Jólastressið skapast ekki bara af öllu
því sem þarf að gera fyrir hátíðarnar.
Það getur líka tekið á að vera fullkom-
inn maki eða að halda brosinu í árlegu
jólaboði þegar þú myndir frekar vilja
vera kúrandi uppi í sófa. Jú, það er ynd-
islegt að vera með fjölskyldunni yfir jól-
in en of miklar væntingar í kringum
jólahátíðina skapa stundum stress-
andi aðstæður þegar allt fer ekki ná-
kvæmlega eftir áætlun.
Haltu þínu striki
Til að vera í ágætu jafnvægi yfir jólin og
missa sig ekki í stresskasti yfir jóla-
steikinni eða uppáhaldskonfektmol-
anum sem Gunna frænka náði á undan
þér, er ráð að hafa nokkur gömul og
góð ráð í huga. Reyndu að fá nógan
svefn og snúa sólarhringnum ekki al-
gjörlega við. Jólafríið er ekki langt hjá
flestum í ár og því ómögulegt að ætla
að vinna sig til baka á nokkrum dögum.
Ef þú ferð reglulega í líkamsrækt
skaltu halda því áfram og ekki nota jól-
in sem afsökun til að hætta. Enda
hressandi bæði fyrir líkama og sál að
svitna svolítið. Þú getur líka farið út að
ganga til að fá ferskt loft og tæma hug-
ann ef andrúmsloftið heima fyrir er orð-
ið þrúgandi. Svo er upplagt að gera vel
við sig í mat og drykk en samt að feta
sig gætilega eftir skemmtanastíg
jólanna. Það vill enginn elda jólamatinn
ofan í alla fjölskylduna með velgju í
maganum eða stein í hausnum. Njóttu
frekar fljótandi lystisemda jólanna í
hófi.
Allir í góðu
jafnvægi
Jólin geta orðið hinn mesti hausverkur en það er algjör óþarfi að svo sé.