SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 48

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 48
48 19. desember 2010 Y firvofandi hátíðum fylgir aukið hreinlæti á heimilum landsins, tiltektir eru stundaðar sem aldrei fyrr og átaksverkefni í frágangi ýmiskonar komast á dagskrá. Eiginmönnum er sagt að klára að leggja gólfefnið sem þeir tóku að sér í sum- arfríinu, hengja upp myndir og svo fram- vegis. Börnin fá verkefni eftir aldri og getu inni í sínum herbergjum. Fyrir- myndarfólk sest svo niður í gljáþrifnum stofum, kveikir á kertum og raðar góð- gæti í kringum sig áður en það skrifar ættingjum og vinum jólakveðjur á þar til gerð kort. Þau sem hafa sýnt verulega fyrirhyggju eru búin að láta útbúa per- sónulega mynd frá árinu sem er að líða; önnur hafa lagt alúð sína í að velja búð- arkort við hæfi, jafnvel breytileg eftir viðtakendum. Sameiginlegt þessu athæfi er að öllum er í mun að gera sitt besta svo hin ytri umgjörð verði sem fallegust og til sóma. Allt er þetta gert fyrir eina af helstu há- tíðarstundum ársins: Þegar sjálfblek- ungur heimilisins er tekinn fram, í stað tölvunnar, fylltur af bleki og notaður til að tjá ást okkar og vináttu í garð þeirra sem við viljum senda jólakveðju. Með orðum. Orðunum er ætlað að fanga kjarna þeirrar tilfinningar sem hin mikla efnislega umgjörð er hlaðin utan um. Veltur þá á miklu að vel takist til því oft er vinátta aðeins ræktuð með þessari ár- legu helgiathöfn. Amstur daganna veldur því að við hnoðumst hvert í sínu horni og hittum ekki lengur það fólk sem okkur er kært utan innsta hrings. Og þá reynir á tungumálið umfram þá kveðju sem prentuð er á kortin um gleðileg jól og far- sælt komandi ár með kærum þökkum fyrir gömlu jólin. Hvernig höfum við það og hvernig hugsum við til þeirra sem kortin eru ætluð? Með tungutaki okkar birtum við hver við erum. Til allrar hamingju hefur geng- ið erfiðlega að ramba á efnahagslega stöðu fólks í íslensku samfélagi út frá málfari – eins og mörg þekkja af ensku málsvæði þar sem það er íþrótt höfunda og leikara að eltast við málsnið og mál- lýskur til að skapa trúverðugar persónur út frá uppruna og þjóðfélagsstöðu. Í slíku umhverfi er ekki um annað að ræða en fara í réttu skólana og tileinka sér málfar hinna betur megandi til að komast áfram í þjóðfélaginu, eins og það heitir. Á öllum rimum hins íslenska þjóð- félagsstiga má vænta vel talandi ein- staklinga, óháð efnahagslegri velgengni eða formlegri menntun. Það segir okkur að þótt nám í skóla gegni að sjálfsögðu lykilhlutverki í að efla málþroska og mál- vitund nemenda er hitt mest um vert að nema móðurmálið af fullorðnum í frum- bernsku og þjálfa það í átökum við orð og málfar sem skiljast smám saman af dag- legri notkun og samhengi. Þau sem missa af slíku máluppeldi munu ávallt og ævin- lega eiga á brattann að sækja þegar kem- ur að því að meitla hugsanir sínar og til- finningar með því máttuga tjáningar- og valdatæki sem tungumálið er. Ekki þarf að skimast lengi um á fjölmiðlum og í netheimum til að finna ærin dæmi um það málklungur og ógöngur sem mörg eru stödd í. Trúverðugleiki okkar og áhrif með orðum ráðast af því hvernig við umgöng- umst tungumálið. Hvort við sýnum því nægilegan sóma og ræktarsemi. Í söng- lagi spillir ein feilnóta öllu laginu og í skrifuðum texta geta stök mállýti kippt botninum undan öðru sem við erum að reyna að segja. Á jólunum tjöldum við því besta á heimilum okkar, drögum fram sparidúkana og fægðan borðbúnað, splæsum í dýrari mat og drykk en venju- lega og höldum stærri veislur þar sem við komum saman í okkar bestu fötum. Lát- um þetta tilstand líka koma fram í tungutakinu þegar við setjumst niður nú um síðustu helgi aðventunnar og skrifum jólakortin til þeirra sem við viljum vanda kveðjurnar. Spariföt tungunnar ’ Trúverðugleiki okkar og áhrif með orðum ráðast af því hvernig við umgöngumst tungu- málið. Hvort við sýnum því nægilegan sóma og rækt- arsemi. El ín Es th er Málið „LOL“? Kæri Eddi. Mínar allra bestu ó skir um Gleðileg jól og farsælt nýtt ár Þakka allt gamalt o g gott. LOL Þinn vinur, Pedró. Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is H eimanfylgja er önnur skáldsaga Steinunnar Jó- hannesdóttur þar sem Hallgrímur Pétursson kemur við sögu en í bókinni rekur hún æsku skáldsins fram að fjórtán ára aldri. Hallgrími hafði áður brugðið fyrir í Reisubók Guðríðar en það var þegar Steinunn var að undirbúa bók um sambúðarár Guðríðar og Hallgríms að hún fann sig knúna til að gera upp- vaxtarárum hans almennileg skil. „Ég rak mig á það að öfugt við Guðríði, sem svo erfitt er að ættfæra, þá fær Hallgrímur vart þverfótað fyrir skyld- og venslafólki sínu þegar þau koma saman sekar manneskjur heim frá Kaupmannahöfn. En ég vissi svo lítið um fólkið hans og hvaða afstöðu hann átti að hafa til þessara frænda sinna, sem bæði gátu hjálpað honum eða sett honum stólinn fyrir dyrnar,“ segir Steinunn en hún fékk einnig óvæntan innblástur til bókaskrifanna þegar hún heimsótti barnaskóla í Svarfaðardal og Ólafsfirði. „Ég var að segja krökkunum frá Tyrkjaráninu og Reisubókinni þegar ég áttaði mig á því að hinum megin á Tröllaskaganum barðist Hallgrímur litli Pétursson við latínuna í Latínuskólanum og allt í einu langaði mig til þess að börn og unglingar sæju hvað þau ættu mikið sameiginlegt með skáldinu verðandi.“ Steinunn er sammála því að í hugum margra Íslendinga sé Hall- grímur aðeins til sem fullorðinn, virðulegur og allt að því heilagur maður og skáld sem samdi undurfagra en tregafulla sálma og kvæði. Eitt af markmiðum hennar var að kynna nú- tímalesendur verka hans fyrir drengn- Sálmaskáldið var eitt sinn barn Í skáldsögunni Heimanfylgja leyfir Steinunn Jó- hannesdóttir lesendum að skyggnast inn í bernskuheim stórskáldsins Hallgríms Péturs- sonar, sem hún hefur endurskapað eftir sex ára þrotlausa rannsóknarvinnu. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Lesbók Ritgerðasafn þetta er ætlað til nota í kennslu í heimspekilegum forspjallsvís- indum við Háskólann en greinarnar fjalla um nokkur meginviðfangsefni þeirra. Fyrstu tvær fjalla annars vegar um gagn- rýna hugsun og veruleika og hins vegar um John Stuart Mill og hið fræga rit hans Frelsið. Næstu þrjár eru um Múhameðs- teikningarnar og málfrelsið, hlutleysis- kenninguna og gildi sannleikans í sagn- fræðinni. Eitt af því sem heillar við röksemdir Róbert er áhersla hans á að menn vísi ekki í rökræðum ímyndunar- aflinu og tilfinningum út í horn eins og einhverjum þreytandi og rellandi krökk- um sem trufli samræður fullorðinna. Vafalaust er betra að lesandinn hafi traustari grunnþekkingu á heimspeki en ritdómarinn, vísanir eru margar í fræðin. En samt fer því fjarri að ritgerðirnar séu ókleif fjöll. Róbert skrifar mjög svo blátt áfram og læsilegan stíl og tekst að koma efninu svo vel til skila að leikmenn þurfa sjaldan að óttast að vera skildir eftir í hlíðinni, móðir og másandi. Fyrstu viðbrögð mín og margra annarra þegar sagt var frá Múhameðsteikning- unum í Jyllandsposten voru að fordæma blaðið fyrir að storka múslímum og nota tjáningarfrelsið sem skálkaskjól. En málið er flóknara en svo. Róbert minnir á að nær allar teikning- arnar voru ofur sakleysislegar, íslam var sýnd virðing og í sumum var gert gys að Dönum. Einnig að kveikjan að þeim var að vegna andúðar margra múslíma á því að gerð sé mynd af spámanninum, þorðu danskir teiknarar ekki að skreyta barna- bók með slíkum myndum – í Danmörku! Hver á að meta hvort eitthvað særir til- finningar og hve mikið, á sá særði að meta Tjáningarfrelsið og óvinir þess Bækur Ádrepur um sannleika, hlutleysi vísinda, málfrelsi og gagnrýna hugsun bbbbn Eftir Róbert H. Haraldsson Hið íslenska bókmenntafélag 2010, 127 bls.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.