SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 49

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Qupperneq 49
19. desember 2010 49 um Hallgrími, sem var í raun ósköp venjulegt barn. „Hann gat verið ódæll, skapbráður og átti það til að hreyta út úr sér hlutunum eins og kemur fram í vísum sem eru honum eignaðar. Og hann var tvívegis rekinn úr skóla, fyrst á Hólum og svo í Kaupmanna- höfn. En hann var líka forréttindabarn að vissu leyti, þrátt fyrir að hafa átt fátæka foreldra.“ Viðburðarík ár Í bókinni missir Hallgrímur móður sína af barnsförum aðeins 9 ára gamall og elst eftir það upp á Hólum þar sem Pétur faðir hans starfaði sem hringjari. Ári síðar leggst Guðbrandur biskup lamaður eftir heilablóðfall og Hall- grímur verður vitni að því hvernig Halldóra biskupsdóttir hefur betur en Ari Magnússon mágur hennar í valda- baráttunni um staðinn og fær Ara formlega bannaðan frá Hólum með til- skipunum frá prinsinum í Kaup- mannahöfn. Hallgrímur tekur svo m.a. þátt í byggingu nýrrar kirkju eftir að sú gamla hrynur, fylgist af mikilli eft- irsjá með því þegar Halldóra og Guð- brandur láta taka niður einu prent- smiðjuna á Íslandi (til að koma í veg fyrir að veraldarvaldið og leikmenn komist yfir hana) og verður vitni að fyrstu galdrabrennunni á Íslandi. „Þetta voru köld og hörð ár og þetta er mjög dramatískt tímabil í sögu landsins,“ segir Steinunn sem er sann- færð um að margt sem seinna gerist í lífi Hallgríms megi útskýra með því að skoða mótunarár hans. „Eitt af stóru verkefnunum í þessari viðureign minni var að teikna mynd af þessari konu (Halldóru) sem er ein- hver mesti kvenskörungur aldarinnar og kona sem mér þykir orðið mjög vænt um. Hún er konan sem Hall- grímur fylgist með í æsku og kannski eru það kynnin af henni sem gera það að verkum að hann fellur fyrir konu eins og Guðríði Símonardóttur, sem var 16 árum eldri en hann og hafði tekist að losa sig úr ánauð og ná stjórn á eigin lífi á ný.“ Steinunn vill einnig meina að móðurmissirinn hafi haft djúpstæð áhrif á Hallgrím. „Hann þarf persónulega að fást við sorg og harm mjög snemma og sér líka fólkið í kringum sig upplifa missi, en á þess- um tíma fórust margir af slysförum og í farsóttum. Þannig að dauðinn sem átti eftir að verða honum yrkisefni seinna á ævinni var honum mjög ná- lægur í bernskunni og hann var bæði drengur sem missti móður sína og einnig seinna faðir sem þurfti að horfa á eftir ungri dóttur sinni.“ Það tók Steinunni 6 ár að skrifa bókina og að baki henni liggur gríð- arlega mikil rannsóknarvinna. Sagan byggist á margskonar heimildum, m.a. opinberum skjölum, ritum og bréfum sem geymd eru á Þjóðskjalasafni og Stofnun Árna Magnússonar og forn- minjum sem fundist hafa við uppgröft á Hólum sem hófst árið 2001. Meðal skjalanna eru til dæmis bréf Halldóru til prinsins í Kaupmannahöfn er varð- ar Hóladeiluna og síðan tilskipun hans, Kristjáns V. og lénsherrans, um að banna Ara frá Hólum. Einnig má nefna handrit Ara um galdrabrennur og nákvæman uppdrátt og mælingar á kirkjunni sem Halldóra lét reisa á Hól- um. „Það er nauðsynlegt að leggjast í þessa rannsókn á umhverfinu; maður veit hvar hann var og við hverja hann átti samskipti en það er mismikið til um þetta fólk,“ segir Steinunn og bætir því við að mest hafi hún þurft að skálda í eyðurnar þegar kom að móð- urætt Hallgríms og hinum lægra settu, konum og vinnufólki. Hún segir að margt megi þó ráða af því sem vitað er og að hún hafi alltaf reynt til hins ýtr- asta að vera trú heimildunum og finna skáldskapnum rætur í sannanlegum staðreyndum og viðburðum. „Vinnu- aðferð mín er að ferðast þessi 400 ár aftur í aldirnar og reyna að átta mig á því við hvaða aðstæður þessi drengur bjó og hvað það var sem mótaði hann. Þetta er mjög seinvirk aðferð en hún er fær. Aðrir munu seinna reyna við Hallgrím með öðrum hætti, eða svo ég vitni til orða hans sjálfs: „Þeir sem betur kunna munu betur gjöra.““ ’ … kannski eru það kynnin af henni sem gera það að verkum að hann fellur fyrir konu eins og Guðríði Símonar- dóttur Steinunn var að skrifa sambúðarsögu Hallgríms og Guðríðar þegar hún ákvað að fyrst þyrfti hún að gera hinu unga verðandi skáldi skil. það? Fórnarlambsdýrkun getur leitt til þess að þaggað verði með lögum niður í öllum sem hugsanlegt er að styggi ein- hverja. Kristnir menn yppta flestir öxlum þeg- ar ruddalega er talað um trú þeirra og siði. Þeir vita að Guð þolir þetta vel, þeir hóta ekki morðum og djöfulgangi, eru búnir að koma sér upp skrápnum sem við verðum að ráða yfir ef allir nýta sér málfrelsið. Og hvað verður um beitta gagnrýni, nístandi háð, ef engan má styggja? Viljum við fórna því óþægilega og ertandi, því sem hefur tryggt framfarir á Vesturlöndum, fórna því til að tryggja frið hræðslu, þagnar og frosts? Vissulega er til meiðyrðalöggjöf í vestrænum löndum en eins og Mill sagði ber að nota hana af ýtrustu varfærni. Höfundurinn orðar vel hættuna sem undanlátssemin við morðóða öfgamenn býður heim, minnir á það hvað sé í húfi. „Sá sem vill amast við þessum teikn- ingum amast við nákvæmlega því sem all- ir helstu baráttumenn málfrelsis á Vest- urlöndum hafa leitast við að verja í aldanna rás: Rétti einstaklingsins til að hugsa frjálslega og tjá hugsanir sínar óþvingað og óttalaust,“ segir Róbert H. Haraldsson. Róbert H. Haraldsson heimspekingur og höfundur Ádrepa um sannleika. Kristján Jónsson Matarsendingar til útlanda Láttu okkur sjá um alla fyrirhöfnina – útvega vottorð, pakka og senda. www.noatun.is AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.