SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 55

SunnudagsMogginn - 19.12.2010, Síða 55
19. desember 2010 55 H alló!“ Blaðamaður hleypir sjálfum sér inn, fylgir handskrifuðum skilaboðum á útidyrahurð- inni, þar sem stendur: „Dyrabjallan er bil- uð. Gakktu bara inn og kallaðu halló!“ Eins og hann sé sögupersóna í skáldverki. Nema höf- undurinn birtist í stigaganginum. „Þetta er eins og í sveitinni, bara opið og fólk valsar inn og út. En ég er að fara að kaupa dyrabjöllu,“ segir skáldið Gerður Kristný. Best að teikna upp sögusviðið. Tvennar dyr liggja út frá stigaganginum, aðrar inn í vinnuherbergið og hinar inn í íbúðina. „Þannig get ég lokað tveimur hurðum þegar drengirnir verða fullfyrirferðarmiklir og labbað í vinnuna,“ segir hún brosandi. Samtalið fer fram í íbúðinni við Bauganes í Skerjafirði, þar sem Gerður Kristný skrifar helst á daginn, Dean Martin á fóninum og út um stofugluggann mótar fyrir Keflavík og Snæfellsjökli í bláleitri síðdegisbirtunni. Blaðamaður nýtur góðs af því að Gerður Kristný las upp í Skagafirði um liðna helgi, því þaðan eru smákökurnar á borðinu. „Þess vegna valdi ég Kristján sjáðu til, þá fylgdi þessi fína tengdamóðir með,“ segir hún hlæjandi og vísar til eiginmannsins, Kristjáns B. Jónassonar, sem einnig hefur viðurværi af bókum. Í Skírnismálum segir frá jötnameynni Gerði Gymis- dóttur, sem Skírnir, skósveinn Freys, sækir til Jöt- unheima handa húsbónda sínum. Og þangað sækir skáldið Gerður Kristný efnivið í ljóðabókina Blóðhófni, sem tilnefnd er til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Það liggur beint við að spyrja, hvort það hafi verið nafnið, sem vakti fyrst forvitni? „Já, ég hef alltaf haft krónískan áhuga á mannanöfn- um – hvað þau þýða og hvaðan þau koma. Ég vissi að Gerður væri jötunmeyja og las sem krakki söguna af því þegar hún kemur til Ásheima; Freyr verður svo hrifinn af henni að hann lætur sækja hana og hún telst þaðan í frá ein af ásynjum. Mér fannst það hlyti að vera upphefð fyrir óbreytta jötunynju. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en síðar, að í fyrsta lagi segir hún nei, hún vill ekki fara, og í öðru lagi er hún keypt því Freyr borgar Skírni fyrir sendiförina með sverði sínu og svo fær hann líka hest til fararinnar, sjálfan Blóðhófni.“ Hún brosir. „Þessi saga sýnir að karlar sem kaupa konur farast í ragnarökum. Þá saknar Freyr sverðsins síns.“ Svo bætir hún í þankann: „Maður hlýtur að velta því fyrir sér, hvernig það sé að líta út um gluggann, sjá hest bíta og vita að á sér hafi verið skipt fyrir hross. Þetta er löngu fyrnt mansalsmál, en alveg tímabært að draga það fram.“ – Af hverju ertu svona gerð að vilja skrifa? „Ég er bara svona Gerður,“ svarar hún og hlær. „Ég veit það ekki, mér fannst þetta svo heillandi. Ég byrjaði að ríma vísur sem krakki og ætlaði að verða myndlistarkona, teiknaði myndir frá morgni til kvölds. En mér fannst vanta sögur við myndirnar sem ég teiknaði, þannig að ég fór að semja. Og einhvern veg- inn urðu sögurnar frekari.“ – Þú veltir ekki aðeins nöfnum fyrir þér, heldur líka orðum. Maður fær á tilfinninguna að þú slípir þau og fægir, þar til glampar á þau. „Ég heyri stundum orð sem ég bara verð að nota. Heilu ljóðin snúast stundum um stemninguna sem þetta eina orð veitir mér. Já, já, ég get alveg tekið undir það.“ – Það er ansi mögnuð frásagnaraðferð að segja fornar hetjusögur frá sjónarhóli þeirra sem minna mega sín. „Mér fannst líka ýmislegt vanta inn í Skírnismál. Hvar er mamma Gerðar? Hvað gerist eftir að hún kemur til Freys? Sagan endar eftir að Skírnir kemur til hans og segir að daman sé á leiðinni, hún komi eftir níu nætur. Og hvað gerir hún í níu nætur? Hún er jörðin og það þýðir ekki að láta hana hefna sín eða vera í ægilegum ham. Hún bara kveður heimkynni sín, kveður mömmu sína. Og verða fagnaðarfundir þegar Gerður hittir Frey? Ég fékk að fylla upp í frásögnina. Svo er misjafnt hvað stenst. Skírnir hótar Gerði með ergi, sem sagt að hún verði lesbía. Það þykir ekki merkileg hótun nú til dags. Ég velti fyrir mér hvaða hótanir Skírnis hægt væri að nota í Blóðhófni á meðan ég var við ritstörf á Hrauni í Öxnadal. Þá áttaði ég mig á því, að það versta sem hann segir er að hún verði alltaf ein og horfi heljar til. Hún eigi þar með aldrei eftir að sjá það góða í heiminum, og ég hirti það frá höfundi Skírnismála. Þá lætur hún undan.“ – Þetta er einnig bragur um tryggð og heimþrá – maðurinn er alltaf að leita upprunans. Eins og í ljóða- brotinu: Þar er landið mitt vafið náttkyrri værð steypt í stálkaldan ís Þetta er kunnugleg lýsing! „Já, hún þarf að yfirgefa landið sitt og fer ekkert þangað aftur – það er ekkert Blóðhófnir Express. Já, þetta er heimþrá, hún saknar heimkynna sinna. Og ég ímynda mér Jötunheima óttalega íslenska á meðan Ásheimar eru eins og sænskur sumardalur.“ – Mikið eru smákökurnar góðar! „Ég veit, amma Valla kann þetta alveg.“ – Hvað næst? „Ég er farin að semja næstu ljóðabók, sem verður hefðbundinn samtíningur héðan og þaðan. Svo nýtti ég biðina á flugvellinum í Dubaí á dögunum og plottaði eina skáldsögu – það var skemmtilegt. Ég keypti mér líka Vogue, sem ég ætla að eiga um aldir alda,“ segir hún, stendur upp og sækir blaðið. „Eins og þú sérð er búið að tússa yfir öll brjóstin. Gengur það, Pétur?“ Blaðamanni verður orðavant. „Þetta er perralegasta starf sem ég get hugsað mér. Það situr fólk líklega í stórum sal og tússar yfir brjóstin í Vogue-tímaritum, mig langaði ekkert til að sjá brjóstin á Charlotte Gainsburg fyrr en búið var að tússa yfir þau! Kannski er þarna heill salur af konum í búrkum, það eru áreiðanlega konur sem gera þetta, sem fletta Vogue og Marie Claire með tússpennann á lofti. Eins gott þær komast ekki yfir Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson!“ Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið… Gerður Kristný Ég er bara svona Gerður ’ Það versta sem hann segir er að hún verði alltaf ein og horfi heljar til.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.