Skólablaðið - 01.03.1985, Qupperneq 15
mér snarl. Þá tók ég til kaffi og
bakkelsi og gerði mig kláran fyrir
heimsókn, en ákvað að kæmi enginn
færi ég í sund. Það stóð heima að
bjallan hringdi á slaginu tíu. Ég fór til
dyra og þar stóð ung stúlka klædd
svartri slá. Fyrir utan stóð stórt, svart
mótorhjól. ,,Sæll, ert þú Eiríkur?“
Hún brosti mjög fallega og ég hugsaði
með mér að þetta væri einhver brand-
ari, þá hefði háðfuglinn að minnsta
kosti góðan smekk á kvenfólki. ,,Já,
það er ég, hver ert þú?“ „Ég heiti
Sólveig og er frá skrifstofu Dauðans,
þú átt að deyja núna á eftir, er það
ekki?“ ,,Jú, eða svo var mér sagt. Rétt
fyrir tólf.“ „Svo snemma? Heyrðu, þá
er líklegast best að ég verði fylgdar-
maður þinn, það er svo lítill tími
eftir.“ „Whatever you say, honey.“
Hún byrjaði að yfirheyra mig um allar
staðreyndir og persónuupplýsingar,
en virtist reyndar vita öll svörin fyrir.
Hún spurði mig út í hagfræðiprófið
mitt, um hvað ég hefði skrifað rit-
gerðirnar mínar, spurði mig svolítið
út í doktorsgráðuefnið mitt og þar
fram eftir götum. Loks kom hún sér
að efninu: „Trúir þú á Guð?“ „Nei og
hef aldrei gert, hefur reyndar aldrei
líkað við manninn. Hugsaðu þér:
nokkrir hommar reyna við umboðs-
mennina hans og allt verður vitlaust.
Sódóma og Gómorra horfnar á einu
bretti!“ „Það var ágætt.“ „Ágætt?
Sódóma og Gómorra? Þetta er álíka
og þú varpaðir kjarnorkusprengjum á
Las Vegas og Atlantic City bara af því
að þú spilar ekki bridge!“ „Nei, vin-
ur, ég meinti nú það að þú tryðir ekki
á Guð. Það væri ekki sniðugt ef þú
tengdist honum of náið.“ „Já - já,
heyrðu, ég er búinn að fá nóg af þessu
sjitti, hver er meiningin?“ „Það er
von þú spyrjir, mér var farið að finn-
ast þú grunsamlega samvinnuþýður.
Málið er það, að það er heilt sýstem
sem gengur út á það að koma fólki á
áfangastað, til Guðs, Lúsífers, í
Nírvana og alla þá áfangastaði sem
hugurinn girnist. En svona á það heila
litið eru þetta bara þrír staðir,
Himnaríki, Hreinsunareldurinn og
Helvíti, en þeir eru með margar
deildir fyrir hin ýmsu trúarbrögð.“
„Meinarðu að maður geti valið hvert
maður fer?“ „Nei, en hafir þú verið
næs í lífinu þá ferð þú til himna eða
þess staðar sem þú hefur gert þér í
hugarlund sem betri staðinn. Eða
Helvítis, hafir þú til þess unnið.“ „En
Hreinsunareldurinn?" „Það erstaður
fyrir þá sem ekki er hægt að meta til
vistar á öðrum hvorum staðnum.“
„Einmitt og hvar kem ég inn í
dæmið?“ „Þú virðist vera einn af
hreinsunareldskandídötunum og
okkur vantar sárlega hagfræðing í
toppklassa og okkur virtist þú vera
fínn í djobbið.“ „En ánægjulegt!“
Hún brosti. „Láttu ekki svona, það er
ágætt að vinna þarna. Eilíft líf og flest
það sem hugurinn girnist. Líttu á mig.
Fyrir átta árum var ég skrifstofupía
hjá Hafskip og var ekki á leiðinni
neitt nema til efri ára. Síðan dó ég, er
orðin starfsmannastjóri hjá Dauðan-
um og búin að vera tuttugu og níu ára
síðan. Ég á fallegt hús, nálægt Himna-
ríki, ræð eigin vinnutíma mjög mikið,
er að læra á píanó, á tvo ketti og veit
að ég er að gera gagn. Getur þú hugs-
að þér betra líf — eða öllu heldur betri
dauða?“ „Jah, varla. En segðu mér,
er Dauðinn, þú veist, beinagrind í
svörtum kufli, á ljósum hesti, sveifl-
andi ljánum ...? „Gamli maðurinn?
Nei - nei, hann er besta skinn, svona
um sextíu og fimm ára gamall, alltaf
æðislega fínn í tauinu. Það er hann
sem er að kenna mér á píanó!“ „En
þú? Svört slá og svart mótorhjól, hvað
á það að fyrirstilla? Einkennisbún-
ingur?“ Hún hló og sagði: „Bíddu
fyrir þér, nei. Ég geri það nú bara að
gamni mínu, út af djobbinu. Annars
væri nú ekki slæm hugmynd að fá sér
ljá!“ Og hún veltist um af hlátri. „En
hvað í ósköpunum hafið þið við hag-
fræðing að gera?“ „Guð, ef ég veit
það! En í alvöru talað held ég að þú
eigir að endurskipuleggja sjoppuna
og standa í samningsgerð við Guð og
Skólablaðið 15